Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Gömlu brýnin skeggræddu

smeÞað var stund gömlu brýnanna í Sprengisandi Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni (mynd). Þar mættust Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson, Ragnar Arnalds og Halldór Blöndal. Þeir skeggræddu margt og mikið, efnahagsmál, stjórnmál og ekki síst Evrópumál. Athyglisvert var að heyra Styrmi Gunnarsson viðurkenna að hér hafi stórkostleg mistök verið gerð í hagstjórn.

Ragnar Arnalds, fyrrum formaður Heimssýnar skellti alfarið skuldinni á reglur ESB um fjármálastarfsemi og sagði þetta vera helstu orsök hrunsins. Halldór Blöndal tók undir með Ragnari og Styrmi í andstöðu þeirra við ESB. Það var því á brattann að sækja fyrir Jón Baldvin í málflutningi sínum. Hann sagði m.a. að heildarstaða sjávarútvegsins væri nú verri en fyrir hrun, vegna stórkostlegs gengisfalls krónunnar.

Það sjónarmið kom fram hjá báðum aðilum að eitthvað þyrfti að gera í gjaldmiðilsmálum landsins, þar sem krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslendinga.

Þáttinn má heyra á www.visir.is eða www.bylgjan.is.


Styrmir Gunnarsson:Loka,loka,loka!

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, rithöfundur og yfirlýstur ESB-andstæðingur (í stjórn samtaka Nei-sinna), var gestur í Vikulokum Hallgríms Thorsteinssonará RÚV milli 11-12 í dag. Þar kom fram að hann vill skera mikið niður í Utanríkisþjónustunni og þar með skerða tengsl Íslands við umheiminn. Hann vill loka sendiráðum á Indlandi og í Kanada. 

 Nei-sinnar hamra sífellt á því að Ísland eigi að hafa frelsi til að gera tvíhliða viðskiptasamninga við aðrar þjóðir. Hvernig á það að vera hægt án sendiráð og fagfólks í samskiptum við önnur lönd? Eru þetta ekki einhverjar hálf-hugsanir sem menn grípa til í einhveri örvæntingu? Með aðild að ESB fengi Ísland aðgang að öllum viðskiptasamningum ESB, við öll helstu efnahagsveldi heims!

Hér er listi yfir þau ríki sem ESB hefur tvíhliða samninga við. Smellið á "virk" lönd. Á þessum lista eru m.a. Indland, Kína, USA, og Kanada, svo einhver séu nefnd.

http://ec.europa.eu/trade/: Kíkið einnig á þetta. Hér kemur m.a. fram að ESB varði um 1 milljarði Evra á á árunum 2006-2008, til að efla viðskipti við þróunarlönd. Á gengi dagsins, um 185 milljarðar íslenskra króna!

 


Noregur: Hálfur inni, hálfur úti

Kjell DragnesRitstjóri erlendra frétta í norska Aftenposten, Kjell Dragnes skrifar áhugaverða grein um Noreg og utanríkismál þann 17.nóvember í blaðið. Þar segir hann að Noregur hafi alltaf verið ,,milli-skers-og-báru"- land í Evrópu, með annan fótinn inni, hinn úti. 

Í grein sinni, segir Kjell:,,Et folkeflertall er fortsatt mot EU-medlemskap, selv om vår innflytelse over beslutninger i EU blir enda mindre – fordi unionen blir mer demokratisk. Vi blir, gjennom EØS, stadig mer integrert. Men vi avskjermer oss politisk fra Europa, også i innflytelse, fordi beslutningene nå føres over i demokratiske organer vi ikke har noen innflytelse over."

Í lauslegri þýðingu: Meirihluti (Norðmanna, innskot ES), er á móti ESB-aðild, en okkar áhrif verða sífellt minni....Við lokum okkur frá Evrópu, sem verður sífellt lýðræðislegri...ákvarðanir eru teknar í lýðræðislegum stofnunum sem við höfum engin áhrif á...,"segir Kjell m.a. í grein sinni.

Er þetta ekki umhugsunarvert fyrir okkur Íslendinga? Hvaða stefnu ætlum við að taka sem þjóð, viljum við vera þjóð á meðal þjóða eða fara fáir og smáir inn í 21.öldina?


Anna Pála um Ásmund

APSAnna Pála Sverrisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar skrifar pistil um Ásmund Einar Daðason, bónda, þingmann og nú síðast leiðtoga Nei-sinna á Íslandi. Ásmundur sagðist nefnilega ætla að "slátra" ESB-málinu um daginn og gera Samfylkingunni lífið leitt.

Anna Pála skrifar: ,,Það er engin frétt að Ásmundur sé á móti ESB-aðild Íslendinga. Hann á fullan rétt á þeirri skoðun og það hefur legið fyrir frá byrjun samstarfs VG og Samfylkingar að flokkarnir eru ekki sammála um sjálfa aðildina. Það sem þessir tveir flokkar sammæltust hins vegar um, við myndun ríkisstjórnar í vor, var að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa síðan íslensku þjóðinni að kjósa – loksins – um aðildarsamning."

Og síðar segir hún: ,,Í frétt á vefritinu feykir.is kemur fram að Ásmundur segi að stöðva þurfi umsóknarferlið að ESB. Alþingi samþykkti það þó í sumar og Vinstri græn hafa gefið loforð í stjórnarsáttmála um að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Vill Ásmundur brjóta þetta loforð?"

Pistill Önnu er hér


Forseti og utanríkisráðherra valdir

Herman Von RompuyHerman Von Rompuy var í kvöld valinn til embættis forseta ESB. Hann er núverandi forsætisráðherra Belgíu og þykir slyngur samningamaður og góður sáttasemjari. Einnig var útnefnt í embætti utanríkisráðherra (High Representative) og þar hlutu Bretar hnossið; fyrir valinu varð Catherine Ashton. Hún hefur undanfarin ár starfað við gerð viðskiptasamninga fyrir ESB og þótti standa sig vel þegar sá stærsti, við S-Kóreu, var gerður á sínum tíma. BBC telur að val þeirra endurspegli ákveðna varfærni hjá ESB við það að "sjósetja" þessar tvær nýju stöður innan þess. Sú staðreynd að þetta ferli tók skamman tíma þykir vera rós í hnappagat Svía, sem ljúka formennsku sinni í ESB nú um áramót. Spánverjar taka við af þeim.

Sjá nánar á vef BBC

Einnig fréttaskýring EurActiv


Elskum Evrópu!

Eiríkur JónssonRétt eins og það eru til harðir Nei-sinnar gegn Evrópu, eru einnig til harðir Já-sinnar. Einn þeirra er hinn kunni blaða og fjölmiðlamaður Eiríkur Jónsson. Hann setti þessa skemmtilegu færslu á bloggið sitt um daginn. Margt til í þessu.

(Mynd: DV/Birtingur)


DAGUR UNGRA FRÆÐIMANNA Í EVRÓPUMÁLUM

ungirfraedimenn 

EVRÓPUSAMTÖKIN VILJA MINNA Á ÞESSA ÁHUGAVERÐU DAGSKRÁ:

Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum:
Föstudaginn 20. nóvember frá kl. 13:00 til 16:00 í Öskju sal 132.

13:00        Málþing opnað

13:05        Ávarp
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

13:10        Hversu Evrópuvædd eru íslensk sveitarfélög?
Jóhanna Logadóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands með áherslu á Evrópufræði

13:30        Rétturinn til aðgangs að gögnum hjá Evrópusambandinu
Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur

13:50        Stefnur og stofnanir upplýsinga- og þekkingarsamfélagsins í ESB-löndunum og Íslandi
Bergljót Gunnlaugsdóttir, MA í Evrópufræðum frá Háskólanum á Bifröst, forstöðumaður bókasafns Flensborgarskóla

14:10        Kaffihlé – bóksala Alþjóðamálastofnunar

14:40        Vestræn samvinna og öryggis- og varnarmálastefna ESB
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun

15:00        Evrópuvæðing utanríkis-, öryggis- og varnarmála
Margrét Cela, doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Lapplandi

15:20        Umræður – frummælendur svara fyrirspurnum úr sal

15:50        Evrópustyrkir Samtaka iðnaðarins og Alþjóðamálastofnunar
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar

16:00        Málþingi slitið

Fundarstjóri: Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og stundakennari við Háskólann í Reykjavík

 

Minnum á bóksölu Alþjóðamálastofnunar fyrir framan fundarsalinn í Öskju meðan á málþinginu stendur.

Nokkur dæmi um titla og tilboðsverð í tilefni dagsins:

Inni eða úti: Aðildarviðræður við Evrópusambandið, eftir Auðun Arnórsson - skráð verð 3.890 kr. -  tilboð 2.800 kr.

Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: aðdragandi og viðbrögð, eftir Gunnar Þór Bjarnason - skráð verð 3.900 kr. - tilboð 2.800 kr.

Evrópuvitund: Rannsóknir í Evrópufræðum 2007-2008, í ritstjórn Auðuns Arnórssonar - skráð verð 3900 kr. - tilboð 2.700 kr.

 


Cecilia Malmström útnefnd til framkvæmdastjórnar ESB

cecilia_malmstromFredrik Reinfelt, forsætisráðherra hefur útnefnt Ceciliu Malmström sem frambjóðanda til framkvæmdastjórnar ESB. Hún er núverandi Evrópumálaráðherra Svíþjóðar og mjög virt sem slíkur. Þetta kemur m.a. fram á vef sænska ríkisútvarpsins.


Bóndinn og stjórnin...

SlátrariÁsmundur Daðason, nýr formaður Nei-sinna, veður af stað með miklum göslaragangi. Á www.visir.is er haft eftir honum í dag að hann vilji gera Samfylkingunni lífið leitt. Er það aðalmarkmið hans? Eru samtök Nei-sinna að verða að stjórnmálaafli? Á fundi á Sauðárkróki fyrr í vikunni sagði hann einnig þetta:

,,Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus, sagði Ásmundur og sagði að stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telur hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. –Við slátrum ESB kosningunni, sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu..." (leturbreyting, ES)

Ásmundur er ungur bóndi og sjálfsagt vanur ýmsum slátrunum, en hvort honum verður að ósk sinni er alls ekki víst. Það kemur einfaldlega í ljós síðar, þegar íslenska þjóðin hefur sagt sitt. Það vilja Nei-sinnar hinsvegar ekki að hún fái tækifæri til.

Eins og sagt hefur verið frá fengu Nei-sinnar nýja stjórn og það enga SMÁRÆÐIS stjórn. Alls eru 41 einstaklingur skráður í hina nýju stjórn. Hafa Nei-sinnar ekki verið að gagnrýna "bjúrókratíið" í Brussel. Hvað er þá þetta? Politburo?

Ps. Ásmundur: Munt þú beita þeir fyrir að opnað verði fyrir frjáls skoðanaskipti á vefsíðum samtaka þinna? Það er nefnilega ekki hægt. Er það ekki ólýðræðislegt? Svo virðist sem Evrópusamtökin séu mun lýðræðislegri samtök en þín.

(Ljósmyndin er ekki af Ásmundi, en valin í samræmi við ummæli hans)

Sjá upprunalega heimild: http://www.feykir.is/archives/16168

ÁDE hefur vakið athygli, það verður ekki af honum tekið, kíkjum aðeins á bloggið:

Gamanleikrit VG

17.nóvember-Ekkert lært

Hroki og stórbokkaháttur


Íslendingar vilja aðildarviðræður!

Jon-Kaldal2Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar í dag mjög áhugaverðan leiðara um Nei-samtök Íslands, sem hann segir vera með sérstæðari söfnuðum landsins. Orðrétt segir Jón: ,,Og andúðin á Evrópusambandinu hefur á köflum yfirbragð trúarhita hjá sumum þeirra sem hafa tekið að sér að tala fyrir hönd hreyfingarinnar. Þeirra á meðal er Ragnar Arnalds, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og fráfarandi formaður Heimssýnar.

Ragnar kallaði eftir því um helgina að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu yrði þegar í stað afturkölluð. Þá kröfu rökstuddi hann með því að skoðanakannanir hafa sýnt undanfarið að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Ísland gangi í sambandið.
Ragnari láðist hins vegar alveg að nefna að sömu kannanir hafa ítrekað sýnt að mjög öruggur meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við Evrópusambandið."

Leiðarinn í heild sinni

(Ljósmynd- DV)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband