Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
9.2.2010 | 16:51
Sjálfstæðir Evrópumenn: Stofnfundur á föstudag
Eins og greint var frá hér á blogginu í gær, stendur til að stofna samtök sjálfstæðra Evrópumanna í Þjóðmenningarhúsinu n.k. föstudag. Eru það aðilar sem eru beintengdir inn í Sjálfstæðisflokkinn sem standa að stofnun samtakanna. Í frétt í Fréttablaðinu er talað við Benedikt Jóhannesson, sem er einn forvígismanna.
Í fréttinni segir: ,,Benedikt segir að markmiðið með stofnun samtakanna sé að vekja upp jákvæða Evrópuumræðu innan Sjálfstæðisflokksins. Benedikt telur ekki tímabært að upplýsa hvort fleiri sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Ragnheiður standi að baki samtökunum eða hvort varaformaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sé þar á meðal. Hún veit hins vegar af þessu", segir Benedikt."
Benedikt var gestur í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2010 | 19:34
Ný samtök: Sjálfstæðir Evrópusinnar
Heyrst hefur að á næstunni verði stofnuð samtök Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna. Ganga þau undir vinnuheitinu Sjálfstæðir Evrópumenn. Heyrst hefur að einn frumkvöðla sé Benedikt Jóhannesson, ritstjóri og sjálfstæðismaður.
Hann var kosinn Evrópumaður ársins árið 2009 af Evrópusamtökunum. Af öðrum sem nefndir eru í þessu sambandi, eru Jónas Haralz, hagfræðingur, Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður.
Hin opinbera stefna Sjálfstæðisflokksins að loknum landsfundi síðastliðið vor varð sú að það væri betra fyrir Ísland að standa utan ESB. Þessu eru margir sjálfstæðismenn ósammála og er vitað að þessi hópur er þó nokkuð stór. M.a. hefur varaformaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talað með jákvæðum hætti gagnvart ESB og aðildarviðræðum.
Evrópumál eru þver-pólitísk í eðli sínu og Evrópusinna er að finna í öllum flokkum. Jákvæðar skoðanir á þeim málaflokki er ekki eitthvað sem menn eiga að þurfa að pukrast með, eða skammast sín fyrir!
Verður spennandi að fylgjast með þróun þessara mála og fagna Evrópusamtökin framtakinu!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.2.2010 | 01:40
Bandaríkin styðja "Evrópuleið" Serbíu - dyrnar að NATO opnar
Vefsíða serbneska fréttamiðilsins B-92, birtir frétt þess efnis að Bandaríkin styðji heilshugar þá "Evrópuleið" sem Serbía fetar nú. Sem kunnugt er sóttu Serbar um aðild að ESB í lok síðasta árs, í formennskutíð Svía.
Haft er eftir sendiherra Bandaríkjanna í Serbíu (þeir eru með sendiherra þar), að ,,aðild að ESB sé mikilvægt markmið, en mikið þurfi að gera fyrst." Serbía sé á réttri leið og dyr NATO standi einnig Serbum opnar.
Mary Warlick, sendiherra Bandaríkjanna í Serbíu segir í á vef B-92 að Serbía gegni mjög mikilvægu hlutverki á svæðinu (Balkanskaga, innskot, bloggari) og að það séu hagsmunir landsins að leysa úr vandamálum í samvinnu við nágranna sína.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 01:12
Formennska Spánverja í ESB: Áherslur

Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 00:35
Enn um krónuna
Bjarni Már Gylfason hagfræðingur skrifar innlegg á www.sterkaraisland.is um gjaldmiðilsmál, Veik króna í veiku hagkerfi. Þar segir hann m.a.:
,,Fyrirkomulag peningamála og sú staðreynd að við höfum reynt að halda úti minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heiminum á sinn þátt í þeim efnahagsörðugleikum sem við nú glímum við. Því er ekki að neita að veik króna hjálpar til að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem við erum komin í gengisfallið er auðvitað ekkert annað en kjaraskerðing þeirra sem fá laun sín greidd í krónum. Veikur gjaldmiðill endurspeglar auðvitað veikleikana í hagkerfinu hjá okkur."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2010 | 22:53
Grikkland: Margþætt, djúpstæð, jafnvel gömul vandamál, hafa fæst með Evruna að gera!
Grikkland er í fréttum vegna mikilla efnahagserfiðleika og íslenskir andstæðingar ESB kenna Evrunni um, að hún sé myllusteinn um háls Grikkja og hvaðeina. Hið virta tímarit The Economist birtir á heimasíðu sinni ítarlega úttekt á vanda Grikkja. Þar kemur m.a. fram:
Fyrri ríkisstjórn fegraði vandann, en kosið var í Grikklandi fyrir nokkrum mánuðum og komust Sósíalistar til valda - Efnahagsvandræði Grikkja má rekja áratugi aftur i tímann - Stjórnun fjármála hins opinbera hefur verið afar slök og það slaknaði enn frekar á henni í aðdraganda síðustu kosninga (klassískt trix/vandamál, innsk. bloggari) - Grikkland er með eitt dýrasta lífeyrissjóðakerfi í heimi.-Hið opinbera er ofmannað, of dýrt í rekstri.
The Economist telur afar ólíklegt að Grikkland yfirgefi Evruna, slíkt myndi t.d. leiða til áhlaups á gríska banka og ef Grikkir færu yfir í aðra mynt, myndu þeir sitja uppi með skuldir í Evrum. Þá myndi landið fá verri lánakjör
Blaðið segir aðild Grikklands að Evrunni hafa verið jákvæða, vextir lækkuðu og aðgangur landsins jókst að erlendu fjármagni, en Grikkland hafi lánað mikið til þess að halda uppi neyslu. Hagvöxtur í Grikklandi hafi verið um 4% á ári fram til 2008. Fjárfestar ríkisskuldabréfa hafi ekki þurft að hafa áhyggjur af verbólgu og gengisfellingum. Þá telur blaðið að landið hafi notið verndar af Evrunni þegar Lehman-bankinn féll. Útlitið var ekki svo svart, en annað kom í ljós eftir kosningar, eða eins og blaðið skrifar:
"Yet the reality was far worse, as became clear after Octobers election. The new government said the true deficit was likely to be 12.7% of GDP. Worse, the shortfall for 2008 was also revised up to include unpaid bills to medical suppliers. The mild downturn hurt tax revenues more than the previous administration had let on. The economy probably shrank by 1% last year, but consumer spending fell by more. Value-added taxes, a reliable source of revenue, were squeezed. Control of public spending had been relaxed in the run-up to the election, adding to the deficit.
Investors trust in Greek statistics, never solid, was shattered."
Bent er á í greininni að samdráttur í Grikklandi á síðasta ári hafi aðeins verið um 1% og talað er um ýmsar lausnir á vandamálum Grikklands.
En að öllum líkindum krefst mest af innlendum stjórnmálamönnum og hefur forsætisráðherra landsins, George Papandreou sagt að vandamál Grikkja séu að mestu leyti heimatilbúin.
Af þessum punktum úr greininni má sjá að orsakir vanda Grikklands eru langt í frá að vera Evran. En það er einfalt og fljótlegt að skella skuldinni á hana, sérstaklega ef menn eru á móti ESB.
Ps. Einnig er að finna fína fréttaskýringu frá Speglinum (Friðrík Páll Jónsson) hér.
Evrópumál | Breytt 5.2.2010 kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.2.2010 | 22:05
Þorvaldur í Fréttablaðinu
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, skrifar grein í Fréttablaðið í dag, en Þorvaldur er einn af afkastameiri greinarhöfundum landsins. Í dag eru það Evrópumálin sem eru umfjöllunarefnið og segir Þorvaldur m.a.:
,,Fyrir sumum andstæðingum ESB-aðildar vega þjóðvarnarrökin þyngst. Að baki þeim rökum býr gömul og heiðvirð hugsun. Þjóðvarnarmönnum er annt um Ísland og allt, sem íslenzkt er. Þeir óttast um afdrif íslenzkrar menningar og tungu í straumkasti stórþjóðanna á vettvangi ESB. Þessi ótti er skiljanlegur, bæði hér heima og annars staðar. Engin önnur smáþjóð í Evrópu hefur látið aðild að ESB steyta á slíkum ótta. Eistar eru ekki nema fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þeir eru smáþjóð líkt og við og að sama skapi viðkvæmir fyrir sögu sinni, tungu og menningu. Sagan, tungan og menningin stöppuðu í þá stálinu árþúsundum saman undir erlendu oki, síðast undir þungu fargi Sovétveldisins 1940-1991. Samt gengu Eistar glaðir inn í ESB 2004, án þess að um inngönguna væri umtalsverður ágreiningur af þjóðvarnarástæðum eða öðrum sökum. Reynslan af ofríki Rússa vó þungt. Eistar þykjast ekki hafa þurft að fórna neinum þjóðlegum verðmætum við inngönguna í ESB, og sama máli gegnir um Letta og Litháa og einnig um Austurríkismenn, Dani, Finna, Grikki, Íra, Portúgala og Svía. Hví skyldi annað lögmál gilda um Ísland?"
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 20:04
Jóhanna, leynd og pukur, maðkar og mysa
Það er margt skrýtið í henni veröld. Ekki fyrir svo löngu síðan skoraði Ísland mjög hátt í könnunum sem mældu spillingu landa, þ.e. Ísland var óspilltasta land í heimi. Allir glaðir. Svo skall á kreppa, ekki bara fjárhagsleg, heldur einnig siðferðileg. Nú eru milljónir maðka í mysunni. Tortryggni er mikil, út í flokka, stjórnmálamenn, stofnanir, einstaklinga, fyrirtæki.
Í fjölmiðlum er talað um leynd og pukur, spuna og spillingu. Jóhanna Sigurðardóttir fer ekki varhluta af þessu. Ef hún sést ekki, er hún felum, hún er ,,horfin" og svo framvegis. Hún er af sumum ekki talin vera sá ,,sterki leiðtogi" sem talar von í þjóðina, talar hana upp úr öldudalnum. Einu sinni voru það bara hlutabréf sem voru töluð upp, þá þurfti ekki að tala neitt annað upp.
Það er einnig athyglisvert að skoða umræðuna um Jóhönnu út frá kynjasjónarhóli. Getur umræðan verið á þennan hátt vegna þess að Jóhanna er kona, en ekki svona dæmigerður jakkafatakall með bindi?
En rétt eins og Jóhanna segir sjálf þá er hún bara í vinnunni! Hún er þekkt fyrir að vera dugleg og vinnusöm, gildi sem Íslendingar eru taldir hafa til að bera, enda þess vegna sem þeir eru svo vinsælir í öðrum löndum sem vinnukraftur, t.d. á Norðurlöndunum.
Jóhanna er hinsvegar enginn Hollywood-leikari, sem töfrar landslýð upp úr skónum með einhverjum ,,einnar-línu-bröndurum" svo allir geti farið hlæjandi að sofa, sáttir við guð og menn!
Morgunblaðið talar um leyniför Jóhönnu til Brussel, og það er talið grunsamlegt að hún vilji ekki láta taka myndir af sér. Það er samsærislykt af öllu saman og leyndarhjúpurinn er sagður þykkur. En auðvitað eru teknar myndir, það sáu menn í fjölmiðlum í dag.
En það þarf ekki að fara langt til þess að finna leynd og pukur á www.mbl.is. Þar auglýsa samtök sem kalla sig "Félag ungs fólks í sjávarútvegi." Yfirskrift auglýsingarinnar er ,,Fyrningarleið til fátæktar." Sé smellt á auglýsinguna kemur í ljós heimasíða, en þar stendur hvergi hverjir eru í þessu félagi, en boðskapur þess er að fyrningarleiðin svokallað muni leiða Íslendinga aftur til fátæktar og væntanlega vesældar! Hér verður ekki tekin afstaða til hennar. Það var hinsvegar nafnleysið á bakvið auglysinguna, sem vakti athygli ritara.
Ritari fann gamla frétt með hjálp Gogge frá nóvember 2007 á www.skip.is Þar segir frá stofnun félagsins og að formaður hafi verið kosinn Friðrik Orri Ketilsson. Sá var hinsvegar að taka við rekstri fréttaveitunnar AMX.is af þeim Óla Birni Kárasyni og Jónasi Haraldssyni. AMX er sá vefur (kannski fyrir utan núverandi MBL) sem berst hvað harðast gegn aðild Íslands að ESB.
Er Friðrik enn formaður FUFS eða??
Eða er þetta eitthvað leyndó?
3.2.2010 | 17:37
Jón Karl í Fréttablaðinu
Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Hann er einn af þeim sem er með í nýjum samtökum, STERKARA ÍSLAND.
Í grein sinni segir Jón m.a.:,,Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hagstæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsamleg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hópa heldur taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og sé mótuð af skýrri framtíðarsýn, þar sem hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi."
1.2.2010 | 22:55
Evran er skúrkurinn - MBL
Á sama tíma og MBL (les: Davíð Oddsson) ræðst gegn Evrunni í Reykjavíkurbréfi gærdagsins, en segir krónuna vera "lykilverkfæri" í endurreisninni hérlendis, berast fregnir af aukinni framleiðni hjá þremur stærstu löndum Evrusvæðisins. Það er Wall Street Journal, sem skýrir frá þessu í frétt á heimasíðu sinni.
Þar segir orðrétt (á ensku): ,,According to a survey released Monday by Markit Economics, the purchasing managers index for the euro zone's manufacturing sector rose strongly to 52.4 in January from 51.6 in December, to reach its highest level for two years.
"The January final PMI readings confirm that the euro zone manufacturing sector has built on its positive end to last year, with growth of output and new orders the fastest since mid-2007 and above the earlier flash estimates," said Rob Dobson, senior economist at Markit.
Recent surveys indicate that business confidence is on the rise across the euro zone."
Lauslega þýtt er um að ræða aukningu í mældum innkaupum fyrirtækja og að pantanir séu í hámarki síðan um mitt ár 2007. Einnig segir að það sé að skapast aukið traust (business confidence) í hagkerfunum á Evru-svæðinu.
En aftur að leiðarahöfundi MBL, en hann gerir erfiðleika Grikkja að umræðuefni sínu og segir að það ,,nötri allt fyrirfram" hjá sambandinu vegna Grikklands. Grikkland á vissulega í vandræðum, en eru þau öll Evrunni að kenna? Nei, svo er reyndar ekki, heldur eiga þau sér langa sögu.
Svo ber einnig að árétta að ESB er ríkjasamband 27 ríkja, ekki ,,one man show" eins og höfundur bréfsins er kannski vanur. Þessvegna er eðlilegt að fari fram umræða innan sambandsins um markmið og leiðir til að leysa vandamál. Þannig virkar ESB!
Evrusvæðið er svæði 16 ríkja (og fleiri nota Evruna sem gjaldmiðil, t.d. Svartfellingar). Nokkur þeirra glíma við umtalsverð vandamál í kjölfar fjármálakreppunar, það er rétt. En það heyrist ekki mikið frá hinum, þar virðist allt vera í ágætu lagi. Það er meirihluti Evrusvæðisins. Og svo má kannski spyrja: Væri betra að vera með 27 sjálfstæða gjaldmiðla sem stjórnmálamenn viðkomandi landa gætu gengisfellt eftir þörfum? Hvaða kostnað myndi það hafa í för með sér fyrir almenning og fyrirtæki í Evrópu?
Vera má að þessi misserin gangi Evran í gegnum þolraun, en að öllum líkindum mun hún þola hana. Þá þolraun stóðst hinsvegar ekki íslenska krónan og sökk eins og steinn. Með ómældum afleiðingum og kostnaði fyrir íslenskan almenning. En um það er ekkert skrifað í Reykjavíkurbréfi MBL.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir