Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
14.10.2009 | 17:15
Spurningalistinn klár á föstudag-svo til Brussel
,,Svör við 2500 spurningum Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands, verða tilbúin á föstudaginn og fara þá til Brussel. Samninganefnd Íslands verður líklega ekki skipuð fyrr en í kringum áramótin." Þannig byrjar frétt RÚV, þess efnis að vinnu við spurningalista ESB, sé að verða lokið. Lesa má fréttina í heild sinni hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2009 | 17:24
Evrópusamtökin með fundi á Norðurlandi
Evrópusamtökin verða með fundi á Akureyri á fimmtudaginn, 16.10 og á Húsavík á föstudaginn, 17.10. Fundurinn á Akureyri verður í formi námsskeiðs/fræðsluerindis.
Frummælandi á báðum fundum verður Jón Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík, fyrrum seðlabankastjóri og iðnaðarráðherra. Fundurinn á Akureyri verður á Hótel KEA og hefst kl.17.00 á fimmtudag. Fundurinn á Húsavík verður hins vegar á föstudag kl.12.00 og verður með hefðbundnu hádegisverðarsniði. (Mynd: www.pressan.is)
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson í síma 699 2522 eða í netfangi evropa@evropa.is
Andrés er formaður Evrópusamtakanna og verður fundarstjóri á þessum fundum.
Norðanmenn eru hvattir til að mæta, allir velkomnir!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2009 | 22:26
Mogginn og Lissabon-sáttmálinn
Morgunblaðið, sem hefur kúvent í Evrópumálum, með tilkomu Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannesen, leggst til atlögu gegn Lissabon-sáttmálanum á leiðarasíðu sinni í dag. Þetta er væntanlega bara forsmekkurinn að því sem koma skal á síðum blaðsins, sem eins og alþjóð veit, er nú í eigu einstaklinga sem auðgast hafa á kvótakerfinu.
Í leiðaranum er það látið í veðri vaka að með upptöku Lissabon-sáttmálans verði sú breyting á starfsháttum ESB, að það muni nú fara að vinna gegn, jafnvel ganga á, hagsmuni smáríkja:
,,Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu færa ýmis rök fyrir máli sínu. Ein röksemdin er sú að innan Evrópusambandsins gildi í raun sú óskráða regla að aldrei sé gengið nærri grundvallarhagsmunum ríkja. Þetta hefur haft þýðingu í umræðunni hér á landi vegna þess að fáum Íslendingum dettur í hug að taka þá áhættu að setja sjávarauðlindina undir yfirráð útlendinga. Hér hefur almennt samkomulag ríkt um að þessi undirstaða efnahags þjóðarinnar yrði að vera á forræði Íslendinga. Sjónarmið þeirra sem kosta kapps um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hafa verið þau að vegna þeirrar starfsvenju að ganga ekki nærri grundvallarhagsmunum ríkja þurfi Íslendingar ekki að óttast um fiskimiðin. Evrópusambandið muni taka fullt tillit til hagsmuna Íslands þegar kemur að þessum grundvallarhagsmunum landsins.
Um þetta hefur alla tíð verið ástæða til að efast enda vægast sagt vafasamt fyrir Ísland að leggja grundvöll sinn undir óskráðar vinnureglur Evrópusambandsins. Nú, þegar útlit er fyrir að Lissabon-sáttmálinn verði að veruleika, hljóta efasemdirnar að verða enn sterkari, jafnvel hjá heitustu stuðningsmönnum Evrópusambandsaðildar Íslands. Og síðar segir leiðarahöfundur að ástæðan sé m.a. sú að auka eigi vald þingsins og dregur af því þá ályktun að þá muni þingið fara að vinna gegn hagsmunum þjóða í sambandinu: ,, Þingmenn myndu ekkert víla fyrir sér að setja reglur sem færu þvert á hagsmuni einstakra þjóða.
Leiðarahöfundur gerir svo fiskveiðar að umtalsefni sínu og gefur algerlega í skyn að með innleiðingu Lissabon-sáttmálans muni áhrifameira þing byrja á því að taka ákvarðanir sem koma niður á smærri ríkjum sambandsins. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að hér hugsar leiðarahöfundurinn um íslenskan fisk og fiskimið.
En, myndu smáríki ESB láta bjóða sér að yfir þau yrði rúllað á áhrifameira þingi ESB? Af þeim 27 ríkjum sem eru aðilar að ESB, eru AÐEINS sex ríki, sem eru verulega stór og það eru Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ítalía, Bretland og Pólland. Önnur ríki eru lítil, séð á heimsvísu. Þau yrðu því 21 á móti sex. Er líklegt að stóru ríkin myndu fara að haga sér með einhverjum fantaskap gegn hinum? Það væri auðveldasta leiðin til þess að sá fræjum klofnings og óeiningar innan sambandsins að hegða sér með þeim hætti sem leiðarahöfundur MBL er að ímynda sér.
Evrópa er rödd sem þörf er á í heiminum í dag. Rödd Evrópusambandsins þarf að heyrast meðal þeirra valdablokka sem ráða lögum og lofum í heimspólitíkinni. Rödd sem boðar frið, samvinnu, mannréttindi, og ekki síðast en síst, umhyggju gagnvart þeim áskorunum sem t.d. eru sífellt að verða meira áberandi á sviði umhverfismála. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga. Hvernig ætlum við að vera með í þróun þessara mála? Ein, alein, hér úti í Atlantshafi?
Lissabon-sáttmálinn hefur það að megin markmiði að betrumbæta ákvarðanatöku innan ESB. Þetta er sáttmáli sem miðar að því að gera sambandið betur i stakk búið að taka ákvarðanir fyrir hóp þjóða sem árið 2004 samanstóð af 15 ríkjum, en er nú 27, eftir inngöngu fjölmargra ríkja ,,Austur-blokkarinnar. Það er ekkert smáræðis verkefni! Og það ætti leiðarahöfundurinn/ritstjórinn að vita, sérstaklega ef það var "sá eldri" þeirra sem sat við lyklaborðið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.10.2009 | 20:13
Cameron og ESB
Kristján Vigfússon, kennari og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, ritar grein á vef Pressunnar um David Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, afstöðu hans til ESB og sér í lagi Lissabon-sáttmálans. Kristján segir m.a um Cameron: ,,Hann telur eins og margir íhaldsmenn að Bretland þurfi á Evrópu að halda en bara upp að vissu marki. Hann vill draga úr völdum sambandsins og að sambandið einbeiti sér að fyrst og fremst að efnahagslegum markmiðum, markmiðum í loftlagsmálum og að það vinna að því að draga úr fátækt. Allt gott og gilt en spurningin hvort það nægir til að sætta ólík sjónarmið innan flokksins. Svo er það Lissabon-sáttmálinn !
Til að tryggja sér stuðning andstæðinga Evrópusambandsins innan flokksins hafði hann lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann ef hann kæmist til valda, að því gefnu að sáttmálinn væri ekki þegar staðfestur af öllum aðildarríkjum sambandsins. Loforð sem hann virðist vera að draga í land með þessa stundina."
Pistilinn má lesa hér
12.10.2009 | 12:59
Sjálfsmynd þjóðar og Evrópusambandið - National identity and the EU
Vekjum athygli á þessum áhugaverða fyrirlestri í Háskólanum í Reykjavík á MIÐVIKUDAGINN.
Sjálfsmynd þjóðar og Evrópusambandið - National identity and the EU
14.10.2009, Evrópuréttarstofnun
National identity and the EU -kl. 12:00 - 13:00
Peter Chr. Dyrberg forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar og aðjúnkt við lagadeild HR.
Peter fjallar um sambandið milli Evrópusambandsins og sjálfsmyndar aðildarríkjanna. Hvaða þættir í eðli og starfi Evrópusambandsins tryggja að sjálfsmynd og séreinkenni þjóðanna séu virt og hverjir eru kostir og gallar þess að það sé gert?
Fundarstjóri: Stefán Geir Þórisson hrl.
Fundurinn fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Nánar á http://www.hr.is/deildir/lagadeild/frettir/vidburdir/nr/23632
10.10.2009 | 13:00
Hugleiðingar um gjaldeyrisforða
Vilhjálmur Þorsteinsson, bloggari, setur fram áhugaverðar pælingar um þörfina á gjaldeyrisforða í eftirfarandi færslu:
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/962536/
Vilhjálmur segir m.a.:
,,Eins og ég hef útskýrt í fyrri bloggfærslum, þá snýst tilvist gjaldeyrisforða ekki síst um sálfræði og leikjafræði. Ef markaðurinn veit að forðinn er enginn, eða að það er prinsipp að beita honum ekki, þá hafa spákaupmenn frítt spil að veðja á móti gjaldmiðlinum og vita að það verður engin mótstaðaí því veðmáli. Það verður nánast áhættulaus högnun (arbitrage) að skortselja gjaldmiðilinn og því fleiri sem taka veðmálið, því "betra" verður það.
Ef forðinn er á hinn bóginn nógu stór og trúverðugur, og menn hafa talað nægilega digurbarkalega um að beita honum ef þurfa þykir, þá sjá spákaupmenn að þeir muni - jafnvel með hópefli - ekki ná að brjóta niður mótstöðuna, og reyna það því ekki. Svo það sé sagt aftur og skýrt: Ef forðinn er nógu trúverðugur, þarf aldrei að beita honum. Það er staðan sem menn vilja vera í, þegar krónunni er fleytt"
Áhugameönnum um þessi mál er hérmeð bent á færsluna.
(Skáletrun/litun: Ritstjóri bloggs)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2009 | 12:48
Pólverjar skrifa undir Lissabon-sáttmálann
Forseti Póllands, Lech Kaczynski, skrifaði undir Lissabon-sáttmálann fyrr í morgun. Við þessu var búist eftir að Írar samþykktu sáttmálann, með yfirgnæfandi meirihluta, í þjóðaratkvæðagreiðslu 2.október. Þar með er það aðeins forseti Tékklands, Vaclav Claus, sem á eftir að samþykkja hann. Claus setur fram ákveðnar kröfur og hefur sáttmálanum einnig verið vísað til stjórnlagadómstóls í Tékklandi, þar sem nokkrir þingmenn álíta hann brjóta gegn stjórnarskrá landsins. Búist er við því að það ferli taki nokkrar vikur.
Þessu segir Reuters frá.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 20:03
Eiríkur Bergmann æfur út í Morgunblaðið
Morgunblaðið hefur breyst eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen settust á ritstjórastóla, því hafa væntanlega áskrifendur blaðsins tekið eftir. M.a. eru tekin að birtast ljóð í leiðaraplássi blaðsins, nokkuð sem hlýtur að teljast óvenjulegt í vestrænum blaðaheimi. Staksteinar blaðsins hafa einnig vakið athygli og í dag er Eiríkur Bergmann, yfirmaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst gerður að umfjöllunaefni, sem og EES samningurinn. Staksteinahöfundur segir að stuðningsmenn ESB séu sífellt að hafa í hótunum við andstæðinga sína:
,,Hitt er áleitið umhugsunarefni, hvers vegna stuðningsmenn ESB og Icesave eru alltaf á þessum hótunarbuxum. Eiríkur Bergmann er alls ekki einn um það en hann er þó drjúgur í því. EES samningurinn í hættu falli Icesave segir hann. Er það svo?
Eiríkur hlýtur að vita að hvert einasta þjóðþing þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum yrðu að segja honum upp, jafnt Pólverjar, sem Danir, Eistar sem Slóvenar. Finnst honum líklegt að þær þjóðir og allar hinar tæplega 30 geri það, ef Íslendingar vilja fá skorið úr um lagaskyldu sína til að taka á sig óheyrilegar skuldir sem óábyrgt einkafyrirtæki stofnaði til. Það getur varla verið að Eiríkur trúi þessu.
En er það annað sem hann hræðist? Er það hinn ógnvænlegi veruleiki að falli Icesave kynni það að þvælast fyrir inngöngunni í Evrópusambandið? Töpuð paradís blasi við. Paradís þar sem hans og annarra hlutlausra evrópufræðinga bíða 70 meyjar, óspjallaðar í evrópufræðum og önnur eilíf sæla.
Sem sagt rétt mat hjá Halldóri einsog fyrri daginn, þótt hann hljóti á stundum að vera veikur fyrir málflutningi Bergmanns og sálufélaga hans, sem oftar en ekki er algjör steypa," segir Staksteinahöfundur.
Eiríkur Bergmann bregst ókvæða við þessu á bloggi sínu í dag: ,,Í morgun hlaust mér sú upphefð að fá yfir mig skæðadrífu staksteina Morgunblaðsins. Grjótkastarinn í Hádegismóum er þó ekki hittinn þennan morguninn. Efnislega er ég sakaður um að hafa hótað þjóðinni uppsögn á EES-samningnum samþykki hún ekki Icesave, sem ég á víst að vera alveg hreint sérstakur áhugamaður um að Íslendingar samþykki, að því er virðist af þeirri ástæðu að ég ku vera svo sólginn í embættismannastarf í stofnunum ESB. Allt er þetta kolrangt."
Eiríkur færir svo rök fyrir máli sínu og segir svo: ,,Í skæðadrífu staksteina fljúga fleiri og enn furðulegri hlutir. Á einhvern undarlegan hátt tekst grjótkastaranum í Hádegismóum að þvæla 70 óspjölluðum meyjum inn í spilið, sem ég er sagður hafa einhverja löngun til. Hvernig svarar maður eiginlega svona ummælum? Hvað er hér eiginlega á ferðinni?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.10.2009 | 15:57
Halldór og Uffe stinga niður penna í EuObserver
Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norræna ráðherraráðsins, og Uffe-Ellemen Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, skrifa grein um mikilvægi norrænu og baltnesku víddarinnar í Evrópusamstarfinu á vefritið EUObserver.
Þeir segja meðal annars: ,,The nations around the Baltic Sea, as well as Iceland and, to a certain extent, Russia, were hit hard by the economic crisis and are struggling to overcome major problems, whereas the other Nordic countries appear well placed to recover relatively quickly. Ultimately, the way in which crises are handled is determined at national level, i.e. states are responsible for their own future. However, there are strong indications that we all need to be better prepared and develop more effective national structures in order to improve our ability to cope with future global crises."
Hægt er að lesa greinina hér:http://euobserver.com/7/28767
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2009 | 21:25
Frá Evróvisjón til Evru - Allt um Evrópusambandið
Í dag kom út hjá Veröld bókin Frá Evróvisjón til Evru - Allt um Evrópusambandið eftir Eirík Bergmanndósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumann Evrópufræðaseturs.Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitthvert umdeildasta mál síðari tíma. En hvað er þetta ESB? Hver er saga þess? Hvernig er það byggt upp? Hvert er eðli Evrópusamvinnunar? Hvaða áhrif hefur Evrópusambandið á líf, störf og viðskipti Íslendinga nú þegar og hvað breytist ef ákveðið verður að ganga í sambandið?
Um hvað snýst samvinna þessara 27 aðildarríkja þar sem býr hálfur milljarður manna og talar 89 tungumál?
Íslendingar verða á næstunni að gera upp hug sig sinn til ESB. Bókin Frá Evróvisjón til evru eftir Eirík Bergmann hefur að geyma allt sem þú vildir vita um Evrópusambandið en þorðir ekki að spyrja um; bók sem á erindi inn á hvert heimili í landinu.
Á meðfylgjandi bókarkápu er vitnað til umsagna tveggja lesenda bókarinnar.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir:
Liprasti texti sem Íslendingur hefur skrifað um ESB og fjandi skemmtilegur aflestrar. Á köflum einsog leiftrandi spennusaga."
Svanhildur Hólm Valsdóttir lögfræðingur segir:
"Lipurlega ritað yfirlit um ESB, aðgengilegt og yfirgripsmikið, eftir höfund sem er ástríðufullur áhugamaður um alþjóðasamvinnu."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir