Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
31.5.2010 | 21:48
Ungir bændur þögnin ein
Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá Samtökum ungra bænda vegna opins bréfs frá stjórn Evrópusamtakanna, sem birt er á vefsíðum okkar.
Hinsvegar liggur nú fyrir að textinn í auglýsingunni er fenginn að láni hjá Nei-samtökum Íslands, Heimssýn, í færslu frá 15.maí s.l. Textinn er því ekki verk ungra bænda.
Kannski ekkert skrýtið hvaðan rangfærslurnar og staðreyndaskekkjurnar koma! En óskiljanlegt er hversvegna ungbændur gera þetta nú. Liggur þeim ekkert annað á hjarta? Er þetta brýnasta hagsmunamál ungra bænda? Ekki staða þeirra sem stéttar, nýliðun í greininni o.sfrv. Magnað!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.5.2010 | 12:52
Gauti Kristmannsson skrifar um óróa og evruna
Gauti Kristmannsson, dósent við H.Í., skrifaði áhugaverða grein í Fréttablaðið um helgina. í henni segir Gauti m.a.:
"Fróðlegt hefur verið að fylgjast með umræðu um Evrópusambandið hér á landi eftir hrunið. Eins og alltaf í þjóðernislegri umræðu hafa rökhugsun og skynsemi orðið að láta undan gífuryrðum og ósannindum. Helsta aðferð andstæðinga hefur verið að benda á hræðileg dæmi um ófarir Evrópubúa í hruninu, eins og ekkert hafi gerst hér á landi. Tekur þó steininn úr þegar leiðari Morgunblaðsins talar um evruna í öndunarvél vegna þess að hún hefur lækkað um að giska 20% miðað við Bandaríkjadal. Vitaskuld hefur ritstjóri Morgunblaðsins ágæta reynslu af hrynjandi gjaldmiðli hafandi haldið um stjórnartauma Seðlabanka Íslands, en undir hans stjórn féll krónan yfir 100% gagnvart evru.
Allur samanburður við Evrópu hefur verið á þessum nótum. Fyrir hrun var mikið talað um atvinnuleysi í Evrópu eins og það væri evrunni að kenna, og að hátt atvinnustig á Íslandi væri krónunni að þakka en ekki innspýtingu erlends lánsfjár. En atvinnuleysi hafði verið viðvarandi í Evrópu um áratugi, alveg frá olíukreppu og ekki síst eftir fall Berlínarmúrsins. Síðan hrundi krónan og það varð "evrópskt" atvinnuleysi hér þrátt fyrir hana. Reyndar töpuðust hlutfallslega miklu fleiri störf hér en það kemur ekki fram í atvinnuleysistölum vegna þess að fjöldi útlendinga flutti af landi brott. Og nú halda menn því fram að krónan sé að "bjarga" Íslendingum þegar hún hefur í raun aðeins lækkað laun okkar flestra umtalsvert og þeir sem hagnast eru fyrirtæki í útflutningi, sægreifar og álfyrirtæki."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
30.5.2010 | 23:07
Opið bréf til Samtaka ungra bænda
Samtök ungra bænda birtu auglýsingar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu föstudaginn 28.maí þar sem varað við "Evrópuher, en sá her er ekki til. Um er að ræða grófa bjögun á staðreyndum.
Auglýsingarnar voru stórar og því dýrar og í þeim eru hlutir sem alls ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum, til dæmis að íslenskir ríkisborgarar geti átt það á hættu að vera kvaddir til herskyldu. Evrópusamtökin fordæma "auglýsingamennsku af þessu tagi.
Bændasamtök Íslands hafa lýst því yfir að þau muni ekki ræða ESB-málið.
Samtök ungra bænda fylgja þeirri stefnumörkun.
Íslenskir bændur búa við mikla ríkisstyrki, en alls fá íslenskir bændur um 10 milljarða á ári beint frá skattgreiðendum. Sjálf Bændasamtökin fengu á fjárlögum 2010 rúmlega 500 milljónir til rekstrarins.
Í ljós þess að bændur vilja ekki ræða ESB-málið og njóta jafnmikils ríkisstuðnings og raun ber vitni (einn sá hæsti í heimi!) hlýtur að vakna sú spurning hvernig að fjármögnun þessara auglýsinga var staðið. Því spyrjum við formann Samtaka ungra bænda, Helga H. Hauksson:
1-Hvaðan kemur það fé, sem þessar auglýsingar voru greiddar með?
2-Hafa Samtök ungra bænda fengið fé frá Bændasamtökum Íslands til að fjármagna auglýsingar sem þessar?
3-Hyggjast samtökin standa fyrir fleiri auglýsingum af þessum toga?
Virðingafyllst,
Stjórn Evrópusamtakanna.
Evrópumál | Breytt 31.5.2010 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 16:55
Baráttukveðjur til Osló!
29.5.2010 | 15:39
Svanborg Sigmarsdóttir: Að detta niður í bullið
"Auglýsingagjörningur" ungra bænda hefur vakið athygli og spurningar. Svanborg Sigmarsdóttir, stingur niður penna á Sterkara Ísland og skrifar um þetta mál.Hún segir m.a:
"Ungir bændur, dyggilega studdir af formanni Heimssýnar, ákváðu í dag að reyna sitt besta til að koma umræðu um Evrópusambandið niður í dýpsta forarpytt. Þegar ekki er hægt að halda uppi umræðu sem byggir á rökum er illt í efni. Þegar fallið er í gryfju bulls og hræðsluáróðurs í stað raka veltir maður því fyrir sér hvort eigi yfir höfuð að taka þátt í slíkri dellu. En lygarnar gera það að verkum að einhverju verður að svara.
Ungir bændur vilja ekki í ESB, því þeir óttast að Evrópusambandið taki upp herskyldu sem skyldi Íslendinga í Evrópuherinn. Þessa hugmynd fá þeir með því að afbaka hugmyndir um þróun sameiginlegu varnarstefnu bandalagsins, en þar má finna hugmyndina um sameiginlegt hraðlið eða Rapid Response Force.
Það fyrsta í bullinu er auðvitað að það sé einhver hugmynd uppi um herskyldu allra Evrópuþjóða. Allar Evrópuþjóðir, utan Íslands, hafa her, en hver þjóð er sjálfvalda um það hvort hún hafi herskyldu og það er jafn líklegt og að Ísland verði stórútflytjandi á bönunum og að þær samþykki allar að taka upp herskyldu, hvað þá sameiginlega herskyldu. Flestir hermenn esb-ríkjanna eru atvinnuhermenn, en hafa ekki verið skyldaðir til þátttöku."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.5.2010 | 12:57
Myndagallerí ungbænda!
Í ljósi umræðunnar um "her-auglýsingu" Samtaka ungra bænda er fróðlegt að skoða myndagallerí heimasíðu ungra bænda.
Þar sést hvað þetta "uppátæki" er gjörsamlega út úr kortinu!
Hér er krækjan:Smellið á hana og kíkið á myndagalleríið til samanburðar.
Og enn stendur eftir spurningin: Eru auglýsingarnar borgaðar af almannafé í gegnum styrki frá Bændasamtökunum? Fróðlegt væri að fá svar frá ungbændum!
Þetta gefur ef til vill tilefni til þess að fjárveitingarvaldið, sem styrkir íslenska bændur um 10 milljarða á á ári og lætur Bændasamtökunum í té um 500 milljonir á ári, skoði betur hvernig þessum peningum sé varið?
Er það virkilega svo að bændur, sem margoft hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki ræða ESB-málið, noti svo opinbert fé í vitleysu eins og þessa?
En þetta er á hreinu: Ungir bændur hafa keyrt illilega útaf, líkt og skriðdrekinn á myndinni sem fylgir þessari færslu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2010 | 22:13
Að vara við her sem ekki er til! Raunverulegt grín!
Samtök ungra bænda hafa eytt hundruðum þúsunda króna í auglýsingar gegn her sem ekki er til! Það gerðu þau í FRBL og MBL í morgun. Þar birtust næstum heilsíðuauglýsingar frá þessum ungu bændasamtökum þar sem varað er við Evrópuhernum!
Af hverju þessi auglýsing kemur núna er ráðgáta. Það er hinsvegar nokkurn veginn á hreinu að hún er greidd af almannafé, þar sem rekstrarfé Samtaka ungra bænda kemur að öllum líkindum frá ríkinu. Varla eru ungir bændur að borga þetta úr eigin vösum, eða?
Bændur nota því sennilega almannafé til þess að birta mynd af amerískum Hummer í Írak (eða Ísrael, sjá pálmatrén i auglýsingunni), til þess að vara við Evrópskum her, sem er ekki til og ekki er nein von til að verði stofnaður á komandi árum. Meðal annars vegna andstöðu margra aðildarríkja!
Í frétt RÚV kemur fram í viðtali við Helga H. Hauksson, formann ungbænda: ,,Í samtali við fréttastofu segir Helgi þetta vera einn af þeim fylgifiskum Evrópusambandsins sem að Íslendingar munu koma til með að þurfa að taka fyrir í aðildarferlinu.
Herinn hafi þó enn ekki verið stofnaður og ekkert komið fram um herskyldu aðildarríkja."
,,...fylgifiskum Evrópusambandsins sem að Íslendingum munu koma til með að þurfa að taka fyrir í aðildarferlinu."
Halló!Hvað á Helgi eiginlega við? Að íslendingar þurfi að ræða við ESB um her sem er ekki til? Þetta er raunverulegt grín!
Evrópusamtökin velta einnig fyrir sér orðalagi fréttamanns RÚV, sem í texta sínum talar um "væntanlegan Evrópusambandsher". Fyrirgefið, en það er enginn ESB-her væntanlegur!
Jörð kallar Helga H. Hauksson!! Snúa sér að landbúnaði, takk!
Að lokum er hér svo bútur úr fréttabréfi Evrópusamtakanna frá því í dag:
...,,..eins og flestir hafa tekið eftir birtu samtök Ungra Bænda stóra auglýsingu í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun um svokallaðan Evrópuher... Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa. Komið hefur verið á laggirnar hraðsveitum skipaðar hermönnum úr herjum aðildarlandanna til að stilla til friðar á átakasvæðum en hverju aðildarlandi er það sjálfvald sett hvort þeir senda sína hermenn í þessar sveitir.
Við vísum á ummæli Alison Bailes, kennara við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, þar að lútandi á opnum fundi hjá Alþjóðamálastofnun HÍ í vetur. Alison er einn helsti sérfræðingur í Evrópu á sviði friðarrannsókna og var meðal annars framkvæmdastjóri SIPRI, sænsku friðarrannsóknar-stofnunarinnar."
(Leturbreyting: ES-blogg)
.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
28.5.2010 | 16:14
Svíþjóð: Meiri hagvöxtur en reiknað var með
Hagvöxtur í Svíþjóð var 3% á fyrsta ársfjórðungi ársins og er það mun meira heldur en menn áttu von á. Þetta kemur mönnum þægilega á óvart. Aukin einkaneysla og útflutningur eru helstu skýringar á þessu aukna hagvexti. Til dæmis jókst sala á nýjum bílum um 45% á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Þessi aukni hagvöxtur er talinn gefa tilefni til hækkunar vaxta í Svíþjóð í sumar, að mati greiningaraðila.
Frétt SR um málið.
28.5.2010 | 09:08
Ungir bændur á lágu plani! Rangfærslur og hræðsluáróður!
Samtök ungra bænda voru stofnuð voru stofnuð síðastliðinn vetur. Afstaða ríkisstyrktra bænda á Íslandi gagnvart ESB er kunn: Bændur vilja ekki í ESB og þeir taka þá ,,lýðræðislegu afstöðu að vilja ekki einu sinni ræða málið.
Nú hafa þessi samtök ungra bænda bæst í þann hóp og framlag þeirra er eins ómálefnalegt og hægt er að hugsa sér.
Samtökin birta í dag í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu stórar (og dýrar) auglýsingar þar sem í fyrirsögn segir: ,,Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn
Í fyrsta lagi að þá er ekki neinn Evrópusambandsher til, eins og er gefið í skyn í auglýsingunni. Hún er því í hæsta máta villandi. Það hefur ENGIN ákvörðun verið tekin um stofnun Evrópuhers!
Það er langt í það að slíkur her verði myndaður og andstaða við slíkt í mörgum löndum. Írland er t.d. hlutlaust og verður aldrei með í slíkum her. Þetta vita kannski ungir bændur, en kjósa þá að setja málið fram með öðrum hætti!
Í öðru lagi:Ef af aðild yrði myndu Íslendingar örugglega vera á móti slíkum her, þar sem landið hefur verið hlutlaust í báðu heimsstyrjöldunum.
Í Lissabon-sáttmálanum er kveðið á um heimildir aðildarríkja ESB til að taka þátt í friðarskapandi aðgerðum og fleira (greinar 42-46). Þær eru byggðar á samþykktum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og fara eftir viðmiðum þeirra. Kynnið ykkur þetta, ungu bændur!
Svo er það kostnaðurinn, því ekki eru auglýsingar sem þessar ókeypis og varla eru Samtök ungra bænda fjársterk samtök. Hver borgar þessa ómálefnalegu vitleysu sem þessar auglýsingar eru?
Og eru Samtök ungra bænda með þessum auglýsingum að gefa tóninn í máli sem þau vilja ekki ræða?
Hverskonar endemis vitleysa er þetta!
Það væri nær fyrir Samtök ungra bænda að snúa sér og eyða peningunum í að reyna að stuðla að málefnalegri umræðu um bága stöðu íslensku íslenskra bænda, sem fá 10.000 milljónir íslenskra króna á ári í stuðning úr vösum og veskjum íslenskra skattborgara.
Í framhaldi af þessu má einfaldlega spyrja hvort þessar auglýsingar séu greiddar með almannafé?
Með þessu fara Samtök ungra bænda með ESB-umræðuna niður á áður óþekkt plan!
Þetta er falsáróður og þá er það bara spurningin hvort þetta sé það sem koma skal frá þessum ungu samtökum, eða eiga þau eftir að þroskast?
Yfirlýsing: Evrópusamtökin harma ómálefnalega umræðu sem þessa. Samband Íslands við Evrópu og umheiminn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægur málaflokkur og einmitt nú, í kjölfar efnahags og gjaldmiðilshruns á Íslandi.
Mjög mikilvægt er að umræða um málefni ESB sé málefnaleg og byggð á staðreyndum, en ekki rangfærslum og hræðsluáróðri.
Evrópusamtökin skora á Samtök ungra bænda að hafa það að leiðarljósi, vilji þeir á annað borð taka þátt í umræðunni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.5.2010 | 19:53
Aðildarumsókn Íslands: Að öllum líkindum sett á dagskrá ráðherrafundarins með viku fyrirvara
Aðildarumsókn Íslands að ESB, verður að öllum líkindum sett inn á dagskrá leiðtogafundar ESB, viku fyrir sjálfan fundinn. Þetta kom fram í upplýsingum sem Evrópusamtökin öfluðu sér í Brussel í dag.
Nokkur umræða hefur spunnist um dagsetningu fundarins, sem er 17.júní, þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. Að fundurinn sé á þessum degi er hinsvegar alger tilviljun, enda eru fundir sem þessir skipulagðir með að minnsta kosti 18 mánaða fyrirvara, að sögn heimildarmanns Evrópusamtakanna.
Ekki er ár liðið frá því að Ísland lagði inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir