Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Jón Sigurðsson: Núna er tíminn!

Jón SigurðssonJón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóri og ráðherra skrifar öflugan pistil í dag um ESB-málið á www.pressan.is. Hann telur að nú sé rétti tíminn fyrir íslensku þjóðina að taka þetta mál föstum tökum. Í pistlinum, sem er langur og efnismikill fer Jón yfir málið með sterkum rökum og hann nefnir bæði kosti og galla. Hann segir m.a:

 

,, Nokkrar ástæður kalla eftir umsókn um aðild Íslands að ESB. Fyrst er að nefna vilja til meiri opnunar og þátttöku og eðlilegt framhald af EES-samningnum. Í öðru lagi er óumdeilt að reynsla er góð af EES. Þriðja er að nú eru Íslendingar annars flokks fylgiríki ESB og margir vilja fullveldisþátttöku í sameiginlegri framtíð. Í fjórða lagi er tímabært að ná varanlegri úrlausn í gjaldmiðils- og peningamálum þjóðarinnar með aðild að evrunni. Fimmta ástæðan er að meira jafnvægi verður í atvinnulífi og margir telja að lífskjör batni við aðild. Í sjötta lagi benda sterkar líkur til að æskileg ákvæði fáist í aðildarsamningi um hagsmuni og réttindi þjóðarinnar.

Aðrar ástæður ráða efasemdum og andstöðu við aðild. Fyrst spyrja menn hvað verði um fullveldi og sjálfstæði. Í öðru lagi spyrja menn um yfirráð yfir auðlindum lands og sjávar. Þriðja atriðið er að hagsveiflan hér fylgir Evrópu ekki og eigin hagstjórn og gjaldmiðill hverfa. Í fjórða lagi vilja menn forðast yfirþjóðlegt ofurbákn og óttast um íslenskt þjóðerni. Fimmta er að margir vilja meiri sjálfsnægtir og telja rétt að takmarka viðskipti. Í sjötta lagi er mörgum ofboðið af fjarlægðum og stærðarmun. Sjöunda er að margir hafa ekki trú á því að nægar tryggingar náist í ákvæðum aðildarsamnings.
       
Ýmsir þættir eru utan við EES-samstarfið og verða mikilvægir í aðildarsamningi að ESB. Í fyrsta lagi eru atriði sem snerta fullveldi og þátttöku í sameiginlegri stefnumótun um framtíð og þróun. Í öðru lagi eru sjávarútvegur og landbúnaður. Þriðja er peningamál, gjaldmiðill og gjaldeyrismál. Fjórða er tollar, viðskiptasamningar og tvísköttunarsamningar. Í fimmta lagi þarf að semja um greiðslur á báða bóga.

Evrópusambandið hefur þróast mjög síðan samið var um aðild Íslands að EES. Að langmestu leyti er Ísland þátttakandi í framvindu ESB og yfirtekur flestar ákvarðanir þess. Ísland er að mestu opið til viðskipta, fjárfestinga og uppkaupa. Útlendingar mega eiga 49,9% hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Meðal annars er Ísland opið til innflutnings á mörgum landbúnaðarvörum enda aðeins fáar búvörur framleiddar hér. Í raun er Ísland áhrifalaust annars flokks fylgiríki ESB.”

 

Evrópusamtökin fagna þessum faglega málflutningi Jóns sem er að finna í pistli hans, enda maður með mikla þekkingu hér á ferð.

 

Allur pistill Jóns

 

(Mynd: Pressan)


NRK fjallar um ESB og Noreg - blaðamaður NRK: Áhrif Noregs þverrandi

Frá OslóNorska sjónvarpið (NRK) fjallaði um daginn um ESB og Noreg í þættinum SPEKTER. Þar var m.a. rætt um áhrif Noregs innan ESB, en eins og kunnugt er, er Noregur EES-land, eins og Ísland.

Rætt var við fréttamann NRK, sem var nýkominn heim eftir fjögur ár í Brussel. Hann segir að áhrif Noregs innan ESB fari sífellt þverrandi og að embættismenn hafi sífellt minni tíma fyrir lönd eins og Noreg, sem standa fyrir utan.

Þá sagði hann að aukin áhrif Evrópuþingsins (og að völdin færðust þangað frá framkvæmdastjórninni) geri það að verkum að áhrif Noregs minnki enn meira, einfaldlega vegna þess að kunnátta og þekking á Evrópuþinginu er miklu takmarkaðri en á framkvæmdastjórninni, þangað sem Norðmenn hafa fyrst og fremst snúið sér. Minni áhrif framkvæmdastjórnarinnar þýði sjálfkrafa minni áhrif Noregs gagnvart ESB.

Í þættinum var einnig rætt við fulltrúa ungliðahreyfinganna, m.a. fulltrúa sem hafa komið hingað til lands.

Þá var rætt við ,,Nei-drottninguna“ Ann-Enger og talsmann Já-sinna, Torvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs. Ann sagðist ekki trúa á ESB-aðild Noregs en Stoltenberg sagðist vongóður og sagði að Noregur þyrfti að auka áhrif sín.

Þá er fjallað um Grikkland, Evruna og furstadæmið Lichtenstein (EES-land).

Hér má sjá þáttinn: http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/620375  

Frakkland og Þýskaland náðu samkomulagi um Grikkland

Frá GrikklandiReuters skýrði frá því nú síðdegis að Frakkar og Þjóðverjar hefðu náð samkomulagi um aðstoð við Grikki. Talað er um að Evrópulöndin og IMF/AGS muni leggja fram fé með það að markmiði að aðstoða Grikki. Samkvæmt frönskum embættismanni sem Reuters vitnar í er meiningin að nota þessa áætlun aðeins þegar og ef önnur úrræði þrýtur. Frétt Reuters hér.

Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum

Nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Í haust hefst við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands nýtt MA- og diplómanám í Evrópufræðum, sem kynnt verður á Námskynningu í HÍ næsta fimmtudag, 25. mars  á Háskólatorgi frá kl. 16:00-18:00. Viljum við bjóða þig hjartanlega velkominn að hitta okkur þar.


Maximilian ConradForkröfur fyrir námið
eru BA-próf í einhverri grein (1. einkunn á BA prófi í MA- námið, en einungis BA-próf í diplóma námið). Kennarar koma úr röðum okkar fremstu sérfræðinga, en auk þeirra hefur verið ráðinn til deildarinnar dr. Maximilan Conrad (mynd), ungur og upprennandi  fræðimaður sem hefur sérhæft sig í stofnunum Evrópusambandsins.
 

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þekkingar á sviði Evrópufræða
, hvort sem Ísland kýs að gerast aðili að Evrópusambandinu eða ekki, enda er landið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu og innleiðir þegar umtalsverðan hluta regluverks Evrópusambandsins. Þá er Evrópa stærsta markaðssvæði Íslands. Skilningur á öllu regluverki Evrópusambandsins og umgjörð þess er því brýnt hagsmunamál fyrir Ísland.
 

Meistaranám í Evrópufræðum býr nemendur undir hvers kyns störf sem krefjast fræðilegrar jafnt sem hagnýtrar þekkingar
á Evrópusamrunanum, stofnunum Evrópusambandsins og ákvarðanatöku innan þess, alþjóðasamskiptum almennt og stöðu Íslands bæði almennt í alþjóðasamfélaginu og í Evrópu.  Hér getur verið um að ræða störf í ráðuneytum, stofnunum, sveitarfélögum, fyrirtækjum eða hagsmunasamtökum sem eru í samskiptum eða samstarfi við Evrópusambandið og falið í sér sérfræðiráðgjöf, rannsóknir eða þjónustu.
 

Kennarar
koma úr röðum færustu innlendra fag- og fræðimanna á þessu sviði, en erlendir kennarar eru kallaðir til þegar sérþekking er ekki til staðar hér á landi. Þeir eru sérfræðingar í innviðum, regluverki og ákvarðanatöku Evrópusambandsins, öryggismálum Evrópu og stöðu Íslands í þessu samhengi.
 

Meistaranám í Evrópufræðum
er 120 eininga hagnýtt og fræðilegt tveggja ára nám fyrir alla sem hafa lokið BA- eða BS-námi, með fyrstu einkunn, í einhverri grein.  Diplómanám í Evrópufræðum er hagnýt og fræðileg 30 eininga námsleið á fyrir þá sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein.  


Umsóknarfrestur í MA-nám í Evrópufræðum
til að hefja nám að hausti 2010 er til 15. apríl. Umsóknarfrestur í diplómanámið er til 5. júní.

Kynningarbæklingur á  www.stjornmal.hi.is  Evrópufræði bls. 11-14.    

Nánari upplýsingar fást í síma 525-4573/525-5445
  


Evran í Der Spiegel

EvrurEvran hefur mikið verið til umræðu að undanförnu vegna Grikkja, en vandræði þeirra hafa þó ef til vill minnst með sjálfa Evruna að gera. Stærsta vandamál Grikkja hefur verið þeirra eigin efnahagsstjórn.

Þýska gæðatímaritið Der Spiegel er með á sínu enska vefsvæði mikið af efni um Evruna. Áhugasömum er hér með bent á það og í nýju samtali tveggja þýskra hagfræðinga sýnist sitt hverjum.

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,k-7612,00.html


Jafnvægi og afgangur í sænskum ríkisfjármálum

Skjaldamerki SvíaSamkvæmt spám er búist við að fjárlög sænska ríkisins nái jafnvægi á næsta ári og að á árunum 2011 - 2014 verði afgangur á fjárlögum sem samsvarar um 800 milljörðum ískr. pr. ár. Þetta má batnandi efnahagsaðstæðum að sögn ESV, sem tók saman spá. Þjóðarskuldir Svía árið 2014 eru taldar nema um 25% af landsframleiðslu, sem verður það lægsta síðan 1970.

Heimild


Bjarni Harðar (VG) gegn ritstjóra Fréttablaðsins

Bjarni HarðarsonBjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, núverandi bóksali og verðandi VG-ingur(!) ritar grein um Evrópumál í Fréttablaðið þann 20.mars. Beinist greinin að mestu leiti gegn nýjum ritstjóra blaðsins, Ólafi Þ. Stephensen, en hann er sem kunnugt mikill Evrópusinni og fyrsti formaður Evrópusamtakanna. Greinarkorn þetta er þó alls ekki ritað þess vegna. Það er hinsvegar ritað vegna kyndugra skoðana fyrrum þingmannsins. Í grein sinni segir hann m.a.:

,, Þegar kemur að íslensku hagkerfi eru sveiflurnar óhjákvæmileg afleiðing þess að hér býr fátt fólk á fjarlægri eyju. Mannfæðin ein skapar það að sveiflujöfnunin er ekki sú sama og væri í tveggja milljóna manna hagkerfi eða þaðan af stærra. Þar við bætast sveiflur vegna náttúrulegra breytinga en þær eru þó veigaminni.

Allar hugmyndir um að Ísland geti verið sem fullkominn hluti af stærra hagkerfi og laust undan sveiflum smæðarinnar eru óraunhæfar, þó ekki sé fyrir annað en torleiði hingað og fjarlægðir.

Reynsla ESB-landanna bendir raunar til að landamæri málsvæða og gamalla þjóðlanda hafi einnig gríðarlega mikil áhrif á það að lönd halda áfram að vera sérstakt hagkerfi með sína sértæku sveiflu þrátt fyrir einn gjaldmiðil og samræmt ofvaxið regluverk. Þar talar reynsla Grikkja sínu máli.

Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki.“

Ergo: Sveiflur eru óhjákvæmilegar á Íslandi, Ísland á ekkert erindi í hið alþjóðlega umhverfi! Er Bjarna kannski ekki kunnugt um það gríðarlega tjón sem hagsveiflur,óðaverðbólga og svimandi háir vextir hafa valdið launafólki og fyrirtækjum hér á landi?

Í rauninni lýsir þetta alveg fádæma þröngsýni og skorti á víðsýni! Best er að halda sig við túnfótinn og helst ekki fara lengra en sem nemur aðkeyrslunni!

Og rétt eins og margir aðrir Nei-sinnar kemur Bjarni Harðar með fullyrðingar, sem hann styrkir á engan hátt með dæmum eða heimildum ,, L angt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki.“ Hvaðan hefur Bjarni Harðarson þetta?  Er ekki alveg eins hægt að segja að 20% fyrirtækja í ESB flytji út vörur til tunglsins?

Nei-sinnar eru í raun rökþrota, þeir hafa ekkert ,,plan,“ þeirra lausn er óbreytt ástand, Ísland í lausu lofti í alþjóðakerfinu, á nýrri öld, þar sem þetta sama kerfi stendur fram fyrir miklum áskorunum. Ísland á að vera land á hliðarlínunni!

Grein Bjarna


Ragnhildur um fullveldið og ESB

Fróðleikur á fimmtudegi. 
 
Ragnhildur HelgadóttirEins og nafnið bendir til  eru þetta fundir sem verða á hverjum fimmtudegi og hefjast alltaf kl. 17 í Skipholti 50a þar sem við höfum aðstöðu.
 
Á hverjum fundi er fyrirlesari eða málshefjandi.
 
Á meðfylgjandi slóð eru upplýsingar um fimm fyrstu fundina okkar.

http://www.sterkaraisland.is/blog/2010/03/20/fro%c3%b0leikur-a-fimmtudegi/
Við hvetjum ykkur til þess að sækja þessi fundi til þess að njóta fróðleiks en ekki síður til þess að hittast og spjalla.
 
Fyrsti fundurinn er 25. mars og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en þá fjallar Ragnhildur Helgadóttir prófessor um fullveldi Íslands og aðild að ESB.
Ragnhildur er einn mesti fræðimaður landsins á þessu sviði og er formaður samningshóps Íslands við Evrópusambandið um dóms- og innanríkismál.
Sjáumst á fimmtudaginn.


Evrópusamtökin og
STERKARA ÍSLAND - þjóð meðal þjóða
Skipholti 50a, 105 Reykjavík

sterkaraisland@sterkaraisland.is
www.sterkaraisland.is

BB í Brussel!

Björn BjarnasonBjörn Bjarnason, fyrrverandi dóms og menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, var í Brussel á dögunum. Nei, ekki á vegum ESB, svo það sé alveg á hreinu, heldur NATO. Björn er yfirlýstur andstæðingur ESB. Hann vill meira að segja ganga svo langt að leggja umsóknina á ís, eins og Sviss gerði á sínum tíma. Björn bloggar um þessa ferð sína á vefsíðu sinni og segir m.a um ESB-málið: ,, Brýnt er, að á vettvangi Sjálfstæðisflokksins komi menn sér saman um stefnu i þessu efni, sem taki mið af því, að meirihluti flokksmanna er andvígur aðild að ESB.“

Það er í raun einfalt að segja það sem Björn er að biðja um í einu orði: NEI! Þannig hljómar stefna þeirra Sjálfstæðismanna sem eru á móti aðild. Eða er það ,,kannski-bæði-og-veit-ekki-ef-til vill"?

En sem betur fer eru til aðrir flokksmenn innan Sjálfstæðisflokksins sem líta með ,,víðsýnni“ gleraugum.  Björn er hinsvegar, það við hér á ES-blogginu leyfum okkur að kalla ,,kalda-stríðs-spekúlant,“ og þeir sjá heiminn gjarnan í svart-hvítu, góðu og slæmu og svo framvegis.

Kaninn fór árið 2006 og kemur aldrei aftur. Staða Íslands út frá þeirri staðreynd er í í lausu lofti. Ísland er hinsvegar Evrópuþjóð og hefur gríðarlega mikil efnahagsleg, menningarleg og pólitísk samskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Ísland sleppur ekkert undan Evrópu. Til þess þyrftum við einfaldlega að færa landið á landakortinu og það er bara ekki mögulegt.

En hvaða lausnir hafa Björn og aðrir Nei-sinnar? Það ber ekkert rosalega mikið á þeim! Eru þeir ekki bara að tala um óbreytt ástand? Hafa bara krónuna áfram og láta þetta bara ,,rúlla" einhverveginn! Eða er lausnin tvíhliða viðskiptasamningur við Kína? Myndi það t.d. leysa öll okkar vandamál?

Stækkunarstefna ESB með Timo Summa

Timo_SummaDr. Timo Summa er fyrst sendiherra ESB með aðsetur á Íslandi. Hann hefur starfað innan Evrópusambandsins síðan 1995 og hefur verið framkvæmdastjóri á sviði stækkunarmála síðan 2005.

Starfsferil sinn hóf hann í fræðasamfélaginu en hann er með doktorspróf í hagfræði. Hann starfaði um nokkurra ára skeið sem hagfræðingur á samtökum iðnrekanda í Finnlandi.

Á árunum 2007 til 2008 var hann við fræðastörf hjá Weatherhead Center of International Affairs við Harvard háskóla og gaf í framhaldinu út skýrsluna The European Union´s 5th Enlargement – Lessons Learned.

Hann hefur gefið út fjöldan allan af fræðigreinum og bókum.

Dr. Timo Summa fjallar um stækkunarstefnu ESB og aðildarferli Íslands á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 23. mars kl. 12 í stofu 201 í Árnagarði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband