Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
16.2.2011 | 22:04
BBC: Skráning einkaleyfa gerð einfaldari og ódýrari í ESB
Á vef BBC má lesa að náðst hefur samkomulag innan Evrópuþingsins um að gera útgáfu og skráningu einkaleyfa einfaldari og ódýrari. Meðal annars hefur þetta það markmið að bæta virkni Innri markaðar ESB, sem Ísland hefur jú aðgang að í gegnum EES-samninginn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2011 | 21:32
Góð heimsókn frá Danmörku: Formaður dönsku Evrópusamtakanna, Erik Boel
Á vefnum www.jáisland.is kemur fram að von er á góðri heimsókn frá Danmörku í næstu viku, en þá mun formaður dönsku Evrópuhreyfingarinnar, Erik Boel, flytja erindi á vegum Já-Ísland, um Evrópumál. Í tilkynningu segir:
"Danir gengu í Evrópusambandið þegar árið 1973. Evrópumálin eru því daglegt brauð í dönsku þjóðlífi og stjórnmálum.
Danir hafa til dæmis fimm sinnum gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um margvíslega þætti tengda Evrópusamvinnunni, síðast árið 2000 um evruna.
Erik Boel er formaður dönsku Evrópuhreyfingarinnar (Europabevægelsen). Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á Evrópumálum og umræðunni í Danmörku og hvað er efst á baugi þar.
Erik Boel verður með innlegg í fundaröðinni Fróðleikur á fimmtudegi þann 24. febrúar kl. 17.
Fundurinn fer fram á ensku. Að loknu erindi verða fyrirspurnir og umræður.
Að venju er fundurinn í salnum að Skipholti 50a, 2. hæð."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2011 | 21:21
Jón Magnússon um bændur, innflutningsmál og samanburð á matarverði
Jón Magnússon, fyrrum alþingismaður gerir bændur og innfllutningsmál að umtalsefni í pistli á www.pressan.is og ræðir þar auglýsingar Bændasamtakanna um matvælaverð í blöðunum í gær. Jón segir: "Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá Bændasamtökum Íslands undir heitinu: Innlendar búvörur halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs.
Óneitanlega var ég ánægður að sjá þetta og bjóst við að verið væri að tilkynna verulega lækkun á verði innlendra búvara. Helstu kröfur sem gerðar eru til auglýsinga er að þær séu sannleikanum samkvæmt og þær séu upplýsandi. Auglýsing Bændasamtakanna uppfyllir hvorugt skilyrðið."
Og hann heldur áfram: "Auglýsingin byggir á verðhækkunum í krónum á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum frá janúar 2007 til janúar 2011. Þessi samanburður er villandi. Í janúar 2007 byrjaði gengi íslensku krónunnar að falla og hún er ekki hálfvirði Evru miðað við það sem hún var í desember 2006.
Hefðu Bændasamtökin viljað byggja á raunhæfum samanburði þá hefðu þau tekið verð á helstu búvörum á Íslandi og t.d. Danmörku og Svíþjóð til samanburðar, en með því hefði fengist raunhæfari samanburður á verði íslenskra búvara og innfluttra.
Væri það rétt fullyrðing hjá Bændasamtökunum að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs þá ættu þau að samþykkja frjálsan innflutning landbúnaðarvara þar sem innfluttar landbúnaðarvörur gætu samkvæmt þessu ekki verið nein ógn við íslenska framleiðslu. Að sama skapi væri brostinn forsenda fyrir andstöðu Bændasamtakanna gegn Evrópusambandsaðild þar sem að hún hefði enga ógn í för með sér fyrir íslenskan landbúnað heldur mundi færa íslenska landbúnaðinum ótæmandi möguleika á 500 milljón manna markaði.
Staðreyndin í málinu er hins vegar sú að því miður eru íslenskar búvörur almennt dýrustu búvörur sem framleiddar eru á Evrópska Efnahagssvæðinu þegar allt er talið til þ.e. verð til neytenda og markaðsstuðningur hins opinbera. Sú fullyrðing að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs er því ekki bara villandi hún er ósönn og það vita þeir sem að þessari auglýsingu standa. Auglýsingin er því sett fram í því eina skyni að blekkja."
Jón lýkur pistli sínum á þessum orðum: "Frjáls innflutningur á matvörum án ofurtolla er þvert á móti til þess fallinn að lækka verð á búvörum og halda niðri matvælaverði og vísitölu neysluverðs það er staðreyndin í málinu. En þessi fullyrðing mín fer þvert á það sem Bændasamtökin halda fram í auglýsingunni.
Vilji talsmenn Bændasamtakanna halda sig við það að innlendar búvörur haldi niðri matvælaverði þá skora ég á þá að birta samanburðartölur um verð helstu búvara án skatta og ríkisstuðnings í Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi til dæmis.
Það er auðvelt að auglýsa gæðin sagði jarðaberið þegar ég ber mig saman við hrútaberið."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2011 | 21:10
Skjálfti í Nei-sinnum?
Já-Ísland hefur vakið athygli meðal landsmanna, en í dag birtust blaðaauglýsingar frá samtökunum um áherslur í ESB-málinu.
Nei-sinnar gera Já-Ísland að umtalsefni og einn þeirra er Styrmir Gunnarsson, einn hatrammasti andstæðingur ESB hér á landi. Á góðu og gildu sjómannamáli brýnir Styrmir "sína menn" og í pistli á Evrópuvaktinni segir hann:
"Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu voru í gær að endurskipuleggja samtök sín. Það bendir til að þeir meti það svo, að þeir hafi ekki náð nægilegum árangri með starfsemi þeirra samtaka, sem fyrir voru. En jafnframt er það hvatning til andstæðinga aðildar um að herða róðurinn af sinni hálfu.
Eitt af því neikvæða, sem fylgt hefur aðildarumsókn Íslands er sú sundrung í íslenzku samfélagi, sem hún hefur leitt af sér."
Ályktun Styrmis um að nægilegum árangri hafi ekki verið náð og að það stýri m.a. tilurð samtakanna, verður hinsvegar að skoðast sem röng.
Skoðanir almennings á jafn stóru máli og ESB-málinu sveiflast, það er eðililegt, jafnvel eftir að lönd hafa gengið í sambandið.
Tal Styrmis um sundrungu er sérkennilegt. Á lýðveldistímanum hafa komið upp nokkur verulega stór mál, sem deilt hefur verið um, en samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Nægir að nefna NATO-málið og EES-samninginn á sínum tíma. ESB-málið er elíkt mál.
Það er hinsvegar mjög mikilvægt að geta rætt málið, samkvæmt leikreglum lýðræðisins og afgreiða það samkvæmt þeim, þegar þar að kemur, í þjóðaratkvæðagreiðslu, eftir að lokið er við samningaviðræður við ESB!
Styrmir er einn dyggasti stuðningsmaður þess að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, þannig að þetta hlýtur að vera honum að skapi.
Já-Ísland er einmitt sett á fót til þess að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga mál, ESB-málið!
Í frétt í Fréttablaðinu í dag segir:
"Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar standa að baki verkefninu.
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, sagði að góð stemning hefði verið á fundinum og mikill hugur í fólki.
Hann kvíðir ekki framhaldinu þó að kannanir sýni að meirihluti sé andvígur ESB-aðild.
"Við trúum því að það þurfi að ræða málin og fara yfir staðreyndirnar til að fólk geti tekið meðvitaða ákvörðun. Ég er sannfærður um að fleiri munu segja já en nei, en hver gerir auðvitað upp sinn hug í kjörklefanum."
Einmitt, Jón Steindór er að tala um lýðræði!
16.2.2011 | 19:52
Áhugavert Evrópuyfirlit framsóknarmanns!
Eins og menn hafa tekið eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mjög upptekinn af Icesave, það er hans hjartans mál.
Hallur Magnússon, annar framsóknarmnaður, vekur hinsvegar athygli á því á bloggi sínu að Framsóknarflokkurinn hefur unnið mikið starf í Evrópumálun.
Í áhugaverðri færslu sinni byrjar Hallur svona: "Framsóknarflokkurinn var um langt árabil faglegasti stjórnmálaflokkurinn þegar unnið var í stefnumótun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að ESB. Framsóknarflokkurinn vann undirbúning Evrópustefnu sinnar á árabilinu 2001 til 2009 afar faglega.
Í kjölfar afar vandaðrar greiningarvinnu Framsóknarflokksins í aðdraganda flokksþings árið 2005 var ljóst að klár meirihluti Framsóknarmanna vildu skoða aðildarumsókn að Evrópusambandinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
En vegna hatrammrar baráttu stækra andstæðinga Evrópusambandsins gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði skoðuð gáfu stuðningsmenn mögulegrar aðildarumsóknar eftir. Flestir þeirra mátu mikilvægara að halda flokknum saman og fresta ákvörðun um aðildarumsókn eða aðildarumsókn ekki að sinni.
Enda börðust meðal annars áhrifamiklir ráðherrar og fyrrverandi ráðherrar með kjafti og klóm gegn meirihlutaskoðun flokksþingsfulltrúa í Evrópumálum. Þar gerði tilfinningaríkt innlegg hins ástsæla leiðtoga Framsóknarmanna, Steingríms Hermannssonar heitins, gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu gæfumuninn.
Fylgjendur aðildarumsóknar að Evrópusambandinu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum drógu sig í hlé í anda samvinnu og frjálslyndis til að koma í veg fyrir alvarlega sundrung flokksins. Andstæðingar aðildarumsóknar unnu fullan sigur þótt færri væru.
Afleiðingar þessa varð sú að fjölmargir góðir samvinnumenn og frjálslyndir miðjumenn hættu þátttöku í starfi Framsóknarflokksins og sumir sögðu sig alfarið úr flokknum."
Lesið alla færslu Halls hér, en eiginlega er um að ræða sögulegt Evrópuyfirlit Evrópusinnaðs framsóknarmanns!
15.2.2011 | 22:33
Já-Ísland vekur athygli
Sjósetning Já-Ísland hefur vakið athygli og Stöð tvö var með frétt um málið, sem og RÚV Á Eyjunni er einnig frétt, með "kommentum."
ES-bloggið hvetur alla áhugamenn um Evrópumál að skrá sig, það er hægt að gera á heimasíðunni www.jaisland.is
Sameinumst í þessu mikilvæga máli!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2011 | 16:54
Inga Dís Richter á Sprengisandi um ESB og landbúnaðarmál
Einn af gestum Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandur, var Inga Dís Richter og þar ræddi hún um ESB og landbúnaðarmál. Inga hefur kynnt sér þetta sérstaklega vel og sér í lagi Finnland.
M.a. segir hún að ferðaþjónusta bænda hafi eflst og fjölbreytni hafi aukist í störfum innan landbúnaðargeirans. Inga segir að Finnar hafi verið mjög duglegir að undirbúa sig varðandi aðild.
Helstu gallar segir Inga Dís vera meira skrifræði, en að það eigi líka við um íslenska kerfið.
Hlustið hér og ritgerð Ingu Dísar má lesa hér
Spjallið var einkar áhugavert!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.2.2011 | 16:46
MBL: Rýnivinna vegna ESB hálfnuð
MBL segir frá því í dag að svokölluð rýnivinna vegna ESB-samningaferlisins sé hálfnuð: "Íslendingar og Evrópusambandið eru um það bil hálfnuð í rýnivinnu sem gengur út á að skilgreina muninn á íslenskri löggjöf og þeirri evrópsku fyrir aðildarviðræður. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, segir að þeirri vinnu gæti lokið í júní.
Samningskaflar ESB eru 33 en í tíu þeirra hafa Íslendingar þegar tekið upp alla löggjöf sambandsins í gegnum EES-samninginn. Sagði Stefán Haukur á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag að jafnvel verði hægt að ljúka þeim köflum strax í vor."
Þetta eru góðar fréttir!
15.2.2011 | 15:40
Krónan veikist - enn meira?
Á vef Vísis stendur: "Þó nokkur veiking hefur orðið á gengi krónunnar það sem af er ári. Nú stendur gengisvísitala krónunnar í 214 stigum en um síðustu áramót stóð vísitalan í 207 stigum. Þessa þróun má rekja til nánast allra undirliggjandi mynta sem þarna koma við sögu, en þar spilar þróun á gengi krónunnar gagnvart evru stærsta hlutverkið.
Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig vegur evran um helming vísitölunnar þegar tekið er tillit til þeirra gjaldmiðla, eins og dönsku krónunnar og litháensku litas, sem eru festir við gengi evru.
Nú kostar evran rétt tæpar 159 krónur en um síðustu áramót var hún á rétt rúmar 153 krónur. Jafngildir þetta veikingu krónunnar gagnvart evru upp á tæp 4%."
Til "gamans":
Evra - 5 ára sveifla
Dollar-10 ár
(Skjáskot af www.M5.is)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2011 | 13:52
Nýtt afl í Evrópumálum - JÁ ÍSLAND!
Nýju afli í Evrópumálum, JÁ-Ísland, var rennt úr vör í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag, að viðstöddu fjölmenni.
Á nýrri heimasíðu, www.jaisland.is segir:
"Já Ísland á rætur sínar að rekja til undirskriftasöfnunar sem hleypt var af stokkunum vorið 2009 undir kjörorðinu Við erum sammála og hafði þann tilgang að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Um 15.000 manns rituðu undir áskorunina og takmarkið náðist þegar Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Það fólk sem stóð að baki því átaki stofnaði með sér félagsskap sem heitir Sterkara Ísland - þjóð meðal þjóða.
Já Ísland er sameiginlegt verkefni og vettvangur Evrópusamtakanna, Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðra Evrópumanna, Sterkara Íslands og Ungra Evrópusinna.
Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina.
Tíu leiðarstef sem Já Ísland hefur sett sér varðandi umræðuna um aðild Íslands að ESB:
við beitum staðreyndum og rökræðu
við blöndum okkur ekki í dægurpólitík
við erum upplýsandi og sanngjörn
við forðumst gífuryrði
við forðumst þrætubókarlist og kappræðu
við höfum gaman að því sem gerum
við notum einföld en skýr skilaboð
við tölum við fólk en ekki til þess
við virðum skoðanir hver annars
við viljum að Ísland sem rísi undir nafni sem þjóð meðal þjóða
Þeir einstaklingar sem styðja Já Ísland hafa margar og ólíkar skoðanir en eru sammála um að framtíð okkar Íslendinga sé betur borgið í samfélagi þjóðanna innan Evrópusambandsins en utan þess. Hver um sig er sammála á eigin forsendum og hefur fyrir því sínar ástæður og rök.
Já Ísland byggir tilveru sína á virkni stuðningsmanna og frjálsum fjárframlögum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður, opnaði fundinn með stuttu erindi og síðar tóku fleiri til máls og ræddu Evrópumál á breiðum grundvelli.
Í lok fundarins sagði Jón Steindór Valdimarsson m.a.
Við náum ekki árangri nema vinna vel saman og leggjast öll á eitt um vandaða umræðu og miðlun upplýsinga. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að íslensk þjóð fái notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að taka upplýsta ákvörðun um gríðarstórt hagsmunamál. Upplýsta ákvörðun um framtíðarheill. Upplýsta ákvörðun sem byggist á hlutlægni en ekki hleypidómum.˝
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir