Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
24.5.2012 | 21:45
Össur fagnar stofnun starfshóps
Í frétt um heimsókn Stefans Füle segir í MBL:
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnaði stofnsetningu sameiginlegs vinnuhóps Íslands og ESB um afléttingu gjaldeyrishaftanna á fundi sínum með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins í morgun.
Frjálst flæði fjármagns er einn meginþátturinn í fjórfrelsinu á sameiginlegum innri markaði Evrópu og því liggur fyrir að ríki með gjaldeyrishöft geta ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu. Afnám gjaldeyrishaftanna er því viðfangsefni aðildarviðræðnanna og er hlutverk vinnuhópsins að móta sameiginlegan skilning og meta leiðirnar út úr höftunum í samvinnu ESB og Íslands, segir í fréttatilkynningu.
Á fundinum ræddu utanríkisráðherra og Füle almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB og voru sammála um að í þeim hafi verið góður gangur. Samningar hafa hafist um tæplega helming samningskafla og er um þriðjungi lokið.
Utanríkisráðherra ræddi sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum og ítrekaði þá afstöðu Íslands að hefja sem fyrst samningaviðræður um veigamestu málefni viðræðnanna s.s. gjaldmiðilsmál, sjávarútveg, landbúnað og byggðamál. Í þessum málum hefði Ísland bæði ríka hagsmuni og skýra sérstöðu sem taka þyrfti tillit til í aðildarsamningi."
24.5.2012 | 21:32
"Laumufarþeginn" felldur!
Hún fór heldur flatt tillagan frá þingmanni Framsóknarflokksins, sem reynt var að læða sem "laumufarþega" (sagði Álfheiður Ingadóttir) inn í stjórnarskrármálið á Alþingi.
Vissulega spunnust fjörugar umræður um málið á þinginu, en kannski hafði Þráinn Bertelsson réttast manna fyrir sér, þegar hann sagði tillöguna hreinlega heimskulega. Þar hitti hann naglann á höfuðið.
Í pistli á Eyjunni segir Mörður Árnason að flutningsmaður (eða kona) tillögunnar hafi ...."gert landi og þjóð mikinn greiða með tillöguflutningnum, því eftir atkvæðagreiðsluna um tillöguna hennar (3425), er ljóst að utanríkisráðherra og viðræðunefnd Íslands hefur fullkomið umboð frá þinginu til að halda áfram og ganga frá samningi sem síðan verður settur í vald þjóðarinnar allrar á grundvelli upplýstrar umræðu."
Hér hittir annar ágætur þingmaður naglann á höfuðið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2012 | 23:28
Gríðarlega spennandi kaffibolli!
Samtök sem berjast gegn mögulegri aðild Íslands að ESB hafa boðið sendiherra eins aðildarríkja ESB í kaffi, til að ræða málin.
Gott og vel, en samtökin verða að passa sig, kaffið er ÚTLENSKT, eða luma þau á nýrri tegund; "landnámsbauninni" ?
Samtökin krefjast þess einnig að útlendi sendiherrann virði lýðræði landsins (Íslands).
Það ættu þau líka að gera og hætta þvaðrínu um að hætta aðildarviðræðum og neita þar með landsmönnum um þau sjálfsögðu réttindi að fá að kjósa um aðildarsamning.
Vinsamlega, verið sjálfum ykkur samkvæm, þið þarna ....sýn!
23.5.2012 | 22:44
Stækkunarstjóri ESB í opinberri heimsókn, 24. og 25.maí
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 24. og 25. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB. Hann mun hitta helstu ráðamenn, sem og fulltrúa frá samtökum sveitarfélaga. Í frétt um þetta á www.mbl.is segir:
"...hinar eiginlegu samningaviðræður hafi borið stöðugan árangur frá því þær hófust fyrir tæpu ári síðan. Fimmtán samningskaflar hafi verið opnaðir, tíu hafi þegar verið lokað til bráðabirgða og undirbúningur sé hafinn að því að fást við næstu kafla.
Samningaviðræður Íslands og ESB ganga vel og við búumst við því að opna fleiri samningskafla á næstu ríkjaráðstefnu, þann 22. júní. Frammistaðan hingað til boðar gott, nú þegar viðkvæmari málaflokkar eru framundan. Ég vonast eftir enn frekari árangri í fleiri köflum fyrir árslok, er haft eftir Füle í tilkynningunni."
Í lok fréttarinnar segir: "Ég kem nú í aðra heimsókn mína til Íslands til að minna á að við störfum að einstöku ferli, sem snýst um að finna Íslandi stað innan sameinaðrar og sístækkandi Evrópu. Við erum skuldbundin til að starfa með félögum okkar á Íslandi og viljum nú einblína á málaflokka sem eru afar þýðingarmiklir hvað framhald viðræðnanna varðar. Með jákvæðni að vopni beggja megin borðsins má viðhalda hraða viðræðnanna og ná árangursríkri niðurstöðu, er ennfremur haft eftir Füle."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2012 | 21:52
Sveitin rædd í morgunútvarpi Rásar tvö, sem og reiknivélin góða!
Samtökin Já-Ísland, gáfu fyrir skömmu út nýtt blað, Sveitina, sem fjallar um landbúnað og byggðamál. Frá þessu hefur verið sagt frá hér á síðunni. Þetta var rætt í morgunútvarpi Rásar tvö þann 23.maí og rætt var við ritstjóra blaðsins, Pétur Gunnarsson, blaðamann.
Þá var REIKNIVÉL samtakanna einnig rædd í síðdegisútvarpinu á rás tvö og þar mættust Benedikt Jóhannesson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Og það hitnaði verulega í kolunum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 22:44
Fyrir hverja er krónan? Gunnar Hólmsteinn á www.jaisland.is
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur, skrifaði grein um gjaldmiðilsmál á vefsíðu samtakanna Já-Ísland, sem birtist þann 18. maí síðastliðinn. Gunnar segir í byrjun greinarinnar (Fyrir hverja er krónan?):
"Fyrir hverja er Krónan? Þessi spurning hefur leitað á mig undanfarið, enda kannski ekki nema von umræða um gjaldmiðilsmál hefur verið mikil. Menn hafa verið að ræða ýmislegt; íslenska krónu, norska krónu, færeyska krónu, Evru, Kanadadollar, Dollar, einhliða upptöku, tvíhliða upptöku, fjölmyntakerfi, fastgengisstefnu og nú síðast Nýkrónu-hugmynd Lilju Mósesdóttir. Kannski ekki nema von að fólk sé létt-ruglað í þessu öllu saman.
Sumir möguleikar eru hreinlega engir möguleikar og hægt að útiloka strax. Norska ríkisstjórnin er t.d. ekkert á þeim buxunum að leyfa okkur að taka upp norsku krónuna. Það kom berlega ljós hjá norskum ráðamönnum fyrir nokkrum misserum. Upphlaupið með Kanadadollar virðist einnig óraunsætt, þó það sé tæknilega framkvæmanlegt. Því myndi einnig fylgja algert afsal á fullveldi Íslands í gjaldmiðilsmálum. Nokkuð sérkennilegt að Framsóknarflokkurinn (les: formaðurinn) skuli vera í þessum hugleiðingum. En á sama tíma felst í þessu viðurkenning á miklum veikleikum krónunnar. Þá má einnig benda á að Samtök ungra sjálfstæðismanna (SUS) telja að krónan sé ekki lengur nothæf."
Síðar segir Gunnar: "Önnur hlið á krónunni er það sem ég vill kalla ,,sjálfstæði til misþyrmingar, á krónunni, gjaldmiðlinum. Ef krónan væri heimilsdýr væri búið að kæra eigandann fyrir illa meðferð og sennilega taka af honum forræðið! Verðmæti krónunnar hefur minnkað um 99.5% frá 1920-2009. Það var jú líka einu sinni þannig að útgerðin gat nánast pantað gengisfellingu (misþyrmingu) á krónunni, til þess að laga efnhagsreikning útgerðarfyrirtækja. Ákveðnir menn komu í fjölmiðla, báru sig illa og síðan var gengið fellt! Almenningur þurfti síðan að taka skellinn í formi kaupmáttarskerðingar. Einnig var algengt að strax eftir nýja kjarasamninga, þá var gengið fellt. Á bóluárunum, (eftir árið 2000) kvartaði útgerðin yfir of háu gengi, en ódýr erlendur innflutningur flæddi þá yfir landið. Eftir hrun kvartar útgerðin ekki, enda hrundi krónan, sem þýðir jú fleiri krónur í kassann." (Feitletrun: ES-bloggið).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2012 | 22:12
Reiknivél Já Ísland vekur athygli
Reiknivél samtakanna Já-Ísland, sem sýnir fram á gríðarlegan mun húsnæðislána á milli Evru-svæðis og Íslands (Evruvæðinu í vil), hefur vakið mikla athygli.
Málið var rætt á Bylgjunni síðdegis þann 22.maí og þar ræddust við Benedikt Jóhannesson og Frosti Sigurjónsson. Hlustið hér.
Reiknivélin: http://lan.jaisland.is/
22.5.2012 | 07:34
ESB skiptir lykilmáli í rannsóknum hér á landi!
Í frétt sem birtist á MBL.is þann 21.5 stendur um nýja skýrslu Menntamálaráðuneytis:
"Þátttaka Íslands í 6. og 7. rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun árin 2003 til 2011, hefur valdið kaflaskiptum í rannsóknum og þróun á Íslandi. Þetta er niðurstaða hóps sem menntamálaráðuneytið fékk í fyrra til að geta úttekt á þátttökunni.
Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu, að það sé einróma álit einstaklinga innan háskólasamfélagsins, stjórnsýslunnar og atvinnulífsins, að þátttakan hafi leitt til stóraukins alþjóðlegs samstarfs, opnað íslenskum vísindamönnum aðgang að þekkingu og aðstöðu, sem ekki hafi verið fyrir hendi hér á landi, og skilað sér í auknum gæðum rannsókna, nýsköpun hjá fyrirtækjum og bættri samkeppnishæfni.
Áhrifanna gætir einna mest á þeim sviðum þar sem Ísland er sterkt og hefur mikil áhrif á þann árangur, sem íslenskt vísindafólk hefur náð á alþjóðlegum vettvangi, sem má m.a. sjá í fjölda birtinga í samstarfi við alþjóðlega vísindahópa. Fyrirtækin sem taka þátt hafa ávinning af rannsóknasamstarfi við mótun framtíðarþróunar og bæta samkeppnisstöðu sína, segir í tilkynningunni.
Þá kemur fram að umfang rannsókna á Íslandi sé umtalsvert meira vegna þátttöku í rannsóknaáætlununum. Á tímabilinu frá 2003 til fyrsta ársfjórðungs 2012 sé búið að semja um styrki að fjárhæð sem er tæplega 3,5 milljörðum kr. hærri en greitt hafi verið fyrir þátttöku í áætluninni á sama tíma."
Og "vond" er hún AÐLÖGUNIN
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.5.2012 | 19:34
Milljónir í sparnað - með Evru-vöxtum: Reiknaðu dæmið!
Stöð tvö birti einkar áhugaverða frétt þann 21.5, sem byrjar svona:"Íslendingur sem tók húsnæðislán árið 2005 - væri fimmtán milljónum ríkari í dag ef honum hefðu boðist meðalvextir á slíkum lánum í Evruríkjunum. Þetta sýnir ný reiknivél Evrópusinna á www.jaisland.is. Ekki eru þó allir á einu máli um hvort reiknivélin gefur rétta mynd.
Evrópusinnar hafa haldið því fram að umtalsvert hagstæðara yrði fyrir Íslendinga að taka húsnæðislán ef þjóðin gengur í Evrópusambandið og tekur upp evru. Þeir halda því fram að þegar Íslendingur kaupir hús, borgi hann í raun til baka 2,5 hús. Sá sem búi í evruríki greiði hins vegar 1,5 hús til baka. Þá muni verðtryggingin gufa upp - enda hafi fáir í Evrópusambandinu heyrt um það fyrirbæri. Andstæðingar inngöngu telja málið ekki svo einfalt.
Regnhlífasamtökin sem halda úti heimasíðunni www.jaisland.is hafa sett í loftið reiknivél þar sem fólk getur slegið inn sitt eigið íslenska krónulán og fengið uppgefið hver staðan á því væri hefði viðkomandi tekið lánið á meðalvöxtum í evruríkjum.
Fréttastofa skoðaði 20,5 milljóna króna lán sem tekið var í mars 2005 á 4,15% vöxtum. Samkvæmt reiknivélinni voru meðalvextir í evruríkjunum þá 3,81%.
Munurinn er sláandi ef marka má þær forsendur sem samtökin gefa sér í reiknivélinni. Af íslenska láninu er búið að greiða um 10 milljónir króna - en í dag stendur skuldin í 31 milljón. Hefði lánið verið með meðal evruvöxtum, væri búið að greiða heldur minna í afborganir, eða 8,9 milljónir - og skuldin hefði lækkað niður í 16,8 milljónir.
Samanlagður munur á afborgunum og eftirstöðvum er því hvorki meira né minna en 15,3 milljónir króna. Miðað við þessar forsendur hefði því verið helmingi hagstæðara fyrir Íslendinginn að fá lán í evruríki."
Reikningana er hægt að framkvæma hér lan.jaisland.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2012 | 21:51
Sveitin komin út - landbúnaður/byggðamál mál málanna
Samtökin Já Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, hafa gefið út nýtt blað, SVEITIN, en í því er fjallað um landbúnað og byggðamál. Í tilkynningu segir:
"Nýtt blað hefur litið dagsins ljós, blaðið ber nafnið Sveitin og fjallar um landbúnað og byggðarmál í tengslum við mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Blaðinu er dreift á öll lögbýli á landinu en má lesa í heild sinni á pdf skjali með því að smella hér. Greinar og viðtöl munu einnig birtast hér á vef Já Íslands á næstu dögum. Blaðinu er ritstýrt af Pétri Gunnarssyni, blaðamanni.
Í tengslum við umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu skiptir máli að reynt sé að meta kosti og galla aðildar og að umræðan sé byggð á staðreyndum og mati þeirra sem gerst þekkja en ekki bábiljum og samsæriskenningum. Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar."
Í frétt á Eyjunni sem snýr að efni blaðsins segir:
"Þau opnunarviðmið sem Evrópusambandið hefur látið Íslendingum í té vegna landbúnaðarmála kveða á um að taka eigi sérstakt tillit til aðstæðna í íslenskum landbúnaði í aðildarviðræðum Íslendinga við ESB, segir Stefán Haukur Jóhannesson, formaður samninganefndar Íslands.
Rætt er við Stefán Hauk í Sveitinni sem er rit um landbúnað og ESB og er gefið út af Já Ísland.
Stefán Haukur segir að í fyrri viðræðum hafi ESB sýnt að sambandið sé tilbúið til að útvíkka sínar reglur og semja um sérlausnir.
Finnar og Svíar eru gott dæmi en þetta á við um aðra, til dæmis Breta og Íra. Þegar Bretar og Írar gengu inn voru reglur sambandsins útvíkkaðar til þess að taka tillit til sérstakra aðstæðna. Sérstök svæði voru skilgreind sem harðbýl svæði og sérstakar reglur búnar til aum þau. Sama á við um Svía og ekki síst Finna."
Hér er SVEITIN
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir