Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
23.6.2010 | 21:45
Guðmundur Gunnarsson um Evrópuumræðuna
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar góða grein um Evrópuumræðuna á svæðið sitt á eyjan.is í dag. Þar segir hann meðal annars:
,,Það tíðkast að búa til allskonar gróusögur um herskyldu, að fiskimiðin fyllist af útlendum togurum og þjóðin farist úr matareitrun. Þó svo tugir þúsunda Íslendinga ferðist þangað árlega og nærist og komist heim lifandi.
Icesave-málið ber ætíð á góma þegar aðild er rædd. Það liggur fyrir að íslenskt efnahagslíf mun ekki ná sér af stað án þess að Icesave-deilan leysist, það er algjörlega óháð hugsanlegri ESB-aðild. En þeir sem eru andstæðir ESB nýta sér þennan hnút til þess að afvegaleiða umræðuna.
Einnig er vinsæl klisja hjá þessum einstaklingum, að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki og allt sem íslenskt er. Á sama tíma eru íslensk útgerðarfyrirtæki að fjárfesta í útgerðum innan ESB. ESB á engar auðlindir. Danir og Bretar eiga t.d. sínar gas- og olíulindir í Norðursjó. Finnar eiga sín skóglendi og þannig mætti lengi telja. Það háir íslensku atvinnulífi og bankastarfsemi hversu ófúsir erlendir fjárfestar eru að koma hingað með fjármuni, sama þó við bjóðum upp á vildarkjör í sköttum og raforkuverði."
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á þessari slóð:
http://gudmundur.eyjan.is/
(Mynd: DV)
22.6.2010 | 19:46
Össur: Cameron misskilur Icesave
Hinn nýi leiðtogi Breta, David Cameron segist ætla að nota aðildarviðræður Íslands og ESB sem verkfæri til þess að láta Íslendinga borga. En hafa Íslendingar ekki sagst ætla að borga?
Össur Skarphéðinsson svaraði Cameron í dag og á vef RÚV er að finna frétt um málið. Þar segir m.a.:
"Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir margítrekað af forystu Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn þess að engin tenging sé milli Icesave og aðildarviðræðnanna. Hann gagnrýnir breska forsætisráðherrann fyrir að gefa sér ekki tíma til að semja um Icesave og telur að hann eigi eftir að sjá Breta beita sér gegn aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Cameron misskilji málið alvarlega telji hann að Íslendingar ætli ekki að borga."
22.6.2010 | 19:33
Hefði ekki viljað vera utan Evrusvæðisins
Einn æðsti stjórnandi samtaka írskra atvinnurekenda, David Croughan, var staddur hér fyrir skömmu. Í frétt sem birtist á Stöð 2 sagði hann m.a. að hann hefði ekki vilja vera utan Evrusvæðisins þegar fjármálahremmingar undanfarinna missera skullu á Írlandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010 | 11:44
Einar Benediktsson: Merk tímamót
Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB málið og þau tímamót sem Ísland stendur á um þessar mundir. Einar skrifar:
"Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðildarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB.
Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu."
21.6.2010 | 23:34
Medvedev og Evran
Við ræddum um það hér um daginn að Styrmir og Björn á Evrópuvaktinni væru að nota efni frá norskum kommúnistum á vef sínum. Okkur fannst þetta áhugavert. Önnur skondin frétt birtist þar hjá S&B fyrir skömmu, en hún snerist um það að Medvedev, Rússlandsforseti, efaðist um Evruna! Það er öllu tjaldað til!
Medvedev sló reyndar í og úr í þessari frétt. Svo var haft eftir honum: Velgengni Rússa byggist að verulegu leyti á því hvernig gengur á meginlandi Evrópu. Við erum ekki aðilar að Evrópusambandinu en við erum Evrópuþjóð.
Þetta á við um fleiri þjóðir en Rússa. Öflug Evrópa er ekki bara góð fyrir Rússa, heldur allan heiminn!
Ps. Gengi Evrunnar hefur verið stöðugt undanfarna daga og hér til gamans er 10 ára gengi Evrunnar.
Ps-2: Það er eitthvað að myndakerfinu hjá Birni og Styrmi, svakalega margar myndir úr fókus!
21.6.2010 | 23:05
Vangaveltur Sjálfstæðismanns
Guðbjörn Guðbjörnsson, Eyjubloggari og Sjálfstæðismaður bloggar í nýlegri færslu um þróun mála í flokknum. Hún er honum ekki að skapi og veltir Guðbjörn m.a. fyrir sér hvernig nýr frjálslyndur hægriflokkur gæti mögulega litið út:
"Sjálfstæðisflokkurinn er núna með 25% fylgi og var einu sinni með um 35 40% fylgi. Þetta þýðir að 10 15% kjósenda hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru næstum jafn margir kjósendur og Framsóknarflokkurinn er með. Flestir eru sammála um að 20 25% núverandi sjálfstæðismanna séu ESB-sinnar. Yfirgæfi þetta fólk flokkinn líkt og þjóðernissinnar innan Sjálfstæðisflokksins vilja væri Sjálfstæðisflokkurinn með um 17-18% fylgi.
Markhópur nýs miðju hægri flokks, sem myndi aðhyllast ESB aðild, væri því við fyrstu sýn líklega um 20-25%. Líkt og flestir hafa tekið eftir er mikil óánægja meðal frjálslyndra innan Framsóknarflokksins um þessar mundir, ekki síst eftir að formaður þingflokksins ákvað að styðja þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Ekki hefur heldur farið á milli mála að nokkur hluti hægri krata er óánægður innan Samfylkingar og þessi óánægja hefur aukist eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum og hefur ekki skilað þjóðinni neinu markverðu undanfarna 18 mánuði."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
21.6.2010 | 22:35
Tveir þéttir pennar í Fréttablaðinu
Tveir góðir stings niður penna í Fréttablaðinu í dag, en þetta eru þeir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur (mynd).
Kíkjum á hvað þeir eru að skrifa:
Guðmundur Andri skrifar:
"Efnahagshrunið varð ekki út af reiði Davíðs eða þýlyndi Geirs, ágirnd útrásarvitfirringa, fláttskap framsóknarforkólfa eða læpuskap Samfylkingarinnar. Það varð ekki vegna skapgerðarbresta ráðamanna. Ekki bara að minnsta kosti, en við munum alltaf hafa skammsýna ráðamenn, ágjarna kaupsýslumenn og hrokafulla bankamenn meðal okkar: hrunið varð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust hjá þessu þjóðarkríli í gættinni að ESB. Og lærdómurinn: Við þurfum að komast af sérleiðunum á sjálfa þjóðbraut viðskiptanna. Hugmyndin um Ísland sem efnahagslegt eyland sem spilar til skiptis á Kanann og Kínverjann er stórhættuleg. Ísendingar eru ekki klóka sérleiðaþjóðin og þar með þrotlaust umhugsunarefni öðrum þjóðum. Við þurfum umgjörð um efnahagslífið. Við þurfum skjól.
Og í útlöndum er einmitt skjól."
Bergur Ebbi (úr Sprengjuhöllinni) skrifar:
"Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu."
Og síðar skrifar Bergur Ebbi:
"Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar sérstöku aðferðirnar" sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa."
19.6.2010 | 15:40
Egill hittir naglann!
Egill Helgason hittir naglann á höfuðið í færslu sinni í dag, er hann segir:
"Það er mikið talað um tengsl ESB umsóknar og Icesave.
Staðreyndin er samt sú að Icesave þarf að ljúka hvort sem horft er til ESB eða ekki. Icesave fer ekkert.
Líklega mun aftur verða reynt að finna lausn á málinu í síðla sumars eða í haust."
19.6.2010 | 11:45
Nýr kafli í utanríkismálum Íslands
Stjórnmálafræðingurinn Gunnar H. Ársælsson, hefur sent Evrópusamtökunum þessa grein, sem hér fer á eftir:
Nýtt upphaf
Nú er hafinn nýr kafli í ESB-málinu og í raun nýr kafli í sögu íslenskra utanríkismála. Af því tilefni er er kannski ástæða til þess að glöggva sig á því hvað það er í raun og veru það sem þetta mál snýst um.
Það sem er einkennandi fyrir málefni sem varða ESB, er að þau ganga þvert á allar flokkslínur og skipa fólki í fylkingar. Þær eru gjarnan kenndar við já eða nei. Þeir sem segja já vilja aðild og þeir sem segja nei vilja ekki aðild.
Inn í málið blandast á tilfinningalegan máta hugtök eins og fullveldi og sjálfsákvörðunarréttur. Við Íslendingar höfum haft slíkan rétt í raun frá 1904, er við fengum okkar fyrsta ráðherra, Hannes Hafstein. Þá fengu Íslendingar sjálfir að ráða sínum málum.
Fullveldið kom 1918, eftir ógurlegar hamfarir fyrri heimsstyrjaldar í Evrópu og sjálfstæðið 1944, þegar önnur heimsstyrjöldin geisaði af fullum krafti um í Asíu og Evrópu.
HIN FULLVALDA FJÖLSKYLDA
Hvað hugtakið fullveldi merkir geta menn (og hafa) deilt um, en kjarninn í því er ef til vill sá að þjóð taki sínar ákvarðanir sjálf án íhlutunar utanaðkomandi aðila. Og ráði yfir ákveðnu landssvæði og sé t.d. með ríkisstjórn eða leiðtoga.
Við Íslendingar skilgreinum okkur á stundum sem eina fjöldkyldu. Ef tekið sé einfalt dæmi af fjölskyldu, þá myndi sú fjölskylda t.d. ákveða að fara erlendis í sumarfrí og það myndi engin annar skipta sér af þeirri ákvörðun. Þessi fjölskylda er því í raun fullvalda, enginn getur skipt sér af ákvörðun hennar. En hún getur t.d. valið ömurlegan stað, lent í allskyns vandræðum, verið rænd þar o.s.frv. Þá stæði fjölskyldan ein.
En nú ákveður fjölskyldan að gerast aðili að ferðafélagi, með öðrum fjölskyldum. Hún getur því ekki ákveðið upp á eigin spýtur hvert skal halda, heldur verður að gera það í sameiningu með hinum fjölskyldunum. Er þá þessi fjölskylda ennþá fullvalda, eða hefur hún tapað fullveldinu?
Í flestum tilfellum myndu fjölsklyldurnar ná sameiginlegri niðurstöðu, sem sennilega yrði sátt um. Á móti því að vera ein, en fullvalda, hefur fjölskyldan nú ráðstafað fullveldi sínu með öðrum. Það hefur ákveðna kosti, getur t.d. verið skemmtilegra að vera með fleirum og veitt meira öryggi ef eitthvað bjátar á. Fleira mætti tína til, en ég læt lesendum það eftir að finna hliðstæður.
ANDSTÆÐAR FYLKINGAR ANDSTÆÐ SÝN
Þær fylkingar sem deila um ESB-aðild hafa ákveðin einkenni. Nei-sinnar eru oftar en ekki einhverskonar þjóðernisíhaldsmenn og stefnu þeirra mætti því kalla ,,þjóðernisíhaldshyggju. Að þeirra mati á Ísland að standa eitt og sér, sem fullvalda ,,fjölskylda og að þeirra mati er fullveldið ,,fasti sem má ekki hagga.
Já-sinnar aðhyllast hinsvegar alþjóðahyggju og samstarf við aðrar þjóðir. Kalla mætti því stefnu Já-sinna ,,alþjóðasamvinnuhyggju. Þessi hópur er því á þeirri skoðun að lausnir fáist fram í samvinnu og samstarfi við aðrar ,,fjölskyldur. Þar hefði fjölskyldan enn áhrif, en þyrfti að taka tillit til annarra og skoðana þeirra.
ÁSKORANIR FRAMTÍÐAR HVAR ÆTLUM VIÐ AÐ VERA?
Athyglisvert er að skoða í framhaldi af þessu hvor leiðin sé farsælli þegar horft er til framtíðar. Þá er kannski gott að reyna að setja fram nokkra punkta um framtíðina, því við vitum að mörgu leyti megindrætti. Ljóst er að 21. öldin kemur til með að snúast mikið um loftslags og umhverfismál. Þessi mál eru mjög mikilvæg fyrir okkur Íslendinga.
Efnahagslegar breytingar undanfarinna áratuga, t.d. með innkomu Kína inn í hið kapítalíska hagkerfi, hafa haft miklar breytingar í för með sér og það mun ekki breytast. Þróun mála þar í landi hefur áhrif á efnahagskerfi heimsins, í víðum skilningi. Kínverjar láta sig Ísland einnig skipta, eins og fréttir síðustu daga hafa sýnt. Indland er einnig vaxandi risi. Þá hefur Evrópa einnig tekið stakkaskiptum með hruni kommúnismans í lok áttunda áratugar síðustu aldar. Heimsmyndin hefur því gjörbreyst.
Hvað getur þetta þýtt fyrir okkur Íslendinga? Þessar breytingar? Jú, breytingar á loftslagi og umhverfi geta haft mikil áhrif á hafsvæðin í kringum okkur. Til dæmis ef hafstraumar breytast. Hvað gerist þá? Erum við Íslendingar með viðbragðsáætlanir gagnvart slíku?
En hvað kemur þetta ESB við? Jú, einfaldlega vegna þess að ESB hefur sett þessi mál á dagskrá og vinnur mikið innan þessara málaflokka. Og mun gera slíkt á komandi árum/áratugum. Þá er það spurningin, renna hagsmunir okkar og ESB saman?
Á komandi öld mun mannkynið örugglega einnig glíma við fátækt og hungur, stríð, náttúruhamfarir, efnahagskreppur (fleiri) o.s.frv. Eins og það hefur ávallt gert. Allt þetta mun líklega snerta Ísland og Íslendinga á einhvern hátt.
Hvar vilja Íslendingar vera í öllu þessu dæmi? Eigum við að vera ,,ein og sér eða eigum við að efla og styrkja aðkomu okkar að samfélagi Evrópu, sem er jú eitt áhrifamesta samfélag í sögu heimsins, alla vega eins og staðan er núna. Við jarðskjálfta á Haití veitir ESB aðstoð, ESB-sinnir uppbyggingarstarfi í Gaza, eftir að Ísraelsmenn eru búnir að bomba svæðið sundur og saman og ESB veitir hungruðum börnum og mæðrum í einsræðisríkinu N-Kóreu mataraðstoð. Svo dæmi séu tekin.
Um þetta snýst ESB-málið að mínu mati; um framtíðarstefnu Íslands, fyrir komandi kynslóðir Íslendinga, hvar við ætlum að skapa okkur pláss í samfélagi þjóðanna og hvort við viljum vera með í því að gera heiminn betri. Eða hvort við ætlum bara að hugsa um okkur sjálf að mestu leyti og láta aðra lönd og leið. Mikilvægi málsins má því ekki vanmeta!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.6.2010 | 01:52
Árið 2011 tileinkað Jóni Sigurðssyni
Opnaður hefur verið nýr vefur um Jón Sigurðsson, forseta, en á næsta ári eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Þess verður því minnst með veglegum hætti.
Framlag Jóns Sigurðssonar til sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga verður seint ofmetið. Segja má að hann hafi lagt þann hugmyndafræðilega grunn sem baráttan hvíldi á, t.d. með skrifum sínum. En hann var ekki einn um það, þar komu fleiri við sögu.
Jón var fyrst og fremst Íslendingur, en hann dvaldi langdvölum í Danmörku, Kaupmannahöfn. Þar varð hann fyrir miklum áhrifum af því "borgaralega samfélagi" sem þar var að finna, og hægt er að kalla "evrópskt."
Þetta samfélag vildi Jón Sigurðsson "flytja"til Íslands. Var Jón Sigurðsson því Evrópusinni? Eða væri hann Evrópusinni í dag?
Við spurningum sem þessum er ekkert svar, en engu að síður athyglisvert að velta fyrir sér.
Það er einnig athyglisvert að velta fyrir sér uppruna þeim umbótahugmyndum sem komið hafa fram í þróun íslensks samfélags. Hvaðan koma t.d stálskip, togarar og önnur tæki? Svar: Evrópu og Bandaríkjunum.
Hvert hafa Íslendingar sótt meiri menntun? Svar: Evrópu! Samkvæmt tölum frá 2006 var um helmingur íslenskra námsmanna erlendis í námi í....Danmörku, um 15% í Bandaríkjunum og síðan kom England (Evrópu) í þriðja sæti.
Góð samskipti Íslands við útlönd eru lykilatriði í farsæld íslensku þjóðarinnar. Gegn öllum tilhneigingum til einangrunar verður að sporna.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir