Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
22.2.2011 | 18:20
Sérfæðingar ESB hingað til lands í næstu viku vegna gjaldeyrishafta
Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra hét erindi á hádegisfundi hjá Samfylkingunni í dag. Þar rædd hann hagstjórn, efnahags og gjaldmiðilsmál á breiðum grundvelli. Vísum til fréttar á Eyjunni um málið.
Í umræðum á fundinum kom fram að í næstu viku er von á sérfræðingum ESB hingað til lands og miðar heimsókn þeirra að hinni tæknilegu vinnu sem framundan er við afnám gjaldeyrishafta.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ESB boðið fram aðstoð sína við þá vinnu sem framundan er við afnám gjaldeyrishafta, en um er að ræða ráðgjöf og fleira.
Gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hruns krónunnar haustið 2008.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 15:10
Nýtt Evrópuafl frjálslyndra miðjumanna í fæðingu
Hallur Magnússon, segir á bloggi sínu:
"Undirbúningsfundur vegna stofnunar Evrópuvettvangs frjálslynds miðjufólks verður haldinn í kvöld. Með fundinum er verið að svara kalli fjölmargra á miðju íslenskra stjórnmála sem vilja vinna að framgangi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu en eru ekki reiðubúnir til að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en niðurstöður samningaviðræðna liggja fyrir.
Það eru allir velkomnir á fundinn sem haldinn verður að Digranesvegi 12 í Kópavogi og hefst klukkan 20:00."
Greinilegt er að það er mikil gerjun í Evrópumálunum þessa dagana!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2011 | 14:34
ESB-fundur á Akureyri á morgun
Umræðuefnið er ESB og hagsmunir Eyjafjarðar. Fundurinn fer fram í Deiglunni annað kvöld kl.20.00.
Þar mun Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður fjalla um hagsmuni Norðurlands í Evrópu og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við HA, fjalla um gjaldmiðilsmál.
Fundarstjóri verður Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra.
Allir velkomnir!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 19:36
Vilhjálmur Þorsteinsson í Undir feldi um ESB-málið
Vilhjálmur Þorsteinsson var gestur í þættinum Undir feldi á ÍNN um daginn og ræddi þar ESB-málið. Rök hans fyrir aðild eru m.a. þessi, og hann telur þau upp á bloggi sínu:
- Ég byggi afstöðu mína til ESB einkum á því að sambandið sé lýðræðislegur vettvangur 27 þjóða til að taka á sameiginlegum viðfangsefnum. Þessi viðfangsefni eru þess eðlis að þau ná þvert yfir landamæri. Dæmi um þetta eru vinnumarkaður og vinnuvernd, fjármálamarkaðir, umhverfismál, loftslagsmál, réttindi neytenda, löggæslumál og svo mætti áfram telja.
- Í dag er aðkoma Íslands að sameiginlegum ákvörðunum Evrópuþjóða nánast engin. Með aðild hefðum við hins vegar sæti við borðið þar sem reglugerðir og tilskipanir eru samdar og þeim breytt. Ísland hefði áhrif langt umfram fólksfjölda, m.a. einn fulltrúa af 28 í ráðherraráði ESB og neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmálum sambandsins.
- Samstarf þjóðanna gengur ekki út á það að taka auðlindir af einni og færa þær annarri. Um slíkt eru engin dæmi og það mun aldrei gerast. Fiskistofnar hafa þá sérstöðu að vera færanleg auðlind sem flakkar milli efnahagslögsaga. Þess vegna er rekin sameiginleg sjávarútvegsstefna í ESB með sjálfbæra stjórnun fiskveiða að markmiði. Ég tel enga ástæðu til annars en að unnt verði að semja um að Íslendingar fari áfram með sjálfbæra stjórnun og nýtingu eigin fiskistofna.
- Stærsta breytingin fyrir okkur við inngöngu í ESB verður á sviði landbúnaðar. Þá verður í grundvallaratriðum að hverfa frá því að styrkja framleiðslu landbúnaðarafurða með magntengdum styrkjum eða niðurgreiðslum. (Undanþága er þó gerð fyrir svokallaðan heimskautalandbúnað sem ríkinu verður áfram heimilt að styrkja innan tiltekins ramma.) Breytingar í þessa átt mun þó þurfa að gera óháð ESB vegna nýrra alþjóðlegra samninga á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO). En í staðinn kemur öflugt stuðnings- og styrkjakerfi dreifðra byggða og sveita, sem hægt verður að sækja í til að styðja uppbyggingu og nýsköpun, t.d. á sviði ferðamennsku, samgöngubóta, umhverfismála, landbóta, varðveislu minja o.s.frv. Þar eru ýmis tækifæri sem landbúnaðarkerfið og dreifbýlisfólk ætti að skoða með jákvæðum hætti.
- Með aðild að ESB gengju Íslendingar til samstarfs við þær þjóðir sem standa okkur næst menningarlega og pólitískt. Fullveldi okkar styrktist með aðkomu að mörgum þeim ákvörðunum sem stýra umhverfi okkar. Mikilvægir praktískir kostir felast síðan í því að losna við krónuna, fá efnahagslegan stöðugleika, lægri vexti og afnám verðtryggingar.
21.2.2011 | 12:44
Árni Páll um hagstjórn og fleira-hádegisfundur á Sólon á morgun
Minnum á hádegisfund (12.00-13.00) á Sólon á morgun (Bankastræti), þar sem Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, mun tala um hagstjórn og aðild að ESB. Allir velkomnir!
Sjá einnig hér:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 12:32
Jón Steindór á Sprengisandi
Jón Steindór Valdimarsson, var gestur í Sprengisandi Sigurjóns M. Egilssonar á sunnudaginn. Þar ræddu þeir meðal annars hinn nýja vettvang Evrópuumræðunnar, Já-Ísland og ýmis atriði er varðar ESB-málið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 11:06
Andrés Pétursson: Hundalógík í ESB-umræðu
Formaður Evrópusamtakanna, Andrés Pétursson, skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag um rangfærslur í sambandi við ESB og starfsemi þess. Greinin er hér í heild sinni:
HUNDALÓGÍK Í ESB-UMRÆÐU
Sumir einstaklingar virðast halda að með því að endurtaka sömu vitleysuna verði hún á einhvern hátt rétt, sérstaklega ef vitleysan er í ómótstæðilegu samhengi við eigin trúarsannfæringu. Það er erfitt að halda uppi málefnalegum rökræðum þegar menn beita þannig hundalógík.
Nýleg grein Frosta Sigurjónssonar framkvæmdastjóra í Morgunblaðinu um völd og áhrif innan Evrópusambandsins er af þessum toga. Það er reyndar með ólíkindum að einstaklingur, sem lætur mikið til sín taka í umræðu um kosti og galla aðildar að ESB, skuli bera þetta á borð. Öllum sem hafa áhuga á sannleikanum er ljóst að það eru 27 ráðherrar aðildarríkja ESB (allir með lýðræðislegt umboð sinna aðildarríkja) og Evrópuþingið (hver einasti þingmaður kosinn beinni kosningu af borgurum ESB) sem fara með lykilvöld (lagasetningarvald) innan ESB. Í greininni endurtekur Frosti margar af þeim röngu staðhæfingum sem hann hefur þegar haldið fram bæði í ræðu og riti um stofnanir og skipulag Evrópusambandsins. Þar má til dæmis nefna rökleysuna um að það séu nafnlausir embættismenn í Brussel sem taki flestar ákvarðanir en ekki löglega kjörnir fulltrúar þjóðanna. Einnig að Evrópuþingið sé áhrifalaus stofnun og að það sé framkvæmdastjórn ESB sem hafi í raun löggjafarvaldið. Ég ætla ekki að eyða prentsvertu aftur í allt það sem Frosti heldur fram í grein sinni heldur vísa í fyrra svar mitt í grein í Morgunblaðinu og lesa má á heimasíðunni evropa.is.
Frosti eyðir töluverðu púðri í hinn svokallaða lýðræðishalla Evrópusambandsins og dregur af því ákveðnar niðurstöður sem vert er að ræða. Það er rétt að kjörsókn í einstökum löndum er ekki neitt til að hrópa húrra yfir en það má ekki gleyma því að í sumum löndum er kjörsóknin mjög góð. Þar má til dæmis nefna Belgíu og Lúxemborg þar sem kjörsjókn er um 90% og Möltu þar sem kjörsókn er um 80%. Allir þegnar Evrópu hafa hins vegar rétt á því að kjósa, þannig að halda því fram að kjörsókn sé einhlítur mælikvarði á hve mikið lýðræði sé í viðkomandi landi er í besta falli hálfsannleikur. Almenn kjörsókn í Bretlandi er frekar dræm og yfirleitt ekki nema rúmlega 50% þátttaka í almennum þingkosningum. Það þarf því ekki að koma á óvart að þátttaka í Evrópuþingkosningum þar í landi sé líka frekar slök. Sviss er líka gott dæmi um dræma kosningaþátttöku almennings. Í almennum þingkosningum er þátttaka rétt um 40% og í einstaka atkvæðagreiðslum í kantónum fer kjörsókn jafnvel niður fyrir 20%. Samt eru bæði þessi lönd rótgróin lýðræðisríki. Það er því ljóst að kosningaþátttaka er ekki eini mælikvarðinn á lýðræðishefð þjóða.
Oft hafa komið fram tillögur um að auka beint lýðræði í Evrópukosningunum en aðildarlöndin hafa verið mjög treg að láta meiri völd yfir til yfirþjóðlegra stofnana. Núverandi fyrirkomulag er því málamiðlun eins og margt annað í samstarfi ríkja Evrópusambandsins. Að halda því fram að ákvarðanataka í sífellt fleiri málaflokkum færist frá lýðræðislega kjörnum þjóðþingum til embættismanna í Brussel er hreinlega ekki rétt eins og því miður margt annað í þessari grein Frosta. Vonandi er andstæðingum aðildar ekki ofviða að ræða kosti og galla Evrópusambandsins og möguleika almennings til að hafa áhrif á störf og stefnu þess án þess að vera með upphrópanir og rangar eða í besta falli vafasamar fullyrðingar um hvernig fyrirkomulagið er í raun og veru.
MBL, 18.2.2011
18.2.2011 | 07:50
Evru-svæðið:Fjárfestingar aukast!
Dagblaðið The Wall Street Journal segir frá því að fjárfestingar á Evru-svæðinu haldi áfram að aukast.
Alls jókst fjárfesting um rúmlega 26 milljarða Evra, á milli Nóvember og Desember á síðasta ári.
Einnig er jákvæðara hljóð í neytendum, samkvæmt mælikvörðum sem mæla það. Neytendur eru því jákvæðari um þessar mundir en fyrr á þessu ári.
Það er meðal annars talið tengjast því að mun fleiri hafa fengið atvinnu á síðustu vikum og útlit er fyrir batnandi atvinnuástand.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2011 | 20:35
Stefán Haukur gestur Spegilsins
17.2.2011 | 20:22
Dagens Nyheter: Með (í) ESB fyrir Svíþjóð!
Leiðarahöfundur hins virta sænska dagblaðs, Dagens Nyheter, gerir lýðræðis og öryggismál og ESB að umtalsefni í dag. Grunntónninn í leiðaranum er að það styrki rödd Svíþjóðar á alþjóðavettvangi að með aðild að ESB. Landið gekk í sambandið árið 1995, ásamt Finnum og Austurríkismönnum.
Eitt af áhyggjuefnum Svía fyrir aðild var hlutleysi þeirra í varnar og öryggismálum, en landið hefur verið hlutlaust áratugum saman, er til dæmis ekki í NATO.
Skemmst er frá því að segja að aðild Svía að ESB hefur með engum hætti bitnað á hlutleysi þeirra.
Svíar eru hinsvegar í dag þátttakendur í mörgum friðar og öryggisgæsluverkefnum á vegum ESB. Vegna þess að þeir hafa verið beðnir um að vera með eða beðið um það.
Aftur að leiðara blaðsins, en þar segir að Svíar eigi að láta í sér heyra innan ESB, því ESB sé, andstætt Sameinuðu þjóðunum, bandalag 27 lýðræðisþjóða. Blaðið segir það vera ákveðinn galla að stundum taki ákvarðanir of langan tíma, en hvetur til þess að ESB kom til hjálpar á þeim svæðum sem ber mikið á í fréttum þessa dagana, Egyptalandi og Túnis.
Hægt sé að aðstoða með ýmsum hætti við að koma lýðræði á fót og virðingu fyrir lögum og reglum.
Þá segir einnig í leiðaranum að ESB eigi að láta í sér heyra gagnvart ríkjum sem brjóta mannréttindi og blaðið telur að sameiginleg rödd Evrópu, sem kveður á um lýðræði og frelsi, sé sterkari en bara rödd Svíþjóðar ein og sér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir