8.11.2011 | 18:53
Sannleikanum snúið á hvolf - nýr búinn til - með hjálp Morgunblaðsins!
Í stórpólitískum deilumálum er sannleikanum gjarnan snúið á haus, nýr búinn til eða álíka. Eitt síkt dæmi er að finna í Morgunblaðínu í dag, í frétt sem snýr að málefnaflokki Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs og landbúnaðarmálum.
Í gær var haldinn opinn fundur í atvinnu og utanríkismálanefnd Alþingis og þar var Jón Bjarnason aðal-gestur. Morgunblaðið birtir frétt (greinilega unnin af upptöku Alþingis) í dag um þennan fund og þar segir (og vitnað óbéint í Jón Bjarnason):
"Staðan væri því sú að Evrópusambandið hefði neitað að hefja samningaviðræður um tvo kafla af þeim 35 sem viðræðurnar snúast um. Sagði Jón að það ætti síðan eftir að koma í ljós hvaða kröfur sambandið setti fram vegna aðlögunar að sameiginlegri landbúnaðarstefnu sinni áður en það væri reiðubúið að hefja viðræður um landbúnaðar- og dreifbýlismál."
Hér er verið að snúa hlutunum á hvolf. Kíkjum aðeins á frétt Eyjunnar frá því 5.9.2011:
"Evrópusambandið vill leita sérsniðinna lausna fyrir Íslendinga í landbúnaðarmálum en telur að Íslendingar séu ekki nægilega vel undirbúnir til þess að hægt sé að hefja viðræður um landbúnaðarmál í tengslum við aðildarviðræðurnar. Ástæðan er neitun Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við að vinna að breytingum á landbúnaðarkerfinu og stjórnsýslu landbúnaðarmála samhliða aðildarviðræðum.
Af þessum ástæðum hefur ESB með bréfi til samninganefndar Íslands lýst því yfir að viðræður um landbúnaðarmál muni ekki hefjast fyrr en Íslendingar hafa lagt fram tímasetta áætlun um hvernig þeir ætli að standa að innleiðingu löggjafar ESB á sviði landbúnaðarmála þannig að Ísland verði að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem aðildarsamningi fylgja frá fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Einnig segir: "Ennfremur er vakin sérstök athygli á því að Ísland hyggst ekki breyta íslenska landbúnaðarkerfinu í tengslum við aðildarviðræðurnar fyrr en eftir samþykkt aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og samninganefnd Íslands hefur lagt áherslu á.
Það fer ekki framhjá nokkrum manni sem fylgist með ESB-málinu, að á sviði landbúnaðar og sjávarútvegsmála er nánast allt gert til þess að tefja málið!
Og svo er skuldinni skellt á ESB, á nefndarfundi Alþingis. Þvílík vinnubrögð!
(Mynd: Skjáskot af vef Alþingis)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2011 | 17:10
Salvör Nordal yfir ESB-samráðshópi
Varaformenn samráðshópsins eru Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélags og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Þá segi rað Össur muni á næstunni skipa tuttugu fulltrúa til viðbótar í samráðshópinn. Við val á þeim verði sérstök áhersla lögð á kynjajafnvægi, jafnvægi á milli landshluta, höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis, sem og á andstæð sjónarmið í Evrópumálunum. Samráðshópurinn geti kallað til frekara samráðs fulltrúa stjórnmálaflokka, félagasamtaka, hagsmunasamtaka og einstaklinga um þau efnisatriði er tengjast samningaviðræðunum."
Hópnum er ætlað að funda reglulega ..."með aðalsamningamanni og samninganefnd Íslands og fá upplýsingar um samningsafstöðu í einstökum málum og stöðu og framvindu viðræðnanna."
8.11.2011 | 16:59
...heyrðu góða mín, er þetta ekki húsið?
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir á oft mjög góða spretti á Eyju-blogginu og fyrir skömmu birti hún stórskemmtilegan pistil, sem hefst svona:
"Hún: Heyrðu, það var bara allt hvítt fyrir norðan
Hann: Já, það á líka að vera snjór hér í október en hlýnun jarðar hefur breytt því
Hún: Já ætli það ekki
suð í bakgrunni: ,,og Ísland verður að standa á eigin fótum..
Hún: Ekki ertu að hlusta á Útvarp Sögu?
Hann: Jú
Hún: þú veist það kemur mikið af rangfærslum frá þeim sem tala á þeirri stöð
Hann: Ha!
Hún: Já, sérstaklega um Evrópusambandið
Hann: Ert þú ein af þessum sem vill ganga í Evrópusambandið?
Hún aðeins of áköf: jú einmitt
Hann: (fuss og svei) Ísland á að vera áfram sjálfstætt ríki
Hún: já, sammála eins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland
Hann: Ha! og snýr sér snögglega við.
Hún: þau eru sjálfstæð ríki er það ekki?
Hann undrandi: ha.. jú jú þannig"
Meira hér
8.11.2011 | 16:18
Andrés Pétursson í FRBL: Fjarar undan litlum gjaldmiðlum
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, ritar grein í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál, sem ber yfirskriftina Fjarar undan litlum gjaldmiðlum. Greinin birtist hér í heild sinni með góðfúslegu leyfi höfundar:
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja.
Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið.
Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli.
Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans.
Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.11.2011 | 17:37
Andri Óttarsson um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópumálin
Fleiri en Guðmundur Andri Thorsson eru að velta fyrir sér komandiu landsfundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Það gerir líka fyrrum framkvæmdastjóri hans, Andri Óttarsson á www.deiglan.com. Þar birtir hann pistil sem hann kallar Málefni eða meiðingar. Hann bendir á að Evrópumálin hafi oft verið hitamál á landsfundum og að þessi verði sennilega ekki undantekning:
"Mér eins og mörgum öðrum sem hafa síðustu ár horft á þennan slag úr fjarlægð hefur ofboðið sú harka sem andstæðingar ESB sýna þeim flokkssystkinum sínum sem eru á öndverðum meiði. Undantekningalítið mæta svívirðingar og brigsl um landráð hverjum þeim sem þorir að mæla Evrópusambandinu bót. Þetta hefur valdið því að fjölmargir Evrópusinnar hafa sagt skilið við flokkinn eða eru að velta úrsögn alvarlega fyrir sér.
Flestir þessara Evrópusinna eru ekki að íhuga úrsögn vegna þess að meirihluti flokksins er þeim ósammála; þeir sætta sig fullkomlega við lýðræðislegar niðurstöður landsfundar. Þeir íhuga úrsögn vegna þeirrar meðferðar sem þeir fá fyrir að vera Evrópusinnar enda þora fæstir að opinbera slíkar skoðanir um þessar mundir.
Því miður er ekki annað að sjá en að mörgum ESB andstæðingum innan flokksins finnist þessar úrsagnir fín lausn. Að þeir, í krafti meirihlutans, geti gert þeim flokkssystkinum sínum sem eru á annarri skoðun óbærilegt að vera í flokknum og losna þannig við þau. Þetta er ótrúleg skammsýni. Með þessu er verið að senda þau skilaboð til almennings að innan Sjálfstæðisflokksins sé í lagi að flæma í burtu þá sem hafa aðrar skoðanir en meirihlutinn. Stimpill skoðanakúgunar er ekki beint það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú á að halda!
Eru ekki örugglega allar skoðanir leyfilegar á landsfundi?
Þessar hörðu móttökur vekja mann vissulega til umhugsunar. Innan allra flokka eru kverúlantar sem tala af ákefð fyrir furðulegum skoðunum, sem engin stemmning er fyrir og geta jafnvel skaðað flokkana út á við. Sjálfstæðisflokkurinn er engin undantekning þar á. Eins og flestir hafa orðið vitni að sem hafa setið landsfundi flokksins þá gerist það reglulega í umræðu um fjölskyldumál að nokkrir einstaklingar stíga í pontu og tala illa um samkynhneigð og samkynhneigt fólk. Undir umræðum um réttarfar er það sama uppi á teningnum. Þar koma iðulega fram, hjá örfáum hræðum, slíkir fordómar gagnvart fólki af erlendum uppruna að mörgum þykir nóg um. Því er vissulega svarað úr salnum og eiga þessi viðhorf hreint ekki upp á pallborðið hjá meirihluta landsfundarfulltrúa en oftast eiga þau skoðanaskipti sér stað á málefnalegum nótum eins öfugsnúið og það hljómar. Enginn fer í pontu og kallar þetta fólk illum nöfnum heldur er reynt að hrekja með rökum þær misgáfulegu athugasemdir sem viðkomandi hafa borið á borð landsfundar."
Andri lýkur pistli sínum með þessum orðum: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi stært sig af því að vera flokkur allra stétta, ein stærsta fjöldahreyfing landsins og það afl sem hefur verið leiðandi í þjóðfélaginu frá stofnun lýðveldisins. Trúin á frelsi sameinar flokksmenn en innan hans hafa alltaf rúmast gjörólíkar skoðanir á hinum ýmsum málefnum, íhaldssamar jafnt sem frjálslyndar. Það er erfitt verk að halda þessum stóra hópi saman og formönnum flokksins hefur tekist það misvel.
Það verður fróðlegt að sjá afstöðu Bjarna og Hönnu Birnu, og nánustu stuðningsmanna þeirra, til þeirra hópa sem eru í minnihluta á fundinum. Munu þau falla í popúlistagryfjuna og taka undir með þeim sem hafa hæst og koma fram af mestri hörku í leit að skammvinnum pólitískum ávinning eða eru þau nógu miklir leiðtogar til að reyna að sætta andstæð sjónarmið, finna sameignlegan sáttagrundvöll, tryggja málefnalega umræðu og leyfa fólki að vera sammála um að vera ósammála?
Svarið gæti gefið sterkar vísbendingar um hvernig flokknum muni farnast á næstu misserum."
7.11.2011 | 16:29
Guðmundur Andri Thorsson væntanlegan landsfund í FRBL
Guðmundur Andri Thorsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður þann 17.nóvember og þar verður meðal annars kosið um formann flokksins. Sem kunnugt er hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri, tilkynnt framboð til formanns. Kona hefur aldrei gegnt því embætti.
Sjálfsagt verða Evrópumálin rædd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem er ef til vill sá flokkur hér á landi sem hefur verið hvað hlynntastur frjálsri verslun og viðskiptum. Og Evrópusambandið er einmitt ein stærsta "viðskiptablokk" heimsins. Því kannski full ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ræða samskipti Íslands og ESB.
Guðmundur Andri Thorsson segir um þetta í grein sinni: "Þau vilja bæði hætta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu áður en niðurstaða fæst í þær sem þjóðin geti kosið um. Þau vilja að Evrópusambandi sé ekki á dagskrá" svo að rifjuð sé upp gömu dagsskipun. Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri.
Þessir þvergirðingar líta á Evrópuþjóðir sem Óvininn og vilja alls ekki ekki hætta á það að góðir samningar náist við ESB, en fyrir forystufólk sem hlýtur að vilja taka þjóðarhagsmuni þó ekki væri nema með í reikninginn er þessi afstaða eiginlega alveg óskiljanleg. Ekki síst í ljósi þess að stór hluti landsmanna vill að viðræðurnar verði kláraðar og stór hluti Sjálfstæðismanna þar með talinn. Þar með er jarðvegurinn undirbúinn undir nýtt framboð Evrópusinna á hægri vængnum."
6.11.2011 | 16:12
Gjaldmiðilsmál í brennidepli
Gjaldmiðilsmálin hafa aftur "dúkkað upp" eftir Hörpu-ráðstefnuna um daginn. Einn þeirra sem um þetta fjallar er bloggarinn Jón Frímann og má í nýrri færslu á bloggin hans lesa áhugaverðar fréttir og gröf sem tengjast sögu gjaldmiðilsmála hér á landi.
Einnig var þetta mikið rætt í Silfri Egils í dag og það sýnist sitt hverjum. Málið var einnig rætt í þættinum Sprengisandi. Þar benti t.d. Katrín Ólafsdóttir á það að við værum ekki að græða eins mikið á krónunni, einfaldlega vegna þess að við getum ekki aukið það magn af vöru (t.d. fiski, innskot, ES-blogg) sem við getum selt. Krónan hjálpi okkur því ekki eins mikið og menni vilji vera láta. Svo viti menn hreinlega heldur ekki hvert raunverulegt virði krónan sé. Og það sé ekki gott upp á hagstjórnina að gera!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Á RÚV stendur: "Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, óttast að marki Sjálfstæðisflokkurinn ekki víðsýna stefnu gagnvart Evrópusambandinu og evrunni á landsfundinum þá glati flokkurinn atkvæðum óvissra kjósenda.
Innan félagsins Sjálfstæðir Evrópumenn eru ólíkar skoðanir en þeir vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Formannsframbjóðendurnir Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir eru svipaðrar skoðunar um andstöðu sína við Evrópusambandið og evruna. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, sem styður Bjarna í formennsku, segir ekki nýtt að frambjóðendur séu ekki Evrópusinnar.
Niðurstaða vinnu milli landsfunda sé sú að það eigi að halda öllum kostum opnum og vera í þeirri stöðu eftir þrjú til fimm ár að hægt sé að skipta um gjaldmiðil ef vilji sé fyrir því. Þá þurfi breiðari stefnu gagnvart Evrópusambandinu."
6.11.2011 | 11:40
Myndband með erindi Gylfa Magnússonar um Evrópu

6.11.2011 | 11:36
Björgvin G. Sigurðsson á Pressunni
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein á Pressuna um Evrópumálin og kemur þar meðal annars inn á þjóðernishyggju og strauma í stjórnmálum samtíðarinnar. Björgvin hefur pistil sinn svona:
"Í því efnahagslega ógnarástandi sem nú er á heimsmörkuðum bærir enn og aftur á sér umræða sem einkennst af þjóðernisöfgum og einangrunarhyggju. Ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í mismiklum mæli auðvitað. Sannir Finnar eru nýjasta dæmið um popúlískan hægriflokk sem dró til sín um fimmtung finnskra atkvæða með innihaldslitlu skrumi um finnska þjóðernishyggju og einangrun frá samstarfi evrópskra ríkja.
4.11.2011 | 18:32
Margrét Kristmannsdóttir með góða grein í Fréttablaðinu
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og kemur þar meðal annars inn á Evrópumálin. Kíkjum á nokkrar glefsur úr greininni: "Samkvæmt skoðanakönnunum vilja 64% landsmanna klára umsóknarferlið og innan atvinnulífsins er þetta hlutfall enn hærra. Örmynt eins og íslenska krónan verður aldrei sá gjaldmiðill sem atvinnulífið þarf, enda hafa mörg stærstu fyrirtæki landsins þegar yfirgefið hana. Það getur hins vegar þorri íslenskra fyrirtækja og heimilin ekki gert."
"Í umræðunni um Evrópusambandið eru hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar mjög áberandi en um hagsmuni annarra atvinnugreina heyrist vart. Enda vitað að þjóðin mun aldrei samþykkja inngöngu nema það fáist góður samningur fyrir þessar tvær atvinnugreinar. Góður samningur á ekki að tryggja þessum atvinnugreinum óbreytt ástand, en tryggja verður framtíðarhagsmuni þeirra við samningaborðið. Hins vegar gætir vaxandi furðu hversu lítið er rætt um hagsmuni annarra atvinnugreina í þessu landi og lífskjör almennt ef okkur verður gert að vera utan Evrópusambandsins og með íslensku krónuna næstu áratugina.
Á næstu árum þurfum við að skapa 20.000 störf til að eyða atvinnuleysi og taka á móti ungu fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Svo til ekkert af þessum störfum mun koma frá sjávarútvegi eða landbúnaði, heldur mun lunginn af þessum störfum koma frá verslun, iðnaði og þjónustugeiranum"
"Það vekur furðu að þeir aðilar sem berjast gegn aðildarviðræðum Íslands skuli sjálfir ekki hafa neinar raunhæfar lausnir í peningamálum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn boðar í plani B að gera eigi úttekt á peningastefnunni og kanna framtíðarkosti sem er ágætt í sjálfu sér en enginn veit hvenær eða hvaða niðurstöðu þetta plan muni að lokum skila. Fyrir skömmu birti Sjálfstæðisflokkurinn efnahagstillögur sínar undir yfirskriftinni Framtíðin og þó að sumar tillögur hafi þar verið góðar vakti ekki síður athygli sú ærandi þögn sem þar ríkti um framtíðarpeningastefnu Íslands.
Ekki eitt orð um krónuna eða hvernig á að leysa vanda örmyntar 320.000 manna þjóðar né þær byrðar sem hún leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu. Eftir allt sem á undan er gengið hjá þessari þjóð verður að setja spurningarmerki við hvernig hægt er að gefa út 12 síðna blað um efnahagstillögur og minnast ekki orði á eitt mikilvægasta málið að tryggja stöðugleika með traustum gjaldmiðli."
"Ef okkur tekst með inngöngu í ESB að jafna rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og á sama tíma að rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn þá er það einfalt reikningsdæmi að þetta daglega puð okkar allra, bæði fyrirtækja og heimila, muni skilja mun meira eftir sig. Og það er kannski mergurinn málsins. Við núverandi ástand sjá mörg fyrirtæki og um 85% ungs fólks ekki sína framtíð hér á landi samkvæmt könnunum. Og ekki hefur verið mikil umræða á Alþingi eða í samfélaginu almennt um þá staðreynd."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.11.2011 | 12:00
Meira um gjaldmiðilsmál: Þórlindur Kjartanssona á www.Deiglan.com
Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur, skrifar mjög beinskeytta grein um gjaldmiðilsmál á www.deiglan.com, í dag og er ekkert að skafa af því. Greinin hefst svona:
"Hvað kallarðu 100 kall eftir 99,95% gengisfall?
Fimmaur.
Frá því íslenska krónan stóð jafnfætis þeirri dönsku, þegar gjaldmiðillinn var fyrst gerður sjálfstæður, árið 1920, hefur þetta einmitt gerst. Í dag kostar ein dönsk króna tæpar 22 íslenskar krónur en í millitíðinni voru sniðin tvö núll af gjaldmiðlinum okkar þannig að nafngildi íslensku og dönsku krónunnar stóð nokkurn veginn á pari. Þetta var árið 1981. Á fyrstu 61 árum sjálfstæðs lífs var gengisfallið því 99% gagnvart dönsku krónunni, og á þeim þrjátíu árum sem eru liðin síðan hefur þetta undratæki íslenskrar hagstjórnar misst ríflega 95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku systur sinni. Það má því segja að danskur fimmaurabrandari kosti í dag hundraðkall.
Þrátt fyrir þetta virðist ríkjandi skoðun margra íslenskra stjórnmálamanna og hagfræðinga vera að krónan sé nú samt sem áður býsna góð, það þurfi bara aðeins að stjórna henni betur eða faglegar. Þetta er sérstakt afrek í sjálfsblekkingu.
Ekki nóg með það heldur virtust nokkrir þeirra hagfræðinga sem messuðu í Hörpu í síðustu viku vera ámóta skotnir í þessum krúttaralega, ósjálfbjarga gjaldmiðli okkar sem lengst af hefur verið verndaður gagnvart veðrum og vindum raunveruleikans með höftum, skömmtunum og stórkarlalegum pólitískum inngripum. Krónan, sem í krafti ofurvaxta sinna, hjálpaði til við að gera íslenska bankakerfið að risastórri peningaryksugu í hinni miklu lánsfjárbólu, er nú sögð vera björgunarhringur þjóðarinnar í ólgusjó heimskreppunnar. Enn og aftur þarf verulega sköpunargáfu til að komast að niðurstöðunni.
Ef íslenska hagkerfið á aftur að geta orðið hluti af stærri markaði er ljóst að það verður ekki gert með notkun íslensku krónunnar. Sú tilraun er búin. Það eru því aðeins tveir kostir í stöðunni. Að halda krónunni, en setja landamæragirðingar í kringum íslenskt viðskiptalíf. Hinn kosturinn er að horfast í augu við að aðgangur íslenskra neytenda og fyrirtækja að frjálsri alþjóðlegri samkeppni verður ekki tryggður nema með því að hætta útgáfu sérstakrar myntar en leyfa fólki og fyrirtækjum að nota þá mynt sem þau treysta best og hafa mest not fyrir."
Í lokin segir: "Þrátt fyrir reynslu okkar af rekstri eigin gjaldmiðils er stöðugt reynt að troða því ofan í kokið á okkur að íslenska krónan hafi reynst "okkur" vel. Hún hefur kannski reynst stjórnmálamönnum vel á meðan þeir gátu beitt henni til þess að slá ryki í augu almennings með handvirkum gengisfellingum. En raunin er sú að hún hefur kennt íslensku þjóðinni þá dýrkeyptu vitleysu að sparnaður sé glapræði og að greidd skuld sé tapað fé, svo ekki sé minnst á höft, sérhagsmunagæslu og heimóttaskap.
Íslenska krónan er því sennilega dýrasti fimmaurabrandari í heimi."
Það sést á lestri greinarinnar að Þórlindur telur að dagar krónunnar séu taldir og hann stingur upp á einhliða upptöku á mynt sem myndi henta Íslandi.
Einnig hugmynd sem töluvert hefur verið rædd.
Það skal tekið fram að Evrópusamtökin styða upptöku Evru með aðild að ESB, en grein Þórlindar sýnir vel í hvaða ógöngur krónan leiddi íslensku þjóðina.
Okkur langar líka að benda á mjög athyglisvert línurit sem Pawel Bartozek birtir um gengisfall íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku á síðustu 30 árum:http://pabamapa.com/?p=150
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2011 | 20:58
Þorvaldur Gylfason í DV um gjaldmiðilsmál

"Það leysir engan vanda að taka upp evruna, ef gamla vitfirringin í efnahagsmálum heldur áfram að vaða uppi að öðru leyti líkt og gerðist í Grikklandi og víðar. Upptaka evrunnar getur hins vegar orðið til góðs, ef hún kallast á við gagngerar umbætur í hagstjórn."
Síðan segir: "Myndu gagngerar hagstjórnarbætur heima fyrir geta skilað sama árangri án evrunnar? Já, vissulega. En vandinn er sá, að án evrunnar er ólíklegra en ella, að nauðsynlegar umbætur nái fram að ganga. Upptaka evrunnar er hvati eins og efnafræðingar myndu segja: hún knýr á um nauðsynlegar umbætur í hagstjórn m.a. með aðhaldi að utan. Evran er hvort tveggja í senn: markmið og leið. Þetta er ein þyngsta röksemdin fyrir upptöku evrunnar hér heima líkt og t.d. í Eystrasaltslöndunum og annars staðar í AusturEvrópu. Löndin þar eru nú loksins laus úr köldum hrammi Rússa og komin inn í hlýjan meginstraum evrópskrar menningar. Þeim tókst þetta hratt og örugglega m.a. vegna þess, að þau settu markið á ESB og evruna til að flýta fyrir sér. Fjarlægari lönd eins og t.d. Georgía eiga lengra í land, því að þau settu markið ekki á ESB og evruna. Þar heldur gamla vitleysan áfram í friði fyrir aðhaldi að utan. Þar vantar agann, sem fylgir væntanlegri inngöngu í ESB og upptöku evrunnar."
Undir lok greinarinnar segir Þorvaldur svo þetta: ..."þjóð, sem býr við ónýtan gjaldmiðil, sem enginn tekur lengur mark á, jafnvel ekki ríkisstjórnin sjálf, og enginn vill eiga, hún ætti kannski að gaumgæfa, hvort tímabært sé að skoða aðra kosti í gjaldeyrismálum. Þetta er ein ástæða þess, að ríkisstjórnin undanskildi ekki evruna, þegar hún lagði inn umsókn um aðild að ESB fyrir tveim árum."
2.11.2011 | 20:45
Stuðningur frá Dönum við aðildarumsókn Íslands
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er staddur í Kaupmannahöfn vegna fundar Norðurlandaráðs, en þar ber einnig fleira á góma. Meðal annars ESB-málið. Í frétt á www.visir.is segir:
"Í tilkynningu segir að á fundunum hafi ráðherrarnir farið yfir stöðu mála í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins en tveir kaflar í viðræðunum voru opnaðir og þeim lokað nú í október. Þá ræddu þeir fyrirhugaða formennsku Dana í Evrópusambandinu sem hefst um áramót en utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji opna alla útistandandi kafla í aðildarviðræðunum í formennskutíð Dana.
Á fundinum með Evrópuráðherra Dana staðfesti Nikolai Wammen eindreginn stuðning danskra stjórnvalda við mögulega aðild Íslands að ESB og vilja Dana til að viðhalda góðum gangi í viðræðunum."
Yfir þessu trompast svo menn á netinu, þ.e.a.s. þjóðernissinnarnir, sem vilja að Ísland búi við óstarfhæfan/ónothæfan gjaldmiðil og að almenningur og fyrirtæki á Íslandi, "njóti" (!) miklu hærri vaxtakjara en þekkjast á meginlandi Evrópu og enn hærri verðbólgu!
31.10.2011 | 22:36
Mogginn og hitamælirinn
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins um síðsustu helgi var "flogið hátt" eins og venjulega, enda stílistinn fyrrum Matthildar-maður.
Eins og svo oft áður eru það Evrópumálin sem eru "pennanum" hugleikin. Í bréfinu kvartar höfundurinn yfir umræðunni um gjaldmiðilsmál landsins og segir:
"Umræða um krónu og evru er öll á haus í landinu. Annaðhvort eru helstu »umræðustjórar« óþægilega illa að sér, eins og margt bendir til, eða svo þjakaðir af eigin mótuðu afstöðu eða þjónkun við Samfylkinguna, að þeir hvorki sjá né heyra það sem blasir við. Það er ekki stærð myntar sem öllu munar við skoðun á núverandi álitaefnum heldur sveigjanleiki hennar og að henni sé ætlað að lesa og laga sig að efnahagsástandi sinnar eigin þjóðar en ekki að einhverju allt öðru. Þá og aðeins þá getur mynt verið þýðingarmesti lykillinn að lækningu efnahagslífs eins ríkis. Það þýðir nefnilega ekkert að læknir stingi hitamæli í rass næsta manns á Möltu til að ákvarða meðferð sjúklings uppi á Íslandi." (Feitletrun, ES-bloggið)
Þetta er myndrænt, á því er enginn vafi! En hér talar væntalega sá aðili sem veit manna best hvað landi og þjóð eru fyrir bestu! Og sveigjanleiki er lausnin: Sveigjanleiki til að fella gengið, ja, kannski láta það kolhrynja eins og gerðist hér haustið 2008. Það er jú enginn smá sveigjanleiki!
Krónan keyrir upp (og kannski aðallega niður) hagsveiflur, nokkuð sem gerir það nánast ófært fyrir almenning og fyrirtæki að skipuleggja sig fram í tímann. Sú staðreynd að krónan hefur rýrnað um næstum 100 prósent gagnvart t.d. dönsku krónunni frá 1920 segir líka kannski allt sem segja þarf.
Í frétt Morgunblaðsins frá því í desember í fyrra segir: "Verðgildi krónunnar gagnvart hinni dönsku er ...aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafngildir rýrnun um 99,95% á þessu 90 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands."
Og í lok fréttarinar segir: "Saga peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi er því þyrnum stráð allt frá upphafi, óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð, segir í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið og skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra."
"Þyrnum stráð!" Hvorki meira né minna! Er ekki verið að segja okkur að þetta með krónuna sé fullreynt? Hve lengi í viðbót á íslenskur almenningur að ganga á þessum þyrnum?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir