Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

NIÐUR MEÐ SKÍTKASTIÐ!

ENN OG AFTUR VILJUM VIÐ MINNA Á NOTENDUR BLOGGSINS AÐ KOMA FRAM AF KURTEISI HÉR Á BLOGGINU OG FYRST OG FREMST VIÐHAFA MÁLEFNALEGAR UMRÆÐUR, EN EKKI SKÍTKAST OG NÍÐ! :(

Við stöndum á tímamótum

timamotMagnús Orri Schram, þingmaður, gaf fyrir skömmu út bókina, Við stöndum á tímamótum, þar sem hann veltir fyrir sér viðfangsefnum stjórnmálanna í víðum skilningi.

Um er að ræða einskona "manifesto" upp á tæpar 140 síður og fer Magnús víða, eins og bent hefur verið á.

Magnús Orri er einn af okkar nýjustu þingmönnum, en hann settist á þing fyrir Samfylkinguna í kjölfar kosninganna árið 2009.

Bókin er lipurlega skrifuð, enda hefur Magnús Orri einnig ritað fjölmargar greinar í dagblöð um málefni líðandi stundar. Veröld gefur út.


Byggðastefna - byggðamál, hvenær komið þið?

Í áðurnefndri könnun kemur fram að um 80% kjósenda Framsóknarflokks eru á móti aðild og talan er svipuð hjá Sjálfstæðisflokki.

Kannski eru kjósendur "landsbyggðar og bændaflokksins" t.d. svona ánægðir með áherslur flokksins í  byggðamálum og byggðastefnu hans?

Það er hinsvegar athyglisvert að í ályktunum flokksins frá síðasta þingi hans í fyrravor er hvorugt þessara orða að finna!

ESB hefur hinsvegar mjög virka byggðastefnu.


"Cream de la cream" - rjómi rjómans!

Í könnun sem Nei-sinnar Íslands létu gera kemur fram að andstaða við ESB-aðild er mikil. Það er nú kannski ekk skrýtið í ljósi þess að Evrópa er að glíma við verstu efnhagskreppu síðan á þriðja ártug síðustu aldar, en hefur tekist að án þess að til stríðsátaka hafi komið.

Fyrir það fékk sambandið friðarverðlaun Nóbels fyrir skömmu. Það er heldur ekki skrýtið í ljósi þess að ekki er vitað hver niðurstaða aðildarviðræðna verður, því þeim er einfaldlega ekki lokið!

Þeir sem betur mega sín í samfélaginu og njóta rjómans, þurfa kannski ekkert á aðild að halda, hvur veit? Fyrir slíka aðila er kannski hentugt, þægilegt og best að predika andstöðu og boða óbreytt ástand. Eins og sést í fjölmiðlum sem andsnúnir eru aðild.

En fyrir almenning, sem berst við gengissveiflur, verðbólgu, himinháa vexti og vertryggingu lána, er aðild að ESB gríðarlega mikilvægt mál.

Að maður tali ekki um þjóð og atvinnulíf sem býr við gjaldmiðil í höftum. Ástand sem enginn hefur getað slegið tölu á, þ.e. hvað höftin hafa kostað íslenskt atvinnulíf og samfélag. Það er nokkuð sem ENGINN veit! En flestir eru sammála um að kostar samfélagið gríðarlega fjármuni.

Þetta eru kannski stóru spurningarnar í sambandi við ESB-málið, þ.e. hagsmunir almennings en ekki lítilla sérhagsmunahópa, sem lifa ef til vill í einhverjum öðrum veruleika en flest annað fólk. 


Össur um afleik Bjarna Ben

"Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum.

Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna."

Á þessum orðum hefst góð grein eftir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í FRBL þann 16.10. Lesið nánar hér.


Friðarverðlaun Nóbels til ESB

esb-merkiÁ RÚV segir: "Evrópusambandið hlaut í dag friðarverðlaun Nóbels. Tilkynnt var um valið í Ósló klukkan níu. Nefndin sem útnefnir friðarverðlaunahafa segir að Evrópusambandið hafi stuðlað að friði í Evrópu frá stríðslokum. Að auki hafi það stutt margar þjóðir við að komast undan einræði og til að efla lýðræði.

Að auki sé það talið Evrópusambandinu til tekna að friðsamlegt sé í álfunni þrátt fyrir margvíslega erfiðleika."

Einhugur var um þetta val í Nóbelsnefndinni, samkvæmt fréttinni.

Evrópusamtökin óska ESB að sjálfsögðu til hamingju með þetta!


ESB birtir framvinduskýrslu

ESB birti svokallaða framvinduskýrslu um ESB-málið þann 10.oktober um stöðu aðildarsamninganna, þar sem fram kemur að framvinda málsins er í réttum skorðum. Á ensku segir í byrjun tilkynningar:

"The Commission is confident that the EU will be able to present a package for the negotiations which takes Iceland's specificities into account and safeguards the principles and acquis of the EU, allowing also, in due course, for a fully informed decision of the Icelandic people."

ESB lýsir því s.s. yfir að tekið verði tillit  til sérstöðu Íslands. 

Lesið meira hér 


Jóhann Hauksson á DV-bloggi um loftvarnarmál

dv-logo

Jóhann Hauksson, blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar og DV-bloggari, bloggar um Evrópumál á DV og segir þar meðal annars:

"Hvernig stendur á því að þeir sem hafa hæst um fullveldi og sjálfstæði Íslands og telja sig sjálfskipaða þjóðvarnarmenn sætta sig  við að ESB-þjóðir verji lofthelgi Íslands?

Er ekki augljóst að fullveldi okkar og sjálfstæði er einmitt varið af þessum „vondu“ þjóðum? Að fullveldi okkar og sjálfstæði eigum við undir nánum og jákvæðum samskiptum við þessar þjóðir?

Hvernig stendur á því að þessir sömu  einangrunarsinnar vilja ekki breyta stjórnarskránni til þess að auðvelda samstarf við Evrópu (ESB) t.d. um eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda eða fjölþjóðlegt eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum?

Hvernig vilja þessir einangrunarsinnar búa að ungu fólki sem í vaxandi mæli samsamar sig hópum yifr landamæri og sækir sjálfsmynd sína og lífsviðhorf í gegn um samskipti á netinu sem þekkir engin landamæri yfirleitt?"


Þráinn Bertelsson um útúrsnúninga og fleira

Eyjan skrifar: "„Mér finnst þetta sjónarmið einhver kjánaskapur og útúrsnúningur,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna um það sjónarmið sem flokksbróðir hans, Ögmundur Jónasson, hefur haldið fram að ESB-málið sé að kljúfa þjóðina í herðar niður.

Eins og svo oft áður fjallar Morgunblaðið í dag um afstöðu VG til aðildarviðræðna við Evrópusambandið, en nokkrir þingmenn flokksins vilja að aðildarviðræðum verði ekki fram haldið á næsta kjörtímabili. Þráinn er ósammála því og vill gefa ferlinu þann tíma sem þarf."

Góður Þráinn! 


Bjarni hræddur um krónuna!

Það er margt skrýtið í kýrhausnum!

óttast formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, um hina sjálfstæðu íslensku mynt, krónuna. Hann óttast að hún geti hrunið vegna væntanlegar afborgana af lánun hjá Landsbankanum og geti sett áætlun um afnám gjaldeyrishafta úr skorðum.

Óneitanlega ekki uppörvandi hugleiðingar helsta talsmanns krónunnar og undirstrikar enn og aftur þær ógöngur sem íslensk gjaldmiðilsmál eru í.

Enda mörg stærstu fyrirtæki landsins löngu farin að gera upp í Evrum eða öðrum traustari gjaldmiðlum en blessaðri krónunni ein og sjá má á umfjöllun hér á blogginu.

Á sama tíma græða fjármálastofnanir á verðbólgu, sem orsakast af krónunni, en almennir lántakendur með verðtryggð lán sjá lán sín bara hækka og hækka. Hve lengi á þetta að vera svona?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband