Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Þorsteinn Pálsson, einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB, hélt fyrirlestur fyrr í dag á Evrópuskóla Ungra Evrópusinna. Þar fór hann yfir það samningaferli sem hefst væntanlega í vor eða snemma í sumar.
Þorsteinn fór skilmerkilega í gegnum ferlið og hvað tekur við þegar samningur liggur fyrir. Hann sagði það vera stefnu samninganefndarinnar að ná viðunandi lausnum á öllum málum fyrir Ísland og að menn myndu taka sér tíma, ekki flana neinu. Hann kom inn á hina ýmsu kafla í viðræðunum og sagði landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin vera þá erfiðustu. Í sambandi við sjávarútvegsmálin sagði hann t.d. að Ísland myndi ekki tapa neinum veiðiheimildum, reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi sjá til þess.
Hann lýsti hinsvegar yfir áhyggjum vegna ýmissa mála hér heima og nefndi í því sambandi stjórnarskrármálin og þá staðreynd að ríkisstjórnin er klofin í málinu. Hann telur það algerlega nauðsynlegt að niðurstaða aðildarsamnings fái þinglega meðferð. Þorsteinn telur það einfaldlega nauðsyn fyrir lýðræðið í landinu. Því sé eðlilegt að ganga fyrst frá breytingum á stjórnarskrá Íslands áður en landsmenn ganga til atkvæðagreiðslu. Þannig fáist þingleg ábyrgð á málið.Þorsteinn óttast því að ef þetta gerist ekki gæti þetta truflað lokastig málsins.
Þá sagði hann það veikja samningsstöðu Íslands talsvert að annar ríkisstjórnarflokkanna væri á móti aðild, en eins og kunnugt er leggst VG gegn aðild og hyggst vinna gegn henni.
Í umræðum eftir fyrirlesturinn sagðist Þorsteinn aðspurður telja það mjög mikilvægt að allt samningaferlið væri opið og gagnsætt og að upplýsingar til almennings myndu verða veittar með sem bestum hætti.
Að loknum umræðum sleit Sema Erla Serdar, formaður Ungra evrópusinna, þessari vinnuhelgi, sem vissulega hafði truflast töluvert af handbolta!!
Ps. Árangur "strákanna okkar" var frábær! Evrópusamtökin óska þeim, og öllum Íslendingum, hjartanlega til hamingju með bronsið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2010 | 15:04
Paal í Silfrinu
Paal Frisvold, formaður norsku Evrópusamtakanna, var gestur í Silfri Egils í dag. Hann var góður eins og venjulega! Viðtalið við Paal er í lok þáttarins.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472550/2010/01/31/
30.1.2010 | 20:41
Bútar úr fréttabéfi Ungra Evrópusinna
Fyrsta fréttabréf Ungra Evrópusinna hefur litið dagsins ljós. Þar leggja þeir mikla áherslu á að fram fari málefnaleg umræða um bæði kosti og galla ESB, með það að markmiði að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Taka Evrópusamtökin heilshugar undir þetta. Orðrétt segir í fréttabréfinu: ,,Við munum leggja okkur fram við að koma réttum upplýsingum um Evrópusambandið til fólks og gera ungu fólki það eins auðvelt og unnt er að kynna sér kosti og galla aðildar."
Ungir Evrópusinnar telja kostina vera fleiri en gallana á aðild að ESB. Í lok fréttabréfsins segir: ,,Við teljum að Íslendingar geti náð hagstæðum samningi og...vonumst til að þjóðin muni samþykkja aðild. Þannig mun hún ákveða að gerast fullgildur aðili í Evrópusamstarfinu, þjóð meðal þjóða."
Evrópusamtökin taka undir markmiðssetningu Ungra Evrópusinna og óska þeim velfarnaðar í komandi starfi. Jafnfram hvetja Evrópusamtökin allt ungt fólk sem hefur áhuga á ESB og Evrópumálum að snúa sér til samtakanna.
Skráning: http://www.ungirevropusinnar.is/skraning/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2010 | 18:54
Noregur er "viðtakandi" - Ísland á vini í Evrópu!
Paal Frisvold, formaður norsku Evrópusamtakanna, var sérstakur gestur Evrópuskóla Ungra Evrópusinna, sem hófst í dag. Þar fór hann yfir ýmis mál sem snúa að samskiptum landanna við ESB. Hann sagði m.a. að Norðmenn verði daglega fyrir miklum áhrifum frá ESB, en hafi að sama skapi lítil sem engin áhrif á gang mála. Sagði hann frá pirringi og vonbrigðum innan norska stjórnkerfisins með þessa aðstöðu Noregs.
Paal segir Noreg fyrst og fremst vera ,,viðtakanda" á löggjöf og öðru frá ESB, en þyrfti t.d. að sætta sig við að vera í ,,baksætinu" hvað varðar áhrif.
Hann gerði áhrif smáríkja að umtalsefni sínu og benti á að bæði Malta og Lúxemborg (bæði um 400 þús. íbúa) hefðu náð mjög miklum árangri innan ESB.
Að lokum sýndi Paal svo myndband þar sem ekki fór á milli mála að Ísland ætti vini í Evrópu. M.a. var þar rætt við skoskan þingmann á Evrópuþinginu, sem átti þá ósk heitasta að Ísland gengi í ESB. og til hvers? Jú, til þess að endurbæta fiskveiðistefnu ESB í samvinnu við Ísland!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2010 | 10:55
Sterkara Íslandi hleypt af stokkunum
Starfsemi samtakanna STERKARA ÍSLAND-Þjóð meðal þjóða, var formlega hleypt af stað síðdegis í gær, í húsnæði samtakanna, Skipholti 50. Fjöldi velunnara var mættur á staðinn. Í stuttu ávarpi sagði Jón Steindór Valdimarsson, að þetta væri sannur gleðidagur, en jafnframt að nú væri hörð barátta að hefjast. Barátta sem miðar að því að Ísland gangi í Evrópusamandið. Jafnframt var nýr samfélagsvefur samtakanna opnaður, www.sterkaraisland.is.
Evrópusamtökin hvetja alla Evrópusinna að skrá sig í þessi nýu samtök og styðja málstaðinn!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 12:28
STERKARA ÍSLAND: OPIÐ HÚS Í DAG
Hin nýju samtök sem berjast fyrir aðild íslands að ESB, STERKARA ÍSLAND, verða með opið hús í dag. Frá kl. 17 - 19 verður opið hús í aðstöðu samtakanna, en þar er líka góð aðstaða til fundahalda.
Skrifstofan er á 2. hæð í Skipholti 50a í Reykjavík. (sama hús og Gallerí List).Gengið er inn að austan.Við bjóðum upp á kaffi og spjall.
Allir velkomnir!
28.1.2010 | 18:04
KLASSI!
Evrópusamtökin óska strákunum okkar til hamingju með frækilegan sigur gegn Norðmönnum á EM í handbolta. Þetta var klassi og liðið er þjóðinni til mikils sóma! Frakkar næstir á dagskrá.
Áfram Ísland!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2010 | 18:02
EVRÓPUSKÓLI UNGRA EVRÓPUSINNA UM HELGINA
EVRÓPUSKÓLI UNGRA EVRÓPUSINNA VERÐUR HALDINN UM HELGINA. ÞETTA ER FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ KYNNA SÉR ESB!
STAÐUR: Skipholt 50A, 2.hæð
DAGSKRÁ:
Laugardagur 30. janúar Kl. 12.00-17.00
12.00-13.00: Saga og stofnanir Evrópusambandsins,
Baldur Þórhallsson, prófessor.
Nokkrar af lykilstefnum Evrópusambandsins:
13.00-13.45: Sjávarútvegsstefnan,
Aðalsteinn Leifsson, lektor.
13.45-14.30: Landbúnaðarstefnan,
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur.
14.30-15.00: Á Ísland enga vini í Evrópu?
Paal Frisvold, formaður Evrópusamtakanna í Noregi.
Kaffihlé: 15.00-15.30
Fleiri lykilstefnur Evrópusambandsins:
15.30-16.15: Efnahags- og myntbandalag Evrópu,
Eiríkur Bergmann, doktor í stjórnmálafræði.
16.15-17.00: Öryggismál, Alyson Bailes, stjórnmálafræðingur.
Sunnudagur 31. janúar kl. 14.00
14.00-14.45: EES-samningurinn,
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. utanríkisráðherra.
14.45-15.00: Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins,
Ævar Rafn Björnsson lögfræðingur
Kaffihlé: 15.00-15.15
15.15-16.00: Samningaferli Íslands og
Evrópusambandsins, Þorsteinn Pálsson, fulltrúi
í samninganefnd Íslands.
Skólinn er öllum opinn. Ekkert skólagjald er innheimt.
Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig vegna takmarkana á fjölda.
Hægt er að skrá sig í skólann með því að senda tölvupóst á
ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is eða í síma 8228904.
Skráningu lýkur föstudaginn 29. janúar kl.15.00
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2010 | 17:35
Andrés í útvarpi Sögu
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, var gestur í þættinum ESB:Nei eða Já, á útvarpi Sögu síðastliðinn laugardag. Á móti honum var varaformaður Heimssýnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Þátturinn er í umsjón tveggja annarra úr þeirri hreyfingu, Frosta Sigurjónssonar og Egils Jóhannssonar.
Hlusta má á þáttinn hér, en Andrés stóð sig að venju vel!
25.1.2010 | 21:28
Fyrirlestur á laugardag kl. 14.30
Áhugafólk um Evrópumál, við vekjum athygli ykkar á þessum fundi á laugardaginn kl.14.30.
Fundurinn er í sal að Skipholti 50a (sama hús og Gallerí List)
(Smellið á mynd til að stækka)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir