Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Guðbjörn og Sjálfstæðisflokkurinn - Evrópustefna

Guðbjörn GuðbjörnssonGuðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari og þróunarstjóri hjá Tollinum er mikill Sjálfstæðismaður. Hann er duglegur bloggari og mikill Evrópusinni. Guðbjörn skrifar áhugaverða grein á blogg sitt um Sjálfstæðisflokkinn og afstöðu hans til Evrópumála. Hann segir meðal annars:

,,Sjálfstæðismenn ættu að mínu mati einnig að endurskoða afstöðu sína til ESB, en stefna sambandsins smellpassar við helstu áhersluatriði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins, enda sambandið í eðli sínu frjálslynt og hægri sinnað. Varast ber að blanda saman hagsmunagæslu Breta og Hollendinga fyrir sína sparifjáreigendur og sína ríkissjóði og langtímahagsmunum Íslendinga er felast að mínu mati í ESB aðild. Eðli málsins samkvæmt berst ESB fyrir hönd sinna aðildarríkja og sinnar löggjafar. Það væri einkennilegt ef svo væri ekki. Við eigum hins vegar að halda okkar striki í ESB aðildarviðræðunum, en um leið halda vel á okkar hagsmunum í Icesave málinu. Við þurfum að sannfæra ESB um að við viljum greiða það sem okkur ber að greiða og það sem við erum fær um að greiða. Þetta eigum við að taka upp í aðildarviðræðunum og í því felst felst ekki þversögn. Við stöndum sem er í deilum við tvö af aðildarríkjum sambandsins en ekki sambandið sjálft. ESB því - rétt eins og stjórnarandstaðan hefur réttilega bent á - einmitt rétti vettvangurinn til að útkljá slík deildumál, er varða einmitt EES samninginn og ESB löggjöf. Ég átta mig ekki á þeirri þröngsýni er einkennir afstöðu forystu Sjálfstæðisflokksins og marga flokksmanna í þeim efnum er snúa að ESB og grunar að þarna ráði sterkar hagsmunaklíkur útgerðarmanna og fjármagnseigenda of mikið ferðinni. Bjarni Benediktsson ætti að gera allt sem hann getur til stýra Sjálfstæðisflokknum frá vegferð einangrunarhyggju og óhóflegri þjóðernishyggju, sem flokkurinn virðist núna stefna hratt í. Slík heimóttarleg stefna er í þágu ákveðinna hópa í þjóðfélaginu fer Sjálfstæðisflokknum afskaplega illa."

Hægt er að lesa greinina í heild sinni á bloggi höfundar á http://blog.eyjan.is/gudbjorn/ 


Fráfarandi - ekki fráfarandi - AMX úti að aka!

Olli RehnEins og glöggir lesendur MBL tóku eftir í gær, birtist þar grein eftir Olli Rehn og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía. Rehn er hinsvegar fyrrum stækkunarstjóri ESB. Fréttavefurinn AMX, sem er alfarið á móti ESB-aðild, gerir þessa grein að umtalsefni í gær.

Þar segir orðrétt:,,Tveir fráfarandi áhrifamenn innan Evrópusambandsins (ESB), Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, sem eru að láta af pólitískri forystu innan ESB, og Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, sem er að láta af því embætti, rita grein í Morgunblaðið 21. desember til að strjúka íslenska stjórnkerfinu rétt, eftir að hafa brugðist þeirri stóru en óraunsæju von Össurar Skarphéðinssonar, að ESB-aðildarmál Íslands kæmust á beinu brautina nú fyrir þessi áramót. Þeir félagar segja meðal annars í grein sinni:"

Það sem AMX klikkar á er hinsvegar að Olli Rehn er ekki fráfarandi áhrifamaður innan ESB. Hann er að hætta sem stækkunarstjóri, en tekur nú við Efnahags og peningamálum, innan framkvæmdastjórnar ESB! Hér geta AMX-menn lesið um hina nýju framkvæmdastjórn. Það gildir að vera "up-to-date!"

Carl BildtVarðandi Carl Bildt, þá hverfur hann nú alfarið til sinna hefðbundnu starfa sem utanríkisráðherra Svía og um áramótin láta Svíar formennskukeflið í hendurnar á Spánverjum.


Serbía sækir um ESB-aðild

Boris TadicSerbía mun leggja inn umsókn um aðild að ESB hjá Svíum, áður en árinu (og formennskutíð Svía) lýkur, þ.e.a.s. í næstu viku. Þetta tilkynnti forseti landsins, Boris Tadic í gær. Sjá hér frétt frá Daily Mail.

Frá því að Tadic (mynd) tók við völdum árið 2004, hefur stefnan marvisst verið á aukin tengsl við ESB. Serbía var stærsta lýðveldi Júgóslavíu, sem hrundi til grunna í blóðugum stríðsátökum, á árunum 1991-1994. Einnig átti Serbía í átökum við Kosovo-Albana í Kosovo-héraði, sem leiddi til íhlutunar og sprengiárása NATO á landið. Það má því segja að það sé stríðshrjáð þjóð sem leggur inn aðildarumsókn í næstu viku.

Möguleg aðild Serbíu hlýtur því að stuðla að auknum stöðugleika á Balkan-skaga, Slóvenía er með í ESB síðan 2004 og Króatía á í aðildarviðræðum, sem búist er við að ljúki 2011 eða 2012. Bæði löndin voru lýðveldi í Júgóslavíu.

Því má svo bæta við að í vikunni opnaði ESB landamæri sín fyrir 10 milljónum Serba, Svartfellinga og Makedóníumanna, en strangar reglur höfðu verið í gildi. Íbúar þessara landa geta nú ferðast til, og innan ESB eins og aðrir þegnar sambandsins. ,,Þér líður eins og þú sért frjáls," var haft eftir Nadja Miladinovic, í Christian Science Monitor.


Brynju svarað

Ingvar SigurjónssonIngvar Sigurjónsson, varaformaður Ungra Evrópusinna ritar góða svargrein í MBL í gær. Þar svarar hann Brynju Halldórsdóttur, sem er í stjórn samtaka Nei-sinna á Íslandi. Ingvar segir m.a. ;

,Ef Brynja tæki þátt í fræðslustarfi Ungra evrópusinna gætum við t.d. leiðrétt misskilning sem hún virðist vera haldin varðandi sjávarútveginn. Brynja heldur því fram að tíu eða tuttugu árum eftir hugsanlega inngöngu væri fiskurinn í sjónum ekki lengur okkar Íslendinga heldur „í eigu sjómanna í Bretlandi, Portúgal, Spáni og víðar“. Hér virðist hún hafa gleypt við margendurteknum hræðsluáróðri andstæðinga aðildar. Sannleikurinn er hins vegar sá að vegna reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika ættu önnur ríki engan rétt á fiskveiðikvóta innan íslenskrar lögsögu. Einnig mætti benda á að við niðurfellingu tolla til okkar helstu viðskiptalanda myndu tækifæri til að fullvinna íslenskan fisk hér á landi aukast. Þannig gæti skapast atvinna í fiskvinnslu á landsbyggðinni og verðmæti útfluttra sjávarafurða aukist."

Öll grein Ingvars

Kreppan búin á Írlandi?

DublinÁkveðnar vísbendingar eru nú um að kreppunni sé að ljúka, eða sé jafnvel lokið á Írlandi. Menn hvetja þó til varfærni í yfirlýsingum. Hagvöxtur var jákvæður á Írlandi á þriðja ársfjórðungi, en tæknilega er samdráttur skilgreindur sem neikvæður hagvöxtur þrjá ársfjórðunga í röð.

The Irish Times skrifar: ,,Commenting on the quarterly figures, Ibec senior economist Fergal O'Brien said the latest data shows the economy is beginning to stabilise.

"In terms of the pace of contraction in the Irish economy, the worst is now clearly behind us. Most sectors of activity are showing signs of stabilisation, with the exception of the construction sector, which continued to lurch downwards in the third quarter," he said.

"Today’s numbers do not change our view that GDP will fall by about 7.5 per cent this year and will drop on an annual basis again in 2010. We can now see some light at the end of the tunnel, however, and the economy should begin to grow again around the middle of next year."

Öll frétt IT


Kvótaúthlutun í höfn

MakríllRÚV greindi frá því í gærdag að náðst hefði samkomulag innan ESB um fiskveiðikvóta fyrir næsta ár, 2010. Til grundvallar samkomulagsins voru ráðleggingar fiskifræðinga. Eskil Erlandsson, landbúnaðarráðherra Svía, sem eru nú að ljúka formennsku sinni í ESB, lýsti yfir ánægju með samkomulagið. Öll frétt RÚV er hér

Einnig í Irish Times


Samningur um loftslagsmál

MengunMBL birti frétt í gær um loftsagsmál sem byrjar svona: ,,Ráðherraráð Evrópusambandsins ákvað á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Ísland um fulla þátttöku Íslands í aðgerðum ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012, en þá lýkur fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó sáttmálans."

Alla frétt MBL um þetta mikilvæga mál má lesa hér


Gjaldmiðill allra landsmanna...?

50-kallÆskuminningar eru, sem betur fer hjá flestum, jákvæðar. Ein af myrkustu minningum bloggritara tengist þó gjaldmiðilsmálum. Úti á landi var eitt sinn rekið byggingafyrirtæki, sem var með um 30-40 menn í vinnu. Faðir ritara var einn af eigendum.  Fyrirtækið hafði reist allskyns byggingar, skólahúsnæði ofl. Svo var ráðist í byggingu fjölbýlishúss. Reksturinn, og byggingin, gekk vel. Sett var fast verð á íbúðirnar, sem allar seldust.  Þetta var á tíma ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, (1980-1983).

Ritara minnir að það hafi verið mánudagur. Í hádegisfréttum, yfir ýsunni og kartöflunum, var sagt frá því á gömlu Gufunni, að gengi íslensku krónunnar hefði verið fellt með "myndarlegum" hætti. Þetta var gert að kröfu sjávarútvegsins (til gamans má nefna að loðnan er jú á tíkallinum og þorskurinn á krónunni). 

Afleiðingarnar fyrir þetta litla fyrir urðu afgerandi. Kostnaður vegna lána og annað jókst gríðarlega, svo mikið að það reið fyrirtækinu að fullu. Það varð gjaldþrota. Fyrirtækið, sem hafði verið byggt upp með dugnaði og vinnusemi var ekki lengur til. Allir starfsmenn þess misstu vinnuna, sem og eigendurnir. Þetta varð líka mikið áfall fyrir föður ritara, sem hafði nú misst fyrirtækið, sem var hans líf og starf. Og þetta var ekki síðasta gengifelling íslenslu krónunnar, þær hafa verið margar eftir þetta.

Ritari hugsar oft um þetta í sambandi við okkar blessaða gjaldmiðil, ÍSLENSKU KRÓNUNA. Það virðist nefnilega einkenna hana að hún þjónar sjaldan öllum landsmönnum í einu, er sjaldnast "króna allra landsmanna." Einn daginn er hún svakalega góð fyrir alla sem flytja inn vörur (sterk), hinn daginn er hún svakalega góð fyrir þá sem flytja út (veik). Eins og einmitt núna.

Það sést því á þessu litla dæmi að það vantar jafnvægið, stöðugleika, sem gerir það að verkum að allir eru nokkurn veginn sáttir, en ekki annaðhvort himinlifandi eða hundfúlir!

Hér er örlítið um gengisfellingar af vef HÍ. Höfundur er Gylfi Magnússon, þáverkandi dósent, núverandi viðskiptaráðherra.


Ussss....ekki segja ESB! Daniel Gros tjáir sig í MBL

Daniel GrosMorgunblaðið hefur í gær og í dag birt "áhugaverðar" athugasemdir og skoðanir fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands, þjóðverjans Daniel Gros. Í gær voru það skert lífskjör og kaupmáttur ef Alþingi myndi samþykkja Icesave og í dag tjáir Gros sig um gengismálin. Í grein MBL segir m.a.:

,,Gros telur krónuna reyndar vera mikinn vandræðagrip og að í raun sé nauðsynlegt að skipta henni út. „Mikilvægt er að horfast í augu við það að við núverandi aðstæður er Ísland ekki á neinni hraðleið inn í Evrópusambandið og evruna. Það er hins vegar alltaf hægt að taka evruna upp einhliða, þótt slíka upptöku þyrfti að undirbúa mjög vel.“

Og síðar segir: ,,Gros var ráðgjafi stjórnvalda í Svartfjallalandi þegar það ríki ákvað að taka einhliða upp evru. „Málið er að gera þetta án þess að spyrja Brussel eða Frankfurt um leyfi. ESB var afar ósátt við ákvörðun Svartfellinga og hótaði þeim öllu illu, en ég get ekki séð að það hafi nein úrslitaáhrif á aðildarviðræður landsins við ESB.“

Hér verða menn að staldra við: Aðstæður í Svartfjallalandi þá og á Íslandi nú eru gjörólíkar. Svartfjallaland, var í ríkjasambandi við Serbíu fram til ársins 2006, þegar það lýsti yfir sjálfstæði. Serbía og Svartfjallaland voru lýðveldi í Júgóslavíu, sem var stjórnað með járnhendi af kommúnistanum Jósep Tító frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Landið leystist svo upp í frumeindir sínar í blóðugri styrjöld á árunum 1991-1995 og til urðu sjö sjálfstæð ríki (með Kosovo)!

DinarÍ Svartfjallalandi komu dollar og þýskt mark (fram að evru) til með að leika aðalhlutverkið sem gjaldmiðlar. Júgóslavnseki dínarinn varð óðaverbólgu að bráð og varð ónothæfur sem gjaldmiðill árið 1991, enda lagður niður þá. Svartfellingar byrjuðu því að nota Evruna, þegar þýska markið hvarf af sviðinu. Í sjálfu sér rökrétt skref. Þar er e.t.v. að finna skýringuna á því hversvegna ESB lét stóru orðin duga gagnvart Svartfellingum. Hvað áttu þeir að gera? Ekki taka aftur upp dínarinn!

Ísland er því í allt annarri stöðu. Sem land með langa lýðræðishefð, eigin gjaldmiðil í yfir hundrað ár (sem að vísu er hruninn), með náin tengsl við Evrópu í gegnum áratuga samskipti og samninga, m.a. EES, er því vart hægt að bera þessi lönd saman. Evrunotkun Svartfellinga er því tilkomin vegna sögulegra þátta sem Íslendingar munu vonandi aldrei upplifa 

Það sem Ísland þarf að gera er að móta sér langtímastefnu í gjaldeyris og peningamálum í kjölfar gjaldeyrishrunsins. Leiðin að Evrunni þýðir í raun markmiðasetningu og hún tekur tíma. Þessi markmið fela m.a. í sér aðhald, lágvaxtastefnu og lága verðbólgu.

En eru þetta skilaboð Gros til Íslendinga: Að fara okkar fram án samráðs við alþjóðaumhverfið (les, ESB) án samráðs eða samvinnu? Kann það góðri lukku að stýra? Væri ekki nær að Gros myndi miðla okkur af þekkingu sinni um það hvernig við getum náð þeim markmiðum til þess að geta tekið hér upp nothæfan gjaldmiðil með tíð og tíma?


Euractiv með síðu um Ísland og ESB

euractivFréttavefurinn Euracitv.com sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu og Evrópumálum. Sett hefur verið um sér síða um tengsl Íslands og ESB. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um þróun mála, sögulegt yfirlit og fleira. Hér er síðan:

http://www.euractiv.com/en/enlargement/eu-iceland-relations/article-187881


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband