Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
31.7.2009 | 17:31
Gefum kreppunni frí!
Framundan er ein stærsta og mesta gleðihelgi ársins. Evrópusamtökin vilja óska öllum landsmönnum góðrar helgar! Keyrum varlega, spennum beltin, notum ljósin! Göngum varlega um gleðinnar dyr og eftir einn ei aki neinn!
Gefum kreppunni FRÍ,eftir allt sem á undan er gengið eigum við Íslendingar það skilið að pústa aðeins út og hugsa um eitthvað annað! Góða skemmtun, hvar sem í flokki eruð og hvort sem þið eruð á móti ESB eða ekki!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2009 | 10:33
Bergmann nr 2 - um landbúnað
Í dag birtist í Fréttablaðinu grein nr.2 í greinaflokki Eiríks Bergmanns, stjórnmálafræðings, um ESB og áherslur í samningamálum Íslands. Í grein sinni segir Eiríkur m.a.: ,,Mestu skiptir að landbúnaðarsvæði Íslands verði skilgreind til harðbýlla svæða en með því móti má ná fram auknum stuðningi. Auk framleiðslutengdra greiðslna má nefna styrki til fjárfestinga, til samstarfs bænda og ekki síst umhverfisstyrki." Öll greinin er hér
30.7.2009 | 22:41
Nei-sinnar og ESB(!)-miðlar
Nei-sinnar Íslands kvarta og kveina yfir fjölmiðlum landsins í ESB-umræðunni. Sérstaklega er áhugavert að fylgjast með vefnum AMX að þessu leyti. Þar eru nánast allir helstu fjölmiðlar flokkaðir og skilgreindir sem ESB-miðlar: Dæmi: ESB-Moggi, ESB-RÚV o.s.frv. AMX-mönnum finnst s.s. sem allir fjölmiðlar séu hlutdrægir, að ESB-sinnar fái alltof mikla umfjöllun o.s.frv. Frosti Sigurjónsson, einn helsti Nei-sinni landsins og mögulegur ,,krónprins" í kjölfar Ragnars Arnalds, skrifar pistil á AMX, þar sem hann gerir þetta að umtalsefni sínu. Er honum ,,hlutleysi" RÚV t.d. umhugað, svona sem dæmi.
Hann kemur með "áhugaverða" tillögu í lokin: ,,Núna er rétti tíminn til að láta hlutlausan aðila gera úttekt á því hvort fyllsta hlutleysis hafi örugglega verið gætt í fréttaflutningi og umfjöllun um ESB og ICESAVE málin og birta þjóðinni niðurstöðuna."
Bloggari spyr: Hver á þessi hlutlausi aðili að vera? Hver á að skipa hann? Hvernig? Hver á að borga?
Bloggari veit ekki betur en að ein helstu rök Nei-sinna gegn aðild séu að nú þurfi að eyða peningunum í eitthvað annað en aðildarviðræður. Vilja Nei-sinnar eyða peningunum í þetta í staðinn? Það þyrfti væntanlega að fara í gegnum allt fjölmiðlaefni sem tengist málunum og það tekur jú tíma. Og þá þarf væntanlega að borga einhverjum tímakaup, ekki satt?
Frosti kynnir sig sem framkvæmdastjóra Dohop, fyrirtækis sem þróar flugleitarvélina Dohop. Kannski hann geti fundið upp ,,hlutleysisleitarvél" líka?
Sérkennilegir snúningar ESB-málsins!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2009 | 17:35
Sjávarútvegurinn auglýsir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2009 | 17:14
Vilji Íslendinga skýr
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag vill góður meirihluti Íslendinga aðildarviðræður við ESB. Já sögðu tæp 57%, Nei sögðu 41.5% Þetta er afdráttarlaus niðurstaða. Rúmlega 87% þeirra sem tóku þátt í könnun FRBL svöruðu spurningunni um aðildarviðræður.
Í leiðara blaðsins gerir Steinunn Stefánsdóttir þetta að umtalsefni og segir meðal annars: ,,Umsókn um aðild að Evrópusambandinu er eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar. Af könnun Fréttablaðsins má sjá að um það málefni ríkir samhljómur milli þjóðar og ríkisstjórnar. Þeim stuðningi getur ríkisstjórnin fagnað þrátt fyrir að fylgi hennar, samkvæmt sömu skoðanakönnun, nemi 43 prósentum."
Allur leiðarinn er hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009 | 19:48
Áhugaverður Kristján
Kristján Vigfússon, kennari við HR, skrifar athyglisverða færslu á blogg sitt um alþjóðamál og segir þar m.a.: ,,Það er valkostur fyrir Ísland að segja sig frá alþjóðasamfélaginu og samstarfi við það. Þjóðin þarf þá að vera tilbúin til að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Það eru fjölmörg dæmi um slíkt, N-Kórea, S-Afríka, Sovétríkin, Argentína, Zimbabwe, Kúba ofl. ofl."
Öll færslan er hér
29.7.2009 | 16:34
Sænska krónan styrkist
Sænska Dagens Nyheter birtir í dag frétt um styrkingu sænsku krónunnar. Undanfarna mánuði lækkaði gengi sænsku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum, en nú eru viss teikn á lofti um að sænskur efnahagur sé að ná sér á strik, bæði útflutningsgeirinn og bankarnir. Tap sænsku bankanna varð minna en menn höfðu búist við. Einnig virðist hlutabréfamarkaðurinn vera að ná sér á strik og meiri bjartsýni gætir nú en áður.
Sjá frétt DN
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2009 | 14:19
Vönduð umfjöllun Spegils
Jón Guðni Kristjánsson, fréttamaður RÚV, fjallaði í gær um Ísland, Balkanlöndin og ESB. Um er að ræða afar vandaða umfjöllun Spegilsmannsins víðkunna. Hlusta má á umfjöllun Jóns Guðna hér
29.7.2009 | 12:33
Eiríkur Bergmann í FRBL
Eiríkur Bergmann, enn helst sérfræðingur Íslands í Evrópumálum, birti fyrstu grein af þremur í FRBL í dag, um samningsmarkmið Íslands í viðræðum við ESB. Í greininni segir hann meðal annars:
,,Með vísan í sérstöðu Íslands og margvíslegar undanþágur annarra ríkja þurfa stjórnvöld að berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir auðlindum sjávar. Baráttan um yfirráð yfir auðlindum er nátengd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurðir telja enn góðan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráð yfir fisknum snýst því með beinum hætti um yfirráð yfir eigin örlögum. Ekki síst með vísan í slíka þætti væri hugsanlega hægt að rökstyðja að sérstaða svæðisins umhverfis Íslands verði áréttuð með óyggjandi hætti. Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi. "
Alla greinina má lesa hér
28.7.2009 | 23:49
Utanríkisráðherra Litháen í viðtali við MBL
Fyrir skömmu birtist þetta viðtal í MBL:
Ísland verði hluti samstillts hóps Eystrasaltsins og Norðurlandanna
Utanríkisráðherra Litháens vill fá Ísland í ESB. Litháar stefna ótrauðir á upptöku evrunnar
Litas, gjaldmiðill ykkar, er tengdur við evruna. Hversu raunhæf er áætlun ykkar um upptöku evru snemma á næsta áratug?
Það markmið okkar stendur. Við glímum við mikla niðursveiflu og þá áskorun að koma böndum á fjárlagahallann í samræmi við Maastricht-skilyrðin í gjaldeyrisferlinu. Hvort það tekst mun tíminn leiða í ljós. Það ríkir samkomulag um það á milli stjórnvalda og verkalýðsfélaga að leita leiða til að afla tekna með sköttum og niðurskurði í útgjöldum með lækkun launa hjá opinberum starfsmönnum, sem er því meiri sem launin eru hærri.
Hefur borið á gagnrýni á ósveigjanleika evrunnar sem gjaldmiðils?
Já, en meirihluti sérfræðinga í efnahagsmálum álítur kostina fleiri en gallana.
Hvernig mælist stuðningurinn við ESB?
Hann er með því mesta í sambandinu. Eftir því sem ég best veit er hann um 70%.
Sögulegt tækifæri
Hver voru rökin fyrir aðild Litháens?Þetta var sögulegt tækifæri fyrir okkur til að sameinast Evrópu og evrópskum stofnunum. Annað atriði er að fyrir lítið ríki íbúafjöldi Litháens er aðeins um 3,5 milljónir veitti þetta einstakt tækifæri til að fá aðgang að markaði með um hálfan milljarð neytenda.
Hagkerfið er drifið áfram af útflutningi og fjórfrelsið sem í aðildinni fólst, fyrir vörur, þjónustu, fólk og fjármagn, var okkur því afar mikilvægt. Samanlagt hefur þetta vegið þungt í hagkerfi landsins á síðustu 5 til 7 árum, þegar hagvöxtur hefur verið á bilinu 7 til 9%.
Hvaða efnahagsáhrif hefur aðildin haft?
Árið 1998, nokkrum árum fyrir inngöngu, reiddi hagkerfið sig mjög á viðskipti við Rússlandsmarkað og við nágrannaríki á borð við Finnland og Pólland. Um og yfir 80% útflutningsins fóru til Rússlands, Úkraínu, Kasakstans og annarra ríkja í heimshlutanum. Nú þegar við erum orðið aðildarríki ESB er vægi einstakra ríkja í útflutningnum dreifðara.
Ráðherrann hugsar sig um og segir svo annan orsakavald í uppgangi síðustu ára liggja í styrkjum frá sambandinu, þar með töldum svæðisbundnum styrkjum úr sameiginlegu landbúnaðaráætluninni (CAP), sem alls hafi numið um tveimur milljörðum evra í fyrra.
Hundruð milljarða í sambandsstyrki
Þú minntist á hraðan vöxt hagkerfisins á undangengnum árum. Er samstaða um það í Litháen að hann hafi verið drifinn áfram og e.t.v. ofhitnað vegna aðgengis að ódýru lánsfé?Við erum þátttakendur í alþjóðahagkerfinu. Útlán banka eiga þátt í niðursveiflunni.
Eru því uppi kröfur um nýtt regluverk?
Vissulega. Við leggjum höfuðáherslu á þrennt á meðan Svíar gegna formennsku í sambandinu til áramóta. Fyrst ber að nefna orkuöryggi. Í öðru lagi er það regluverkið um markaðina sem er brýnt að verði tekið til endurskoðunar en þar hafa Svíar beitt sér mjög. Þriðja atriðið varðar undirbúning vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember. Þar ríður á að samhæfa stefnuna.
Gætirðu sagt frá samstarfi Eystrasaltsríkjanna þriggja í aðildarferlinu?
Ég fór fyrir litháísku samninganefndinni. Við vorum í hópi 10 ríkja sem var boðin innganga á mismunandi tíma. Eistar, svo dæmi sé tekið, fengu boð um aðildarviðræður á undan okkur og Lettum. Boðið til Eista var jákvæð ögrun sem hvatti okkur til að setja markið hærra, hraða nauðsynlegri lagasetningu og koma á þeim umbótum sem krafa er gerð um af hálfu sambandsins í aðdraganda aðildar. Við enduðum á því að ganga í sambandið á sama tíma, 1. maí 2004, og má óhikað fullyrða að samkeppnin hafi verið heilbrigð og til góða. Hitt er annað mál að þegar kemur að uppbyggingu innviða, svo sem vega og lestakerfis, standa ríkin þrjú þétt að hvort öðru.
Hversu vel hefur Litháum gengið í ESB?
Ég skal játa að fyrstu árin fóru í að læra. Síðan kemur skilningurinn á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Það er ekki hægt að segja þvert nei í samstarfinu og ganga á dyr. Fegurð sambandsins felst í þeirri margbreytni ólíkra ríkja og menningarsvæða sem það stendur fyrir þar sem málamiðlun gildir.
Í hnotskurn
» Þegar Usackas hóf störf í Brussel árið 1992 var hann eini starfsmaður litháísku utanríkisþjónustunnar þar, að frátöldum yfirmanninum sem dvaldi í borginni frá þriðjudegi til föstudags.» Nú áætlar hann að Litháar hafi um 60 manna starfslið í Brussel þar sem finna megi fulltrúa nær allra ráðuneyta stjórnvalda í Vilnius.
» Í nýlegri skýrslu samtakanna Open Society er því haldið fram að Eystrasaltsríkin telji rödd sína ekki heyrast nógu vel í Brussel.
» Spurður um þessa greiningu bendir Usackas á að ríki, þar með talin Eystrasaltsríkin, séu sterkari í samstarfinu í sameiningu.
» Hann sé ósammála því að ekki sé hlustað á rödd ríkjanna, sem geti beitt hópefli í málafylgju sinni.
Ótti við uppkaup á landi
Inntur eftir því hvaða undanþágur Litháar hafi fengið í aðildarsamningnum hugsar Usackas, sem fór fyrir samningagerðinni, sig um og rifjar svo upp að borið hafi á rangfærslum og ýkjum í tengslum við samninginn og ákvæði hans. Meðal annars hafi verið reynt að sá fræjum ótta um að Danir og Þjóðverjar myndu kaupa upp landbúnaðarland í Litháen í stórum stíl.Við fengum undanþágur frá þessu en féllum síðan frá þeim eftir að í ljós kom að þær reyndust óþarfar og að ef eitthvað er væri æskilegt að laða að erlent fjármagn. Svo fór lítið fyrir Dönum og Þjóðverjum.
Hvað snerti aðrar undanþágur hafi þær m.a. varðað samning um niðurrif kjarnorkuvers og ferðarétt fólks sem er búsett í Kalíngrad, rússnesku yfirráðasvæði vestan Litháens sem á land að Eystrasaltinu.
Aðspurður um sérsvið Litháa innan ESB segir Usackas landið búa að mikilli reynslu af samskiptum austurs og vesturs og hafi það fram yfir hin Eystrasaltsríkin að eiga ekki í jafn spennuþrungnu sambandi við Rússa."
Heimild: MBL
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir