17.6.2012 | 21:55
Nokkrar athyglisverðar greinar...
Viljum benda á nokkrar athyglisverðar greinar sem birst hafa að undanförnu og byrjum á Valgerði Húnbogadóttur sem byrjar grein sína í FRBL svona:
"Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurning sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starfað bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu miklir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarfinu en þegar kemur að ákvörðunartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt."
Síðan segir í greininni:
"Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi unglinga í framhaldsskólum landsins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynntir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur.
Einn daginn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppáhalds gæludýr kom ég að spurningunni Ja eller Nei til EU" (Já eða Nei við ESB). Þessi spurning var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu.
Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennsluskrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki."
Þröstur Ólafsson, hagfræðingur, skrifaði einnig grein í FRBL fyrir skömmu, sem byrjar svona:"Á umrótatímum hafa þjóðir tilhneigingu til að skreppa inn í sig og loka sig af. Þær bera kvíðboga fyrir slæmum tíðindum og áföllum, sem ríða yfir umhverfi þeirra, og bregðast oft við á kunnuglegan hátt. Sökudólgar eru búnir til sem vega að velferð þeirra og frelsi. Oft eru þessir misindismenn í gervi útlendinga.
Umsátur óvinveittra útlendinga er gamalgróin útþvæld klisja, sem dregin er upp úr dótakistu þeirra, sem beina vilja sjónum þjóðar í vanda frá eigin mistökum. Það er ljótur leikur. Vondur málstaður þarf á óvinum að halda og séu þeir ekki í sjónmáli, verður að búa þá til. Þá er sáð í frjóan akur fordóma og þekkingarleysis, því hræðslan nærist á hleypidómum. Það bregst ekki."
Og þegar Jón Ormur Halldórsson lætur frá sér efni, er nær undantekningalaust um áhugaverða hluti að ræða í grein í FRBL fyrir stuttu síðan segir hann í byrjun hennar:
"Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, benti á það á sínum tíma að erfitt væri fyrir Íslendinga að ganga í ESB þó ekki væri nema vegna þess að landsmenn gætu ekki vitað í hvers konar samband þeir væru að ganga. Á þeim tíma sýndist ESB stöðugra en það gerir nú og því var athugasemdin bæði skörp og þörf. Óvissan um framtíðarskipan ESB hefur stórlega aukist síðustu mánuði.
Góðar fréttir
Þetta kann að vera hið besta mál fyrir Íslendinga og aðra Evrópumenn en kannski af öðrum ástæðum en fyrst sýnist. Þarfir Evrópuþjóða fyrir samvinnu eru nefnilega ólíkar. Í þeim efnum hafa andstæðingar ESB rétt fyrir sér. Nú virðist sem svo að áhugamenn um Evrópusamvinnu á meginlandi álfunnar hafi komið auga á þetta. Hingað til hafa þeir haft hugann við einhverja endastöð og helst deilt um hvernig allt eigi nákvæmlega að líta út fyrir alla Evrópu í langri framtíð. Þannig er lífið hins vegar ekki og allra síst í þeirri óhemju frjóu, skapandi, fjölbreyttu, ríku og lýðræðislegu álfu sem Evrópa er. ESB er auðvitað tæki en ekki markmið.
Skopmyndir
Á meðan áhugamenn um Evrópusamvinnu ræddu endastöð samruna í álfunni áttu andstæðingar ESB alltaf erfitt með að gera upp við sig hvort Evrópa væri að hrynja eða verða að miðstýrðu sambandsríki og heimsveldi. Menn hafa líka lent í basli með að finna valdið innan ESB. Í ólíkum löndum hafa menn að auki verið óvissir um hvort þetta sé risasamsæri kapítalisma eða nokkuð hreinn sósíalismi. Í íslenskri umræðu hafa einfaldir furðuheimar ævintýra fengið að njóta sín og orðræðan oft lent utan kallfæris við veruleika."
17.6.2012 | 10:14
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
16.6.2012 | 22:18
Góðar líkur á sérlausnum
Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli."
13.6.2012 | 20:43
Hugsmiðjan Open Europe: Ekki hagsmunir Bretlands að hætta í ESB

Hinn sögufrægi hershöfðingi og þjóðhetja Frakka, Charles de Gaulle, neitaði Bretum tvisvar um aðgang að því sem þá var "The Common Market" eða ESB þess tíma, árið 1963 og svo aftur 1967. Þetta fannst Bretum súrt, en gengu svo loksins inn í sambandið árið 1973, ásamt Írlandi (og Danmörku).
De Gaulle er því kannski helsta skýringin á andúð margra Breta í garð ESB, en tína mætti til fleiri skýringar á borð við breytta stöðu Bretlands í heimsmálum.Bretland er jú kannski ekki það sama veldi og það var hér "í den."
Svokallaðir "Backbenchers" (bakverðir?) í breska Íhaldsflokknum hafa undanfarið flaggað því að Bretland ætti að segja sig úr sambandinu. Það er þóalls ekki stefna ríkisstjórnar Bretlands og forsætisráðherrans, David Cameron.
Á fréttasíðunni Euractive birtist í gær greining frá hugsmiðjunni Open Europe, sem hefur náin tengsl við íhaldsflokkinn, þar sem helsta niðurstaðan er sú að Bretland eigi ALLS EKKI að segja sig úr ESB!
Í 50 blaðsíðna skýrslu segir að yfirgæfi Bretland ESB myndi það þýða meiriháttar skref afturábak fyrir viðskiptahagsmuni Bretlands og það fráhvarf frá ESB myndi vekja fleiri spurningar en svör.
Hún er athyglisverð fréttin í Fréttablaðinu í dag sem hefst svona:
"Grænlenska landsstjórnin mun ásamt Evrópusambandinu, ESB, undirrita í Nuuk í dag yfirlýsingu sem á að tryggja að Kínverjar fái ekki einkarétt á sölu fjölda mikilvægra bergtegunda í landgrunni Grænlands, heldur verði þær boðnar út á frjálsum markaði.
Kínversk fyrirtæki geta tekið þátt í vinnslu svokallaðra sjaldgæfra bergtegunda á Grænlandi og sölu þeirra en grænlenska landsstjórnin skuldbindur sig nú til að tryggja að viðskipti með bergtegundirnar verði frjáls, að því er segir á vef danska ríkisútvarpsins.
Gert er ráð fyrir að Grænlendingar fái 25 milljóna evra fjárhagsstuðning á komandi árum við vinnslu bergtegundanna vegna samvinnunnar við ESB."
Síðar segir í fréttinni:"Kína hefur nú yfirráð yfir 95 prósentum af heimsframleiðslunni úr sjaldgæfum bergtegundum sem meðal annars eru notaðar í háþróuð vopnakerfi, farsíma, vindmyllur og ýmsar hátæknivörur. Þess vegna hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og iðnfyrirtæki á Vesturlöndum lengi reynt að koma í veg fyrir að Kínverjar fái einkarétt yfir bergtegundunum við Grænland sem eru þær mestu utan Kína. Kínverjar hafa áður notað yfirráð sín yfir sjaldgæfum bergtegundum til dæmis til þess að þvinga Japani til að fylgja fyrirmælum sínum."
Og Grænland er ekki einu sinni í ESB, en samt býður sambandið fram aðstoð sína! ESB trúir á opinn markað, en ekki einokun.
Hvað segja "undir-sölsunar-menn" nú?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2012 | 19:00
Sigmundur Davíð og Evran
Í gær varð nokkuð ítarleg umræða um Evrópumál á Alþingi Íslendinga, en þar er menn kannski að gera sér grein fyrir því að fari illa í Evrópu, fer að öllum líkindum illa hér á Íslandi.
Evrópa er jú stærsti og mikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og frá Evrópu er flutt inn gríðarlegt magn af vörum hingað til Íslands.
DV er með ítarlega umfjöllun um þetta í blaði dagsins undir fyrirsögninni; VANDI EVRUNNAR ER VANDI KRÓNUNNAR.
Þar er sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi tekið til máls á Alþingi og meðal annars kvartað yfir því sem hann kallaði "sinnuleysi" þingsins og fjölmiðla þegar kæmi að umfjöllun um vanda evrunnar. Sigmundur sagði að það hefði að miklu leyti verið litið framhjá þessu máli hér á Íslandi. Ekki síst í þinginu. Og hann sagðist undrast þennan skort á umræðu í ljósi aðildarviðræðna Íslands og ESB.
En fyrirgefiði, af hverju sleppti þá ekki Sigmundur því að vera að tala um þennan Kanadadal til dæmis? Hann hefði þá bara geta rætt Evruna í staðinn!
Þessi orð Sigmundar hljóta því að boða aukna umræðu, um einmitt Evruna, úr hans herbúðum!
(Sigmundi til aðstoðar er hér birt mynd af Evrunni, svo hann hafði það alveg á hreinu hvernigi hún lítur út )
12.6.2012 | 10:17
Góð hugleiðing Baldurs K. á Eyjunni
Baldur Kristjánsson skrifaði góða hugleiðingu á Eyjuna þann 12.júní. Við birtum hana hér:
"Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns. Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi. Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga. Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa. Allt ber að sama brunni. Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína. Er þetta ekki óumdeilt? Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?"
11.6.2012 | 12:50
ESB-reglugerð lækkar verð á gsm og sms - notkun

Reglugerðin tekur gildi innan ESB þann 1. júlí. Hún tekur hins vegar ekki gildi á Íslandi fyrr en reglugerðin hefur verið samþykkt í sameiginlegu EES-nefndinni og íslensk stjórnvöld hafa innleitt hana. Það ferli tekur allt að 12 mánuði.
Því er staðan sú að engin löggjöf verður í gildi á Íslandi sem skyldar evrópsk símafélög til að bjóða Símanum lægra heildsöluverð og þar af leiðandi ekki til löggjöf sem krefur íslensk fjarskiptafyrirtæki til þess að bjóða þau hagstæðu verð sem hafa verið í gildi á síðustu árum.
Þess vegna hefur Síminn reynt að endursemja við öll evrópsku fjarskiptafélögin sem fyrirtækið er í viðskiptum við og hafa yfir 90 prósent þeirra samþykkt heildsöluverð til Símans samkvæmt nýju reglugerðinni.
Síminn mun því lækka reikiverð til viðskiptavina sinna sem ferðast innan Evrópu og tekur lækkunin gildi 1. júlí."
ESB hugsar um hagsmuni neytenda.
10.6.2012 | 13:09
Spánn fær lán frá björgunarsjóðum ESB
Spænsk stjórnvöld hafa fengið um 100 milljarða Evrur að láni hjá björgunarsjóðum ESB, til þess að forða spænskum bönkum frá alvarlegu áfalli.
Spánn er fjórða stærsta hagkerfi Evrópu og alvarlegt áfall fyrir spænska bankakerfið myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópu.
Gylfi Magnússon, fyrrum viðskiptaráðherra, sagði fréttum RÚV, að vandræði á Spáni gætu haft mikil áhrif hér á landi.
Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið og krónan í kjölfarið, ekkert annað var í stöðunni. Þetta þýddi alvarlega kaupmáttarskerðingu fyrir landsmenn, óðaverbólgu og gjaldeyrishöft, sem Ísland býr enn við.
10.6.2012 | 12:13
Evrópustofa upplýsir um Evrópumál - margir vita lítið um ESB/Evrópumál
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Evrópustofu, skrifaði grein í FRBL, föstudaginn 8.júní um Evrópumálin og sagði þar meðal annars:
"Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál.
Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar."
1.6.2012 | 12:33
Gunnar Hólmsteinn í FRBL: Innlimun hvað?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður Evrópusamtakanna skrifaði grein í Fréttablaðið þann 31. maí, undir fyrirsögninni Innlimun hvað? og gerir þar skrif Bændablaðsins um Evrópumál að umtalsefni. Gunnar segir m.a.:
"Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti."
Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert.
En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti."
Staðlausir frasar lifa enn góðu lífi um ESB-umræðunni. Það er miður.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.6.2012 | 09:58
Jón Steindór í MBL: Hefur þú efni á krónunni?
Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já-Ísland, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Hefur þú efni á krónunni? og segir þar til að byrja með:
"Fyrir margt löngu eyddi ég sumarleyfi með fleira fólki á ferðalagi um meginland Evrópu. Ferðin var undirbúin eins og venjan býður. Erfiðast var að tryggja farareyri. Ekki vegna þess að íslenskt skotsilfur vantaði heldur vegna þess að gjaldeyrishöft og gjaldeyrisskömmtun gerðu nánast ómögulegt að ráðast í ferðina. Eina ráðið á þeim tíma var að kaupa gjaldeyri á svörtum markaði. Þar seldu þeir sem voru svo heppnir að komast yfir gjaldeyri vegna samskipta við ferðamenn, viðskipta eða með öðrum hætti sem ég kæri mig ekki um að vita.
Krónan enn og aftur í höftum
Þetta var árið 1980. Enn hefur reynst nauðsynlegt að grípa til sömu ráðstafana. Enn er krónan okkar of viðkvæm til þess að geta lotið eðlilegum viðskiptalögmálum. Sem fyrr vill enginn taka við henni utan landsteinanna. Allar götur frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda árið 1944 hefur efnahagssaga okkar einkennst af miklum sveiflum, uppgangstíma og kreppu á víxl, verðbólgu, verðsveiflum og loks gengissveiflum.
Heimilin þola ekki meira
Í mínum huga er augljóst að verkefni okkar er að búa heimilum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika. Það verður að skapa umhverfi sem er heilbrigður grundvöllur fyrir þróttmikið atvinnulíf og gerir heimilishald ekki að hættuspili. Mikill fjármagnskostnaður, verðtrygging og stökkbreytingar skulda eru að sliga marga, ekki síst ungt fólk. Lífskjör þess eru í þessum efnum allt önnur og verri en þekkist í nágrannalöndum okkar.
Samanburður við evruland
Á liðnum árum hefur ýmislegt drifið á daga okkar Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Hið sama er uppi á teningnum víða annars staðar í heiminum. Það á við um evruríkin (evruland) innan Evrópusambandsins. Það er fróðlegt að skoða aðeins hver þróun verðlags hefur verið hjá okkur með krónuna frá árinu 2008 og hjá þeim með evruna til og með febrúar á þessu ári. Stuðst er við upplýsingar sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman."
1.6.2012 | 09:34
Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum!
Í frétt frá Alþingi segir eftirfarandi:
"Úthlutunarnefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði til að úthluta styrkjum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja árið 2012. Úthlutunarfé til ráðstöfunar nam 19 milljónum króna.
Alls bárust nefndinni 12 umsóknir og uppfylltu níu þeirra skilyrði sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Við úthlutun var sérstaklega gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk árið 2012:"
Síðan kemur útlistun styrkjanna, en í lokin segir þetta:
"Styrkir til já- og nei-hreyfinga eru hluti af sérverkefni Alþingis til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. Ásamt styrkveitingum til málsvara andstæðra sjónarmiða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fjármagnar Alþingi rekstur sérstaks upplýsingavefs, Evrópuvefsins, sem hefur það að markmiði að veita almenningi aðgang að hlutlægum, málefnalegum og trúverðugum upplýsingum um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og Evrópumál í víðara samhengi. Alþingi fól Vísindavef Háskóla Íslands rekstur Evrópuvefsins með sérstökum þjónustusamningi. Vefslóð Evrópuvefsins er: evropuvefur.is."
Hlýtur þetta þá ekki að loka fyrir hina sérkennilegu umræðu um að draga umsóknina til baka? Hversu trúverðugt er það af Nei-sinnum og helstu framámönnum þeirra að taka á móti styrkjum til upplýstrar umræðu, en að sama tíma krefjast þess að umsóknin verði dregin til baka?
Það gengur einfaldlega ekki upp!
Tökum umræðuna, fáum besta mögulega samning og kjósum! Flóknara er málið ekki!
Ps. Tekið skal fram að bæði Já og Nei-samtökin fengu sömu upphæð, 9.5 milljónir ÍSK! Vel gert, Alþingi! (því veitir ekki af smá hrósi )
31.5.2012 | 12:42
Vigdís Hauksdóttir sakar króatíska þingmenn um heilavott!
Umsjónarmenn þessa bloggs höfðu ákveðið að gera Vigdísi Hauksdóttur þann greiða að segja sem minnst frá því sem hrýtur af hennar vörum á hinu háa Alþingi.
Virðing almennings fyrir umræðu á Alþingi er það lítil að það má nú varla við að lækka. En stundum verða menn alveg kjaftstopp og hljóta að spyrja sig hvernig getur svona fáfræði, fordómar og lágkúra komið frá manneskju sem lokið hefur háskólaprófi.
************************
Vigdís Hauksdóttir fer oft mikinn á Alþingi og er alveg í sérstaklega miklum ham þegar kemur að ESB-málinu. Því má kannski líkja við krossferðir á miðöldum.
Þann 30.maí var á þinginu umræða um ESB-málið. Að sjálfsögðu blandaði Vigdís sér í hana og ræddi meðal annars um inngöngu hinna nýfjrálsu A-Evrópuríkja, sem öll kusu að sækja um aðild að ESB, eftir að hafa losnað undan járnhæl kommúnismans. Um þetta sagði Vigdís; ..,,þeim var öllum þrælað í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi mál.
Hér gerir Vigdís í raun mjög lítið úr þessum þjóðum, ráðamönnum þeirra, sem og almenningi. Hún strikar gersamlega yfir þá staðreynd að þetta var VILJI ÞJÓÐANNA, þ.e. að sækja um aðild og kjósa um aðildarsamning . Þann rétt vill Vigdís einnig taka af íslensku þjóðinni!
Einnig sagði Vigdís: ...,,við sjáum hvernig Evrópusambandið vinnur, það eru tekin heilu landssvæðin og þau gerð háð Evrópusambandinu. Með þessum orðum átti hún ekki bara við A-Evrópulöndin, heldur einnig Finnland og Svíþjóð, sem gengu í ESB árið 1995!
Önnur eins della heyrist ekki á Alþingi um Evrópumál! Það er rétt að minna Vigdísi á að A-Evrópuríkin gengu í Evrópusambandið eftir áratuga efnahagslega niðurníðslu undir kommúnisma og til þess að hefja uppbyggingu eftir þann skelfingartíma.
Um er að ræða samvinnu fullvalda og sjálfstæðra 27 lýðræðisríkja! En þess í stað kýs Vigdís að líkja þessum ríkjum við eiturlyfjasjúklinga og ESB sem díler. Hversu lágt er hægt að leggjast? En þetta var ekki búið, heldur sagði Vigdís: ...þau voru tekin og nánst hernumin af peningaflæði ESB, sem önnur ríki sambandsins þurfa að standa undir.
Veit Vigdís ekki að öll aðildarríki ESB greiða af þjóðarframleiðslu sinni í sameiginlega sjóði, sem síðan er úthlutað úr? Þetta er einskonar samvinnuhugsjón og hana ætti nú framsóknarkonan að þekkja!
En þarna gefur hún í skyn að löndin sem um ræðir séu bara þiggjendur og ekkert annað! Enn og aftur lítillækkar Vigdís þessi lönd með orðum sínum.
Síðan vék Vigdís sér að Króatíu, sem er enn eitt landið sem var undir járnhæl kommúnismans og varð grimmilega úti í borgarastyrjöldinni í Júgóslavíu (sem Króatía var hluti af) á árunum 1991-1995.
Króatía samþykkti nýlega aðild og verður þar með 28.aðildarríki ESB. Með því má nánast útiloka að annað eins stríð brjótist út í Króatíu.
En Vigdís sagðist hafa hitt þingmenn frá Króatíu og þeim ber hún ekki fallega söguna: ...,,hef ég orðið það lánsöm að hitta hér þingmenn frá Króatíu sem töluðu mjög fyrir því (aðild, innskot, ES-bloggið) og stunduðu hér, reyndu að stunda, heilaþvott gagnvart íslenskum þingmönnum, að þetta væri það eina sem við gætum gert, að ganga þarna inn.
Króatísku þingmennirnir verða öruggleg mjög ,,glaðir þegar þeir frétta þessi ummæli Vigdísar! Að fá það í bakið að þeir hafi verið að reyna að heilaþvo íslenska þingmenn.
Þetta kallar maður kaldar kveðjur af skeri og hreinan dónaskap gagnvart fulltrúum vinaríkis Íslands.
Síðan vék Vigdís að Nei-i Norðmanna árið 1994 (Norðmenn felldu reyndar samning árið 1972 líka, bara svona til að bæta við "fróðleikinn" hjá Vigdísi, ef hún veit það ekki!) og sagði að þá hefði orðið mikið uppnám hjá ESB, sem hafi fengið það ,,óþvegið.
Síðan sagði Vigdís: ...,,og það skal líka fá það óþvegið frá okkur Íslendingum, þegar við fáum að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram eða ekki...
Reiðin, heiftin og dónaskapurinn er takmarkalaus! Ekki nóg með að Vigdís ásaki þingmenn annars lands um að (reyna að) stunda hér heilaþvott á íslenskum þingmönnum, að starfa hér í annarlegum tilgangi, heldur er hún líka er með beinar hótanir í garð Evrópusambandsins.
Hér er ausið úr öllum skálum með þvílíkum dónaskap og vanvirðingu að leitun er að öðru eins! Kannski ekki nema von að álit almennings á Alþingi sé eins og það er!
Að vera málefnalegur? Gleymum því! Viðhöfum sleggjudóma, alhæfingar, rangindi, gerum lítið úr þrá eftir lýðræði, frelsi og samvinnu fullvalda og sjálfstæðra Evrópuríkja innan ESB.
Á vef Alþingis má hlusta, ef menn hafa áhuga á því!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
31.5.2012 | 10:03
Bogi og Füle í Viðtalinu
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir