Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
23.11.2011 | 18:10
JÁ-ÍSLAND: Umræðan um aðild hafin af alvöru
Á vef samtakanna Já-Ísland má lesa þetta:
"Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu er hafin fyrir alvöru. Við höfum verið aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið frá því 1994 og njótum þegar margra þeirra kosta sem felast í aðild en um leið höfum við kynnst ókostum þess að vera ekki fullgildir þátttakendur í Evrópusamstarfinu. Innan fárra missera gefst okkur kostur á að greiða atkvæði um aðildarsamning. Niðurstaðan mun annars vegar ráðast af því hvað í þeim samningi stendur og hins vegar því hversu vel þjóðin er að sér um Evrópusambandið, eðli þess, markmið og starfshætti.
Eitt af höfuðmarkmiðum ESB hefur frá upphafi verið að tryggja frið í álfunni eftir hinn mannskæða harmleik síðari heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt hefur verið lögð mikil áhersla á að skapa öflugt atvinnulíf, standa vörð um jafnrétti og velferð og auka efnahagslegan stöðugleika Evrópuríkja. Á síðustu áratugum hafa neikvæð áhrif hnattvæðingar og aðkallandi verkefni í umhverfismálum ýtt undir enn frekara samstarf enda í mörgum tilvikum um að ræða viðfangsefni sem eru einstökum þjóðum ofviða.
Við Íslendingar erum og verðum Evrópuþjóð. Meðal grunngilda Evrópusambandsins eru friður, frelsi, mannréttindi, jafnrétti og umhverfisvernd. Flest þessara gilda þykir okkur Íslendingum svo sjálfsögð að ekki þurfi að hafa af þeim neinar áhyggjur. Með fullri aðild að ESB lýstum við yfir vilja okkar til að taka þátt í því að vernda þessi gildi, ekki bara hér á landi heldur í Evrópu allri og jafnframt sem fulltrúar álfunnar á alþjóðavettvangi.
Dýrkeypt reynsla okkar Íslendinga undanfarin ár hefur afhjúpað veikleika þess að standa utan Evrópusambandsins og Evrópska myntbandalagsins. Hrun krónunnar varð til þess að stór hluti íslenskra fjölskyldna er í skuldafjötrum. Ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið horfir fram á að borga margfalda vexti á við jafnaldra sína í nágrannalöndunum. Hrikalegt gjaldþrot íslensku bankanna og margháttaðar afleiðingar þess valda því að þjóðin hefur glatað því trausti sem hún naut á alþjóðavettvangi. Við verðum endurvinna þetta traust. Aðild að ESB er yfirlýsing um að Íslendingar ætli að temja sér þann aga sem þarf til þess að missa ekki tök á hagstjórninni enn á ný, að við viljum vera þjóð meðal þjóða."
Rökin fyrir aðild má svo lesa hér
23.11.2011 | 18:01
Jólahittingur Evrópusinna - spurningakeppni, glens og gaman!
Til að sjá til þess að við komumst örugglega í hátíðarskap mun svo hin eina sanna drottning jólalaganna Helga Möller mæta á svæðið og syngja fyrir okkur nokkur lög.
Hér má sjá viðburðinn á Facebook.
Sem sagt, jólapubquiz, Helga Möller, jólabjór, piparkökur og evrópusinnar.
Getur hreinlega ekki klikkað.
Bjór á tilboði!"
23.11.2011 | 17:59
SA: Við eigum að taka upp Evru, er betri kostur en krónan

Samtök atvinnulífsins hefja á morgun fundarherferð um Ísland undir yfirskriftinni Rjúfum kyrrstöðuna. Leiðir til betri lífskjara."
22.11.2011 | 22:36
Evran rædd, sem og fleira
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, tók þátt í umræðu um Evruna í morgunþætti Rásar tvö. Á móti honum var Styrmir Gunnarsson, sem ritstýrði Morgunblaðinu í áratugi.
Andrés lagði mikla áherslu á friðarhugtakið í starfi Evrópusambandsins og Evrunnar. En hann ræddi einnig möguleika á að settar verði strangari reglur í kjölfar þeirra atburða sem nú gerast. Hann mótmælti því sem fram kom í máli andstæðingsins, sem eiginlega var ekki með sínar eigin skoðanir, heldur vitnaði stöðugt í aðila á meginlandi Evrópu. Sem hlýtur að teljast merkilegt.
Andrés lagði á það áherslu að með aðild fengi Ísland sæti við þau "borð" þar sem ákvarðanir eru teknar og benti á að það væru málaflokkar sem Íslendingar gætu látið til sína taka.
Ef af aðild verður, verður Ísland helsta fiskveiðiveldi ESB. Miðað við málflutning Styrmis verður ekkert hlustað á okkur innan ESB. En ef við færum að tala um sjávarútveg? Myndu þá menn innan ESB biðja okkur kurteislega að segja sem minnst? Myndi enginn hlusta á fulltrúa LÍÚ í Brussel? Það hlýtur að teljast afar ólíklegt!
22.11.2011 | 19:14
Bætist í sarpinn á Evrópuvefnum! Nú um blöðrur!
Sífellt bætast við svör við áhugaverðum spurningu á Evrópuvefinn, enda er það markmiðið að almenningur (og ef til vill fleiri) geti spurt og Evrópuvefurinn svari.
Margt ber þar á góma, meðal annars allskonar goðsagnir um ESB. Ein er sú hvort ESB banni börnum í Evrópu að blása upp blöðrur og það er s.s. spurt: "Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?"
Svarið byrjar svona: "Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á Íslandi. Reglurnar beinast að framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum leikfanga. Þessir aðilar eru ábyrgir fyrir því að vörur uppfylli samræmda evrópska öryggisstaðla og stofni hvorki öryggi né heilsu notenda eða annarra í voða. Settur hefur verið öryggisstaðall um hámarksstyrk segulstáls í leikföngum og blöðrur úr latexi þurfa að bera sérstaka aðvörun. Um leikfangavaraliti og partýflautur gilda hins vegar aðeins almennar reglur tilskipunarinnar." (Leturbreyting, ES-bloggið)
22.11.2011 | 18:04
Frábær teiknari Fréttablaðsins!
Halldór Baldursson, teiknari Fréttablaðsins á frábæra mynd í blaðinu í dag. Það hreinlega þarf ekkert að segja meira!
http://www.visir.is/halldor-22.11.2011/article/2011111129773
15 af 10 mögulegum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2011 | 22:56
Ólafur Arnalds um landsfundinn

Við núverandi aðstæður er ekkert sem kallar sérstaklega á að aðildarviðræðum sé flýtt og eins er ljóst að meirihluti þjóðarinnar vill ljúka viðræðunum og kjósa um þann samning sem út úr þeim kemur. Afstaðan til aðildar að ESB er ekki eitt af grunngildum sjálfstæðisstefnunnar enda greinir flokksmenn á um aðildina. Málamiðlunin sem náðist er gott dæmi um það hvernig sjálfstæðismenn vinna úr ágreiningsmálum sínum og ganga sáttir og samhuga frá fundi.
Ekki er að efa að til eru þeir stjórnmálaflokkar, sem horfa öfundaraugum til flokks, sem getur tekist á um ágreiningsmál á landsfundi sínum af fullri festu og einurð en slíkum heilindum að í fundarlok ganga allir sáttir frá borði. Þetta getur Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að flokksmenn eiga sameiginlegar grunnhugsjónir, sem sjálfstæðisstefnan byggir á. Samherjar láta ekki ágreining um einstök mál verða tilefni óvinafagnaðar alla vega ekki til lengdar jafnvel þó að um stór mál á borð við aðild að ESB sé að ræða."
21.11.2011 | 22:33
Verðbólga á Íslandi með því mesta sem gerist

Verðbólgan á Íslandi er 5,3 prósent á ársgrundvelli um þessar mundir, sem er nokkuð umfram 2,5 prósent markmið Seðlabankans.
Ekkert land sem notar evruna er með meiri verðbólgu en svo, en evrulandið sem glímir við mesta verðbólgu er Belgía með 3,6 prósent. Á evrusvæðinu í heild nemur hún 3 prósentum.
Tvö Evrópuríki sem ekki notast við evruna eru hins vegar með verri verðbólgutölur, en það eru Rússland og Tyrkland, sem hvort um sig er með á bilinu 7 til 8 prósenta verðbólgu."
21.11.2011 | 22:25
Hugleiðingar um peninga og gjaldmiðilsmál o.fl.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var þetta samþykkt í efnahagsmálum:
"Peninga- og gjaldmiðilsstefnan er ein af grunnstoðum efnahagslífsins. Þjóðin kallar eftir agaðri efnahagsstjórn. Allsherjar þjóðarsátt og samræmd stefna í opinberum fjármálum og peningastefnu þarf að vera um hliðstæð skilyrði og Maastricht-skilyrðin þar sem verðbólga, langtímavextir, afkoma ríkissjóðs og heildarskuldir eiga að vera sambærileg og þekkist í helstu viðskiptalöndum Íslands. Með agaðri efnahagsstjórn er unnt að draga úr vægi verðtryggingar. Íslendingar verða að geta skipt um gjaldmiðil eftir 35 ár ef þeim sýnist svo. Sjálfstæðisflokkurinn setji á fót nefnd sem kanni framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi."
Spurningar vakna:
Ef þjóðin kallar eftir agaðri efnhagsstjórn, er þá ekki verið að kalla á að losna við sveiflur? Krónunni fylgja sveiflur! Virtir hagfræðingar hafa fullyrt það!
Af hverju þarf að vera þjóðarsátt um HLIÐSTÆÐ skilyrði og Maastricht-skilyrðin? Hvernig eiga þau að vera hliðstæð? Harðari - slakari? Og hvernig á að ná þeirri þjóðarsátt? Þjóðaratkvæði?
Er ekki hægt að afnema verðtryggingu með agaðri hagstjórn? Af hverju þarf að DRAGA ÚR væginu? Langflestir Íslendingar vilja losna við verðtryggingu. Með upptöku Evru er það mögulegt!
Og þetta síðasta: Skipta um gjaldmiðil eftir 3-5 ár, ef okkur sýnist svo? Felst ekki í þessu viðurkenning að krónan dugi ekki? Af hverju þarf að bíða í 3-5 ár til að fá frekari staðfestingu þess?
Breytir ný nefnd miklu í málinu?
Staðreyndin er sú að Ísland er með gjaldmiðil á gjörgæslu og afar litlar líkur á að sá gjaldmiðill klári sig í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála!
Af landsfundinum má annars ráða að niðurstaða hans er mýkri en á síðasta landsfundi. Tvær öfgafyllstu tillögurnar voru felldar.
Sem verður kannski að skoðast í ljósi þeirrar staðreyndar að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið flokkur sem aðhyllist vestræna samvinnu og hefur verið með sterka tengingu inn í atvinnulíf þjóðarinnar. Því er það mikilvægt að flokkurinn taki af skynsemi á t.d. gjaldmiðilsmálum og öðrum stórum hagsmunamálum.
Þau öfl innan flokksins sem virkilega vilja láta reyna á Evrópumálin hér á landi, með því að klára aðildarferlið og bera samning undir þjóðina í atkvæðagreiðlslu geta með góðu móti haldið því starfi áfram innan flokksins. Það er mikilvægt, því dropinn holar steininn.
21.11.2011 | 22:11
Össur: Þjóðaratkvæði ólíklegt
Á Vísi.is stendur: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina.
Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka."
Síðar í fréttinni segir Össur:"...viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir