Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Kolbrún og þjóðremban

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar merkilega hugvekju í blaðið í dag. Þar fjallar hún um þjóðrembu og umræðuna um Evrópusambandið í tengslum við Icesave. Kolbrún segir meðal annars:

,,Hér á landi tókst á ótrúlega skömmum tíma
að klúðra öllu því sem klúðrað varð.En svona
fer þegar byggt er á sandi. Icesave er hluti af
þessu klúðri en stór hópur manna kýs að láta
eins og það mál sé að stærstum hluta útlendingum
að kenna og æpa svo orðið:Evrópusambandið!
eins og þar sé einn aðalsökudólginn
að finna.

Þessi sami hópur hefur engan áhuga á opinni og upp
lýstri umræðu um Evrópumálin og mun gera allt sem
hann getur til að koma í veg fyrir hana.Fræðsla um þau
mál er nefnilega stórhættuleg að mati þessara manna því
hún getur leitt til þess aðalmenningur taki upplýsta
ákvörðun sem byggir á velvilja til Evrópusambandsins.
Og það má náttúrlega ekki gerast."

Ungir Evrópusinnar skipta með sér verkum og álykta

Hin nýstofnuðum samtök, Ungir Evrópusinnar héldu sinn fyrsta fund í gærkvöldi. Þar var einnig ákveðin verkaskipting stjórnar og samin fyrsta ályktun samtakann

Formaður: Sema Erla Serdar
Varaformaður: Ingvar Sigurjónsson
Ritari: Helga Finnsdóttir
Gjaldkeri: Einar Leif Nielsen
Ritstjóri: Stefán Vignir Skarphéðinsson
Fræðslustjóri: Andrés Ingi Jónsson

Á þessum fyrsta fundi sínum samþykki stjórnin eftirfarandi ályktun:

Stjórn Ungra Evrópusinna hvetur utanríkisráðherra til að standa við loforð sín um opið og aðgengilegt umsóknarferli og harmar þá ákvörðun Utanríkisráðuneytisins að láta ekki þýða spurningalista Evrópusambandsins yfir á íslensku. Gott aðgengi að spurningalistanum og umsóknarferlinu öllu burt séð frá tungumálakunnáttu er lýðræðisleg krafa allrar þjóðarinnar.


Ráða bændur úrslitum á Írlandi?

john-deereÁ vef BBC má finna frétt um aðkomu írskra bænda að atkvæðagreiðslunni um Lissabon-sáttmálann á Írlandi. Það er almennt talið að írskir bændur hafi hagnast vel að ESB-aðild landsins.

Írar, sem eru fjórar milljónir, framleiða landbúnaðarvörur sem nægir um sexfalt stærri þjóð og því eru markaðir ESB mjög mikilvægir. Leiðtogi írskra bænda telur mikilvægt að Írar haldi áfram að skapa sambönd í Evrópu og hafa áhrif á ákvarðanatöku.

En það eru ekki allir sannfærðir, formaður "Nei-bænda" telur m.a.að þetta muni koma niður á tekjum bænda. Spennan eykst.

Samkvæmt annarri frétt er búist við því að hagvöxtur fari aftur að glæðast á Írlandi á næsta ári og m.a. búist við að vöxtur verði í landbúnaðargeiranum, sem og iðnaði og þjónustugreinum.


Felldi banka, studdi Ganley og írska Nei-ið

Declan GanleyDeclan Ganley(mynd), leiðtogi Libertas-flokksins á Írlandi, er sá maður sem talinn er hafa átt hvað mestan þátt í að Írar sögðu nei við Lissabonn-sáttmálanum í fyrra.  Írar settu fram ákveðnar kröfur vegna sáttmálans og að þeim hefur ESB gengið. Írar ganga til kosninga um Lissabonn-sáttmálann öðru sinni á föstudaginn.

Nú hefur komið í ljós að einn helsti stuðningsaðli Declan Ganley er yfirmaður bresks vogunarsjóðs sem tók stórfelldar stöður gegn írsku bönkunum í fyrra og átti meðal annars þátt í falli Anglo Irish Bank. Um er að ræða Crispin Odey, en hann græddi hundruðir milljóna evra á stöðutöku gegn írsku bönkunum. Í fyrra fékk Odey persónulega 35 milljónir evra í bónusa.

Irish Independent greinir frá þessu og fullyrðir einnig að fleiri breskir fjármagnseigendur standi að baki Ganley, sem sjálfur er víst ekki á flæðiskeri staddur, peningalega séð.

Foringi Já-sinna er hinsvegar forstjóri lággjalda-flugfélagsins RyanAir, Michael O'Leary.

Skoðanakannanir benda til þess að Írar muni samþykkja sáttmálann.


Hugsjónin um Evrópu: Sigríður og Oddný í FRBL

ESBÞær Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Sturludóttir rita góða grein í Fréttablaðið í dag um Evrópuhugsjónina. Þar segir m.a.: ,,Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópu­sambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu."

Greinin í heild sinni er hér


Sænski Vinstriflokkurinn leggur niður úrsagnarkröfu úr ESB

Lars OhlyLars Ohly, formaður sænska Vinstriflokksins, sagði í viðtali við Sænska Ríkisútvarpið að flokkurinn væri reiðubúinn að leggja til hliðar þá gömlu kröfu að Svíþjóð segi síg úr ESB. Hann segir að það þetta hafi auðveldað andstæðingum flokksins að útiloka Vinstriflokkinn á ýmsum sviðum.

Ohly segir þó að flokkurinn muni áfram gagnrýna ESB, sem hann telur vera að þróast neikvætt á margan hátt. Hann telur líka að margt gott hafi verið gert, t.d. segir hann engan vafa leika á því að ESB hafi tekið mjög skynsamlega á loftslagsmálum, sem er einn af aðal málaflokkum Vinstriflokksins. Ohly telur að ESB hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna í að vinna gegn hlýnun jarðar. 

Á síðasta ári lagði einnig sænski Umhverfisflokkurinn þessa kröfu til hliðar, þ.e. að Svíþjóð segði sig úr ESB. Niðurstaðan úr þessu er því sú að enginn flokkanna á sænska þinginu er því fylgjandi í dag að Svíþjóð segi sig úr ESB.

Frétt SR


ASÍ leggur línur varðandi samningaviðræður

ASÍ,,Alþýðusamband Íslands (ASÍ) mun leggja áherslu á öfluga og vandaða upplýsingamiðlun til félagsmanna sinna varðandi aðildarumsókn að ESB." Svo segir í frétt MBL.is um stefnu ASÍ í aðildarviðræðunum við ESB. Frétt MBL.is er hér

Á vef ASÍ er einnig að finna frétt um þetta, þar sem talin eru upp fimm markmið samtakanna sem snúa að þessu mikilvæga máli.

http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-2021/

Á meðan velta önnur samtök sér upp úr öðrum ,,málum."

Hér er sýn ASÍ á Evrópusamvinnu


Dr. Fredrik Sejersted um EES, Noreg og ESB

Fredrik SejerstedDr. Fredrik Sejersted hélt góðan fyrirlestur um EES samninginn og stöðu Norðmanna gagnvart ESB á morgunverðarfundi í boði Háskólans á Bifröst í Norræna húsinu í morgun. Þar fór hann skipulega fyrstu 15 ár samningsins, sem hann sagðist helst líkjast því þegar tveir aðilar eru þvingaðir til hjónabands. EES hefði ekki verið hugsað sem lokamarkmið í sjálfu sér, heldur skref í átt að ESB-aðild.

Hann telur að samningurinn hafi orðið tímaskekkja þegar Svíþjóð, Finnland og Austurríki, gengu í ESB árið 1995 og að EES sé málamiðlun í Noregi. Að mati hans hefur EES stækkað í takt við stækkun ESB, sem árið 1994 innihélt 15 lönd, en nú eru þau 27.

Til að gera langa sögu stutta telur Sejersted að það sé blekking að Ísland og Noregur séu ekki með í ESB og rök hans voru hin mikla innleiðing löggjafar ESB í löndunum nú þegar. En mikið skorti á faglega umræðu um innleiðingu þessarar löggjafar í Noregi.

Hann telur það mikinn galla fyrir löndin að vera ekki ,,við borðið" þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar í ESB. Þetta telur hann valda því sem kallað er ,,lýðræðishalli." Þá telur hann Ísland og Noreg vera einskonar ,,lobby"-þjóðir í Evrópu og ESB, það sé sífellt erfiðara að fá athygli og áheyrn.

En hvað myndi gerast ef Ísland gengi í ESB? Jú, það yrði mjög sérkennileg staða fyrir Noreg, sagði Sejerstad og telur að í kjölfar þess myndi verða nauðsynlegt að endurskoða allar stofnanir EES.

Ef Ísland gengi í ESB, myndi það einnig þýða að ESB-umræðan færi á fullt í Noregi, en að mati Sejersted hefur engin almennileg ESB-umræða farið fram í Noregi frá árinu 1994, þegar Norðmenn felldu aðild í annað sinn.


Gagnrýni á Sturlu Böðvarsson

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar gagnrýnir hann Sturlu Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra, fyrir röksemdafærslu sína í grein nýlega varðandi auðlindir Íslands og hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Andrés segir meðal annars:

,,,Í skýrslu auðlindalindanefndar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt ;

„Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins.“

Varðandi sjávarútvegsmálin segir í álitinu. „meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika í óbreyttri mynd tryggir Íslendingum sama hlutfall heildarkvóta og nú er, m.ö.o. íslenska ríkið fengi kvótann við Íslandsstrendur til úthlutunar til þeirra sem hafa veiðireynslu. Erlendir aðilar innan ESB fengju hann ekki þar sem þeir hafa ekki veitt að neinu ráði á íslensku hafsvæði síðastliðna þrjá áratugi…Rétt er að benda á að Lissabonsáttmálinn snertir ekki eignarhald á auðlindum eða auðlindastjórnun. Ekki frekar en Rómarsáttmálinn eða aðrir grundvallarsáttmálar sambandsins.“ (http://www.evropunefnd.is/audlindir)

Ég spyr því, ert þú ekki sammála niðurstöðum þessarar skýrslu eða hefur þú  hreinlega ekki lesið hana? Það er jú hægt að gera meiri kröfur til þín sem fyrrverandi ráðherra og alþingismanns en hins almenna borgara sem ekki hefur sömu tækifæri til að kynna sér skýrslur og gögn um þetta mál.

Það er mikilvægt að sú Evrópuumræða sem fer fram næstu misserin sé málefnaleg og byggð á staðreyndum en ekki  á gróusögum eða vafasömum túlkunum á störfum og stefnu Evrópusambandsins."

Hægt er að lesa greinin á þessari slóð:
http://www.visir.is/article/20090924/SKODANIR03/622727124


Evrópusamtökin


Í heyranda hljóði um Evrópumál

ruvÁ menningarnótt, hinn 22. ágúst var haldinn s.k videó-fundur í Utanríkisráðuneytinu. Þar sátu fastafulltrúar Íslands gagnvart ESB fyrir svörum og tóku við spurningum almennings. Á eftirfarandi hljóðskrá frá RÚV má heyra þennan fund:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4506082/2009/09/22/

Kynning RÚV á fundinum (af www.ruv.is):

Í heyranda hljóði

Upptaka frá borgarafundi í utanríkisráðuneytinu á Menningarnóttu, hinn 22. ágúst síðastliðinn, þar sem fastafulltrúar Íslands gagnvart ESB í Brussel sátu fyrir svörum. Fundurinn var samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Ríkisútvarpsins. Fyrsti hluti af þremur.
Umsjón: Edda Jónsdóttir.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband