Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Umræða og fræðsla um Evrópumálin

ESBFundur_800x800Fræðslufundur á vegum Samfylkingarinnar um Evrópumálin verður haldinn í kvöld að Laugarvegi 18b (við hliðina á bókabúð Máls og menningar. Allir velkomnir!

Yfirgnæfandi meirihluti vill klára aðildarviðræður við ESB

ESB-ISL2Ný könnun sem Capacent gerði fyrir Já-Ísland fyrir skömmu sýnir að Íslendingar vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB. Stuðningsmönnum þess að ljúka aðildarviðræðum við ESB fjölgar verulega. Niðurstöðurnar eru þessar:

61% þeirra sem tóku afstöðu vilja klára en 39% slíta.

Þetta er umtalsverð breyting frá því að samskonar könnun var gerð í janúar.

Þá vildu 52% klára viðræður en 48% slíta þeim.

Spurt var: Hvort vilt þú klára aðildarviðræður við ESB eða slíta þeim?

54% sögðust vilja klára, 34,6 vildu slíta og hlutlausir voru 11,5%.

Gallup gerði könnunina fyrir Já Ísland dagana 7. – 15. mars 2013

Svör eftir stuðningsfólki flokkanna sem tók afstöðu
Flokkur

Klára

Slíta

Björt framtíð

91%

9%

Framsóknarflokkur

41%

59%

Samfylking

95%

5%

Sjálfstæðisflokkurinn

33%

67%

Vinstri hreyfingin – grænt framboð

91%

9%


Áhugavert spjall í Sprengisandi

Það er alltaf áhugavert að heyra yfirvegaða umræðu um landsmálin þar sem skynsemin ræður för. Slíkt dæmi heyrðist um helgina í þættinum Sprengisandi, en þar voru yfir-Þursinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson í spjalli ásamt Finni Árnasyni forstjóra Haga.

Egill sagði í þættinum að Íslendingar væru ótvíræður hluti af Evrópu og þangað hlytum við að líta. Fleiri athyglisverð atriði komu fram, eins og t.d. neytendahugsun, verðskyn og fleira. Finnur sagði það vera afstöðu aðila innan verslunarinnar að ljúka skyldi aðildarviðræðum við ESB. Egill og Finnur voru sammála um það að staða gjaldmiðilsmála væri óásættanleg. Egill sagði einnig að hér væri ekki hægt að skipuleggja neitt vegna reglubundin forsendubrests og átti þar væntanlega við gengisfellingar og annað slíkt.

Bendum einnig á mjög athyglisverða grein eftir Finn, sem birtist í Fréttablaðinu, þar sem hann ræddi helst verðbólgu og verðhækkanir: "Verðbólgan er í dag einn helsti óvinur heimilanna, sem búa við óverðtryggðar tekjur en verðtryggð útgjöld. Veikur gjaldmiðill, óstöðugleiki og ekki síst fjölmargar skattahækkanir hafa valdið því að verðlag hefur hækkað um rúmlega 40% á fimm árum. Hluti af þessum vanda er heimatilbúinn: skattahækkanir." 

Partur eitt af viðtalinu og tvö.


Svana Helen Björnsdóttir: Glapræði að slíta viðræðum

svana helenÁ VB.is segir:"„Að slíta viðræðum nú er glapræði,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins (SI). Hún opnaði þéttsetið Iðnþing samtakanna sem hófst á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Svana Helen, sem var endurkjörinn formaður SI í dag, kom í erindi sínu m.a. inn á aðildarviðræður stjórnvalda við Evrópusambandið og lagði ríka áherslu á að landið megi ekki einangrast."

Síðar segir i fréttinni: "„Ég tel það frumskyldu stjórnvalda að tryggja atvinnulífinu og viðskiptalífinu umhverfi sem nágrannalöndin búa við. Gangi það ekki tapar atvinnulífið,“ sagði hún og líkti aðstæður íslenskra fyrirtækja nú um stundir við mann sem er með aðra höndina bundna aftur fyrir sig. „Með þessu ástandi nú er öllu snúið á haus. Við þurfum að vega upp á móti fjarlægðinni með betri skilyrðum. En það er skrýtið hvað stjórnmálamenn eiga erfitt með að hugsa lengra en fjögur ár fram í tímann. Við þurfum á siðbót að halda og komast upp úr förunum,“ sagði hún."

ESB-málið var rætt á Alþingi í dag.


Írland: Vel heppnað skuldabréfaútboð

ÍrlandÍ frétt á vef Irish Times er sagt frá vel heppnuðu skuldabréfaútboði írska ríkisins, en það seldi bréf fyrir um 5 milljarða Evra, til 10 ára, á um 4.15% vöxtum nú í vikunni.

Þetta er talið vera til marks um það að Írland sé að "snúa aftur" eftir að hafa fengið neyðarlán hjá ESB árið 2010.

Írland er hluti af opnu fjármagnskerfi og notar alþjóðlegan gjaldmiðil sem heitir Evra.


Allt í góðu í smáríkinu Möltu

Teitur AtlasonTeitur Atlason, DV-bloggari, setti færslu inn þann 14.3, sem hefst svona: "

Þessi litla frétt slapp í gegnum ritskoðunina á Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar er sagt frá þingkosningunum á Möltu en þar vann Verkamannaflokkurinn sigur á Þjóðernisflokknum sem hefur stýrt landinu lengi. Nú veit ég ekki mikið um pólitíkina á Möltu og ætla í sjálfu sér ekki að hafa skoðun á niðurstöðunni. Það sem var athyglisvert var lokamálsgreinin í fréttinni þar sem segir:

„Þessi litla eyja sker sig úr meðal landa Evrópusambandsins en á Möltu er lágt hlutfall atvinnuleysis, þokkalegur hagvöxtur og fjármál ríkisins þykja traust. Atvinnuleysishlutfallið er 6% samkvæmt nýjustu mælingum og á síðasta ári mældist hagvöxtur landsins 1,5%."

Sumsé. Hér er smáríki í Evrópusambandinu sem er með evru sem gjaldmiðil sem gengur bara mætavel. Ekkert eldhaf og engin stórveldi að stela auðlindunum. Bara opið hagkerfi, virk evrópusamvinna og stöðugt efnahagsumhverfi."


Carl Bild með fund í Norræna húsinu þann 19.mars

C-BildtÍ tilkynningu segir: "Þriðjudaginn 19. mars verður stórviðburður á vegum Sjálfstæðra Evrópumanna. Einn þekktasti stjórnmálamaður Svía, Carl Bildt, fv. formaður Hægri flokksins, fv. forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra, flytur erindi í Norræna húsinu um Evrópusambandið í nútíð og framtíð.

Fundurinn hefst klukkan 8.00 og húsið verður opnað klukkan 7.45. Það verður fróðlegt að heyra hvernig fv. formaður í systurflokki Sjálfstæðisflokksins, maður sem hefur mikla reynslu af Evrópusamvinnunni, lítur á sambandið.

Sem kunnugt er voru skoðanir í Svíþjóð mjög skiptar um inngöngu og fróðlegt að heyra hvernig einn helsti foringi hægri manna upplifir veru þeirra í ESB."

Eftir að hægri-stjórnin tók við í Svíþjóð árið 2006 var það Bildt sem var helsti drifkrafturinn á bakvið stefnubreytingu sem fólst í því að færa Svíþjóð inn í kjarna Evrópusamtarfsins. Það hefur borið ríkulegan árangur, enda landið (íb. um 10 milljónir) eitt af áhrifamestu löndum innan ESB. 

Allir velkomnir og óhætt að fullyrða að þetta er hvalreki fyrir áhugamenn um Evrópumál, en fáir þekkja betur til þessa málaflokks á Norðurlöndum (og víðar!) en Bildt.


Gjaldmiðlamál: Engin framtíðarsýn

Jón SigurðssonÍ frétt á RÚV ræðir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar stöðuna í gjaldmiðlamálunum: "Það er engin framtíðasýn til í gjaldmiðlamálum íslensku þjóðarinnar, segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Hann segir það mikil vonbrigði hvernig Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi Evrópusambandsmálin á síðasta landsfundi.

„Við hjá Össuri erum búin að fá algera undanþágu undan þessum gjaldeyrislögum og getum hagað okkur nánast eins og við viljum. Það er einungis gert til að halda okkur hér á landi því annars gætum við einfaldlega ekki verið hér,“ segir Jón spyr hvað með alla hina sem ekki fái þessa undanþágu."

Þetta lilta textabrot sýnir að það búa ekki allir við sama borð í ríkjandi ástandi. Höftin mismuna og eru því óréttlát. Þau verða að fara.

Viðtal við Jón í Morgunútvarpi RÚV um fríverslunarviðræður ESB og USA.


Kreppuverðbólga?

EyjanEyjan skrifar: "Svo gæti farið að íslensk stjórnvöld þurfi að glíma við svokallaða kreppuverðbólgu á næstu árum. Allt eins er hugsanlegt að hagkerfið hafi dregist saman í fyrra.

Í umfjöllun um íslenskt hagkerfi í Morgunblaðinu í dag segir Valdimar Ármann, hagfræðingur og sjóðsstjóri hjá GAMMA, að hætta sé á að Ísland sé að stefna í svonefnda kreppuverðbólgu (e. stagflation)."


Dæmi um byggðastuðning í Póllandi

VarsjáRitari heyrði áhugaverða umfjöllun um Pólland og þáttöku landsins í byggðauppbyggingarprógrammi ESB (Regional funds), en landið gekk í ESB árið 2004 og var þá margt mjög vanþróað í byggðamálunum.

Á síðustu fjárlögum ESB fékk landið um 65 milljarða Evra til byggðaþróunar og við samningu nýrra fjárlaga ESB frá 2014-2020 höfðu Pólverjar áhyggjur af því að þeir myndu fá mun minna. En svo varð ekki raunin, heldur fengu þeir aukinn stuðning, eða um 73 milljarða Evra. Þetta samsvarar um 12500 milljörðum íslenskra króna.

Í þessari umfjöllun var rætt við verksmiðjueiganda í A-hluta landsins sem var nýbúinn að kaupa vélar og tæki frá öðrum ESB-ríkjum, með hlutastuðningi ESB. Hann var búinn að stækka verksmiðjuna og ráða 24 nýja starfsmenn vegna aukinna umsvifa. Það var gott í honum hljóðið og sagði hann að án stuðnings ESB hefði hann ekki getað aukið umsvifin, hann hefði geta haldið óbreyttu ástandi.

Þetta er eitt lítið dæmi um byggðastefnu ESB í hnotskurn. Ísland hefur hinsvegar enga byggðastefnu.

Í lok umfjöllunarinnar kom síðan fram að eftir 2020 reikna Pólverjar ekki með eins miklu fjármagni frá ESB, einfaldlega vegna þess að það er búið að byggja gríðarlega mikið upp í landinu, með aðstoð ESB frá inngöngu árið 2004.

Hér má lesa um stuðning ESB við Pólland, en í krafti hans hafa t.d. verið lagði 3700 km af nýjum vegum, en alls var um 25 milljörðum Evra varið í að byggja upp "infrastrúktúr" á árunum 2007-13.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband