Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
25.10.2008 | 10:30
ASÍ leggur til Evrópusambandsaðild
Þingi Alþýðusambands Íslands lauk í gær, en þar var samþykkt tillaga um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þar sem ASÍ eru stærstu hagsmunasamtök launafólks á landinu þá verða þetta að teljast stórtíðindi sem ríkistjórnin getur ekki litið framhjá í aðgerðum sínum næstu vikur og mánuði. Í ályktun ASÍ segir;
Alþýðusamband Íslands [telur] afar mikilvægt að stjórnvöld fylgi lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir með því að tryggja stöðugan gjaldmiðil til framtíðar. Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan grunn að því að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu (EMU) og upptaka evrunnar næðist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 09:49
Evrópusambandið er fyrir heimilin
Jón Kaldal skrifar frábæran pistil í Fréttablaðið í dag undir þessu nafni sem má finna hér. Í lokaorðum pistilsins segir hann;
Hafi einhver haldið að Evrópusambandsaðild snúist fyrst og fremst um hag banka og stórfyrirtækja, er það misskilningur. Aðild að Evrópusambandinu er fyrir heimili landsins því þar er að finna meiri von um stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um það er óþarfi að efast lengur.
23.10.2008 | 13:09
Leiðari Viðskiptablaðsins; Þjóð á tímamótum
Viðskiptablaðið í dag er með stórgóðan leiðara, sem við fengum leyfi til að birta hér á síðunni okkar;
Óhætt er að segja að við Íslendingar höfum ekki sóst eftir stöðugleika til þessa, hvorki sem einstaklingar né hagkerfi. Að hluta til höfum við tekið alþjóðavæðingunni opnum örmum og gerst djarfir fram úr hófi með skuldsetningu einstaklinga og fyrirtækja. Líklega stafar það af bjartsýni þjóðar sem taldi sig hafa svo margt fram að færa og fátt að læra. Í nýjum heimi þyrfti nýtt fólk og nýja hugsun. Nú þurfum við að endurskoða þetta mat okkar og finna aftur takt í tilveruna, bæði sem einstaklingar og þjóð. Margt af þessu mun nýtast okkur síðar og hugsanlega mun breytingin hafa jákvæð áhrif á gildismat okkar sem hafði augljóslega truflast á þeim uppgangs- og velgengnistímum sem þjóðin hefur lifað undanfarin ár. Án þess þó að það væri innistæða fyrir því. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fram undan eru sársaukafullir tímar sem kosta mun þjóðina mikla orku að vinna sig út úr. Í Viðskiptablaðinu í gær var greint frá því að erlendir ferðamenn undruðust þá bjartsýni sem þeir fyndu meðal þjóðarinnar þrátt fyrir þá erfiðleika sem dunið hafa yfir. Vonandi er það vísbending um getu þjóðarinnar til að taka þessum áföllum.
Á næstunni þurfum við að ýta undir jákvæð viðhorf, frumkvæði, þátttöku og aðlögunarhæfni starfsfólks og starfshópa gagnvart þeim breytingum sem fram undan eru. Löggjafinn þarf að taka til hendinni og breyta ýmsum lögum sem hafa áhrif á réttarstöðu fólks í greiðsluerfiðleikum, svo sem lögum um gjaldþrotaskipti. Gera má ráð fyrir að gjaldþrot ríði yfir marga á næstunni og það er fráleitt að halda fólki lengi í gíslingu gjaldþrots þar sem það er hundelt af gömlum kröfum. Rétt er að horfa til ástæðna þrotsins og færa þeim skjótt bú sitt aftur sem hrekjast í þrot vegna þeirra erfiðleika sem nú ríða yfir. Óskar Halldórsson "Íslandsbersi" varð gjaldþrota þrisvar á sínum skrautlega ferli. Hann kom alltaf aftur og borgaði áfallnar skuldir frá fyrra gjaldþroti. Enginn ætlast til að menn geri slíkt í dag en þó má vera að við verðum að taka á móti einni gjaldþrotahrinunni enn í Íslandssögunni og það ekki í síðasta sinn.
Engum dylst að trúverðugleiki íslensks hagkerfis, og þá um leið þjóðarinnar, hefur beðið alvarlegan hnekki. Með réttu eða röngu sitjum við uppi með slæmt orðspor. Næstu ár munu fara í að reyna að endurheimta traust á Íslandi og bæta ímynd landsins. Margt bendir til þess að við verðum að fá aðstoð erlendis frá til að endurheimta tiltrú á íslensku þjóðfélagi. Þar hljótum við fyrst að stoppa við frændur okkar á Norðurlöndum sem hafa greinilega ekki yfirgefið okkur á þessum þrautatímum. Sömuleiðis er brýnt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi sem fyrst að málum. Með aðkomu hans fæst trúverðugleiki um leið og alþjóðahagkerfið fær skilaboð um hve alvarlegt ástandið er. Mestu skiptir þó að samstarfsaðilar okkar erlendis og viðskiptavinir íslenskra fyrirtækja fái trú á að einhver aðgerðaáætlun sé komin í framkvæmd. Í framhaldinu blasir við að sækja um aðild að Evrópusambandinu og komast í myntsamstarf við það. Það er sú framtíðarsýn sem bíður að loknum aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að tryggja stöðugleika í íslensku hagkerfi. Eftir þrautagöngu undanfarinna vikna mun íslenskt þjóðfélag líta öðrum augum þær lausnir sem færa okkur stöðugleika þó að ákveðnu frelsi verði fórnað um leið. Eins og málin hafa æxlast undanfarið væri það framför.
22.10.2008 | 10:18
Evrópusjálfstæðismenn vaknið!
Jón Kaldal skrifaði leiðara Fréttablaðsins í gær. Þar hvatti hann Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum til dáða annars muni Sjálfstæðisflokkurinn bíða afhroð í næstu kosningum. Jón segir meðal annars;
Bróðurpartur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur stutt þessa stefnu og er fyrir vikið að vakna upp við hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Tími þeirra sem hafa haldið fram öðrum sjónarmiðum innan flokksins hlýtur að vera runninn upp. Ef þeir láta ekki sverfa til stáls verður litlu að fagna á áttatíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á næsta ári.
Leiðarann má finna hér.
21.10.2008 | 09:41
Evrópusambandsaðild í síðasta lagi 2010, og evra 2013
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík sem situr í Evrópunefnd forsætisráðuneytisins, sagði fyrr í mánuðinum að ef Ísland myndi hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu ári gætum við verið orðin aðilar að sambandinu í byrjun árs 2010 og komin með evruna árið 2013. Þetta mat sitt lét hann í ljós eftir ferð Evrópunefndarinnar til Brussel þar sem þeir hittu ráðamenn Evrópusambandsins.
Fréttamenn á Visir.is hafa verið duglegir við að greina frá athugasemdum embættismanna Evrópusambandsins á erlendri grundu upp á síðkastið. Fyrst sögðu þeir frá því að Diana Wallis, ein af varaforsetum Evrópuþingsins, hafi skrifað Olli Rehn sem sér um stækkunarmál sambandsins að Íslendingar ættu að fá skyndimeðferð ef þeir skyldu sækja um aðild að Evrópusambandinu. Haft er eftir Wallis að;
Mín tilfinning er sú, eftir að hafa fylgst með samskiptum ESB og Íslands í um áratug, er að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum fremur en mánuðum. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem ég tel að svo fljót afgreiðsla myndi binda enda á efnahagsóvissuna í landinu að miklu leyti.
Nú síðast í gær greindi Visir.is frá því að Olli Rehn ítrekaði það í samtali við AFP fréttastofuna að Íslendingar gætu gengið í sambandið mjög hratt ef óskað væri eftir því. Það er því spurning hvort mat Aðalsteins sé bara frekar svartsýnt í ljósi núverandi aðstæðna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.10.2008 | 11:25
Íslenskur sjávarútvegur styrkist við ESB aðild
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, mjög áhugaverð grein um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn. Höfundur er Hjálmar Vilhjálmsson sem starfar við útgerðarfyrirtæki í ESB landi. Í greininni kveður við annan tón en venjulega þegar rætt er um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hjálmar segir meðal annars:
Við inngöngu í ESB yrði óvissa um nýtingarrétt minnkuð í íslenskum sjávarútvegi. ESB virðir eigna- og nýtingarrétt og sögulegur veiðiréttur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja væri ekki í uppnámi á fjögurra ára fresti. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. relative stability) tryggir aðildarríkjunum, sem og einstaka fyrirtækjum, fasta aflahlutdeild í heildarkvóta út frá sögulegum réttindum hvort heldur sem þau eru keypt eða áunnin. Sem forsvarsmaður fyrir útgerðarfyrirtæki innan ESB hef ég tekið virkan þátt í starfi sendinefnda sambandsins á sviði sjávarútvegsmála í alþjóðlegum fiskveiðinefndum. Jafnframt hef ég fylgst með vasklegri framgöngu íslenskra sendinefnda í sömu fiskveiðinefndum um áraraðir. Reynsla mín segir að rödd og áherslur Íslands í sjávarútvegsmálum muni hafa veigamikinn sess innan ESB gerist Ísland aðildarríki.
15.10.2008 | 08:57
Hefðu bankarnir átt meiri von innan ESB?
Willem Buiter, prófessor við London School of Economics, skrifaði mjög merka skýrslu fyrir Landsbankann í júlí á þessu ári sem má finna hér. Þar varaði hann við að núverandi ástand gæti komið upp í efnahagslífi Íslands. Á heimasíðu sinni segir hann meðal annars um niðurstöðu skýrslunnar;
Our main point was that Icelands banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model. The country could retain its internationally active banking sector, but that would require it to give up its own currency, the Icelandic kroner, and to seek membership of the European Union to become a full member of the Economic and Monetary Union and adopt the euro as its currency. Alternatively, it could retain its currency, in which case it would have to move its internationally active banking sector abroad. It could not have an internationally active banking sector and retain its own currency.
Nú er spurning hvort það eigi að byggja hið "nýja" Ísland aftur með krónuna, verðtryggingu og háu verðlagi - eða ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og borga 5% vexti af húsnæðislánunum í stað rúmlega 20% eins og stefnir í að almenningur á Íslandi muni borga á þessu ári, ef það tók þá ekki húsnæðislán í erlendri mynt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 21:37
Hvað gerist með inngöngu í ESB?
14.10.2008 | 14:27
Stórmerkileg grein Þorgerðar Katrínar varaformanns Sjálfstæðisflokksins
Ágæta áhugafólk um Evrópumál, mitt í þessum miklu efnahagslegu sviptivindum sem við erum að upplifa þessa dagana birtist stórmerkileg grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Þar stappar hún stálinu í landsmenn og minnir á hina miklu áherslu sem stjórnvöld hafa lagt á fjárfestingu í menntun og rannsóknum. En svo fjallar hún um peningamálastefnu Seðlabankans og framtíðarhagsmuni Íslendinga í Evrópu. Ekki er hægt að túlka þessi orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins öðruvísi en hún telji að Íslendingar verði að kúvenda í stefnu sinni í þessum málum.
Þorgerður Katrín segir meðal annars;
Ýmis mistök hafa verið gerð á undanförnum árum. En við höfum líka sýnt fyrirhyggju til framtíðar á mörgum sviðum: Það hefur til dæmis verið fjárfest mikið í menntun og rannsóknum á síðustu árum. Það verður að tryggja að sú fjárfesting skili sér af fullum krafti inn í okkar samfélag á þessari ögurstundu. Við erum háþróað ríki með hörkuduglegt fólk. Í því felst okkar von, okkar áskorun.
Við verðum einnig á næstu mánuðum að nýta okkur þau sóknarfæri sem er að finna á sviði orkufreks iðnaðar og sjávarútvegs og auka þar fjölbreytni og sköpunarkarft. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar og munu hjálpa við að fleyta okkur í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru.
Við blasir, að sú peningamálastefna sem við höfum treyst á undanfarin ár hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast, svo vægt sé til orða tekið. Háir stýrivextir Seðlabankans við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi eru eins og öfugmælavísa. Við verðum að endurheimta þann stöðugleika sem hér ríkti og grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg kunna að reynast í því sambandi. Íslenskt samfélag og íslenskt efnahagslíf þolir ekki aðra rússíbanareið af því tagi sem við höfum nú upplifað. Í náinni framtíð er ljóst að við verðum að halda áfram að reyna að laða að erlendar fjárfestingar inn í okkar samfélag á hinum mismunandi sviðum. Það blasir við að núgildandi peningamálastefna og traust á gjaldmiðili okkar hefur beðið hnekki en það er ekki til þess fallið að vera sá segull sem til þarf fyrir fjárfesta.
Nýjar forsendur
Það er einnig ljóst að umræða um tengsl okkar við Evrópusambandið verður ekki lengur háð á sömu forsendum og verið hefur til þessa. Sum þeirra áfalla sem við urðum fyrir má að minnsta kosti óbeint rekja til aðildar okkar að Evrópusamstarfinu og vísa ég þar meðal annars til þeirrar heimildar sem íslenskir bankar höfðu til að byggja upp innlánsreikninga í öðrum ríkjum en með íslenskri baktryggingu. Á hinn bóginn má einnig færa rök fyrir því að hjá mörgu hefði mátt komast, ef við hefðum átt aðild að ESB.
Hvert sú umræða sem nú fer í hönd um Evrópumál mun leiða okkur er engin leið að spá fyrir um. Við verðum að velta fyrir okkur hver staða okkar er og sjá hvernig ríkjum á evrusvæðinu reiðir af í þeirri fjármálakreppu sem hugsanlega hefur ekki enn náð hámarki sínu. Hitt er ljóst að við Sjálfstæðismenn höfum ávallt sagt að stefna okkar eigi að ráðast af köldu mati á því hvar og hvernig hagsmunum Íslands er best borgið til lengri tíma. Umhverfið er nú breytt, forsendur hafa breyst. Breyttar forsendur kalla á endurnýjað hagsmunamat.
7.10.2008 | 21:36
Sækjum um aðild að ESB
Evrópusamtökin hafa á undarförnum árum lagt áherslu á nánari samvinnu við samstarfsþjóðir okkar í Evrópusambandinu. Þar eiga Íslendingar samherja í lausn þeirra alvarlegu vandamála , sem nú kalla á átak og samvinnu allra jarðarbúa svo sem loftslagsbreytingar af manna völdum, misskiptingu lífsgæða og fyrirsjáanlegar breytingar á nýtingu ýmissa auðlinda náttúrunnar.
Við þær óvenjulegu aðstæður sem nú ríkja í fjármálum alþjóðasamfélagsins hljótum við að svipast um eftir bandamönnum við lausn þess vanda sem þjóðarbúið nú glímir við. Hinn hlutfallslega smái gjaldmiðill okkar er nú orðinn undirrót alvarlegs þjóðarvanda.
Aðild að Evrópusambandinu er ekki skammtímalausn fyrir íslenska bankakerfið, en slíkri aðild myndi fylgja fyrirheit um þátttöku í öflugu myntbandalagi að fullnægðum skilyrðum sem sett hafa verið í því skyni að vernda gildi og trúverðuleika hinnar sameiginlegu myntar. Ef íslensku bankarnir hefðu þróast í umhverfi hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins væru starfsskilyrði þeirra önnur og betri en í dag. Og þjóðin stæði ekki andspænis jafn alvarlegu fjárhagslegu áfalli eins og nú er raunin á.
Evrópusamtökin skora nú á almannasamtök, stjórnvöld og löggjafarvald að sameinast um þá stefnu að undirbúin verði á markvissan hátt umsókn íslenska lýðveldsins um inngöngu í Evrópusambandið. Um leið verði fyrstu skrefin stigin í því að samræma íslenska hagstjórn þeim reglum sem gilda fyrir aðildarríki evrópska myntbandalagsins.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir