Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Þorsteinn Pálsson í Silfri Egils: Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir veiðireynslu Íslands

Silfur EgilsÞorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra, ræddi Evrópumálin í Silfri Egils í dag og kom þar meðal annars fram að reglan um ,,hlutfallslegan stöðugleika" myndi tryggja yfirráð og veiðireynslu Íslands yfir staðbundnum stofnum hér við landið. Þetta var bara eitt af mörgum atriðum sem bar á góma.

Hlusta má á viðtalið hér (í miðju klippunnar).


Jón Bjarnason vill fund með Brussel!

Jón BjarnasonÁ www.mbl.is stendur: "Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir fundi með ráðamönnum í framkvæmdastjórn ESB vegna rýniskýrslu sambandsins um landbúnaðarmál.

ESB hefur óskað eftir að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um hvernig þau ætli að standa að breytingum á stofnunum svo að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem landið tekur á sig ef landsmenn samþykkja aðildarsamning við ESB."

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ráðuneyti Jóns neitað að gera breytingar á stofnunum og öðru áður en liggur fyrir hvort þjóðin samþykki aðild eða ekki. Þ.e. að halda óbreyttu ástandi.

Að sögn Bjarna Harðarsonar, upplýsingafulltrúa, ráðuneytisins, er markmiðið með fundarbeiðninni að fá skýringar á ákveðnum atriðum í rýniskýrslunni.

Frétt MBL


UTN: Rýniskýrsla ESB um byggðamál

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins segir: "Íslenskum stjórnvöldum hefur borist niðurstaða Evrópusambandsins vegna rýnivinnu um byggðamál sem er liður í viðræðum Íslands um aðild að ESB. Í svonefndri rýniskýrslu ESB er tíundaður málflutningur fulltrúa Íslands um sérstöðu Íslands vegna mannfæðar, strjálbýlis, dreifbýlis og fjarlægðar frá erlendum mörkuðum. Af helstu atriðum sem fram koma í skýrslunni má nefna:

· Íslensk stjórnsýsla er lítil og sveigjanleg og til staðar er talsverð reynsla við rekstur og þátttöku í ýmsum áætlunum ESB.

· Viðeigandi löggjöf er að mestu til staðar en styrkja þarf lagagrundvöll á nokkrum sviðum og tryggja að fjárlagagerð á sviði byggðamála taki mið af áætlanagerð til lengri tíma.

· Við framkvæmd byggðastefnunnar ætlar Ísland að nýta núverandi stjórnsýslu eftir því sem kostur er og hafa hana smáa og einfalda í sniðum.

  Þróa þarf verklag sem tryggir að reglum ESB um val verkefna og framkvæmd byggðastefnunnar verði fylgt og koma á fót samráðsferli milli ráðuneyta.

· Starfsfólk stjórnsýslunnar er hæft og vel menntað en byggja þarf upp þekkingu vegna framkvæmdar byggðastefnunnar, m.a. á sviði áætlanagerðar, verkefnastjórnunar, eftirlits og mats.

· Efla þarf stjórnun og eftirlit með ríkisútgjöldum þegar kemur að þeim þáttum sem nauðsynlegir eru til framkvæmdar byggðastefnunnar.

Niðurstaða ESB er kynnt með bréfi til íslenskra stjórnvalda."

Öll fréttin


Ísland vel undirbúið fyrir aðildarviðræður við ESB

Í fréttum Stöðvar tvö þann 12.október birtist frétt um ganginn í aðildarviðræðum við ESB og í samtali við Stöð tvö sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB að aðild Ísland að EES myndaði góðan grunn fyrir aðildarviðræðurnar.

Þrátt fyrir allt er Ísland vel undirbúið og því ber að klára málið. Það á að kjósa um aðildarsamning!


Jón Steindór endurkjörinn formaður samtakanna Já-Ísland

Já-ÍslandAðalfundur Já-Ísland var haldinn í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á heimasíðunni stendur: "

Fjölmennur aðalfundur Sterkara Íslands var haldinn á miðvikudagskvöld. Farið var yfir verkefni félagsins á síðasta starfsári og kosið í stjórn og 70 manna framkvæmdaráð. Sterkara Íslands stýrir verkefninu Já Ísland.

Formaður félagsins Jón Steindór Valdimarsson var endurkjörinn en auk hans voru kjörnir í stjórn, Arndís Kristjánsdóttir lögfræðingur, Valdimar Birgirsson í aðalstjórn. Í varastjórn voru kjörin Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur og Daði Rafnsson markaðsfræðingur.

Auk þeirra eiga sæti í stjórn, tilnefnd af aðildarfélögum Sterkara Íslands:

Benedikt Jóhannesson fyrir Sjálfstæða evrópumenn.

Andrés Pétursson fyrir Evrópusamtökin.

Anna Margrét Guðjónsdóttir fyrir Evrópuvakt Samfylkingarinnar."

Einni mun í næstu viku bætast við fulltrúi frá Ungum Evrópusinnum, en þá heldur félagið aðalfund.

Á fundinum var einnig skipað í öflugt framkvæmdaráð Já-Ísland.


Spenna færist í ESB-málið

FréttablaðiðESB-málið var á forsíðu Fréttablaðsins í dag enda líklegt að aukin spenna færist í samningaviðræður Íslands og ESB á næstu mánuðum, þegar ,,erfiðu kaflarnir" verða opnaðir. Í frétt FRBL segir:

"Allir kaflar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verða opnir til umræðu eða lokið um mitt næsta ár, ef óskir Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra ná fram að ganga. Hann ítrekaði þær við Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fundi í gær og tók sá síðarnefndi vel í þær hugmyndir.

„Hans viðbrögð voru að vel væri hægt að hugsa sér að búið væri að opna alla kaflana áður en formennsku Dana lýkur. Hann sagði Íslendinga sýna mikinn metnað í viðræðunum, sem væri gott. Nauðsynlegt væri að hafa skriðþunga og halda mómentinu í málinu. Þeim leist vel á þá stefnu okkar að ljúka málinu undir forystu Dana,“ segir Össur."

Síðar segir: "Össur segist hafa ítrekað þær óskir sínar að helmingur þeirra kafla sem óopnaðir eru verði kominn til umræðu fyrir áramót og allir kaflarnir áður en Danir láta af forystuhlutverki sínu í ESB, en það gerist á miðju næsta ári. Ríkjaráðstefna með ESB verður næst haldin í desember og þá stendur til að opna fleiri kafla.
Westerwelle lýsti yfir stuðningi Þjóðverja við umsókn Íslendinga og Össur segir það mikilvægt, enda séu Þjóðverjar öflugasta þjóð bandalagsins.

Ráðherrarnir fóru yfir þau mál sem gætu orðið erfið í viðræðunum og mestur hluti samræðnanna snerist um fiskveiðimál og sjávarútveg. „Ég kom því sterklega á framfæri að mikilvægt væri að geta opnað þyngstu kaflana sem fyrst, það er að segja þá sem lúta að landbúnaði og sjávarútvegi.“


Fundur um landbúnaðarmál

Í tilkynningu á www.jaisland.is stendur: "Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.

Fyrsti hádegisfundur vetrarins hjá Evrópuvakt Samfylkingarinnar verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti, þriðjudaginn 18. október kl. 12.00.

Með fundinum hefst aftur hádegisfundaröð Evrópuvaktarinnar sem naut mikilla vinsælda sl. vetur. Umræðuefni fundarins að þessu sinni verður áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað. Björn Sigurbjörnsson fyrrv. ráðuneytisstjóri mun segja frá þekkingu og reynslu sinni af regluverki Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum og fjalla um áhrif aðildar á íslenskan landbúnað.

Að loknu framsöguerindi verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."


Krónan Akkilesarhæll?

RÚVÁ RÚV kom þetta fram í gær: "Norskt fyrirtæki hætti við að skila inn tilboði í Vaðlaheiðargöng því það varð að vera í íslenskum krónum. Aðeins eitt tilboð af fjórum var undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Framkvæmdastjóri norska félagsins telur að betri boð hefðu fengist ef bjóða hefði mátt í verkið að hluta í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum.

„Við ákváðum að draga tilboð okkar tilbaka þar sem Vegagerðin vildi ekki leyfa okkur að hafa hluta tilboðsins í norskum krónum,“ segir Frode Nilsen, framkvæmdastjóri LNS. " (Leturbreyting ES-blogg).

Gengur þetta? Hvernig getur nútímaríki búið við þessar aðstæður?


Írskir bændur dyggir stuðningsmenn ESB, 8 af hverjum 10 styðja aðild

dv-logoDV segir frá þessu á netinu: "Ný könnun sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina. Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að það sé betra fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Hér er öll frétt DV, þar sem "krækt" er á frétt í The Irish Times um þetta.

Sátt er um það á Írlandi að aðgangur að mörkuðum ESB fyrir írskar landbúnaðarvörur hefur þýtt stórkostlega hluti fyrir írskan landbúnað.

Um það og fleira sem tengist aðild Írlands að ESB, má lesa hér.


Margt áhugavert í þættinum Sprengisandi um helgina

Sprengisandur, þáttur Sigurjóns M. Egilssonar, á Bylgjunni, fjallaði næstum allur um "Hrunið" í október 2008 (þið vitið, þegar íslensku bankarnir og krónan hrundu!).

Sigurjón spjallaði meðal annars l við Þorstein Pálsson, fyrrum ráðherra og einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB. Þar kom margt áhugavert fram og margt sem sneri að samskiptum Íslands og Evrópu, gjaldmiðilsmál og fleira.

Hlustið hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband