Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
25.1.2010 | 08:49
Sterkara Ísland - Þjóð meðal þjóða
Ný samtök sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB, Þjóð meðal þjóða, hafa verið stofnuð. Um er að ræða samtök sem byggja á sama grunni og "Sammála" gerðu á sínum tíma.
Nýr vefur hinna nýju samtaka er nú opinn og er hann að finna á www.sterkaraisland.is
Í grein þar segir Jón Steindór Valdimarsson, forsvarsmaður samtakanna:
,,Þeirri skoðun vex sífellt fiskur um hrygg að hagsmunum okkar Íslendinga sé ekki best borgið með núverandi fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála. Með öðrum orðum að krónan dugi okkur ekki lengur sem gjaldmiðill. Það virðist einnig orðin skoðun flestra að tómt mál sé að tala um að taka upp annan gjaldmiðil en evruna og þá aðeins með þeim hætti að ganga fyrst í ESB og síðan í Myntbandalagið. Að þessu leyti eru kostirnir skýrir og óþarft að eyða púðri á annað.Það er hrein rökleysa að halda því fram að þeir, sem vilja aðild að ESB og evru, séu að bjóða fram skyndilausn til að bregðast við bráðum vanda. Skyndilausn sem taki í raun mörg ár að ná fram og þess vegna sé hún ekki tæk. Með aðild að ESB og evru er bent á leið til að breyta til langs tíma þeirri umgjörð sem við setjum efnahags- og þjóðlífi okkar, leið sem tekur nokkur ár að feta þar til settu marki er náð."
Evrópusamtökin hvetja alla Evrópusinna að vera með og styðja málefnið! Áfram Ísland!
Ps. Minnum á leik "ESB-umsækjendanna" Íslands og Króatíu í dag kl. 15.00 á EM i handbolta.
Sendum jákvæðar hugsanir til Vínar!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2010 | 16:55
Guðbjörn og Evrópuskrif MBL
,,Það er óneitanlega fallegt til þess að hugsa, að Morgunblaðið skuli á jafn óeigingjarnan og fórnfúsan hátt vilja kynna okkur, hvaða örlög bíða okkar ef við gengjum í sambandið. Þarna er auðsjáanlega um fátæktargildru að ræða af verstu sort og þó alveg sérstaklega ef við tækjum evruna upp sem lögeyri. Við höfum sem betur fer íslensku krónuna, sem hefur þann einstæða og góða eiginleika að geta hrunið að verðgildi gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum yfir nóttu og bjargað þannig þjóðinni og íslensku efnahagslífi frá eilífri glötun."
Hægt er að lesa bloggið í heild sinni á þessari slóð
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2010 | 16:41
Bla bla bla!
Gula pressan í Bretlandi er dugleg að birta æsifréttir. Daily Express birtir frétt í dag um að Evrópusambandið sé að setja nýjar reglur um öryggi á vegum Bretlands. Þetta sé enn eitt dæmið um hvernig ESB sé að troða sér í málefni sem eigi best heima í nærsamfélaginu.
Staðreyndin er hins vegar sú að ESB setur engin lög sem snerta öryggi á vegum. Það er alfarið málefni ríkjanna sjálfra. Hins vegar er ljóst að umferðaröryggi er málefni sem snertir öll aðildarlöndin og því rökrétt að löndin ræði þessi mál og reyni að læra hvert af öðru. Þessi aðgerðaáætlun gengur út á að sérfræðingar í löndunum vinna saman og læri hver af öðrum. Það er hins vegar undir löndunum sjálfum komið hvort þau nýti sér þær tillögur eða úrræði sem þar eru rædd.
Evrópusamtökin í Bretlandi hafa birt ágæta frétt um þetta mál.
http://euromove.blogactiv.eu/2010/01/21/the-truth-about-road-transport/
Það verður spennandi að sjá hvort þessi "bull-ESB-frétt" rati inn í íslenska fjölmiðla eins og stundum hefur gerst.
20.1.2010 | 17:02
Ingvar svarar Brynju
Ingvar Sigurjónsson, varaformaður Ungra Evrópusinna skifaði góða grein í MBL um helgina, en hann hefur að undanförnu ,,skrifast á" við Brynju B. Halldórsdóttur, en hún er í stjórn Nei-samtakanna á Íslandi.
Í grein sinni segir Ingvar m.a.: ,,Brynja hélt því fram að smáþjóð gæti ekki náð góðum samningum við ESB. Ég benti henni þá á samninga Möltu og Eistlands sem þykja hagstæðir og mikil ánægja er með. Brynja stekkur upp á nef sér við þetta og telur upp ýmsar staðreyndir um sjávarútveg Möltu en það virðast vera stöðluð viðbrögð Heimssýnarfólks þegar samningur Möltu kemur upp í umræðunni. Þetta eru áhugaverðar staðreyndir en koma málinu ekkert við. Ég sagði nefnilega ekki að Malta hefði náð samningi sem hentaði Íslendingum vel heldur Maltverjum. Malta og Eistland eru dæmi um að smáþjóðir geta vel staðið vörð um sína hagsmuni í samningaviðræðum og ástæða er til að ætla að Íslendingar geti það einnig ef samninganefnd okkar vinnur sína vinnu. Að breyta um umræðuefni eins og Brynja gerir hér er það sem ritstjóri Morgunblaðsins kallar smjörklípu."
Alla grein Ingvars má lesa á www.evropa.is
20.1.2010 | 16:54
Á Ísland vini í Evrópu? (,,Does Iceland have any friends in Europe?" )
Paal Frisvoldt, formaður norsku Evrópusamtakanna og ráðgjafi í umhverfismálum, mun halda fyrirlestur á vegum Evrópusamtakanna og Ungra Evrópusinna laugardaginn 30. janúar n.k. kl.14.30. Fyrirlesturinn fer fram í sal að Skipholti 50a (sama hús og Gallerí List).
Fyrirlestur hans nefnist ,,Does Iceland have any friends in Europe?" Fyrirlesturinn verður á ensku og er hluti af námsstefnu sem Ungir Evrópusinnar standa fyrir og verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Paal er einn af helstu sérfræðingum Norðmanna á sviði Evrópumál og hefur undanfarin ár einkum starfað að ráðgjafamálum á sviði umhverfismála í Brussel. Paal er afskaplega góður fyrirlesari og gaman að hlusta á hann. Paal var kosinn formaður norsku Evrópusamtakanna á aðalfundi þeirra síðasta sumar.
Við hvetjum því allt áhugafólk um Evrópumál til að mæta á þennan fyrirlestur.
Nánari upplýsingar um Paal eru á þessari heimasíðu.
http://www.thebrusselsoffice.eu/Ourteam/Paal.aspx
19.1.2010 | 17:41
ÁFRAM ÍSLAND!
Í dag kl. 19.15 hefur Evrópuþjóðin Ísland leik á Evrópumótinu í handbolta. Þá mæta þeir Serbum, en það er söguleg tilviljun að báðar þjóðirnar eru s.k. "kandídatlönd" að ESB, þ.e. hafa bæði sótt um aðild. Serbar eru engin lömb að leika sér við í handbolta og eiga bókstaflega marga dúndur-leikmenn!
Silfurstrákarnir frá Peking sýndu það og sönnuðu á Ólympíuleikunum að Ísland er með öflugustu handboltaþjóðum í heimi. Væntingar eru því miklar og strákarnir gera alveg örugglega sitt besta. Það verður barist til síðasta manns!
Evrópusamtökin senda ,,strákunum okkar" baráttukveðjur. Áfram ÍSLAND!!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2010 | 16:29
Mikilvæg að sýna ESB fram á sérhagsmuni Íslands
Dinkelpiel lagði á það áherslu að það væri mikilvægt fyrir Íslendinga að sannfæra ESB um sérhagsmuni Íslands í samningaviðræðunum. Þar átti hann sérstklega við viðræður um fiskveiðimál okkar.
Hann sagði Svía hafa átt í stífum viðræðum við ESB um landbúnaðarmál, en að þeim hefði lokið farsællega. Dinkelspiel sagðist trúa því að sú mikla reynsla sem Íslendingar búi yfir i samskiptum við Evrópu/Evrópusambandið (EES viðræður og annað) kæmi okkur til góða.
Dinkelspeil sagði aðspurður að hann teldi það ekki verða hindrun fyrir Íslendinga að ESB hafi stækkað úr 15 (þegar Svíar gengu inn) í 27, eins og staðan er í dag. Hann tók það sérstaklega fram að þá hefðu fjögur lönd staðið í samningaviðræðum og því hafi mikið af allskyns samhæfingu þurtft að eiga sér stað í samningaferlinu. Það sé óumflýjanlegt, en samhæfing Íslands þurfi að eiga sér stað gagnvart framkvæmdastjórninni.
Hann var spurður um undanþágur og sagði að Svíar hafi fengið eina slíka og það varanlega, en það var fyrir sölu og dreifingu munntóbaks. Þetta hafi haft mikla þýðingu fyrir Svía (sem nota mikið af munntóbaki).
Reynsluna af aðild að ESB sagði hann vera nokkurn veginn eins og menn bjuggust við. Efnahagslega sagði hann aðild hafa verið af hinu góða, en hann lýsti yfir vonbrigðum með úrslit atkvæðagreiðslunnar um Evrunnar á sínum tíma.Ulf Dinkelspiel lauk máli sínu með því að segja að það hefði tekið nokkur ár fyrir Svía að ,,læra á ESB, eins og hann sagði. En nú sagði hann að þetta væri komið í góðar skorður og sagði vera meirihluta meðal Svía, bæði fyrir upptöku Evrunnar og aðild að ESB. Meirihluti Svía væri því fylgjandi áframhaldandi aðild að ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 08:27
VG veður reyk
Visir.is birti þessa frétt á laugardagskvöldið:
http://www.visir.is/article/20100116/FRETTIR01/793136574
16.1.2010 | 16:25
VG ber höfðinu í steininn!
,,Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.
Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni."
Flokksráð VG veður reyk og heldur að Ísland glati sjálfstæði sínu við aðild að ESB. Ekkert aðildarríkja hefur glatað sjálfstæði sínu við aðild. Hafa t.d. þau Norðurlönd sem eru innan ESB gert það?
Og það verður að teljast merkilegt að VG, sem álítur sig vera umhverfisflokk, geri sér ekki grein fyrir því hvar miðpunktur umhverfismála og aðgerða í þeim efnum verður í framtíðinni. Það er í ESB. Ísland sem lítið eyríki getur komið miklu meira til leiðar í samvinnu við aðrar þjóðir í þeim efnum, en ef það stendur eitt og sér fyrir utan samstarf. Þessu hafa aðrir umhverfisflokkar á Norðurlöndum gert sér grein fyrir, m.a. sænski Umhverfisflokkurinn, sem einu sinni vildi ganga úr ESB, en hefur nú skipt um skoðun.
Svo stappar flokksráðið stalinu í félagsmenn sína og hvetur þá til að berjast með kjafti og klóm gegn aðild. Einmitt nú þegar Ísland þarf kannski sem mest á góðri samvinnu og sátt við ytra umhverfi að halda.
Í kvöld verður svo væntanlega skálað fyrir byltingunni í höfuðstað Norðurlands og sungnir baráttusöngvar!
14.1.2010 | 10:03
Heimur hugmyndanna - Jónas H. Haralz
Áhugamönnum um hagstjórn,efnhagsmál, gjaldmiðilsmál o.fl. er bent á afar fróðlegan þátt þeirra Ævars Kjartanssonar og Páls Skúlasonar s.l. sunnudag, Heimur hugmyndanna.
Gestur þeirra var að þessu sinni Jónas H. Haralz, hagfræðingur og heiðursdoktor við H.Í.
http://dagskra.ruv.is/ras1/4493710/2010/01/10/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir