Leita í fréttum mbl.is

10 stig - öll ósköpin!

Nú er hið íslenska túrhestasumar að ná hámarki og víða margt um (ferða)manninn. Í vor voru menn að spá því að krónan myndi nú styrkjast verulega með auknu innfæði erlends gjaleyris. En hefur það gerst? 

Svarið er nei, styking krónunnar hlýtur að vera lang undir væntingum manna í þeim efnum, eins og skjámynd af vefnum www.m5.is sýnir:

krona-styrking-juli2012

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Þann 18.apríl var gengisvísitalan í 228, í dag var hún aðeins 10 stigum lægri, eða 218 stig. Það eru nú öll ósköpin.

Höftin verða að fara. Ísland verður að verða þátttakandi í alþjóðlegum viðskiptum með eðlilegum hætti að nýju. Og fá nothæfan gjaldmiðil.


Hroki bændaforystunnar - höfðingjanna í Bændahöllinni!

bændablaðið

Hið ríkisstyrkta málgagn Bændasamtakanna, fríblaðið Bændablaðið, skrifar oft um ESB og í yfirgnæfandi tilfella er það með neikvæðum formerkjum. 

Blaðið liggur frammi á hinum ýmsu stöðum og fýkur á víð og dreif úr sjoppum landsins, en þar rakst ritari einmitt á nýjasta eintakið.

Þar í leiðara er verið að fjalla um íslenskan landbúnað og skal ekki farið út í þá sálma hér.

En það sem er athyglisvert eru orð leiðarahöfunar um aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, Stefán Hauk Jóhannesson sem blaðið kallar "svokallaðan aðalsamningamann."

Orðfærið lýsir yfirlætislegum hroka frá samtökum sem gera í raun allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stimpla samningaferlið með neikvæðum hætti. Hjá samninganefnd sem hefur einsett sér að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Ísland - og þar með talið íslenska bændur!

Svo segir leiðarahöfundur í sama leiðara að Bændasamtökin hafi einvörðungu ,,ástundað faglega vinnu og öfluga fræðslu." Vel má vera að faglega sé unnið og fræðslan sé öflug, en hún er nánast alfarið á neikvæðu nótunum.

Bændablaðið er best í því að uppfræða sína lesendur um neikvæðar hliðar ESB-aðildar, en lætur það nánast alfarið eiga sig að reyna að sjá möguleika í aðild fyrir íslenska bændur og landbúnað.

Sennilega vill forystan halda óbreyttu ástandi, halda áfram að þiggja milljarðana tíu árlega  og dreifa þeim eftir eigin höfði.

Halda áfram að vera ríki í ríkinu! 


Gunnar Hólmsteinn: Arðgreiðslur og ESB-umsóknin

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, birti grein þann 11.júlí þar sem hann fjallar umsóknaferlið að ESB. Hann bendir á þá staðreynd að umsóknarferlið er álíka dýrt og arðgreiðslur eins útgerðarfyrirtækis hér á landi fyrir árið 2011.

Gunnar segir í byrjun greinarinnar: "Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum.

En það samhengi sem mig langar til þess að setja þessa EINU arðgreiðslu í er umsókn Íslands að ESB. Hún er nefnilega talin kosta álíka upphæð og þessi arðgreiðsla Vinnslustöðvarinnar fyrir árið 2011, eða um 950 milljónir króna. Samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins.

Andstæðingar aðildar kvarta og kveina yfir því hvað þetta sé ofboðslega dýrt ferli og að landið hafi ekki efni á því. Sumir fara með fullkomið fleipur og tala um milljarða!"


Íslenskt lamb á evrópskum grillum?

LambakjötMorgunblaðið greinir frá: "„Það kæmi mér ekki á óvart ef lambakjöt yrði orðið jafn sjaldséð í frystikistum verslana eftir tíu ár og rjúpur eru nú,“ sagði Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Akureyri. Fyrirtækið flytur nú út lambakjöt o.fl. til Færeyja í neytendaumbúðum og pantanir fara stækkandi."

Í fréttinni segir að nú þurfi ekki lengur sérstök vottorð til að flytja út unnin matvæli til EES-svæðisins, vegna nýrrar matvælalöggjafar (ESB, en það kemur ekki fram í fréttinni!). Norðlenska er fyrsta fyrirtækið sem nýtir sér þetta og er fyrirtækið fyrsta kjötvinnslan sem nýtir sér þetta. Verið er að kanna Noreg.

Síðar segir í fréttinni: "„Sölusvæðið er ekki lengur bara Ísland heldur allt evrópska efnahagssvæðið. Ég tel að það séu verulega mikil sóknarfæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki að markaðssetja sínar vörur þar,“ segir Gísli S. Halldórsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST."

Evrópa liggur e.t.v. fyrir fótum íslenskra bænda. En það má víst ekki nefna það við forystu samtakanna, sem berja höfðinu í steininn! Nei,nei,nei, er þeirra viðhorf!

Með fullri aðild að ESB galopnast markaður fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir!


Oddný Harðardóttir í Wall Street Journal - gjaldmiðilsmálin framtíðarmál

Á vefsíðu samtakanna Já Ísland segir: "Þrátt fyrir ólguna á evrusvæðinu þjónar það íslenskum hagsmunum best að ganga í Evrópusambandið og verða hluti af evrusvæðinu, segir Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, í viðtali við The Wall Street Journal í fyrradag.

Viðtal við Oddnýju er uppistaðan í umfjöllun The Wall Street Journal um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.

Oddný segir mikilvægt fyrir Ísland að taka upp nánara samband við helstu viðskiptaþjóðir með aðild að ESB. „Það er mjög mikilvægt fyrir Ísland, sem er lítið land, að vera í sambandinu eins og okkar góðu nágrannar.“

Blaðamaður The Wall Street Journal nefnir að Oddný taki þarna aðra afstöðu en forveri hennar, Steingrímur J. Sigfusson, sem sé eindregið andsnúinn aðild og hafi sagt að krónan hafi komið Íslendingum að miklu gagni í kjölfar efnahagshrunsins en þá tapaði hún meira en 40% af verðmæti sínu. Núna sé efnahagslífið hins vegar í vexti og atvinnuleysi á undanhaldi. Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála sé nú hvernig nálgast eigi gjaldmiðlamálin til framtíðar."


Tímalína ESB-umsóknar á fésbók Stefáns Hauks

Stefán JóhannessonEins og við sögðum frá um daginn, setur aðalsamningamaður Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, inn ýmislegt áhugavert um ESB-ferlið, inn á Fésbókarsíðu sína.

Ein af hans nýjustu færslum er tímalína um umsóknina, sem má lesa hér.


Ísland "kyngir" - án áhrifa! Full aðild að ESB myndi breyta stöðunni

Nokkuð er rætt þessa dagana um innleiðingu reglugerðar um losunarheimildir, sem kemur frá ESB.

Menn kvarta og kveina yfir því að þurfa að innleiða reglugerðina eins og hún kemur "af kúnni" og einn þeirra er Atli Gíslason, yfirlýstur andstæðingur ESB.

Í viðtalið við Morgunblaðið kemst Mörður Árnason hinsvegar að kjarna málsins, sem er að Ísland (vegna aðildar sinnar að EES), hefur engin áhrif á setningu reglna sem þessara. Mörður segir:

"Þetta mál sýnir ágætlega þann vanda sem við stöndum frammi fyrir sem aðilar að EES-samningnum eftir átján ár. Það þarf að leysa þann vanda því við getum ekki búið við hann til frambúðar. Ég geri ekki ráð fyrir því að því verði tekið með miklum fögnuði að tveggja stoða lausnin sé notuð í öllum tilvikum þar sem þessi staða kemur upp, þá á ég við Evrópusambandið og samstarfsfólk okkar í EES og EFTA. Enda væri það nánast feluleikur.

Hins vegar teldi ég eðlilegt að breyta stjórnarskránni þannig að hægt sé með ákvörðun Alþingis að deila fullveldisréttinum í tilvikum eins og þessum. Það leysir málið að hluta. Samt sem áður stöndum við frammi fyrir þeim ágöllum EES-aðildarinnar sem hér býr að baki. Mín lausn á vandanum er að ganga í ESB og verða þátttakandi í þessu ferli, og ekki bara þiggjandi. Aðrir verða svo að gera grein fyrir sinni lausn."

EES-samningurinn (þrátt fyrir marga kosti) hefur stóran galla: Ísland þarf að "kyngja" hlutum án þess að hafa nokkuð um þá að segja. Með fullri aðild að ESB breytist það!

 


Stefán Haukur og ESB-málið á Fésbókinni!

Stefán JóhannessonNú er rétt ár liðið frá því Ísland hóf aðildarviðræður við ESB. Málið er eitt það fyriferðarmesta í opinberri umræðu og ef þess nyti ekki við værum við sennilega ennþá að ræða HRUNIÐ og aftur HRUNIÐ!

Aðalsamningamaður Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, heldur úti Fésbókarsíðu, þar sem hægt er að fylgjast með störfum hans og annarra sem koma að málinu.

ESB-málið er nefnilega opið og lýðræðiskegt, eins og þetta blogg! Annað en það sem andstæðingar aðildar halda úti. Þar eru engin skoðanaskipti leyfð.

Síða Stefáns: http://www.facebook.com/StefanHaukurJohannesson 


Útilokar refsiaðgerðir

Maria DamanakiÁ RÚV segir: "Skiptar skoðanir eru um það meðal ráðherra Evrópusambandsríkjanna hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn þeirra, segir sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.

Það sé þó ekki endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins sem tefji heldur fremur makrílveiðar Íslendinga.

María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, er stödd hér á landi vegna fundar sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja og til að ræða við íslensk stjórnvöld um makríldeiluna. Evrópusambandið vill ekki að Íslendingar veiði úr sameiginlegum fiskistofninum án samráðs við aðra.

Hafnar eru viðræður um átján kafla af þrjátíu og fimm í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamband. Sjávarútvegskaflinn er enn lokaður. Evrópusambandið stendur nú fyrir endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sinni."

http://www.ruv.is/frett/engar-likur-a-refsiadgerdum 

Skemmtileg/áhugaverð grein eftir Egil Helgason um Mariu Damanki.


Smáríkið Kýpur tekur við ESB-keflinu

KýpurSmáríkið Kýpur (íbúar = 1 milljón) tók við leiðtogahlutverkinu í ESB þann 1. júlí, af Danmörku. Evru-ríki hefur ekki verið með þetta hlutverk innan ESB síðan 2010. Opnuð hefur verið heimasíða vegna þessa.

Fjallað er um málið í frétt á EuObserver.

Það tekur því eitt smáríkið við af öðru í formennsku  ESB, en af 27 aðildarríkjum ESB eru um 20 ríki sem flokkast sem smáríki (færri en 15 milljónir íbúa).

Hér má lesa ritgerð um smáríki innan ESB.


Mikilvægt að finna lausn á makríl-deilunni: María Damanaki í heimsókn hér á landi

MakríllÁ RÚV segir:"Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins efast um að unnt verði að hefja viðræðum um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn Íslands fyrr en samkomulag hefur náðst í makríldeilunni. Evrópusambandið hafi teygt sig langt, Íslendingar verði líka að gera málamiðlanir.

María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, er stödd hér á landi vegna fundar sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja. Hún hyggst einnig ræða við íslensk stjórnvöld um makríldeiluna en Evrópusambandið er óánægt með makrílveiðar Íslendingar þar sem ekki hefur verið samið um skiptingu aflaheimilda. Damanaki segist sannfærð um að unnt sé að ná samkomulagi við Íslendinga. Miklu skipti að tryggja sjálfbærni makrílstofnsins og einhliða aðgerðir gangi ekki.

„Við höfum gert mikið“, segir Damanaki. „Við höfum boðið Íslendingum 60% meira af makrílkvótanum en við gerðum fyrir þremur árum. Svo mér finnst að íslenska ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við okkur, því um það snúast viðræður, að ná málamiðlun“.


Leiðari FRBL í framhaldi af danskri heimsókn

Leiðari FRBL þann 28.6 fjallar um ESB-málið og heimsókn Evrópunefndar danska þingsins hingað til lands. Ólafur Þ. Stephensen ritar:

"Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins.

Sjálfstæðisflokkurinn er eina undantekningin í þessum hópi flokka. Hvers vegna hagsmunir Íslands eru svo ólíkir hagsmunum hinna norrænu ríkjanna að við eigum ekki erindi í Evrópusambandið, hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins aldrei útskýrt almennilega fyrir okkur. Þeir geta vissulega bent á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, en ekkert liggur fyrir um að ekki verði hægt að koma til móts við hana í aðildarviðræðunum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta þeim viðræðum áður en það kemur í ljós."

Síðar segir Ólafur: "Upp á síðkastið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vaxandi mæli haft í frammi fullveldisrök gegn ESB-aðild, meðal annars þau að til að ná tökum á ríkisfjármálum í ESB neyðist aðildarríkin til að koma á nánara samstarfi, sem Ísland eigi ekki erindi í. Náið, yfirþjóðlegt samstarf þarf hins vegar ekki að vera slæmt. Meiningin er ekki að stofnanir Evrópusambandsins skipti sér af því hvernig skattfé í einstökum ríkjum er varið, heldur að settar verði reglur um að ekki megi reka ríkissjóði með gegndarlausum halla eða safna of miklum skuldum. Af hverju finnst íslenzkum íhaldsmönnum það slæmt? Finnst þeim hallarekstur og skuldasöfnun spennandi?

Athyglisvert var að lesa viðtal við Lene Espersen, þingmann danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmála- og utanríkisráðherra Dana, í Fréttablaðinu í gær. Hún segist vera íhaldskona og þess vegna með sterka, jákvæða þjóðerniskennd eins og margir Íslendingar. „Fyrir mér snýst fullveldi, það að taka ákvarðanir um eigin framtíð, einnig um það að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Espersen."

Allur leiðarinn: http://visir.is/ihald-og-fullveldi/article/2012706289955

 

 


ESB veitir 300 milljóna styrk til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

MBL.is segir frá: "Evrópusambandið hefur ákveðið að veita Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 1.875 þúsund evrur, tæpar 300 milljónir króna, í styrk til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.

Styrkurinn, sem verður greiddur út á þremur árum, er hluti af styrkjakerfi Evrópusambandsins sem kallast Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) og eru veittir þjóðum sem eiga í aðildarviðræðum um inngöngu í ESB. Fræðslusjóður hefur samþykkt að tryggja verkefninu mótframlag.

Snemma árs 2011 fólu stjórnvöld Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) það hlutverk að gera verkefnalýsingu vegna IPA styrkja frá Evrópusambandinu. Markmið þessara verkefna er að búa Íslendinga undir þátttöku í ýmsum viðfangsefnum Evrópusambandsins svo sem stuðningsaðgerðum vegna atvinnuuppbyggingar og byggðamála, segir í tilkynningu.

Verkefni FA ber heitið „Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun“.  Með verkefninu verður þróun þeirra sviða sem það nær til miklu hraðari en ella hefði verið mögulegt.

„Markmið verkefnisins er að auka starfshæfni fólks á vinnumarkaði, sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla...."


Lena Espersen í FRBL: Bjartsýn á lausn helstu ágreiningsmála í ESB-viðræðum

Lene EspersenLene Espersen, formaður Evrópunefndar danska þingsins, var í athyglisverðu viðtali í FRBL, þann 27.6 og þar sagði meðal annars:

"Lene Espersen fer fyrir Evrópunefnd danska þingsins sem er í heimsókn hér á landi. Hún er bjartsýn á að viðunandi lausnir finnist á landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum Íslendinga í aðildarviðræðum við ESB. Hún segir aðild hafa gefið Dönum ótalmörg tækifæri og telur skynsamlegt fyrir Ísland að ganga í ESB til að taka þátt í ákvörðunum. Nú þurfi Ísland að fylgja ákvörðunum annarra ríkja í gegnum EES.

Evrópunefnd danska þingsins er stödd hér á landi, en hún hefur viðhaft þá venju að heimsækja öll umsóknarríki ESB á meðan á ferlinu stendur. Lene Espersen fer fyrir nefndinni, en hún gegndi eitt sinn embætti utanríkisráðherra Danmerkur. Hún segist bjartsýn á að lausn náist í helstu ágreiningsmálunum varðandi aðild Íslands, til dæmis málum sjávarútvegsins."

Lene er þingmaður fyrir danska Íhaldsflokkinn (Konservative), systurflokk Sjálfstæðisflokksins og var meðal annars dómsmálaráðherra Dana frá 2001-2008.


Staðan í ESB-málinu á RÚV

RÚVStaðan í aðildarviðræðum Íslands og ESB var rædd í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær. Útvarpsmaðurinn góðkunni, Hallgrímur Thorsteinsson, stýrði. Umræðan byrjar á c.a. 22 mínútum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband