Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Morgunblaðið spyrðir Icesave við ESB - Línan lögð!

Frá HollandiÞað er athyglisverð fréttin og vinklun Morgunblaðsins um ESB og Icesave í gær. Svo virðist vera sem MBL sé búið að ákveða línu: Icesave og ESB eru tengd mál og að nú sé þetta deila á milli ALLRA ESB-ríkjanna og Íslands. Í fréttinni segir m.a :

“Hollenskir embættismenn innan Evrópusambandsins telja sig hafa fullvissu fyrir því að Icesave-deilan sé ekki lengur milliríkjadeila á milli Íslands annars vegar og Hollands og Bretlands hins vegar heldur deila á milli Íslands og ESB-ríkjanna 27, að því er blaðamaður EU Observer greinir frá.

Morgunblaðið ræddi við Leigh Phillips, blaðamann EU Observer, fyrir stundu undir lok vinnudags í Brussel.

Phillips fjallar um umsókn Íslendinga í grein á vef EU Observer sem er endurbirt á vef Business Week en á síðara staðnum er fyrirsögnin á þá leið að það sé á brattann að sækja fyrir Íslendinga í inngönguferlinu.

Aðspurður um fyrirsögnina tekur Phillips fram að hún sé frá öðrum komin. Hitt sé annað mál að hátt settir embættismenn hafi staðfest í samtölum við hann að José Manuel Barroso, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins, hafi nýlega lýst yfir áhyggjum af því hversu klofin íslenska þjóðin væri gagnvart aðildarumsókninni.

Phillips hafi lesið þetta út úr ummælum Barroso - þar sem hann sagði ESB tilbúið að hefja aðildarviðræður við Ísland ef Íslendingar vildu ganga í sambandið - og fengið það staðfest í samtölum við embættismenn sem vilji ekki koma fram undir nafni."

Þetta er mikil ,,kremlarlógía,” spekúleringar,túlkanir og leyndó, vægast sagt!

Fyrirsög MBL-fréttarinar er einnig athyglisverð: Eining ESB í Icesave-deilunni

Mogginn klikkar ekki!! Nú skal ESB og Icesave kyrfilega spyrt saman! Allt ESB á móti okkur!

Vonda fólkið í Evrópu gegn Íslendingum! Og landsfundur Sjálfstæðisflokksins nálgast.

(Leturbreytingar í tilvitnun: ES-blogg)


Ályktun stjórnar Sjálfstæðra Evrópumanna 18. júní 2010

Sjálfstæðir Evrópumenn hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna lýsir ánægu sinni með að leiðtogafundur Evrópusambandsins hefur samþykkt að taka upp formlegar aðildarviðræður við Ísland. Næsta skref af Íslands hálfu er að undirbúa samningsmarkmið þar sem hagsmuna Íslands verður gætt til hins ýtrasta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi í baráttunni fyrir frjálsum viðskiptum milli ríkja og foringjar flokksins lagt grunn að þeirri stefnu þjóðarinnar að eiga náið samstarf við vestrænar vinaþjóðir. Það hefur verið gæfa þjóðarinnar að eiga á örlagastundum foringja sem óhræddir leiddu íslensku þjóðina til alþjóðasamstarfs sem jafningja annarra þjóða.

Þegar efnahaglegir erfiðleikar þjaka heimsbyggðina kennir sagan okkur að hættan á sundrungu þjóða á milli er meiri en ella. Þá skiptir miklu máli að til sé bandalag sem hefur afl og vilja til þess að standa vörð um frelsi, mannréttindi, jafnrétti, frið og efnahagslegan stöðugleika. Ísland hefur ætíð skipað sér í sveit með þeim þjóðum sem styðja þessar grundvallarhugsjónir.

Á næstu mánuðum er mikilvægt að allir Íslendingar sameinist um að styðja samninganefnd Íslands til þess að ná sem allra bestum árangri. Þar reynir á foringja ábyrgra stjórnmálaflokka sem hafa ætíð gætt þess að Ísland einangrist ekki, en taki virkan þátt í að skapa farsælt umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Sjálfstæðisflokkurinn ber þar mesta ábyrgð, en hann leiddi þjóðina inn í NATO, EFTA og Evrópska efnahagssvæðið. Sagan sannar að allt voru þetta gæfuspor fyrir þjóðina.

Þeir sem staðið hafa á móti inngöngu Íslands í  þessi alþjóðasamtök hafa ætíð beitt hræðsluáróðri sem átti ekki við rök að styðjast, til dæmis um að landið tapaði sjálfstæði. Þvert á móti hefur þátttaka Íslands  tryggt að rödd okkar hefur heyrst á alþjóðavettvangi. Andstæðingar þess að stíga þessi spor á sínum tíma njóta virðingar í samræmi við dóm sögunnar.

Í viðræðunum sem hafnar verða á næstu mánuðum er mikilvægt að haldið verði vel á málum varðandi sjávarútvegsstefnuna, en ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir langstærsta útvegsþjóðin í sambandinu og leiðandi á því sviði. Jafnframt er mikilvægt þegar landbúnaðarstefnan er rædd að tekið verði mið af Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, en Íslendingar eru bundnir af þeim niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

Það er ánægjulegt að nú skuli þetta skref tekið í átt að því að Íslendingar geti orðið fullgildir þátttakendur í samstarfi tæplega þrjátíu fullvalda þjóða og verði þannig í framtíðinni þjóð meðal þjóða.


FRBL: Látum staðreyndir ráða umræðunni

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara blaðsins í dag. Hann ræðir þar ESB málið undir fyrirsögninni: UMRÆÐA Á GRUNNI STAÐREYNDA. Ólafur segir m.a.:

"Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda.

Fólk getur þá rætt málið út frá því hvað sett er fram við samningaborðið, af hálfu ESB og Íslands, en ekki með hliðsjón af ágizkunum, tröllasögum eða bábiljum á borð við þær að ESB-aðild hafi herskyldu í för með sér eða að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum. Þá verður sömuleiðis hægt að halda sig við það sem ESB-ríkin setja fram sameiginlega og forðast andlegt uppnám eins og það sem varð í lok þinghaldsins í fyrradag, þegar alþingismenn fengu skyndilega miklar áhyggjur af þekktri afstöðu Þjóðverja í hvalveiðimálum.

Evrópusambandið hefur marga galla og marga kosti. Nú hefst smíði aðildarsamnings, sem mun vafalaust innihalda hvort tveggja. Á grundvelli hans mun þjóðin svo gera upp hug sinn, að einhverjum árum liðnum. Ekki er hægt að segja til um það í dag hver verður þá niðurstaðan. Rétt er að hafa í huga að reynslan sýnir að afgerandi málamiðlanir, sem snúa að grundvallarhagsmunum ríkja sem sækja um aðild að ESB, eru yfirleitt ekki gerðar fyrr en á lokaspretti samningaviðræðna."

Allur leiðarinn

 


Sterkara Ísland: Fagnar ákvörðun um opnun viðræðna

Samtökin Sterkara Ísland hafa sent frá yfirlýsingu vegna ákvörðunar ESB í gær um að opna formlega á aðildarviðræður við milli sambandsins og Íslands:

Sterkara Ísland!"Sterkara Ísland – félag Evrópusinna á Íslandi fagnar ákvörðun leiðtogaráðs Evrópusambandsins að samþykkja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.  Nú í fyrsta sinn munu Íslendingar allir eiga þess kost að taka upplýsta ákvörðun um framtíðarsamstarf Íslands við Evrópusambandsríkin. Það er því táknrænt að þessi ákvörðun skuli vera tekin einmitt á þjóðhátíðardaginn.

 

Allt frá stofnun Sterkara Íslands hefur félagið lagt áherslu á forðast gífuryrði og hræðsluáróður. Við munu áfram leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að hér á landi geti skapast upplýsandi og heiðarleg umræða um kosti og galla þess að Ísland gangi í ESB.  Við teljum það sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja að sem besti samningur náist fyrir land og þjóð.

 

Til að stuðla að því að hér skapist upplýsandi og heiðarleg umræða um kosti og galla þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, skorum við á yfirlýst samtök andstæðinga Evrópusambandsaðildar að lýsa því opinberlega yfir að þau heiti því að veita réttar upplýsingar þegar kostir og gallar sambandsins eru dregnir fram og að stuðla að því að hræðsluáróðri og staðreyndavillum sé ekki beitt til að villa fólki sýn.

 

Þjóðin á skilið þá virðingu að hér verði skapað umhverfi fyrir gagnlega og góða umræðu um kosti og galla aðildar svo þjóðin hafi tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um hvort aðild að ESB sé besti kosturinn fyrir land og þjóð."

 


Össur: Heilladagur fyrir Ísland

MBL.is birti nú í kvöld fyrstu viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra við tíðindum dagsins. Hann segir daginn vera heilladag fyrir Ísland.

Össur segir m.a.:

Össur Skarphéðinsson"Ég er einkar glaður. Ég tel að þetta sé mikill heilladagur fyrir Ísland vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að umsókn og aðild að Evrópusambandinu sé burðarás í uppbyggingu hins nýja Íslands.

Ég er sannfærður um að þetta muni færa okkur gæfu og farsæld og ég horfi á það að Evrópusambandinu hefur þrátt fyrir allt tekist að tryggja sínum ríkjum trausta efnahagslega umgjörð með þokkalegum, varanlegum hagvexti, lágum vöxtum og lágri verðbólgu. Ég er þeirrar skoðunar að það muni verða mjög erfitt fyrir okkur að byggja Ísland upp á grundvelli gömlu krónunnar.

Ég tel að fyrir okkur séu valkostirnir þeir að fara inn í framtíðina með krónu í gjaldeyrishöftum annars vegar og hins vegar evru með lágum vöxtum og lágri verðbólgu og stöðugleika.

Þetta eru valkostirnir fyrir mér. Dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að hann er stórt skref í að framfylgja samþykkt Alþingis um að fara í samningaviðræður við Evrópusambandið, gera samning og leggja hann fyrir þjóðina. Þetta er mikilvægur áfangi í því.“

Öll frétt MBL


Eistland tekur upp Evru um áramótin

EvraFjöldamörg mál voru á dagskrá leiðtogafundar ESB í dag. Þar fékk Eistland einnig grænt ljós að taka upp Evruna um næstu áramót. Forseti landsins, Toomas Ilves,  var hér í heimsókn um daginn, en hann býst við að bein hagvaxtaraukning við upptöku Evrunnar verði um 1%.

Frétt um Evru-upptöku Eistlands


Viðbrögð við ákvörðun ESB: Innanlands-erlendis

ESBHér eru nokkur "viðbrögð" við ákvörðun leiðtogaráðs ESB, hér innanlands

Vísir

"Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Með ákvörðuninni færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu."

MBL

"Með ákvörðun leiðtogaráðsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að Evrópusambandinu færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu."

RÚV

"Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er formaður samninganefndar Íslands. Hann segir næstu skref í málinu liggja fyrir - Evrópusambandið þurfi að draga upp viðræðuramma og síðan verði haldinn fundur á ráðherrastigi, þar sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fari til Brussel og hitti utanríkisráðherra Belga, en þeir verði í formennsku næsta hálfa árið, frá og með 1. júlí næstkomandi. Á þeim fundi verði viðræðunum ýtt úr vör, en ekki liggi fyrir hvenær fundurinn verði. Þó væntir hann þess að hann verði á næstu vikum. Þá á hann von á því að viðræður geti hafist snemma í haust.

Stefán segir útilokað að segja til um hversu langan tíma viðræðurnar taki.  Menn muni taka sér þann tíma sem þeir þurfi, en stærstu málin verði landbúnaðar-,  sjávarútvegs- og byggðamál, auk nokkurra annarra mála. Á fundinum í Brussel í dag, hvöttu leiðtogarnir til þess að Icesave-deilan yrði leidd til lykta sem  fyrst."

Eyjan:

"Ísland verður að uppfylla ýmis ákvæði hins innri fjármálamarkaðar Evrópu, ætli ríkið sér að verða aðili að Evrópusambandinu. Þetta kom fram á fréttamannafundi leiðtoga ESB í Brussel nú fyrir kvöldið, en einsog fram hefur komið á Eyjunni þá samþykkti leiðtogaráð ESB í dag að hefja viðræður við Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu.

Þetta þýðir í raun að Ísland verður ekki aðili að ESB nema Icesave-deilan við Breta og Hollendinga verði til lykta leidd. Hinsvegar er talsverður tími til stefnu í því efni, því búist er við að aðildarviðræður hefjst ekki fyrr en í október og taki minnst 12-18 mánuði."

Erlendis:

Euractive

EuObserver

Financial Times

Google News

 


Fréttatilkynning frá Utanríkisráðuneytinu

Leiðtogaráð ESB samþykkir að hefja viðræður við Ísland

17.6.2010

ISESBLeiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.    

Í niðurstöðum leiðtogafundar ESB í dag kemur meðal annars skýrt fram að Ísland uppfylli hin pólitísku skilyrði aðildar sem sett voru fram í ályktun leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn árið 1993. Einnig kemur fram að viðræður muni miða að því með hvaða hætti Ísland taki upp regluverk Evrópusambandsins, uppfylli fyrirliggjandi skuldbindingar skv. ábendingum ESA og í samræmi við EES-samninginn, og bregðist við athugasemdum sem gerðar voru í áliti framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið fagnar staðfestu íslenskra stjórnvalda í því tilliti og tekur fram að viðræðuferlið muni byggjast á eigin verðleikum Íslands sem umsóknarríkis og að framvinda viðræðna fari eftir því hvernig Íslandi tekst að mæta þeim skilyrðum sem sett verða í samningsrammanum. 

Með ákvörðun leiðtogaráðsins færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum.

Að henni lokinni hefst svokölluð rýnivinna þar sem löggjöf Íslands og löggjöf ESB verður borin saman í því skyni að finna út hvar ber á milli og hvað þarf að semja um.  Þegar rýnivinnu er lokið, þegar líður á næsta ár, hefjast svo eiginlegar viðræður. Í samræmi við lýðræðislega ákvörðun meirihluta Alþingis um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB, mun aðildarsamningur við ESB verða borinn undir íslensku þjóðina.

Samninganefnd Íslands mun halda áfram undirbúningi fyrirhugaðra aðildarviðræðna í nánu samráði við Alþingi og hina fjölmörgu hagsmunaðila og félagasamtök sem koma að umsóknarferlinu hér innanlands. Auk undirbúnings rýnivinnu mun samninganefndin og þeir 10 samningahópar sem starfa undir henni vinna að mótun samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum. Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu.


Fréttatilkynning ESB um opnun aðildarviðræðna við Ísland

Birtum hér í heild sinni fréttatilkynningu ESB um opnun aðildarviðræðna við Ísland:

Commission welcomes European Council's decision to open accession negotiations with Iceland

A decisive step in Iceland's bid to join the EU has been taken today with the decision by the European Council to open accession negotiations with the country, which applied for EU membership in July 2009. The Council's decision follows the European Commission's Opinion of February 2010 recommending the opening of accession negotiations. On the basis of the Commission opinion, EU Member States concluded unanimously that Iceland meets the political criteria for membership but that it will have to address existing obligations under the EEA, and areas of weakness, including financial services, during accession negotiations.

European Commission President José Manuel Barroso stated: ”I want to express my satisfaction with the fact that the European Commission’s opinion on Iceland’s request for membership of the European Union has been very much welcomed by the European Council.”

Enlargement and European Neighbourhood Policy Commissioner Stefan Füle said: "The Commission remains supportive of Iceland's aspiration to join the European Union. The Council decision clearly underlines the fact that Iceland has a place in the European Union. I am certain that Iceland will continue to undertake all necessary efforts to ensure a positive outcome of the accession negotiations."

The decision to open accession negotiations with Iceland was taken at the highest European level, the meeting of EU heads of state and government. According to the Treaty on European Union, the Council has to act unanimously on any application for EU membership, thereby creating the legal basis for negotiations. In its conclusions, the European Council confirms the Commission's statement that Iceland meets the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993. It also highlights again the country's need to make serious efforts to align with EU law in specific areas identified by the Opinion. In this regard, the Council draws attention in particular to Iceland's existing obligations under the European Economic Area Agreement as identified by the European Free Trade Area Surveillance Authority.

As the next step prior to the opening of negotiations, the Commission will prepare a Negotiating Framework which lays down the general guidelines for the accession negotiations and indicates the reforms Iceland must undertake to join the EU. Negotiations are aimed at the full adoption, implementation and enforcement of the body of EU law, the acquis. As with all candidates, negotiations are based on the country's own merits, and their pace will depend on Iceland’s progress in meeting the requirements set out in the Negotiating Framework. The Commission will provide all necessary technical support to facilitate the process of negotiations between Iceland and the EU Member States.


MBL-Ákveðið að opna fyrir viðræður

IS-ESB-2MBL.is skýrði frá því fyrir skömmu að leiðtogar ESB hefðu tekið ákvörðun um að opna fyrir aðildarviðræður ESB og Íslands.

Frétt MBL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband