Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
16.9.2012 | 14:43
Danir sennilega með í sameiginlegu bankaeftirliti
Fréttasíðan Euractive segir frá því í frétt að Danir ætli að vera með í sameiginlegu bankaeftirliti, sem rætt er um í Evrópu núna. Þetta er haft eftir seðlabankastjóra landsins, Nils Bernstein.
Danir eru ekki með Evruna, en danska krónan er beintengd henni og má sveiflast innan ákveðinna vikmarka.
"If the framework is established, it could well lead to a strengthening of confidence towards the banking sector of euro countries, which could make it difficult for Denmark to remain outside," Bernstein said.
16.9.2012 | 14:39
Árni Páll í FRBL: EES-samningurinn dugar okkur ekki til fulls - er hálfgildings lausn!
Árni Páll Árnason, þingmaður samfylkingar, ritaði grein í FRBL þann 13.september um Evrópumálin og ræddi aðallega EES-samninginn. Niðurstaða hans er í raun sú að þrátt fyrir að sá samningur hafi reynst okkur alveg ágætlega, sé sú staða komin upp að hann dugi ekki til.
" Í þeirri fyrirferðarmiklu umræðu um kosti Íslands í Evrópumálum sem staðið hefur undanfarin misseri hefur farið frekar hljótt um þá staðreynd að við getum ekki í dag uppfyllt ákvæði EES-samningsins og að alls óvíst er hvernig við förum að því þegar fram í sækir. Við höfum reist gjaldeyrishöft sem ekki standast ákvæði samningsins. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans um varúðarreglur eftir höft er gert ráð fyrir að áfram verði unnt að viðhalda ýmsum hömlum á frjálsum fjármagnshreyfingum, eftir að höftum hefur verið aflétt. Þegar nánar er að gáð er óvíst að þær standist allar ákvæði EES-samningsins. Þannig er til dæmis gert ráð fyrir banni við lántöku heimila og fyrirtækja sem ekki hafa erlendar tekjur í erlendri mynt, en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert athugasemdir við Ísland um bann við gengistryggðum lánveitingum og telur það ekki samrýmast ákvæðum EES-samningsins. Við munum, að óbreyttu regluverki, eiga erfitt með að takmarka heimildir íslenskra banka til að sækja á erlenda markaði eftir afnám hafta og innstæðutryggingakerfi hefur ekki verið útfært með trúverðugum hætti fyrir íslenska banka að afléttum höftum. Og jafnvel þótt hægt væri að laga EES-samninginn að slíkum hömlum höftum undir nýju nafni fælist að öllum líkindum í þeim ákvörðun um að skapa séríslenskt einangrunarregluverk um íslenskan fjármálamarkað. Slíkt mun hafa í för með sér afleiðingar þær augljósustu enn hærri fjármögnunarkostnað fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. "
Síðan segir Árni: "Sú öfugsnúna staða er því uppi nú að Ísland sem varð fyrir miklu höggi vegna skorts á sameiginlegu regluverki um fjármálastöðugleika og bankaeftirlit getur ekki leitt í lög hér þær úrbætur á því sviði sem Evrópusambandsríkin hafa þegar tekið ákvarðanir um. Við erum því enn sem fyrr bundin af því að hafa í heiðri fullt frelsi til fjármagnsflutninga, en höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að takmarka það frelsi og regla fjármálakerfið með sama hætti og hin löndin á hinu evrópska efnahagssvæði. Samningurinn leyfir okkur líklega ekki heldur séríslenskar haftalausnir, sem eru að öðrum kosti nauðsynlegar fyrir farsæla sambúð fjármagnsfrelsis og fljótandi veikburða gjaldmiðils. Fátt sýnir betur hversu öfugsnúin staða Íslands er orðin innan umgjarðar EES-samningsins.
Af öllu þessu leiðir að EES-samningurinn er okkur umtalsvert vandamál og ekki er einfalt að finna leiðir til að lifa við hann að óbreyttu. Við munum eiga í erfiðleikum við afnám hafta og tæpast hafa það svigrúm til að setja hömlur sem Seðlabankinn telur nauðsynlegt til að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga. Við höfum ekki stjórnskipulegar heimildir til að láta fjölþjóðlegar eftirlitsstofnanir fá fullnægjandi valdheimildir til fjármálaeftirlits og varúðar, sem gætu sett fjármagnsfrelsinu alþjóðlega viðurkenndar hömlur. EES-samningurinn býður því að óbreyttu ekki upp á annað en að endurtaka tilraunina um samspil minnsta fljótandi gjaldmiðils í heimi og óhefts fjármagnsflæðis. Hún tókst ekki vel.
Sú hálfgildings lausn sem fólst í EES-samningnum virðist ekki duga okkur til fulls. Þess vegna er okkur brýn nauðsyn að halda áfram með aðildarumsóknina, til að freista þess að finna betri leið fyrir þátttöku Íslands í hinu evrópska viðskiptaumhverfi. Um kosti aðildarinnar og galla fjalla ég í næstu grein."
14.9.2012 | 16:42
Lengsta tímabil veikingar krónunnar síðan 1999!
Morgunblaðið sagði frá því í lok vikunnar að íslenska krónan hefði slegið það sem kalla mætti "veikingarmet" nú í vikunni.
Krónan hefur s.s. veikst stöðugt í langan tíma og er þetta veikingatímabil krónunnar það lengsta síðan 1999!
Gengi Evrunnar nálgast nú 160 krónur og sú danska er kominn yfir 21 íslenska krónu. Dollar er í 121 krónu og gengisvísitalan er komin yfir 218 stig.
Í viðtali við Viðskiptablaðið í september 2011 sagði Már Guðmundsson að krónan gæti og ætti að sveiflast innan haftanna.
En það má spyrja; er hægt að bjóða háþróðuðu hagkerfi, sem byggt er upp að vestrænni fyrirmynd, upp á stöðugar sveiflur gjaldmiðilsins?
Er stöðugleiki gjaldmiðils ekki æskilegt ástand?
Eyjan er einnig með frétt um þetta og þar er haft eftir háttsetum stjórnanda Straums-Burðaráss að "menn stingi höfðinu í sandinn og bíði eftir lausn á gjaldmiðilsmálunum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2012 | 09:11
Dúndur leiðari um Evrópumálin í FRBL
Einn ákveðnasti leiðari um Evrópumál í langan tíma, birtist í Fréttablaðinu þann 14.september og er eftir Þórð Snæ Júlíusson. Leiðarinn hefst með þessum orðum:
"Íslensk umræða um Evrópusambandið (ESB) snýst að mestu um hversu mikil upplausn ríkir innan sambandsins. Stóryrtir andstæðingar þess að aðildarferli Ísland fái að klárast með þjóðaratkvæðagreiðslu leggja línurnar með einföldunum, dómsdagsvísum og þjóðrembu. Þeim tókst meira að segja að láta kosningar um forseta Íslands snúast um ESB. Sigurstranglegur frambjóðandi þurfti meira að segja að þvo af sér aðildarsinna-stimpil sem sitjandi forseti klíndi á hann með því að líkja inngöngu í sambandið við það að leigja herbergi í brennandi húsi.
Vandamál ESB er vissulega risavaxið. Þar var skuldavandi einkabanka og óráðsía einstakra ríkja gerð að yfirþyrmandi vandamáli heillar heimsálfu. Alls nema skuldir Evrulandanna samanlagt 88,2 prósentum af vergri landsframleiðslu þeirra, langt frá 60 prósenta markinu sem sett var í Maastricht-skilyrðunum sem ríki þurfa að uppfylla til að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil. Fjórtán lönd innan sambandsins uppfylla ekki þetta skilyrði. Hagvöxtur innan evrusvæðisins er neikvæður, atvinnuleysi 11,3 prósent og verðbólga sums staðar mikil. Enn getur brugðið til beggja vona og tilvera þess er langt í frá meitluð í stein. En standi sambandið erfiðleika sína af sér er ljóst að það mun verða mun sterkara á eftir.
Það eru líka batamerki að eiga sér stað í Evrópu. Samþykkt þýska stjórnlagadómstólsins á því að stofnun stöðugleikasjóðs evrusvæðisins, ESM, samræmist þýsku stjórnarskránni hefur lægt öldur á mörkuðum álfunnar. Tilkynningu Evrópska seðlabankans um áætluð kaup á ótakmörkuðu magni skuldabréfa sem útgefin hafa verið af stórskuldugum evrusvæðisins var einnig vel tekið. Fjárlagahalli á Ítalíu og Portúgal hefur verið að dragast saman og írska ríkið fór í vel lukkað skuldabréfaútboð fyrr á þessu ári. Og evran, sem fjórðungur alls gjaldeyrisvaraforða heimsins er geymdur í, styrkist dag frá degi um þessar mundir."
Eins og margir hafa tekið eftir hefur gengi krónunnar verið að síga umtalsvert og það hefur gerst á mjög skömmum tíma, þrátt fyrir að krónan sé í gjaldeyrishöftum. En í seinni hluta leiðarans gerir Þórður skuldastöðu að umræðuefni, sem og samningsstöðu Íslands að umtalsefni:
"Og þegar lítið auðlindaríkt eyríki, sem hefur náð að minnka fjárlagahalla sinn úr 13 prósentum af vergri landsframleiðslu niður í nánast engan, snúið miklum samdrætti upp í stöðugan nokkurra prósenta árlegan hagvöxt, endurskipulagt bankakerfið sitt, náð verðbólgu niður og minnkað atvinnuleysi í 4,4 prósent, bankar upp á og vill inn þá lítur það vel út fyrir ESB. Það sýnir styrkleika út á við.
Þessi staða gerir það að verkum að samningsaðstaða Íslands gagnvart sambandinu hefur líkast til aldrei verið betri. Ef kröfur okkar um fullt forræði yfir stýringu veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, um að landið verði allt skilgreint sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og að sambandið aðstoði okkur við afnám hafta svo við getum tekið fyrr upp evru en ella eiga einhvern tímann eftir að nást í gegn þá er það núna, þegar ESB er veikt fyrir.
Því er það augljóst hagsmunamál fyrir þjóðina alla, sem á skilið að fá að kjósa um besta mögulega samning sem við getum fengið við sambandið, að ljúka yfirstandandi viðræðum. Þá getur hún tekið upplýsta ákvörðun um hvernig hún vilji haga framtíð sinni í kjörklefa. Þjóðin á rétt á því að taka þessa ákvörðun sjálf og hún á rétt á því að gera það á grundvelli besta mögulega samnings sem hægt er að ná við ESB. Það er ólíðandi að þröngur hópur sérhagsmunaafla ætli sér að taka þann ákvörðunarrétt af henni. Það má einfaldlega ekki gerast."
Hægt er að taka heilshugar undir þessi orð Þórðar - það er lýðræðislegur réttur þjóðarinnar að fá að kjósa um aðildarsamning! Lítil klíka má ekki hindra það!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2012 | 07:42
G.Valdimar Valdemarsson um kosningarnar í Hollandi - öfgunum hafnað
Í stuttum og áhugaverðum pistli á Eyjunni, skrifar G.Valdimar Valdemarsson, um úrslit kosninganna í Hollandi. Pistillinn birtist hér í heild sinni:
"Nú hafa kjósendur í Hollandi gengið að kjörborðinu og valið sér nýtt þing. Val þeirra er skýrt, þeir völdu miðjuna, samvinnuna og frjálslyndið út úr vandamálum samtímans. Þeir höfnuðu lýðskruminu og patentlausnum flokkanna til sinn hvors enda í pólitíska litrófinu.
Hollendingar völdu samvinnu þjóða til að leysa saman yfirþjóðleg vandamál. Í heiminum í dag er engin ein stofnun betur til þess fallin að leysa þau alþjóðlegu vandamál sem einstakar þjóðir standa frammi fyrir en ESB. Hollendingar höfnuðu áróðrinum um að vandamálin verði til í Brussel og kusu að vinna með öðrum þjóðum í Brussel að sameiginlegri leið út úr þeirri kreppu sem gengur yfir vestræn hagkerfi.
Hollendingar sjá að vandamálin eru yfirþjóðleg og þau verða ekki leyst heima fyrir, lausnin fellst í samvinnunni, hún fellst í því að að deila fullveldinu með öðrum þjóðum, öllum til hagsbóta.
Hollendingar hafa gefið tóninn, þeir völdu frjálslyndi. Vonandi heyrist hann hingað út í Atlantshafið."
Guðmundur Steingrímsson tísti um þetta síðdegis þann 13.9: "Var í umræðu um fjárlögin. Fróðleiksmoli dagsins: Krónan kostar okkur ca 30 milljarða á ári í bein útgjöld úr ríkissjóði. Mætti nota í annað."
Til samanburðar: Kostnaður við menntakerfi landsins er um 64 milljarðar. Þetta er því um helmingur af rekstri alls menntakerfis landsins.
Krónan er dýr!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eins og fram hefur komið í fréttum samþykkti Evrópuþingið heimild til aðgerða gegn svokölluðu þriðja ríki vegna makríl-málsins, sem Íslendingar (og fleiri þjóðir) eiga í deilum við ESB útaf.
Viðskiptablaðið greinir frá þessu og þar segir í frétt: "Þess má geta að Íslandsvinurinn og íhaldsmaðurinn Daniel Hannan var á meðal þeirra bresku þingmanna á Evrópuþinginu sem kaus með þvingunum á hendur Íslandi og Færeyjum."
"Íslandsvinurinn", Daniel þessi Hannan er aðal-uppáhald samtaka Nei-sinna hér á landi og hlýtur þetta því að vera eins og ísköld gusa af sjó framan í Nei-sinna!
Skyldu dyr nei-sinna standa Daniel Hannan opnar eftir þetta?
12.9.2012 | 18:49
Ráðstefna um stjórnskipulag ESB - grein um byggðamál
Á www.JáÍsland segir: "Þann 21. september næstkomandi standa Alþjóðamálastofnun og Mannréttindastofnun fyrir ráðstefnu um stjórnskipulag Evrópusambandsins og Norðurlanda, í samvinnu við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Evrópustofu. Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu og hefst klukkan 13. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á áhrif aðildar að Evrópusambandinu á stjórnskipulag ríkja, einkum Norðurlandanna. Með auknum samruna í Evrópu, hafa mótast tvenns konar stjórnskipunarkerfi annars vegar stjórnskipun aðildarríkja og hins vegar yfirþjóðleg stjórnskipun Evrópusambandsins. Þessi kerfi skarast, enda lúta þau m.a. að valdbærni stofnana og meðferð valds gagnvart borgurum, en hvíla þó á ólíkum hugmyndafræðilegum undirstöðum og kenningum um uppsprettu valdsins. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um hvernig lagakerfi Evrópusambandsins hefur smám saman stjórnarskrárvæðst og samspil stjórnskipunarreglna í landsrétti og sambandsrétti, ástæður þeirrar þróunar, kosti hennar og galla og áhrif á lýðræðislega stjórnarhætti í aðildarríkjum sambandsins." SKRÁNINGAR BERIST Á AMS@HI.IS
Vekjum einnig athygli á þessari grein um byggðamál á vef Já Ísland.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.9.2012 | 18:45
Mikilvægur dagur fyrir Angelu Merkel
Á RÚV segir:
"Stjórnlagadómstóll Þýskalands kvað upp þann úrskurð í morgun að björgunarsjóður evrunnar gengi ekki í berhögg við stjórnarskrá Þýskalands. Með þessum dómi er Angelu Merkel kanslara veitt áframhaldandi umboð til að glíma við skuldavanda evruríkjanna. Dómurinn er talinn mikill sigur fyrir stefnu Merkel í Evrópumálum."
10.9.2012 | 18:59
Bensínlíterinn yfir 260 krónur, dísill hækkar, gengi krónunnar lækkar!
Gjörgæslugjaldmiðill Íslendinga, krónan heldur áfram að falla og því verða nauðsynlegar vörur á borð við bensín og annað, dýrari í verði. Bensínlítrinn hjá Shell kostaði í dag um 261 krónu! Á myndinni frá www.m5.is má sjá hvernig krónan er að falla, gengisvísitalan er nú í rúmum 216. stigum. Krónan veldur óstöðugleika.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir