Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingagjöf um ESB boðin út

IS-ESB-2Á heimasíðunni www.esb.is er greint frá því að upplýsingagjöf varðandi ESB-umsóknina hefur verið boðin út. Hægt er að finna útboðsgögn hér, en þetta er opið útboð.

Í útboðslýsingunni stendur m.a.: ,,The purpose of the contract is ultimately to assist the European Union's efforts to improve public knowledge andunderstanding of the European Union in Iceland and to explain the relationship between Iceland and the EU, theprocess of EU accession and the potential implications of accession for Iceland to its citizens.
The activities deployed by the future contractor should facilitate debate on all of the above and counteract misinformation and disinformation on the EU, thus contributing to giving well-informed citizens with realistic expectations a basis to form their own conclusions."

Lauslega þýtt fjallar þetta um að sá sem fær hnossið aðstoði ESB við að auka þekkingu Íslendinga og að viðkomandi aðili eigi að stuðla að umræðu, til vinna gegn röngum og villandi upplýsingum um ESB.

Markmiðið er að gera íbúum Íslands það kleift að komast að eigin niðurstöðum, eins og það er orðað.


AMX og Já.is

AMXAMX-vefurinn reynir að gera mál úr því að Egill Helgason veki athygli á grein Ingimundar Bergmann, sem birtist í Fréttablaðinu og fjallar um landbúnað. Í greininni gagnrýnir Ingimundur Bændasamtökin. Eins og það megi ekki.

AMX skrifar: ,,Ingimundur veittist að forystu Bændasamtaka Íslands fyrir að vera á móti ESB. Skyldi Egill geta upplýst smáfuglana um, hvar Ingimundur stundar búskap?"

Evrópusamtökin geta upplýst AMX um að Ingimundur Bergmann er skráður á Vatnsenda, 801 Selfossi (dreifbýli). Upplýsingar sem þessar er hægt að fá á www.já.is!

En AMX vill örugglega bara nota NEI.is! Og ekkert annað!


Geir Haarde í Financial Times: "Vorum barnalegir, héldum að kerfið væri ekki fyrir lítil opin hagkerfi"

Geir HaardeGeir Haarde, segir í Financial Times að megin ástæðu hrunsins megi rekja til bankanna og æðstu stjórnenda þeirra. Svo segir hann þetta:

,,In one of his first interviews since stepping down, Mr Haarde said the Icelandic crisis was part of a pan-European regulatory failure. “We had exactly the same regulations as the rest of Europe. We did not realise that the system was not created for a small, open economy like our own. It has caused havoc in Greece and Ireland. We were naive in thinking that because the system came from Europe, it must be right.” (Heimild: FT.com)

Þýðing: ,,Við áttuðum okkur ekki á því að kerfið var ekki skapað fyrir lítið, opið efnahagskerfi, eins og okkar. Það hefur skapað ringulreið í Grikklandi og Írlandi. Við vorum barnalegir að halda að fyrst kerfið komi frá Evrópu, þá hlyti það að vera í lagi."

Grikkir lugu og fölsuðu tölur í ríkisbúskap landsins og það er m.a. stór hluti þess vanda sem þeir glíma við.

Voru Írar líka að hugsa eins og við (les: Geir), þ.e. að þeir hafi ekki fattað að þetta var ekki kerfi fyrir lítil opin efnahagskerfi? Voru þeir þá líka barnalegir (naive)?

Er hægt að afskrifa heilt efnahagshrun með þessum hætti? Eru ekki einhverjar fleiri skýringar? T.d. vaknar spurningin: Hverjir slepptu bönkunum lausum?

 


Friðrik birtir bréf í The Scotsman

Friðrik J. ArngrímssonFriðrik J. Arngrímsson fékk birt bréf frá sér í The Scotsman um markríldeiluna sem Ísland á í við ESB, Noreg og Færeyjar. Hér má lesa bréfið.

Annars er svolítið merkilegt í umræðunni að það er alltaf verið að segja að ESB ætli að þvinga Ísland til þess að gera þetta eða hitt í þessari deilu. M.a. að ,,þvinga ísland" að samningaborðinu.

Hinsvegar er talað um að beita ,,hámarks þrýstingi" eins og sjá m.a. í þessari grein

Það er alþekkt að beitt sé pólitískum þrýstingi á ýmsum sviðum, í ýmsum deilum. Það er hinsvegar alls ekki sami hluturinn og að beita þvingunum. Þá fara menn að beita öðrum aðferðum.

Uppfærsla: Í kvöld birtist frétt á Stöð 2 þar sem Friðrik sagði það ekki útilokað að erlend skip veiði makríl í íslenski lögsögu og öfugt. ,,Það getur oft orðið hluti af lausn málsins," sagði Friðrik.


Austur og Vestur Þýskaland = ÞÝSKALAND (20 ár liðin frá sameiningu)

Því er fagnað í Þýskalandi í dag að 20 ár eru frá því að Austur og Vestur-Þýskaland samneinuðust.

A-Þýskaland er kannski hvað þekktast fyrir að reisa Berlínarmúrinn og ein frægasta ljósmynd seinni tíma er frá þeim tíma, þegar landamæravörðurinn Conrad Schumann hoppaði yfir í frelsið fyrir vestan, eins og myndin hér að neðan sýnir.

Conrad Schumann


ESB-fréttir á einum stað!

news.jpgInternetið er fullt af fréttum. ESB-fréttir eru þar engin undantekning. Á vefsíðunni http://www.eufeeds.eu/eu er að finna nær allar ESB-fréttir sem hægt er að hugsa sér.

Á síðunni er svo að finna fréttir frá um 1000 evrópskum fréttamiðlum, víðsvegar úr Evrópu.Hægt er að velja mismunandi lönd eða svæði. Síðan uppfærist á 20 mínútna fresti. Noregur er með! En ekki Ísland.


Lettland: Stjórnin fékk endurnýjað umboð

Riga í LettlandiRíkisstjórn Lettlands hélt velli í kosningum, sem haldnar voru um helgina. RÚV segir frá þessu og þar stendur: ,,Stjórnarflokkarnir í Lettlandi fengu öruggan meirihluta á þingi í kosningunum í gær. Þegar búið var að telja þorra atkvæða voru flokkarnir með um 60% atkvæða og og allt að 2/3 þingsæta. Dombrovskis, forsætisráðherra, sagði í yfirlýsingu í nótt að hann ætli í dag að ræða um stjórnarmyndun við núverandi samstarfsflokka." Öll fréttin

 Lettar lentu illa í fjármálakreppunni, en úrslit kosninganna sýna að Lettar vilja ekki snúa við tímanum, heldur hafa gefið núverandi stjórn nýtt umboð til að halda áfram vinna landið út úr kreppunni.

Lettland stefnir á að taka upp Evruna sem gjaldmiðil árið 2014, en landið gekk í ESB árið 2004 og er því á fullu á ,,Evrópubrautinni."


Bóndi ber í borðið!

IIngimundur Bergmannngimundur Bergmann bóndi skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag. Þar kveður við annan tón en venjulega hjá bændum eða amk bændaforystunni. Ingimundur segir meðal annars:

 ,,Komið hefur fram að eitt af því sem ESB hefur sett út á varðandi landbúnaðarkerfið íslenska sé að ekki sé auðvelt að sjá hvernig því fjármagni sem ráðstafað er til að styrkja íslenskan landbúnað sé varið. Við lestur bréfsins læðist að sá grunur, að það fari dálítið fyrir brjóstið á bændaforustunni að hugsanlega verði þar gerð breyting á: að greiðslur verði auðraktari og kerfið gert opið og gegnsætt. Það er nefnilega kunnara en frá þurfi að segja að í millifærslukerfinu íslenska, er þá ekki eingöngu átt við landbúnaðarkerfið, leynist mörg matarholan, sem þeim einum er kunnugt um sem innvígðir eru í viðkomandi kerfi."

Jafnframt bendir Ingimar á rökleysuna í tengslum við matvælaöryggið sem Bændaforystan leggur að miklu leiti til grundvallar því að Ísland geti ekki gengið í ESB en hann bendir á í grein sinni að mestu sé fóður innflutt :

,,Í málflutningi sínum hefur BÍ meðal annars haldið því fram að tryggja verði matvælaöryggi íslensku þjóðarinnar og talið að það verði best gert með því að halda Íslandi utan við ESB. Það er svo gjarnan látið fylgja með: að ef samgöngur til landsins einhverra hluta vegna stöðvist, þá sé gott að eiga matvælaframleiðslu sem duga muni þjóðinni í slíkum þrengingum.
Málflutningur af þessu tagi stenst ekki skoðun. Ef svo færi að samgöngur til landsins stöðvuðust, þá háttar þannig til að eitt það fyrsta sem færi úr skorðum er landbúnaðurinn. Ekki yrði flutt inn korn, olía, vélar, né varahlutir til þeirra. Engin áburðarverksmiðja er í landinu og ekki kæmi hann án samgangna. Þá má einnig geta þess, að ekki er vansalaust hve lítt hefur verið hugsað um að nýta búfjáráburð, en vonandi stendur það til bóta, þó ekki sé nema vegna þess hve áburðarverð hefur rokið upp að undanförnu. Landbúnaðarframleiðsla myndi sem sagt, nær stöðvast, fyrir nú utan allt annað sem úr skorðum gengi við slíka uppákomu."


Ingimundur lýkur grein sinni á þessum orðum:

,,Það er því ljóst að málflutningur Bændasamtaka Íslands stenst ekki hvað þetta varðar og kominn er tími til að BÍ snúi sér frekar að því að huga að hagsmunum íslenskra bænda innan Evrópusambandsins, ef til þess kemur að Ísland verði eitt af ríkjum þess, en að mála Bændasamtökin út í horn með málflutningi sem ekki þjónar hagsmunum umbjóðenda sinna, né íslensku þjóðarinnar."


Hér má finna grein Ingimundar Bergmann í heild sinni


Anna Margrét vill stuðla að ylrækt á Suðurnesjum með aðkomu ESB

Anna Margrét GuðjónsdóttirÍ Speglinum í gær var mjög áhugavert viðtal við Önnu Margréti Guðjónsdóttur, varaþingmann Samfylkingar um hugmyndir um ylrækt og ylver á Suðurnesjum. Með aðstoð og aðkomum ESB.

Hér er krækjan, en viðtalið er í c.a. miðjum þættinum.


Heitar sjávarútvegsumræður á Eyjunni um Joe Borg / ESB

Joe BorgHeitustu umræður vikunnar á Eyjunni hefur verið fréttin um heimsókn Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra hingað til lands um síðustu helgi. En þá sýndi hann fram á að Íslendingar hafa góða möguleika til að ná hagstæðum samningi við ESB um sjávarútvegsmál.

Það sem Malta náði fram geta Íslendingar notað sem fordæmi, þó svo að mikið skilji löndin að í aflamagni.

Um 160 athugasemdir hafa komið við fréttina


Frökkum stefnt af ESB

Viviane RedingÁ RÚV segir eftirfarandi í frétt: ,,Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í dag að höfða mál gegn Frökkum fyrir Evrópudómstólnum vegna meðferðar þeirra á róma-fólki, eða sígaunum. Dómsmálastjóri ESB segir að engu aðildarríki, hvorki stóru né smáu, líðist að brjóta lög sambandsins."

Öll fréttin


Rödd að norðan um gjaldmiðilsmál

Jón Þorvaldur HeiðarssonJón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, skrifar grein um ESB-málið í Fréttablaðið í dag og er mest að velta fyrir sér gjaldmiðilsmálum. Hann skrifar:

,,Það hefur sína kosti og galla að vera áfram með íslenska krónu en sú leið gæti reynst þrautin þyngri. Traustið á þessum örgjaldmiðli hefur minnkað mikið, ekki síst hjá Íslendingum sjálfum. Afleiðingar vantraustsins koma þó ekki í ljós á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði. Að vera með íslenska krónu og gjaldeyrishöft til frambúðar er hins vegar afar slæmur kostur af mörgum ástæðum. Þá yrðu Íslendingar t.d. að hætta að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er ekki ljóst hvort íslensk króna án gjaldeyrishafta, þ.e. á frjálsum markaði, sé farsæl leið heldur. Ef íslensk heimili hafa það lítið traust á krónunni að þau skipta sparnaði sínum við fyrsta tækifæri í öruggari gjaldmiðla þá er ekki hægt að vera með krónuna nema með því að hafa vexti svo háa að það vegi upp áhættuálagið á krónunni. Íslenskt atvinnulíf þarf þá að borga margfalt meiri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í nágrannalöndunum. Slíkt mun koma niður á lífskjörum Íslendinga."

Og síðar segir Jón: ,,Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu felur það í sér að Íslendingar myndu, að eðlilegum skilyrðum uppfylltum, geta notað næststærsta gjaldmiðil heims sem sína heimamynt auk þess sem stór hluti utanríkisviðskipta færi fram í heimamyntinni. Þær evrur sem þyrfti að setja inn í hagkerfið í skiptum fyrir íslenskar krónur fengjum við á silfurfati, ekki þyrfti að kaupa þær. Á bak við myntina stæði síðan Seðlabanki Evrópu í stað Seðlabanka Íslands."

Öll greinin


Þjóðarframleiðsla myndi aukast um 7% (100 milljarða) við aðild að ESB

Eyjan birtir frétt í dag og vísar til fréttar FRBL þar sem kemur fram að þjóðarframleiðsla hér á landi myndi aukast um 7% við aðild að ESB. Það eru um það bil 100 milljarðar íslenskra króna.

Þetta kemur fram í doktorsritgerð Magnúsar Bjarnasonar, stjórnmálafræðings, sem hann varði í Hollandi. Í frétt Eyjunnar segir:

,,Segir Magnús að sjávarútvegsmálin snúist ekki fyrst og fremst um hverrar þjóðar þeir eru sem veiða fiskinn heldur fyrst og fremst að ekki sé gengið á auðlindina. „Á meðan fiskinum er landað á Íslandi skapar það íslenska atvinnu en vandamálið er að hjá ESB hafa þeir veitt meira en stofnarnir þola og þeir eru að eyðileggja auðlindina.“

„Þetta þarf því að negla niður í aðildarsamningi, ekki „þegar þar að kemur“, því lausnin er alltaf sú að það er veitt meira en stofnarnir þola. Þetta er ekki bara efnahagsmál heldur umhverfismál líka.“

Kveða þurfi á um að tillögum vísindamanna um hámarksafla verði fylgt.

Landbúnaður

Magnús fjallar mikið um landbúnaðarmál í bók sinni og er niðurstaðan að aðild yrði jákvæð fyrir neytendur í landinu. Hins vegar sé einnig ljóst að hluti bænda á óhagkvæmum býlum þurfi að gera rekstur sinn arðbærari.

„Landbúnaðurinn er lítill hluti af þjóðarframleiðslunni en engu að síður er þetta matur, og hann má ekki bregðast. Það er oft talað um matvælaöryggi en á móti kemur að innlend framleiðsla er gjörsamlega háð innflutningi. Öll olía og allir traktorar og annað er innflutt. Það er alveg útilokað að segja að við ætlum að skerma okkur frá umheiminum og vera sjálfum okkur nóg.“

Aðild krefst hagræðingar í landbúnaði að mati Magnúsar og vissulega þurfi bændur að taka nokkuð til hjá sér. Raunin hafi verið að býlum hefur fækkað en þau stækkað hjá löndum innan sambandsins.

Evran

Upptaka evru hér yrði mjög til góðs að mati Magnúsar en aðeins ef efnahagsmálin séu í lagi af okkar hálfu. „Við þurfum að uppfylla skilyrði um að verðbólgan sé í lagi, að vaxtastig og ríkisfjármál séu í lagi. En þetta er allt í ólagi sem stendur.“

 


Íslendingar vilja EKKI draga umsókn að ESB til baka!

esbis.jpgÍ nýrri könnun sem Fréttablaðið birti í morgun, kemur fram að yfirgnæfandi fylgi við að halda áfram aðildarumsókninni að ESB. Í frétt blaðsins segir:

,,Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins ljúka viðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn í kjölfarið. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka."

Það er því ljóst að þjóðin vill fá að kynna sér málið og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem er eðlilegur gangur lýðræðisins.

 


Báknið - mannekla hjá ESB?

rinus_schendelen_01.gifRitari var að fara í gegnum gömul dagblöð, því oft er jú ekki tími til að lesa allt sama dag og blaðið kemur út.

Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins frá 5. september er grein eftir Baldur Arnarson sem ber heitið MACHIAVELLI Í BRUSSEL. Greinin er viðtal við hollenskan prófessor í stjórnmálafræði, sem þjálfar s.k. hagsmunaverði í Brussel.

Það er þeir aðilar sem gæta ákveðinna hagsmuna, t.d. eins og forvarsmenn LÍU, Samtaka iðnaðarins og Bænda, hér á landi. Prófessorinn heitir Rinus Van Schendelen. (mynd)

En eitt er afara athyglisvert í greininni. Andstæðingar ESB hamast eins og rjúpan við staurinn að segja okkur frá því hvað ESB sé mikið BÁKN. En lítum nú á brot úr texta Baldurs, en það er svona:

,,Brussel er borg margra tungumála og hvetur Van Schendelen hagsmunaverði til að velja þau orð af kostgæfni sem mest ber á í málafylgjunni með tilliti til þess hvernig þau verði þýdd á helstu tungumál.

Einnig geti vísvitandi ögranir í formi rangrar hugtakanotkunar komið andstæðingnum úr jafnvægi og byrgt honum sýn á ögurstundu.Andstætt því sem margir halda er skrifræðisbáknið í Brussel lítið að umfangi í samanburði við mörg evrópsk ríki og segir Van Schendelen manneklu í framkvæmdastjórninni fela í sér einstakt tækifæri fyrir hagsmunahópa, enda þurfi stjórnin að reiða sig á utanaðkomandi ráðgjöf." (Leturbr. ES-blogg)

Maður trúir varla sínum eigin augum! Að þetta standi í Morgunblaðinu er með hreinum ólíkindum!

Samkvæmt tölum frá danska þinginu voru rúmlega um 37.000 manns á launaskrá hjá ESB árið 2008.

Þetta þýðir um 0.0007384 embættismenn pr. ESB-íbúa (500 milljónir).

Hjá Bændasamtökum Íslands starfa (skv. www.bondi.is) 59 manns, eða 0.0001966 starfsmenn pr. íbúa. Uppreiknað í milljón íbúa væri þetta um 180 manna starfslið.

Uppreiknað í 500 milljónir samsvarar þetta um 90.000 manns.

Hjá LíÚ starfa 9 manns og Samtökum Iðnaðarins 18, samkvæmt heimasíðum.

Hvar er þá mesta (skrifræðis)báknið?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband