Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
30.3.2009 | 20:49
ESB-mál á fleygiferð
Óhætt er að segja að ESB-málin séu á fleygiferð og fyrir áhugafólk um þessi mál er af nógu að taka. Fyrirlestrarröð HR, sem hófst fyrir viku, heldur áfram á morgun. Í hádeginu (í HR!) munu þeir Ársæll Valfells og Jón Þór Sturluson(mynd) rökræða einhliða upptöku EVRU sem gjaldmiðils hér á landi. Ársæll hefur verið talsmaður þess, Jón Þór vill fara leið ESB í málinu.
http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3165
Á fimmtudag mun svo Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi hjá fjármálaráðuneyti Finnlands ræða leiðir til stöðugleika fyrir lítil hagkerfi. Finnland gekk í gegnum erfiða ,,krísu" í kringum 1990, en unnu sig út úr henni. Ein af aðferðum Finna var að ganga í ESB, þeir tóku einnig upp EVRUNA árið 2002. Ilkka Mytty mun m.a. rekja reynslu Finna í þessum efnum. Fyrirlesturinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar H.Í. og hefst kl. 12.00 á fimmtudaginn.
Evrópusamtökin hvetja alla áhugasama til að mæta!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2009 | 13:35
Áhugavert viðtal við Pavel Telika
Í Speglinum síðastliðinn fimmtudag(26.3) var birt afar áhugavert viðtal við Pavel Telika, sem var aðalsamningamaður Tékka við ESB. Tékkar gengu í ESB árið 2004. Hann telur að Ísland passi vel inn í ESB, af mörgum ástæðum. Pavel segir frá sýn sinni á þessi mál, sem og reynslu Tékka af verunni í ESB, sem m.a. felist í því að hafa áhrif og ,,vera á kortinu."
Viðtalið: http://dagskra.ruv.is/ras1/4462965/2009/03/26/2/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2009 | 11:17
Tugmilljarðar gætu sparast við aðildarumsókn að ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2009 | 10:20
Samtök ferðaþjónustu vilja ESB-aðild
Í Fréttablaðinu í dag birtist ótvíræður vilji Samtaka ferðaþjónustunnar um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Þar er rætt við Árna Gunnarsson, formann samtakanna, en í fréttinni segir m.a.: ,,Árni vísaði til niðurstöðu könnunar á meðal félagsmanna samtakanna þar sem fram kom að meirihluti taldi hag sínum betur borgið innan Evrópusambandsins en utan." Samtökin héldu aðalfund sinn í gær.
Hér er fréttin í heild sinni: http://www.visir.is/article/200973221726
26.3.2009 | 22:12
SAMMÁLA um ESB umsókn - í blöðunum í dag
Eftirfarandi auglýsing birtist í blöðunum í dag:
Við erum sammála
um að sækja eigi um aðild að ESB
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.
Þessa áskorun er að finna á www.sammala.is
Þar getur þú látið bæta þér við með því að senda póst á sammala@sammala.is
Vinsamlega látið menntun eða starfsheiti fylgja með.
Evrópusamtökin fagna þessu framtaki og hvetja fólk til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 21:28
Góðir punktar frá Auðunni
,,Það segir sig sjálft að samkeppnishæft atvinnulíf verður ekki byggt upp við slíkar aðstæður. Íslenzkt atvinnulíf getur heldur ekki búið við margfalda þensluvexti á tímum djúprar efnahagskreppu. Íslenzk heimili geta ekki búið við að húsnæðis- og neyzlulán þeirra margfaldist á verðtryggðu hávaxtabáli um leið og kaupmátturinn hríðfellur.
Þetta háa vaxtastig á krepputímum helgast af veikleika gjaldmiðilsins. Það eru ekki horfur á að úr þessu rætist fyrr en trúverðugur arftaki krónunnar og þeirrar peningamálastefnu sem hún stendur fyrir hefur verið fundinn."
Bein kræjka:
http://www.visir.is/article/20090326/SKODANIR04/473360931
Einnig að finna á www.evropa.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2009 | 21:12
Það sem skiptir máli...
,,Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári.........Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur líklega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli."
Evrópusamtökin taka undir þessi orð ritstjórans. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur á Íslandi geri sér grein fyrir þessari staðreynd. Því miður virðast upphrópanir og innantómur áróður hafa náð eyrum margra landsmanna og því er mikilvægt að allt framsýnt fólk ræði þessi mál hvar sem það hefur tækifæri til, hvort sem það er í fjölskylduboðum, á vinnustöðum, eða í hópi vina og kunningja. Annars er hætt við að endurreisn efnhagslífsins seinki um mörg ár.
Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð.
http://www.visir.is/article/20090325/VIDSKIPTI08/126531452
24.3.2009 | 21:13
Þorsteinn og Björn ræddu ESB
Fjöldi manns mætti á hádegisfund HR í dag um ESB. Þar voru mættir Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason (sjá einnig eldri bloggfærslu). Björn tók það skýrt fram að hann væri andvígur ESB-aðild og taldi m.a. óþarfa að fara í samningaferli við ESB, sagði að Íslendingar hefðu allar upplýsingar sem þeir þyrftu.
Þorsteinn Pálsson gerði gjaldmiðils og bankahrunið að umræðuefni og sagði það endurspegla nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Ísland og íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og fjölskyldur, þyrftu á samkeppnishæfum gjalmiðli að halda. Það væri sá raunveruleiki að þjóðin stæði frammi fyrir. Sá stöðugleiki sem fylgja myndi aðild taldi Þorsteinn mjög æskilegan.
Frétt MBL: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/24/kappraett_um_esb/
Frétt HR: http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3157
23.3.2009 | 20:03
Fyrirlestrar HR um ESB
Áhugasömum aðilum um Evrópumál er bent á að Háskólinn í Reykjavík er að hefja fyrirlestraröð um ESB. Á morgun mætast Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins (og fyrrverandi ráðherra) og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Verður það eflaust mjög áhugavert. Kl. 12.10.
Hér er krækja inn á dagskránna: http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3129
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 18:47
Góður penni!
Einar Helgason, bílstjóri, skrifar frábæran pistil á Eyjunni. Við höfum áður bent á þennan pistlahöfund en þessi pistill slær hinum fyrri við. Hann beinir orðum sínum gegn L-lista og Þórhalli Heimissyni (mynd) og segir m.a.:
,,Hvernig í veröldinni getur Þórhallur Heimisson haldið því fram að hinn venjulegi Íslendingur geti tapað bæði frelsi sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Er hann þá kannski að hugsa um þessar þúsundir sem eru búnir að missa bæði atvinnuna og íbúðina og eru í örvæntingafullri leit að vinnu erlendis til þess að bjarga fjölskyldu sinni eða sinni eigin mannlegu reisn. Eigum við ekki frekar að þakka fyrir það að þetta fólk hefur frelsi til þess að leita sér að atvinnu í Evrópu.
Hefur maðurinn aldrei heyrt um að Evrópusambandið sé samansett af frjálsum og fullvalda ríkjum sem hafa ákveðið að vinna saman að friði í álfunni og sameiginlegum hagsmunum? Eða finnst honum að Svíþjóð og Danmörk vera dæmi um lönd sem séu bæði búin að tapa fullveldi sínu og frelsi þegar miðað er við Ísland?
Ef svo er þá vil ég minna hann á að um þessar mundir stöndum við Íslendingar úti á berangri með allt niðrum okkur vegna þess að við kunnum ekki fótum okkar forráð í fjármálum. Kannski eru það einhverjir sem telja frelsið og fullveldið vera fólgið í því að hlaupa um bæði blankir og berrassaðir það er auðvitað vel hugsanlegt."
Þennan stórfína pistil má finna á: http://lugan.eyjan.is/2009/03/23/ad-glata-slaturkeppnum/#comment-408
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir