Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

ESB-mál á fleygiferð

Jón Þór SturlusonÓhætt er að segja að ESB-málin séu á fleygiferð og fyrir áhugafólk um þessi mál er af nógu að taka. Fyrirlestrarröð HR, sem hófst fyrir viku, heldur áfram á morgun. Í hádeginu (í HR!) munu þeir Ársæll Valfells og Jón Þór Sturluson(mynd) rökræða einhliða upptöku EVRU sem gjaldmiðils hér á landi. Ársæll hefur verið talsmaður þess, Jón Þór vill fara leið ESB í málinu.

http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3165

Á fimmtudag mun svo Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi hjá fjármálaráðuneyti Finnlands ræða leiðir til stöðugleika fyrir lítil hagkerfi. Finnland gekk í gegnum erfiða ,,krísu" í kringum 1990, en unnu sig út úr henni. Ein af aðferðum Finna var að ganga í ESB, þeir tóku einnig upp EVRUNA árið 2002. Ilkka Mytty mun m.a. rekja reynslu Finna í þessum efnum. Fyrirlesturinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar H.Í. og hefst kl. 12.00 á fimmtudaginn.

http://www3.hi.is/page/ams

Evrópusamtökin hvetja alla áhugasama til að mæta!


Áhugavert viðtal við Pavel Telika

RUVÍ Speglinum síðastliðinn fimmtudag(26.3) var birt afar áhugavert viðtal við Pavel Telika, sem var aðalsamningamaður Tékka við ESB. Tékkar gengu í ESB árið 2004. Hann telur að Ísland passi vel inn í ESB, af mörgum ástæðum. Pavel segir frá sýn sinni á þessi mál, sem og reynslu Tékka af verunni í ESB, sem m.a. felist í því að hafa áhrif og ,,vera á kortinu."

Viðtalið: http://dagskra.ruv.is/ras1/4462965/2009/03/26/2/

 


Tugmilljarðar gætu sparast við aðildarumsókn að ESB

frettabladid
,,Aukinn trúverðugleiki efnahagsstefnunnar við ákvörðun um að stefna hér að upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu getur þýtt mun hagstæðari lánakjör fyrir ríkið, að því er segir í nýrri skýrslu ráðherra."
Þetta er inngangurinn í forsíðufrétt Fréttablaðsins, sem vitnar í nýja skýrslu frá utanríkisráðherra, Össurar Skaprhéðinssonar. Það er niðurstaða þessa hluta skýrslunnar að tugir milljarða gætu sparast við inngöngu í ESB.
Fréttin, birtist í gær, föstudag og er hér í heild sinni:

Samtök ferðaþjónustu vilja ESB-aðild

SAFÍ Fréttablaðinu í dag birtist ótvíræður vilji Samtaka ferðaþjónustunnar um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Þar er rætt við Árna Gunnarsson, formann samtakanna, en í fréttinni segir m.a.: ,,Árni vísaði til niðurstöðu könnunar á meðal félagsmanna samtakanna þar sem fram kom að meirihluti taldi hag sínum betur borgið innan Evrópusambandsins en utan."  Samtökin héldu aðalfund sinn í gær.

Hér er fréttin í heild sinni: http://www.visir.is/article/200973221726

 


SAMMÁLA um ESB umsókn - í blöðunum í dag

Eftirfarandi auglýsing birtist í blöðunum í dag: 

Við erum sammála
um að sækja eigi um aðild að ESB

   Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
   Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök. 
  Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.  
  Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.

Þessa áskorun er að finna á www.sammala.is

Þar getur þú látið bæta þér við með því að senda póst á sammala@sammala.is

Vinsamlega látið menntun eða starfsheiti fylgja með.

Evrópusamtökin fagna þessu framtaki og hvetja fólk til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni. 
 


Góðir punktar frá Auðunni

audunnAuðunn Arnórsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifar fínan leiðara í blaðið í dag. Þar fjallar hann um hættuna á því að umræðan um ESB sé komin á hliðarspor og hætta sé á því að fólk komi ekki auga á aðalatriðin í þessari umræðu. Auðunn segir meðal annars:

,,Það segir sig sjálft að samkeppnishæft atvinnulíf verður ekki byggt upp við slíkar aðstæður. Íslenzkt atvinnulíf getur heldur ekki búið við margfalda þensluvexti á tímum djúprar efnahagskreppu. Íslenzk heimili geta ekki búið við að húsnæðis- og neyzlulán þeirra margfaldist á verðtryggðu hávaxtabáli um leið og kaupmátturinn hríðfellur.

Þetta háa vaxtastig á krepputímum helgast af veikleika gjaldmiðilsins. Það eru ekki horfur á að úr þessu rætist fyrr en trúverðugur arftaki krónunnar og þeirrar peningamálastefnu sem hún stendur fyrir hefur verið fundinn."


Bein kræjka:

http://www.visir.is/article/20090326/SKODANIR04/473360931

Einnig að finna á www.evropa.is

 

 


Það sem skiptir máli...

FréttablaðiðÓli Kristján Ármannsson ritstjóri Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins, hittir naglann á höfuðið í leiðara í blaðinu í dag. Þar fjallar hann um þau mál sem mestu máli skipta  í enduruppbyggingu efnahagslífs íslensku þjóðarinnar. Hann segir meðal annars:

,,Þá er ekki síður mikilvægt að fyrir liggi í hvaða efnahagsumhverfi við ætlum að standa að uppbyggingunni. Verður það með krónu og gjaldþrota stjórn peningamála, eða í umhverfi einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem seint mun teljast traustvekjandi, enda uppspretta viðvarandi gjaldeyrishafta án lánveitanda til þrautavara sem stutt geti við stærri fjármálafyrirtæki. Besti kosturinn er augljós, en hann er að lýsa þegar yfir þeirri fyrirætlan að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka í kjölfarið upp evru. Liggi sú leið ljós fyrir hefur það strax áhrif á þau vaxtakjör sem ríkinu standa til boða. Þarna getur munað milljörðum, ef ekki tugmilljörðum á ári.........Þá er rétt að hafa í huga að sú yfirlýsing ein að hér verði stefnt að Evrópusambandsaðild kemur líklega til með að spara ríkinu meira fé í vaxtagreiðslum en aflað verði með góðu móti með skattahækkunum. Á tímum sem þessum er rétt að beina kröftunum í hluti sem skipta í alvörunni máli."

Evrópusamtökin taka undir þessi orð ritstjórans. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur á Íslandi geri sér grein fyrir þessari staðreynd. Því miður virðast upphrópanir og innantómur áróður hafa náð eyrum margra landsmanna og því er mikilvægt að allt framsýnt fólk ræði þessi mál hvar sem það hefur tækifæri til, hvort sem það er í fjölskylduboðum, á vinnustöðum, eða í hópi vina og kunningja. Annars er hætt við að endurreisn efnhagslífsins seinki um mörg ár.

Hægt er að lesa leiðarann á þessari slóð.

http://www.visir.is/article/20090325/VIDSKIPTI08/126531452


Þorsteinn og Björn ræddu ESB

Fjöldi manns mætti á hádegisfund HR í dag um ESB. Þar voru mættir Þorsteinn Pálsson og Björn Bjarnason (sjá einnig eldri bloggfærslu). Björn tók það skýrt fram að hann væri andvígur ESB-aðild og taldi m.a. óþarfa að fara í samningaferli við ESB, sagði að Íslendingar hefðu allar upplýsingar sem þeir þyrftu.

Þorsteinn Pálsson gerði gjaldmiðils og bankahrunið að umræðuefni og sagði það endurspegla nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Ísland og íslenskt efnahagslíf, fyrirtæki og fjölskyldur, þyrftu á samkeppnishæfum gjalmiðli að halda. Það væri sá raunveruleiki að þjóðin stæði frammi fyrir. Sá stöðugleiki sem fylgja myndi aðild taldi Þorsteinn mjög æskilegan.

Frétt MBL: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/24/kappraett_um_esb/

Frétt HR: http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3157

 


Fyrirlestrar HR um ESB

Áhugasömum aðilum um Evrópumál er bent á að Háskólinn í Reykjavík er að hefja fyrirlestraröð um ESB. Á morgun mætast Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins (og fyrrverandi ráðherra) og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra. Verður það eflaust mjög áhugavert. Kl. 12.10.

Hér er krækja inn á dagskránna: http://www.hr.is/?PageID=2434&NewsID=3129

HR


Góður penni!

Einar Helgason, bílstjóri, skrifar frábæran pistil á Eyjunni. Við höfum áður bent á þennan pistlahöfund en þessi pistill slær hinum fyrri við. Hann beinir orðum sínum gegn L-lista og Þórhalli Heimissyni (mynd) og segir m.a.:

Þóhallur Heimisson,,Hvernig í veröldinni getur Þórhallur Heimisson haldið því fram að hinn venjulegi Íslendingur geti tapað bæði frelsi sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Er hann þá kannski að hugsa um þessar þúsundir sem eru búnir að missa bæði atvinnuna og íbúðina og eru í örvæntingafullri leit að vinnu erlendis til þess að bjarga fjölskyldu sinni eða sinni eigin mannlegu reisn. Eigum við ekki frekar að þakka fyrir það að þetta fólk hefur frelsi til þess að leita sér að atvinnu í Evrópu.

Hefur maðurinn aldrei heyrt um að Evrópusambandið sé samansett af frjálsum og fullvalda ríkjum sem hafa ákveðið að vinna saman að friði í álfunni og sameiginlegum hagsmunum? Eða finnst honum að Svíþjóð og Danmörk vera dæmi um lönd sem séu bæði búin að tapa fullveldi sínu og frelsi þegar miðað er við Ísland?

Ef svo er þá vil ég minna hann á að um þessar mundir stöndum við Íslendingar úti á berangri með allt niðrum okkur vegna þess að við kunnum ekki fótum okkar forráð í fjármálum. Kannski eru það einhverjir sem telja frelsið og fullveldið vera fólgið í því að hlaupa um bæði blankir og berrassaðir það er auðvitað vel hugsanlegt."

Þennan stórfína pistil má finna á: http://lugan.eyjan.is/2009/03/23/ad-glata-slaturkeppnum/#comment-408

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband