Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
3.3.2013 | 11:06
Þórarinn G. Pétursson: Spurningin um krónuna
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans skrifaði grein í Fréttablaðið laugardaginn 2.mars og hefur hún vakið mikla athygli. Í henni setur Þórarinn fram sína sýn á gjaldmiðilsmálin, en greinin ber yfirskriftina Spurningin um krónuna. Við skulum kíkja á nokkra punkta úr henni:
...krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær.
...enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum.
...Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil.
...beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs.
...Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði.
...Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum.
...Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi.
...Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd.
...Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2013 | 10:46
Þorsteinn Pálsson: Lokað í báða enda
Þorsteinn Pálsson, ritaði að venju helgarpistil í Fréttablaðið og það kom ekki á óvart að hann fjallaði að þessu sinni um Sjálfstæðisflokkinn:
"Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins benti flest til að afstaðan til Evrópu yrði þrengd. Hitt kom á óvart að VG skyldi samþykkja að ljúka aðildarviðræðunum og verða þannig opnara fyrir þróun vestrænnar samvinnu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af haft forystu um ný skref Íslands í pólitísku og efnahagslegu samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Nú er hann í besta falli málsvari óbreytts ástands. Engar línur voru lagðar á landsfundi hans hvernig tryggja ætti stöðu Íslands í þeim miklu breytingum sem eru að verða í alþjóðlegri efnahagssamvinnu, meðal annars á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Landsfundurinn gekk svo langt að hafna tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna, sem hann á hinn bóginn sagði að væri forsenda þess að halda þeim áfram. Á fundinum endurómaði það viðhorf Morgunblaðsins að fremur ætti að tefla stöðunni á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins í tvísýnu en að fallast á nýjar reglur um eftirlit með fjármálastofnunum. Þær eru þó sérstaklega mikilvægar hagsmunum fyrirtækja og neytenda sem vilja eiga jafnan og óskertan aðgang að alþjóðlegum fjármálamarkaði.
Ekki er unnt að segja að hugsjónir VG lúti að frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. En öndvert við Sjálfstæðisflokkinn ætlar VG ekki fyrir fram að loka einum af helstu möguleikunum á að losa Ísland úr kvínni sem það er nú einangrað í.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill en hafnaði um leið þeim kosti sem raunhæfastur er í staðinn. Einu sinni var sagt um Framsóknarflokkinn að hann væri opinn í báða enda. Að því er peningamálin varðar sýnist Sjálfstæðisflokkurinn nú vera lokaður í báða enda."
1.3.2013 | 10:45
Pawel Bartoszek: Óþarfi að láta eins og fáviti!
Pawel Bartoszek, skrifar grein í FRBL þann 1.3 og víkur í seinni hluta hennar að nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins og afstöðu fundarins til ESB og aðildarviðræðna.
"Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrir helgina þá stefnu að pása aðildarviðræðurnar og kjósa svo um framhaldið. Eftir helgina hefur hann þá stefnu að hætta við og kjósa ekkert sérstaklega um framhaldið.
Þar með var vikið frá ákveðinni sátt frá 2011 svo þeir sem að henni stóðu, til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hljóta nú vera óbundnir af henni.
En gott og vel, auðvitað getur stjórnmálaflokkur haft afdráttarlausa stefnu í ESB-málum. En eitt er að fara meðal fólks og útskýra að meirihluti Sjálfstæðismanna vilji sjá Ísland utan ESB og annað er að reyna að réttlæta þá þvælu að menn vilji loka húsnæði Evrópusambandsins vegna þess að Evrópusambandið dreifi þar bæklingum um sjálft sig. Kommon. Það þarf enginn að elska Brussel. Það er samt óþarfi að láta eins og fáviti.
Evrópuumræðan á landsfundinum var reyndar mjög athyglisverð. Það var til dæmis merkilegt að sjá að þegar Evrópumálin voru rædd í Laugardalshöllinni þá töluðu formaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður gegn því að horfið yrði frá þeirri sátt sem náðst hafði fyrir tveimur árum. En salurinn fylgdi öðrum formanni, sem stóð út við hliðarvegg og fylgdist með meðan gamlir undirmenn hans fluttu málstað sinn í ræðupúltinu.
Þannig má segja að á landsfundi hafi myndast ágreiningur milli hinnar hálffimmtugu kjörnu forystu Sjálfstæðisflokksins og hinnar hálfsjötugu fyrrum forystu hans. Auðvitað mega allir mæta á fund og rétta upp hönd. En engu að síður: Björn Bjarnason, Davíð Oddson og Tómas Ingi Olrich þurfa ekki lengur að halda Sjálfstæðisflokknum saman. Þeir þurfa heldur ekki að mynda ríkisstjórn að kosningum liðnum. Engu að síður fara þeir gegn forystu flokksins, sem mun vonandi þurfa að gera hvort tveggja. Það er athyglisvert, svo ekki sé minna sagt. En ég ætla ekki að vorkenna forystum. Forystur verða bara að bíta frá sér. Það að vera í forystu snýst um það að leiða, en ekki bara um það að vera fyrstur."
Í tilkynningu segir:
"Föstudaginn 8. mars, kl. 12:00-13:15 í Öskju 132:
Skuldakreppan: Stórveldi og smáríki innan Evrópusambandsins
Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013
Skuldakreppan í Evrópu hefur ekki einungis haft áhrif á efnahagsmál heldur einnig hið pólitíska svið. Smáríki álfunnar hafa brugðist við með því að leggja áherslu á nána samvinnu stofnana og byggja viðbrögð sín á siðferðilegum sjónarmiðum með það að markmiði að verja þá verst settu í samfélögunum. Stærri ríkin reyna hins vegar að bæta stöðu sína með því að vinna saman í stofnunum sem eru í raun gjaldþrota og hjálpa þannig þeim sterku. Í náinni framtíð munu þessar gjörólíku nálganir hafa veruleg áhrif á evrópsk stjórnmál og samskipti ríkja í heiminum.
Peter J. Katzenstein er einn áhrifamesti stjórnmálafræðingur í heiminum í dag og helsti kenningarsmiður í smáríkjafræðum. Hann fæddist í Þýskalandi en flutti til Bandaríkjanna og lauk doktorsgráðu við Harvard. Í dag er hann Walter S. Carpenter Jr. prófessor í alþjóðafræðum við Cornell háskóla. Hann er jafnframt gestafræðimaður við Princeton Institute of Advanced Study og Stanford Centre for Advanced Study in the Behavioral Sciences og var forseti the American Political Science Association 2008-2009.
Þátttakandi í umræðum og fundarstjóri er dr. Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heldur tíu málstofur um Evrópusamrunann og Ísland í vetur. Stofnunin hlaut styrki frá Evrópustofu og úr Jean Monnet sjóði ESB til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir