30.5.2012 | 17:54
Minnum á viðtalið við Stefan Füle á RÚV í kvöld
Það var afar fróððlegt að hlusta á "umræður" um ESB og IPA-styrki á Alþingi í dag. Í raun gengu umræðurnar þannig fram að fyrst kom nei-einni í pontu, svo koma annar nei-sinni í pontu og svaraði. Síðan kom annar nei-sinni með spurningu, sem annar nei-sinni koma með svar við og spurði hinn nei-sinnan að spurnigngu, sem sá hinn sami haf andsvar við, en notaði tækifærði og spurði nei-sinna að spurningu. Þá kom nei-sinni í pontu, þakkaði fyrir spurnigna, svaraði og sagði hvað þetta hefði verið allt saman mjög athyglisvert. Spurði svo nei-sinna að spurningu og síðan kom nei-sinni í pontu, svaraði og fannst þetta mjög athyglisvert og svo var spurt......!
Svona var þetta og bullið, þvælan og vitleysan sem vall þarna um Alþingi, það var hreint með ólíkindum! Nánar að því síðar!
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi Íslendinga þann 29. maí síðastliðinn. Einn þeirra sem talaði var Magnús Orri Schram og í ræðu hans segir þetta:
"Virðulegi forseti.
Í vinsælu dægurlagi frá árinu 1977 söng Diddú með Spilverki Þjóðanna á þessa leið:
Líf mitt er greypt í malbik og steypt í bensín á bílinn eytt.
Hann vinnur öll kvöld fyrir hádegi ég of þreytt til að sofa hjá
En húsið mjakast upp
gleypir mig gleypir þig
Svona birtist veruleikinn Spilverkinu kynslóðinni sem fæddist um miðja síðustu öld endalaust streð og basl við að ná endum saman og allur peningurinn og allur frítíminn fór í steinsteypu.
Ég er viss um að unga fólkið sem hefur komið inn á húsnæðismarkaðinn á síðustu árum getur tekið undir hvert orð í dægurlaginu. Allt sparifé horfið og skuldafangelsi verðtryggingar, verðbólgu og íslenskrar krónur staðreyndin ein. Svona birtist veruleikinn ungu fólki 1977, og hefur í raun birst ungu fólki á Íslandi með svipuðum hætti allt síðan þá. Basl og meira basl og að óbreyttu, ef stjórnmálamenn bregðast ekki við basl um alla framtíð fyrir þá sem hyggja á kaup á húsnæði.
Það sjáum við best ef við skoðum stöðu ungs fólks sem keypti íbúð fyrir tíu árum og tók til þess 10 milljón króna lán. Það hefur í dag greitt rúmar átta milljónir inná lánið, en enn standa eftir 16 milljónir ógreiddar. Það er tvöfalt meira en ef unga fólkið ætti heima í landi sem byggi við evru. Ungir íslendingar þurfa nefnilega að greiða milljónir á ári aukalega fyrir að taka lán í íslenskum krónum."
Síðan segir Magnús Orri: "
Mér varð hugsað til þessarar stöðu í útskriftarveislum helgarinnar. Þar var ánægjulegt að sjá unga fólkið uppskera og halda á vit ævintýranna með prófskirteini uppá vasann, en hvar liggja þau ævintýr getur þetta unga fólk hugsað sér að taka þátt í samfélaginu hérna heima, stofna fjölskyldu, henda sér útí baslið og kaupa íbúð þegar við krefjum þau um að greiða fyrir tvær íbúðir en eignast bara eina.
Við Jafnaðarmenn höfum um langa hríð talið að besta leiðin úr þessum vandræðum, besta leiðin til að losa unga fólkið okkar undan þessu basli, sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með þeim hætti teljum við að hægt sé að tryggja Íslendingum sambærileg lífskjör og aðrir Evrópubúar njóta.
Um þessar mundir er hart sótt að þeim sem vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu en við höldum ótrauð áfram, enda teljum við hyggilegast að þjóðin fái sjálf að taka afstöðu til aðildar að sambandinu. Hún á að fá að kjósa um samning en ekki um stöðu viðræðna. Skammt er í að við vitum hvernig samstarf á sviði myntmála mun líta út, hvernig hugað verður að sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum í samningi milli sambandsins og Íslands. Því væri það fásinna að hætta viðræðum, heldur eigum við að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til aðildar á grundvelli upplýsinga, ekki hræðsluáróðurs.
Við jafnaðarmenn viljum sækja um aðild því við teljum að með þeim hætti verði hægt að lækka verð á mat, lækka vexti, losna undan verðtryggingu og okur-verðbólgu. Þá verður hægt að veita fyrirtækjum okkar sömu möguleika til verðmætasköpunar og fyrirtækjum annars staðar í Evrópu og þá verður hægt að ferðast án þess að það kosti hönd og fót. Jafnvel hægt að splæsa í kaffibolla á Strikinu ef svo ber undir. Það sem er þó kannski mikilvægast það þarf ekki að greiða 24 milljónir fyrir tíu milljón króna lán.
Flestir stjórnmálaflokkar virðast vera að gefast upp á íslenskri krónu en skortir samt framtíðarsýn um hvaða valkostir bjóðast almenningi.
Þess vegna Virðulegi forseti er það eitt brýnasta verkefni okkar að leiða til lykta viðræðurnar við Evrópusambandið og sjá hvaða leiðir eru færar til upptöku nýrrar myntar."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2012 | 20:20
Heillandi framtíðarsýn!

Í yfirlýsingu frá bankanum sagði að lífskjör myndu versna til muna. Meðaltekjur myndu minnka um meira en helming og nafnvirði nýs gjaldmiðils lækka um 65 prósent. Þá myndi verðbólga fara yfir 30 prósent og atvinnuleysi fara úr 21 prósenti í 34 prósent. Auk þess sem Grikkir gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum."
Heillandi framtíðarsýn!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2012 | 11:26
Hræðilegir ESB peningar! Og notaðir til rannsókna í þokkabót!

"Með nýju reiknilíkani af mannsfrumu sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa búið til verður hægt að prófa í tölvu hvaða áhrif lyf hafa á efnaskipti mannsins. Reiknilíkanið líkir eftir starfsemi alvöru frumu. Það byggist á þekkingu úr þremur fræðigreinum, raunvísindum, verkfræði og læknisfræði.
Dr. Bernhard Örn Pálsson gestaprófessor við HÍ fékk styrk frá evrópska rannsóknarráðinu til að búa til reiknilíkanið og er hann stærsti styrkur sem komið hefur til Háskóla Íslands, tvær og hálf milljón evra eða fjögurhundruð milljónir króna. Bernard er einn helst frumkvöðlull á sviði kerfislíffræði í heiminum. Kerfislíffræðisetri háskólans var komið á fót í framhaldi af því og hefur starfsfólk þess búið til reiknilíkanið.
Á Kerfislíffræðisetrinu sitja verkfræðingar, líffræðingar, líffefnafræðingar og stærðfræðingar við að reikna út efnaskipti mannsfrumu. En á rannsóknastofunni sitja líffræðingar og lífefnafræðingar við það að prófa á alvöru frumum hvort útreikningarnir standast."
Það eru s.s. hinir skelfilegu ESB-peningar sem eru hér að störfum!
Nánar segir um verkefnið sjálft á heimasíðu HÍ:
"Evrópska Rannsóknarráðið (ERC) veitir styrki til jaðarrannsókna undir Hugmyndastoð (ideas) 7. Rammaáætlunar ESB. Styrkirnir eru veittir reyndari vísindamönnum og er ætlunin að ýta undir kraft, sköpunargleði og yfirburði evrópskrar rannsóknavinnu með því að styðja við rannsóknaverkefni á öllum sviðum í framlínu vísindanna í Evrópu.
Háskóli Íslands hlaut árið 2008 styrk frá Evrópska Rannsóknarráðinu (ERC) til stofnunar rannsóknaseturs í kerfislíffræði. Dr. Bernhard Örn Pálsson veitir setrinu forstöðu. Hann er frumkvöðull á sviði kerfislíffræði í heiminum og hefur verið leiðandi á sínu sviði í aldarfjórðung og hafa rannsóknir hans í kerfislíffræði markað upphaf nýrra tíma á sviði lífvísinda.
Kerfislíffræði er nýtt og hratt vaxandi fræðasvið sem felur í sér kerfisbundnar rannsóknir á flóknum líffræðilegum ferlum, oftast með því að tengja saman ólíkar upplýsingar með notkun stærðfræðilíkana. Í verkefninu er ætlunin að nota upplýsingar um genamengi lífvera til að byggja net sem lýsir öllum efnaskiptum fruma í mannslíkamanum."
ERC er sett á stofn af framkvæmdastjórn ESB.
Skelfilegt ekki satt, Nei-sinnar?
29.5.2012 | 08:24
Bryndís Ísfold: Þrír menn og króna
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland, skrifaði grein í FRBL fyrir skömmu um gjaldmiðils og lánamál.
Hún segir: "Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborganir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði foreldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 milljónum ríkari.
Eftir þessa reynslu er gremjulegt að fylgjast með stjórnmálamönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir formennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú staðreynd að myntin okkar er sú eina í öndunarvél í allri Evrópu. "
28.5.2012 | 17:41
Daði Rafnsson bloggar um blogg frkvstj. Nei-sinna
Daði Rafnsson, skrifar bloggfærslu þann 27.maí, þar sem hann gerir ýmis skrif framkvæmdastjóra Nei-sinna að umtals efni. Daði segir:
"Eitt af uppáhaldsbloggunum mínum er blogg framkvæmdastjóra Heimssýnar. Þar birtist manni svo sannarlega áhugaverð sýn á heiminn, menn og málefni sem er ekki á hvers manns færi að greina.
Framkvæmdastjórinn fer um víðan völl í bloggi sínu, en ég hef orðið var við nokkur varhugaverð meginþemu í því sem hann er að benda lesendum sínum á. Það er vissara að sperra við eyrun því það sem hann segir gefur svo sannarlega tilefni til að íhuga alvarlega stöðu mála hér á landi.
Til dæmis eru fréttamenn Ríkisútvarpsins mútuþægir sukkarar.
RÚV-fréttamenn á ESB-spena: hóp-mútur í lagi
Ef aðrir fjölmiðlar þiggja mútuferðir er í lagi að RÚV-fólk taki þátt í sukkinu
Þriðjudagur, 24. apríl 2012
Það er auðvitað svakalegt að ríkisstarfsmenn skuli þiggja mútur og ber stjórnsýslunni og siðferði starfsfólks RÚV ekki gott vitni.
En þá kemur í ljós að RÚV er í raun áróðursmaskína sem er stjórnuð af ESB og ekki nóg með það heldur hefur stofnunin boðið Samfylkingu og VG einn sinn helsta starfsmann til að ná ítarlegri pólitískum völdum í landinu.
Samfylkingin og sá hluti VG sem lítur á sig sem Samfó-hækju bjóða fram Þóru Arnórsdóttur til forseta. Þóra er ESB-sinni til margra ára og starfaði í samfylkingarkreðsum áður en hún gekk til liðs við ESB-RÚV.
Laugardagur, 26. maí 2012"
27.5.2012 | 18:48
Unga Evrópa komin út!
Á vefnum www.jaisland.is er tilkynning um nýtt blað ungra Evrópusinna:
Ungir Evrópusinnar hafa nú gefið út fyrsta tölublað málgagns síns sem ber heitið Unga Evrópa. Í blaðinu er efnistökum beint að ungu fólki og reynt verður að svara þeim spurningum sem helst brenna á þeirra vörum í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blaðinu er dreift til allra ungmenna á aldrinum 18-25 ára á Íslandi. Þá munu greinar og viðtöl einnig birtast hér á Já Íslands á næstu dögum. Blaðinu er ritstýrt af Sólrúnu Halldóru Þrastardóttur blaðamanni. Blaðið má lesa í pdf skjali með því að smella hér!
- Viðtal við grínistana og Evrópusinnana Berg Ebba og Dóra DNA þar sem þeir svara ýmsum spurningum um ESB
- Viðtal við hönnuðina Hugrúnu og Magna í KronKron
- Viðtöl við tónlistarmennina Unnstein í Retro Stefson og Davíð Berndsen
- Úttekt á gjaldeyrismálum, krónunni og evrunni
- Umfjöllun um stofnanir ESB og hvaða hlutverki Íslendingar munu þar gegna ef af aðild Íslands verður
- Samantekt á muninum á EES og ESB, og hvaða áhrif EES-samningurinn hefur á Ísland
- Stutta úttekt á sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í ESB
- Umfjöllun um algengar mýtur um ESB og þær leiðréttar
- Samantekt um jafnréttismál og ESB
- Viðtal við Hilmar Veigar, forstjóra CCP
- Umfjöllun um menntunarmöguleika Íslendinga í gegnum Erasmus, sem er menntaáætlun ESB
- Umfjöllun um friðar-þróunar og umhverfismál innan ESB
24.5.2012 | 21:45
Össur fagnar stofnun starfshóps
Í frétt um heimsókn Stefans Füle segir í MBL:
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnaði stofnsetningu sameiginlegs vinnuhóps Íslands og ESB um afléttingu gjaldeyrishaftanna á fundi sínum með Stefan Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins í morgun.
Frjálst flæði fjármagns er einn meginþátturinn í fjórfrelsinu á sameiginlegum innri markaði Evrópu og því liggur fyrir að ríki með gjaldeyrishöft geta ekki gerst aðilar að Evrópusambandinu. Afnám gjaldeyrishaftanna er því viðfangsefni aðildarviðræðnanna og er hlutverk vinnuhópsins að móta sameiginlegan skilning og meta leiðirnar út úr höftunum í samvinnu ESB og Íslands, segir í fréttatilkynningu.
Á fundinum ræddu utanríkisráðherra og Füle almennt um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB og voru sammála um að í þeim hafi verið góður gangur. Samningar hafa hafist um tæplega helming samningskafla og er um þriðjungi lokið.
Utanríkisráðherra ræddi sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum og ítrekaði þá afstöðu Íslands að hefja sem fyrst samningaviðræður um veigamestu málefni viðræðnanna s.s. gjaldmiðilsmál, sjávarútveg, landbúnað og byggðamál. Í þessum málum hefði Ísland bæði ríka hagsmuni og skýra sérstöðu sem taka þyrfti tillit til í aðildarsamningi."
24.5.2012 | 21:32
"Laumufarþeginn" felldur!
Hún fór heldur flatt tillagan frá þingmanni Framsóknarflokksins, sem reynt var að læða sem "laumufarþega" (sagði Álfheiður Ingadóttir) inn í stjórnarskrármálið á Alþingi.
Vissulega spunnust fjörugar umræður um málið á þinginu, en kannski hafði Þráinn Bertelsson réttast manna fyrir sér, þegar hann sagði tillöguna hreinlega heimskulega. Þar hitti hann naglann á höfuðið.
Í pistli á Eyjunni segir Mörður Árnason að flutningsmaður (eða kona) tillögunnar hafi ...."gert landi og þjóð mikinn greiða með tillöguflutningnum, því eftir atkvæðagreiðsluna um tillöguna hennar (3425), er ljóst að utanríkisráðherra og viðræðunefnd Íslands hefur fullkomið umboð frá þinginu til að halda áfram og ganga frá samningi sem síðan verður settur í vald þjóðarinnar allrar á grundvelli upplýstrar umræðu."
Hér hittir annar ágætur þingmaður naglann á höfuðið!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2012 | 23:28
Gríðarlega spennandi kaffibolli!
Samtök sem berjast gegn mögulegri aðild Íslands að ESB hafa boðið sendiherra eins aðildarríkja ESB í kaffi, til að ræða málin.
Gott og vel, en samtökin verða að passa sig, kaffið er ÚTLENSKT, eða luma þau á nýrri tegund; "landnámsbauninni" ?
Samtökin krefjast þess einnig að útlendi sendiherrann virði lýðræði landsins (Íslands).
Það ættu þau líka að gera og hætta þvaðrínu um að hætta aðildarviðræðum og neita þar með landsmönnum um þau sjálfsögðu réttindi að fá að kjósa um aðildarsamning.
Vinsamlega, verið sjálfum ykkur samkvæm, þið þarna ....sýn!
23.5.2012 | 22:44
Stækkunarstjóri ESB í opinberri heimsókn, 24. og 25.maí
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, verður í opinberri heimsókn hér á landi dagana 24. og 25. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB. Hann mun hitta helstu ráðamenn, sem og fulltrúa frá samtökum sveitarfélaga. Í frétt um þetta á www.mbl.is segir:
"...hinar eiginlegu samningaviðræður hafi borið stöðugan árangur frá því þær hófust fyrir tæpu ári síðan. Fimmtán samningskaflar hafi verið opnaðir, tíu hafi þegar verið lokað til bráðabirgða og undirbúningur sé hafinn að því að fást við næstu kafla.
Samningaviðræður Íslands og ESB ganga vel og við búumst við því að opna fleiri samningskafla á næstu ríkjaráðstefnu, þann 22. júní. Frammistaðan hingað til boðar gott, nú þegar viðkvæmari málaflokkar eru framundan. Ég vonast eftir enn frekari árangri í fleiri köflum fyrir árslok, er haft eftir Füle í tilkynningunni."
Í lok fréttarinnar segir: "Ég kem nú í aðra heimsókn mína til Íslands til að minna á að við störfum að einstöku ferli, sem snýst um að finna Íslandi stað innan sameinaðrar og sístækkandi Evrópu. Við erum skuldbundin til að starfa með félögum okkar á Íslandi og viljum nú einblína á málaflokka sem eru afar þýðingarmiklir hvað framhald viðræðnanna varðar. Með jákvæðni að vopni beggja megin borðsins má viðhalda hraða viðræðnanna og ná árangursríkri niðurstöðu, er ennfremur haft eftir Füle."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2012 | 21:52
Sveitin rædd í morgunútvarpi Rásar tvö, sem og reiknivélin góða!
Samtökin Já-Ísland, gáfu fyrir skömmu út nýtt blað, Sveitina, sem fjallar um landbúnað og byggðamál. Frá þessu hefur verið sagt frá hér á síðunni. Þetta var rætt í morgunútvarpi Rásar tvö þann 23.maí og rætt var við ritstjóra blaðsins, Pétur Gunnarsson, blaðamann.
Þá var REIKNIVÉL samtakanna einnig rædd í síðdegisútvarpinu á rás tvö og þar mættust Benedikt Jóhannesson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Og það hitnaði verulega í kolunum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 22:44
Fyrir hverja er krónan? Gunnar Hólmsteinn á www.jaisland.is
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur, skrifaði grein um gjaldmiðilsmál á vefsíðu samtakanna Já-Ísland, sem birtist þann 18. maí síðastliðinn. Gunnar segir í byrjun greinarinnar (Fyrir hverja er krónan?):
"Fyrir hverja er Krónan? Þessi spurning hefur leitað á mig undanfarið, enda kannski ekki nema von umræða um gjaldmiðilsmál hefur verið mikil. Menn hafa verið að ræða ýmislegt; íslenska krónu, norska krónu, færeyska krónu, Evru, Kanadadollar, Dollar, einhliða upptöku, tvíhliða upptöku, fjölmyntakerfi, fastgengisstefnu og nú síðast Nýkrónu-hugmynd Lilju Mósesdóttir. Kannski ekki nema von að fólk sé létt-ruglað í þessu öllu saman.
Sumir möguleikar eru hreinlega engir möguleikar og hægt að útiloka strax. Norska ríkisstjórnin er t.d. ekkert á þeim buxunum að leyfa okkur að taka upp norsku krónuna. Það kom berlega ljós hjá norskum ráðamönnum fyrir nokkrum misserum. Upphlaupið með Kanadadollar virðist einnig óraunsætt, þó það sé tæknilega framkvæmanlegt. Því myndi einnig fylgja algert afsal á fullveldi Íslands í gjaldmiðilsmálum. Nokkuð sérkennilegt að Framsóknarflokkurinn (les: formaðurinn) skuli vera í þessum hugleiðingum. En á sama tíma felst í þessu viðurkenning á miklum veikleikum krónunnar. Þá má einnig benda á að Samtök ungra sjálfstæðismanna (SUS) telja að krónan sé ekki lengur nothæf."
Síðar segir Gunnar: "Önnur hlið á krónunni er það sem ég vill kalla ,,sjálfstæði til misþyrmingar, á krónunni, gjaldmiðlinum. Ef krónan væri heimilsdýr væri búið að kæra eigandann fyrir illa meðferð og sennilega taka af honum forræðið! Verðmæti krónunnar hefur minnkað um 99.5% frá 1920-2009. Það var jú líka einu sinni þannig að útgerðin gat nánast pantað gengisfellingu (misþyrmingu) á krónunni, til þess að laga efnhagsreikning útgerðarfyrirtækja. Ákveðnir menn komu í fjölmiðla, báru sig illa og síðan var gengið fellt! Almenningur þurfti síðan að taka skellinn í formi kaupmáttarskerðingar. Einnig var algengt að strax eftir nýja kjarasamninga, þá var gengið fellt. Á bóluárunum, (eftir árið 2000) kvartaði útgerðin yfir of háu gengi, en ódýr erlendur innflutningur flæddi þá yfir landið. Eftir hrun kvartar útgerðin ekki, enda hrundi krónan, sem þýðir jú fleiri krónur í kassann." (Feitletrun: ES-bloggið).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.5.2012 | 22:12
Reiknivél Já Ísland vekur athygli
Reiknivél samtakanna Já-Ísland, sem sýnir fram á gríðarlegan mun húsnæðislána á milli Evru-svæðis og Íslands (Evruvæðinu í vil), hefur vakið mikla athygli.
Málið var rætt á Bylgjunni síðdegis þann 22.maí og þar ræddust við Benedikt Jóhannesson og Frosti Sigurjónsson. Hlustið hér.
Reiknivélin: http://lan.jaisland.is/
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir