Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
30.11.2010 | 22:08
Ábyrgðin (írsku) bankanna
Í sambandi við Írland er vert að taka fram að verið er að bjarga bankakerfinu þar, ekki Evrunni. Evrur eru hinsvegar notaðar til þess að koma Írum til hjálpar, en þeir hafa fengið um 85 milljarða Evra til þess að rétta við írska bankakerfið.
Það er samdóma álit fréttaskýrenda og þeirra sem um málið fjalla að mestur hluti vandans sé tilkominn vegna "vondra banka" og ábyrgðarlausrar lánastarfsemi. Vandi Íra er ekki gjaldmiðilsvandi og er ekki Evrunni að kenna.
Líklega hafa Írar klikkað á eftirlitinu, en það er hverrar aðildarþjóðar ESB að hafa eftirlit með sínu bankakerfi. V
Hér á landi hrundi bankakerfið og gjaldmiðillinn, hér var eftirliti ábótavant, rétt eins og kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Íslendingar eru með krónu í öndunarvél og erlendir gjaldmiðlar eru notaðir til þess að bjarga málunum. Varla er það krónan sem er að rétta við Ísland - af hverju er hún þá ekki búin að því, meira en tveimur árum eftir hrun?
En af hverju féllu í raun íslensku bankarnir? Var ábyrgðin alfarið bankanna ?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
30.11.2010 | 21:41
Snákurinn bítur í skottið á sér!
Eins og sagt var frá hér á blogginu um helgina sagði Jón Daníelsson, hagfræðingur það í Silfri Egils um helgina það vera sína skoðun að bestu rökin fyrir aðild Íslands að ESB væru að öfgaöflin til vinstri og hægri hefðu sameinast gegn aðild.
Gott dæmi um þetta sést í leiðara Morgunblaðsins í dag, en allir vita jú hver ritstýrir Mogganum. Þar stendur:
,,Ásmundur Einar Daðason alþingismaður sagði nýlega á aðalfundi Heimssýnar, sem hann er í forystu fyrir að enn gætu menn komið sér út úr klúðrinu: Það er enn mögulegt að stöðva ESB-umsóknina enda er þetta ferli komið í algjört öngstræti. Utanríkisráðherra, forystumenn ESB o.fl. hafa af því auknar áhyggjur hversu lítið pólitískt bakland er fyrir ESB-umsókn Íslendinga og enginn virðist tilbúinn að taka slaginn.
Hér er s.s. "sá lengst til hægri að tala um þann lengst til vinstri" !!
Snákurinn bítur í skottið á sér!
Jón Daníelsson hefur lög að mæla!
Baráttan um ESB er barátta á milli framfara og afturhalds!
30.11.2010 | 17:44
Haraldur Ben fúll og sár!
Viðbrögð bændaleiðtogans,Haraldar Bendiktssonar (mynd), við viðtali Fréttablaðsins um síðustu helgi við Stefán Hauk Jóhanesson, aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, vekja athygli.
Bara til að hafa eitt á hreinu: Bændasamtök Íslands eyða öllu því púðri sem þau geta, til þess að vera á móti ESB og hafa firrt sig allri ábyrgð á málinu. Þau vilja ekki ræða málið, en það eru fá samtök sem ræða málið jafn mikið, lesiði bara Bændablaðið!
Í frétt FRBL í dag segir: ,,Það er fullkomlega ómaklegt af formanni samninganefndar Íslands að segja að við séum á einhvern hátt að bregðast. Við höfum unnið meira en hagsmunasamtökum er ætlað að gera," segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og formaður samningarnefndar Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB), sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag Bændasamtökin ekki vilja taka þátt í fjögurra daga rýnifundi um landbúnaðarmál í Brussel."
En er þetta ekki bara sannleikurinn? Það er ekki nema von að það fjúki í Harald, því ,,sannleikanum er hver sárreiðastur."
Stefán Haukur segir hinsvegar hvergi í viðtalinu að Bændasamtökin hafi brugðist, en hann sagði orðrétt í viðtalinu:
,,Við höfum átt prýðilegt samstarf við Bændasamtökin en þau hafa gefið til kynna að þau muni ekki taka þátt í rýnifundum úti í Brussel, sem eru vonbrigði. Þetta þýðir að við þurfum að styðjast við þá krafta sem við höfum í landbúnaðarráðuneytinu og það fólk í utanríkisráðuneyti sem hefur tekið þátt í þessu á landbúnaðarsviði. Það hefði að sjálfsögðu verið æskilegra að hafa Bændasamtökin með enda búa þau yfir mikilli þekkingu. Ég vil ekki vera með getgátur um hvort þetta tefji fyrir, við vinnum bara eins og við getum. Þetta hefur ekki áhrif á rýniferlið núna, því það er ESB sem skýrir sína hlið í næstu viku. En á seinni fundunum, sem verða í lok janúar, þurfum við að gera grein fyrir íslenskri löggjöf og það er mikil vinna að undirbúa það. Auðvitað hefði verið betra að hafa Bændasamtökin í því og ég vona að þau geri það. Við stefnum á að vera undirbúin fyrir þá fundi og ég á ekki von á öðru. Þetta getur þá þýtt að Ísland fer verr undirbúið en ella í viðræðurnar? Hjáseta Bændasamtakanna getur komið niður á undirbúningi og því gæti staða okkar verið lakari en ella."
Sér einhver orðið "brugðist" hér? Er þetta ekki bara eins og málið lítur út?
Það er nú frekar þannig að Stefán tali á jákvæðum nótum um Bændasamtökin og vilji hafa þau með.
Ennfremur segir í frétt FRBL: ,,Haraldur segir sárt að heyra þessa gagnrýni. Bændasamtökin hafi tekið að sér verk í tengslum við aðildarviðræðurnar sem hafi í raun átt að vera á herðum stjórnvalda en landbúnaðarráðuneytið ekki getað sinnt sökum andstöðu Jóns Bjarnasonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, við aðildarviðræður Íslands um inngöngu í ESB.
Ráðuneytið neitar allri vinnu en ber raunverulega ábyrgð á að fylgja eftir hagsmunum atvinnuvegarins, ekki við," segir Haraldur."
Við þetta vaknar sú spurning hvort leiðtoga bænda og bændaráðherranum, Jóni Bjarnasyni, sé að lenda saman vegna málsins?
Best væri að Bændasamtökin myndu hætta að skjóta sig endalaust í fótinn í ESB-málinu og tækju þátt í því, sem fullgildir aðilar að íslenskum vinnumarkaði.
Með hagsmuni bænda og þjóðarinnar að leiðarljósi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
30.11.2010 | 17:04
Hjálmtýr Guðmundsson í lesendabréfi í MBL: "Er það stefna LÍÚ og Mbl. að Ísland verði bara verstöð?"
Það er oft skemmtilegt að lesa lesendabréf blaðanna. Eitt slíkt er eftir Hjálmtýr Guðmundsson (mynd) í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar hann um umfjöllun MBL um ESB-málið. Hjálmtýr skrifar:
,,Maður getur orðið þunglyndur af að lesa leiðara Morgunblaðsins sem reynir að fremsta megni að þjóna ímynduðum hagsmunum útgerðarinnar og er þess vegna alfarið á mót ESB og samningaviðræðum við það. Það væri út af fyrir sig í lagi ef þetta væri vitræn umræða en því fer oft fjarri að mínu mati. Morgunblaðið (leiðarar) gleðst í hvert sinn sem koma fréttir af erfiðleikum ESB-landa og kættist verulega þegar Grikkland og Írland lentu í vandræðum. Þetta var sem sagt dæmið um hvað það væri vont að vera í ESB og hvað evran væri nú vond og bjargaði engu. Það væri nú aldeilis munur að vera með hina íslensku krónu, hún væri nú að bjarga okkur."
Síðar segir Hjálmtýr: ,,Gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur á undanförnum áratugum verið handstýrt af stjórnvöldum að undanteknum fáeinum árum fyrir hrunið en það endaði nú eins og allir vita. Þessi handstýring var ávallt notuð til að lækka raunlaun í landinu..."
Að lokum segir Hjálmtýr: ,,Ég hef ekki hugmynd um hvort við eigum að ganga í ESB eða ekki en mér finnst algjörlega fáránlegt að vera með því eða móti án þess að vita nokkuð um hvaða samningum við getum náð. Eitt er a.m.k. víst og það er að með eigin gjaldmiðli, íslensku krónunni, verðum við láglaunaland og okkar unga fólk mun ekki vilja búa hér þegar það hefur aflað sér menntunar sem er nú gjaldgeng erlendis. Er það stefna LÍÚ og Mbl. að Ísland verði bara verstöð?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2010 | 16:53
Nei-sinnar: Enginn sem þeir studdu komst inn á Stjórnlagaþing!
Eins og þeir sem fylgjast með kannski komust að, þá studdi Nei-hreyfingin í ESB-málinu, þ.e.a.s. Heimssýn, ákveðin hóp manna með virkum hætti, í aðdraganda stjórnlagaþings.
Skemmst er frá því að segja það bar EKKI tilætlaðan árangur. ENGINN þeirra sem Heimssýn studdi, komst inn á Stjórnlagaþingið.
Enda eru þetta aðskilin mál. ESB-málið er eitt og Stjórnlagaþing/stjórnarskrá annað.
Nei-sinnar reyndu hinsvegar að splæsa þessum tveimur málum saman. En kjósendur höfnuðu greinilega þeirri uppsetningu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.11.2010 | 19:40
Graham Avery: ESB vill að lönd séu vel undirbúin fyrir aðild að sambandinu
,,Það er misskilningur sem heyrist á Íslandi að fara þurfi í grundvallarbreytingar í stjórnsýslu áður en gengið er í ESB, að sögn Grahams Avery, heiðursframkvæmdastjóra ESB.
Avery, sem er ráðgjafi European Policy Center í Brussel, hélt í gær fyrirlestur hjá Alþjóðamálastofnun. Hann hefur starfað að stækkunarmálum sambandsins um árabil: fyrir Breta þegar þeir gengu inn og fyrir ESB þegar önnur ríki gengu inn síðar.
Það sem ESB þarf frá umsóknarríki er trúverðug skuldbinding, áætlun um að frá fyrsta degi aðildar verði hægt að framfylgja sameiginlegu reglunum. ESB er ekki að biðja um og hefur engan beðið um að framfylgja þessum reglum áður en viðræður klárast," segir hann í viðtali við blaðið. Íslendingar njóti trúverðugleika í þessum efnum vegna reynslunnar af EES."
Þetta segir í frétt á www.visir.is. Öll fréttin er hér
29.11.2010 | 19:37
Skuldugur einkageiri - Ísland með í haustspá ESB í fyrsta sinn
Á Vísir.is stendur: ,,Skuldir einkageirans eru ein helsta fyrirstaða efnahagsbata á Íslandi, samkvæmt haustspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gefin var út í dag. Endurskipulagningar skulda er þörf til þess að fyrirtæki geti vaxið, fjárfest og skapað ný störf.
Í tilkynningu segir að þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórn ESB fjallar um Ísland sem umsóknarríki í haustspá sinni. Dýfa hagkerfisins er talin hafa náð botni og vexti spáð í landsframleiðslu, fjárfestingu og einkaneyslu á næsta ári.
Hins vegar hafi skuldir heimila og fyrirtækja hækkað verulega vegna falls gengis krónunnar um nær helming og því verðbólguskoti sem fylgdi. Endurskipulagning hafi tekið langan tíma vegna flækjustigsins og fá heimili hafi nýtt sér þau úrræði sem í boði eru. Áframhaldandi óvissa um skuldastöðu fyrirtækja og heimila geti því hægt á fjárfestingu og einkaneyslu."
29.11.2010 | 19:25
Guðmundur Gunnarsson: Krónan mesti óvinur launamanna
Á vef DV.is stendur: ,,Vextir hér á landi verða alltaf fimm prósent hærri vegna krónunnar. Þá fer 25 prósent launa fólks í aukakostnað vegna krónunnar og til að hafa svipuð laun og annarsstaðar á Norðurlöndunum þurfum við að skila 25 prósent lengri vinnuviku. Þetta fullyrðir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Guðmundur skrifar pistil á bloggsíðu sína á vef Eyjunnar sem ber yfirskriftina: Krónan mesti óvinur launamanna. Þar segir Guðmundur að flest íslensk heimili séu í greiðsluvanda vegna krónunnar. Ísland er dæmi um hagkerfi þar sem tekjur og skuldir eru í mismunandi gjaldmiðlum, segir hann og bendir á að fyrirtæki geri upp og reki sig í evrum, þar til kemur að launum.
Á þessum forsendum verður maður undrandi þegar hlustað er á hérlenda talsmenn krónunnar benda á Írland sem dæmi um að við eigum að halda krónunni [
] Ef Írar færu sömu leið og við erum í þá tækju þeir upp írska pundið fyrir launafólk, en halda skuldum og fjárfestingum eftir í evrum. Lettland valdi ekki þennan kost vegna þess að þeir vildu vernda almenning fyrir gjaldþrotum, eins og við erum að upplifa hér á landi vegna krónunnar. Fjárhagserfiðleikar heimilanna er stærsta vandamálið hér á landi á meðan fjárhagserfiðleikar bankanna eru stærsta vandamálið á Írlandi, segir Guðmundur."
Öll frétt DV Pistill Guðmundar á Eyjunni
Evrópumál | Breytt 30.11.2010 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2010 | 13:44
Graham Avery: Reglan um "hlutfallslegan stöðugleiki" tryggir stöðu íslenskra fiskveiða í ESB-viðræðum
Graham Avery, einn af heiðurframkvæmdastjórum ESB, sagði í Silfri Egils í dag að stærsta "vandamálið" í sambandi við sjávarútvegsmálin og aðildarviðræðurnar, væri nú þegar leyst.
Það fælist í reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika" sem tryggði að fiskveiðar hér við land héldust eins og þær hafa verið hingað til og undanfarna áratugi.
Þetta þýðir að fiskimiðin VERÐA EKKI TEKIN AF OKKUR AF ESB, heldur munum við halda rétti okkar hér.
Hann ræddi einnig landbúnaðarmál, stöðu Íslands í alþjóðakerfinu, málefni Norðursvæðanna, sem og Evruna. Í því samhengi sagði hann að Evran mynd lifa núverandi vandræði af, einfaldlega vegna þess að það væru hagsmunir Evru-ríkjanna að nota hana áfram.
Graham Avery hefur átt aðild að öllum stækkunarviðræðum ESB hingað til og heftur gríðarlega reynslu af Evrópumálum.
Hér er "Silfrið"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (85)
28.11.2010 | 13:20
Jón Daníelsson: Sameining hægri og vinstri öfgaafla bestu rökin fyrir ESB-aðild! Vill sjá aðildarsamninginn og taka afstöðu
Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics sagði í Silfri Egils í dag að bestu rökin fyrir ESB-aðild, væri sú staðreynd að öfgaöflin til HÆGRI og VINSTRI á Íslandi, hefðu sameinast gegn aðild!
Hann sagði að að þyrfti að klára þetta mál og að hann biði eftir því hvað fælist í komandi aðildarsamningi. Þá myndi hann taka afstöðu.
Þá sagði hann að gjaldeyrishöftin væru mestu mistökin sem gerð hafa verið í kjölfar hrunsins. Hann telur að þau geti verið afnumin hratt.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir