Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Krossgötur - Stjórnmál og stjórnsýsla

Í Krossgötum, Hjálmars Sveinssonar á rás 1 í dag, voru Evrópumálin enn til umfjöllunar. Þar var m.a. rætt við Arthur Bogason, formann Landssambands smábátasjómanna. Hann á sæti í samningahópi Íslands gagnvart ESB um sjávarútvegsmál. Hann viðraði ýmsar skoðanir frá sínum bæjardyrum séð um þessi mál.

En aðalgestur Krossgatna var hinsvegar Eiríkur Bergmann. Hann og Hjálmar ræddu meinta ,,sérstöðu" Íslands og Íslendinga út frá ýmsum "vinklum".

Eiríkur birti einnig grein um þetta mál í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, en hana má lesa hér.

Krossgötur eru svo hér


Hrunið - hænan eða eggið?

MBLMorgunblaðið, sem í skjóli nýlegra eigenda berst nú hatrammlega gegn aðild Íslands að ESB birtir í leiðara sínum í dag söguskýringu á orsökum gengisfalls krónunnar. Þær eru þegar orðnar all nokkrar kenningarnar um HRUNIÐ, m.a. umtöluð ,,Umsáturskenning” fyrrverandi Moggaristjórans, Styrmis Gunnarssonar, nefnilega á þá leið að þetta sé allt saman hópi vondra útlendinga, frá ýmsum þjóðum, að kenna.

 

En hvað er í raun að baki hruninu? Manneskjur og mannlegt eðli. Manneskjur af holdi og blóði, með tilfinningar og hvatir: græðgi, löngun eftir völdum og áhrifum, drottnunargirni, dramb og oflæti, skeytingarleysi, kapp án forsjár, ofmetnaður, kæruleysi, dómgreindarleysi og skynsemisskortur, fyrirhyggjuleysi, hefnigirni, rándýrshegðun, hóphegðun, gleði yfir ógöngum annarra og svo framvegis. Banvænn kokteill!

 

En aftur að leiðara MBL í dag. Fyrst byrjar höfundurinn (Davíð eða Haraldur, menn geta leikið sér að því að giska hvor skrifar), á að skvetta fram allskyns frösum um málið, s.s.,,draumórar” og ,,pólítísk tilraunastarfsemi”.

 

Stöldrum við þetta. Ef, EF, þetta er Davíð sem skrifar, er það þá t.d. pólitísk tilraunastarfsemi að ÖLL ríki Austur-Evrópu, sem losnuðu undan kúgun kommúnísmans (sem Davíð er ekki par hrifin af og örugglega ekki Haraldur heldur), hafa sótt um og gerst aðilar að ESB?

 

Og var það ekki Davíð sem “gúdderaði” EES-samninginn á sínum tíma, nokkuð sem Sjálfstæðismenn segja sjálfir að hafi reynst okkur vel. Var það þá ekki pólitísk tilraunastarfsemi?

 

Og síðan segir orðrétt í leiðaranum: ,, Ekki hefur verið hægt að færa fram sannfærandi rök fyrir því að Ísland hefði ávinning af aðild að ESB.” Halló! Hvar hefur leiðarahöfundur dvalið? Er þetta ekki afneitun? Hvað með:

 

Öruggan og stöðugan gjaldmiðil (í tímans rás)

Lægri vexti og verðbólgu

Algerlega tollfrjálsan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir

Lægra matarverð og þar með framfærslukostnað heimilanna

Hvata til stöðugleika og aðhalds í fjármálum hins opinbera

Aðild að ríkjasambandi sem tekst á við áskoranir framtíðarinnar, t.d. á sviði umhverfis og loftslagsmála

Aðild að ríkjasambandi sem miðar að virðingu fyrir frelsi og mannréttindum

En að sjálfsögðu tínir MBL fram allt slæmt sem blaðið (les. ritsjórinn) finnur. Og þannig mun það væntanlega vera á meðan Davíð og Haraldur sitja á stólum sínum

 

Í leiðaranum er svo sett fram eftirfarandi kenning um fall íslensku krónunnar: ,, Myntin féll eftir fall bankanna en þeir féllu ekki vegna myntarinnar.” Hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Af hverju féllu bankarnir? Voru það vondu útlendingarnir, hið vonda ESB, hin vondu Norðurlönd? Hvert er hið raunverulega orsakasamhengi? Staðreynd er að bankakerfið var orðið 12 sinnum stærra en hið opinbera, fjárlög ríkisins. Hverjir leyfðu því að gerast? Hið vonda ESB með sinni vondu reglugerð? Eða hugmyndafræði hinnar óheftu markaðshyggju?

 

Íslendingar gátu hægt á útrás bankanna, en þetta var línan sem var lögð. M.a. var bönkunum bannað að gera upp í evrum, sem án efa hafði sín áhrif á útþenslu íslenska bankakerfisins, eða eins og segir í frétt MBL frá janúar 2008: ,, SEÐLABANKINN lýsir sig mótfallinn því, í umsögn til Ársreikningaskrár um umsókn Kaupþings um að fá að gera upp í evrum, að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu.” Krónunni skyldi haldið, hvað sem raulaði og tautaði og hver var Seðlabankastjóri?

   

Þetta vilja íslenskir bændur ekki ræða!

BóndabærLandbúnaðarmál verða einn mikilvægasti málaflokkurinn sem tekist verður á um í komandi aðildarviðræðum við ESB. En Bændasamtökin hafa sagt NEI við bæði aðildarviðræðum og aðild að ESB. Þau halda því statt og stöðugt fram að hér verði sviðin jörð ef íslenskir bændur verða aðilar að ESB. Það hefur hinsvegar hvergi gerst. Af hverju ætti það að gerast á Íslandi?

Markmiðin sem sett eru fram í erindisbréfi landbúnaðarhóps samninganefndar Íslands gagnvart ESB eru annars þessi:

 Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar (137. löggjafarþing, þingskjal 249) skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að landbúnaðarmálum og byggðaþróun, sett í samningaviðræðunum:

Að stuðla að matvæla- og fæðuöryggi;

-að leggja áherslu á sjálfbærni um matvæli (sem hluti af sjálfbærri þróun);

-að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þrátt fyrir ákveðnar breytingar í uppbyggingu styrkjakerfisins;

-að kerfið stuðli að hefðbundnum landbúnaði og að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu, sauðfjárbúskap og annan hefðbundinn búskap haldi áfram;

-að stuðlað verði að varðveislu hins íslenska fjölskyldubús;

-að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi;

-að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu;

-að skoðað verði hvort nauðsyn beri til að útvíkka gildandi reglur ESB til að ná fram heimildum fyrir Ísland til að tryggja sem best stöðu íslenskra bænda;

-að skapa grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað umfram sameiginlegu landbúnaðarstefnuna, t.d. með framleiðslutengdum styrkjum og nýta í því sambandi fordæmi í aðildarsamningi Finnlands;

-að byggðastuðningur miðist t.d. við núverandi starfssvæði landshlutasamtaka sveitarfélaganna;

-að Ísland verði allt skilgreint sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og -að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði stofnsáttmála ESB um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands. 

Þá skal haft samráð við samningahópa um byggða- og sveitarstjórnarmál og EES I að því er varðar matvælaöryggi, annars vegar, og byggðaþróun í dreifbýli, hins vegar.

Að öðru leyti er vísað til álitsins, en hópurinn skal í starfi sínu leggja þau sjónarmið sem þar koma fram til grundvallar og gæta hagsmuna þjóðarinnar í hvívetna. (Leturbr. ES-blogg)

Þetta vilja bændur hinsvegar ekki ræða. "Lokum okkur af-verum ekki með" virðist vera mottó Bændasamtaka Íslands!

Eru þetta markmið sem stuðla að hruni íslensks landbúnaðar?


Frétt dagsins?

Er þetta frétt? Takið eftir prósentutölunni.

Krónan

 


Samningsmarkmið í sjávarútvegi gagnvart ESB

KarfiEins og fram kemur hér á undan má nú skoða alla samningshópa Íslands í komandi samningaviðræðum við ESB á þessari vefsíðu. Þar gefur einnig að líta erindisbréf hvers hóps. Sé litið á sjávarútvegsmálahópinn er hér klausa úr erindisbréfi hans:

,,Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar (137. löggjafarþing, þingskjal 249) skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett í samningaviðræðunum:

Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna;

eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum;

haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar;

skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.

Þá skulu samningahópur EES II og samningahópur um sjávarútvegsmál hafa með sér samráð að því er varðar fjárfestingar í sjávarútvegi og nýtingu sjávarspendýra."

 


Samningahóparnir klárir

Á vef Utanríkisráðuneytisins birtist þessi tilkynning í dag:

esb-merkiÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur skipað samningahópana tíu sem starfa munu með samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í hópunum eiga sæti fulltrúar ráðuneyta og stofnana, hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi saman á næstu dögum og vikum.

Hlutverk samningahópanna er að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB á einstökum samningsviðum en hóparnir verða samninganefnd og aðalsamningamanni til ráðgjafar. Í því felst einkum greining regluverks ESB af Íslands hálfu og síðar með framkvæmdastjórn ESB, undirbúningur tillagna um samningsafstöðu Íslands, og nánari mótun hennar eftir því sem viðræðunum vindur fram.

Hóparnir tíu fjalla um:
Byggða- og sveitarstjórnarmál
EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.
EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.
Fjárhagsmálefni
Dóms- og innanríkismál
Lagaleg málefni
Landbúnaðarmál
Myntbandalag
Sjávarútvegsmál
Utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál

Nánari upplýsingar um samningahópana, hlutverk þeirra og skipan, er að finna á evrópuvef utanríkisráðuneytisins.

(Mynd sett inn af ritstjórn ES-bloggsins)




Óstöðugleiki = viðskiptahindrun

Ragnar SverrissonRagnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri og formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar, skrifaði fína grein í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum um starfsumhverfi verslunar.

Þar segir hann meðal annars:

,,Í greinargerð nefndar, sem lögð var fyrir síðasta aðalfund SVÞ,  eru leiddar sterkar líkur að því að sameiginleg mynt hefði getað lækkað kostnað verslun árið 2008 um röska 14 milljarða króna. Auk þess er bent á að vaxtastigið lækkar með brotthvarfi verðtryggingar og rekstarumhverfið verður stöðugra en áður hefur þekkst hér á landi en óstöðugleiki felur beinlínis í sér viðskiptahindranir. Þá eru talið að lækkun gjalda sem leiðir af inngöngu í ESB gæti verið 7,5% eða röskir 4 milljarðar á verðlagi ársins 2006.

Hér er fátt talið sem stendur í greinargerðinni en hvert þessara atriða felur í sér gríðarlega fjármuni sem nú er kastað á glæ fyrir utan þau viðskiptatækifæri sem ekki er hægt að nýta vegna þess að við erum utangarðs í Evrópu samstarfinu. Niðurstaða SVÞ er því sú að það þjóni hagsmunum verslunar og þjónustu að ganga í ESB og taka upp evru. ´Þetta var staðfest í skoðanakönnun meðal aðildarfélaga SVÞ þar sem 80% voru á sama máli."

Greinin í heild sinni er hér


Sterk viðbrögð nei-sinna vegna nei-sinna

Ásmundur E. DaðasonStrax í kjölfar Icesave-atkvæðagreiðslunnar vakti það athygli að nýr formaður Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason (VG), greiddi atkvæði með frumvarpinu.

Hann kom upp í ræðustól og setti einhversskonar fyrirvara, kvaðst greiða atkvæði með því að veita frumvarpinu brautargengi til fjárlaganefndar.

Viðbrögð við "já-inu" má m.a. sjá á þessu bloggi og athugasemdum þar. Og menn eru ekkert að spara stóru orðin! Krafist er afsagnar nýja formannsins. Engin grá svæði um að ræða, annaðhvort svart eða hvítt! Heitir það ekki öfgar?


Gengishrun bitnar á Gæslunni - rætt um að skila þyrlu - minnkandi þjónusta

LandhelgisgæslanFréttir hafa borist af slæmri fjárhagstöðu Landhelgisgæslunnar, sem hefur varla efni á að hafa eitt varðskip úti í einu. Fréttir af þyrlumálum eru einnig mjög slæmar og eru ýmsir möguleikar ræddir. M.a. að skila einni af þremur þyrlum gæslunnar. Þetta myndi draga verulega úr þjónustu gæslunnar, sem er mjög mikilvægur öryggishlekkur fyrir sjómenn, sem og aðra, t.d. varðandi sjúkraflutninga innanlands.

En hverjar eru helstu ástæður þessarar slæmu stöðu gæslunnar? Jú, gengishrun íslensku krónunnar, eða eins og segir í frétt á www. visir.is: ,,Miklar gengisbreytingar hafa farið verst með rekstur landhelgisgæslunnar þar sem mikil útgjöld hennar eru í erlendri mynt vegna leigusamninga við erlenda samstarfsaðila."

Veikur gjaldmiðill er að bitna hart á okkur þessi misserin. Eins og fram hefur komið á þessu bloggi hefur Landspítalinn tekið á gríðarlegt tap vegna gengisfalls krónunnar. Þá hefur landinn (les: íslenskir ríkisborgarar) tekið á sig ómælt gengistap.

Krónan er að kosta okkur FÚLGUR og veldur óöryggi!


Styrmir, Serbarnir og framtíðarsýnin

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson og Andrés Pétursson, stjórnarmenn í Evrópusamtökunum, skrifa grein um framtíðarsýn fyrrum Moggaritstjórans í Fréttablaðið í morgun. Greinin er hér í heild sinni:

Kosovo Polje 1389Umsáturskenning Styrmis Gunnarssonar, fyrrum Moggaritstjóra og Nei-sinna, sem hann setur fram í nýrri bók sinni, UMSÁTRIÐ, hefur vakið töluverða athygli. Tekið skal fram að Styrmir er einnig í stjórn samtaka Nei-sinna hér á landi. En kenning Styrmis er þessi, eins og hann orðar "vel" í viðtali við sitt gamla blað þann 30.nóvember s.l.: 

...,,á árinu 2008 upplifði ég það þannig að þessi þjóð hefði verið umsetin án þess að vita af því nema tiltölulega fámennur hópur og það sem fyrir okkur kom hafi raunverulega verið eins konar umsátursástand. Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Evrópu, Lúxemborgar og Norðurlandanna hafi tekið höndum saman um að loka okkur inni og á sama tíma hafi breska fjármálaeftirlitið hafið tangarsókn á Landsbankann til að stoppa hann af í sambandi við innlánasöfnun á Bretlandi. Með þessum hætti vorum við rekin í fangið á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum."

Það eru s.s. hinir vondu útlendingar sem að þetta er allt að kenna og þeir ráku okkur í fangið á AGS! Í þessu felst mikil fórnarlambshugsun, eða eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði; þetta væri svona álíka fórnarlambshugsunarháttur og einkennt hefur fjölmarga Serba í árhundruð, einskonar serbneskt heilkenni!  

Margir Serbar hafa nefnilega litið á sig sem fórnarlömb, síðan bardaginn mikli milli þeirra og Tyrkja átti sér stað við Kosovo Polje (Svartþrastarvöllum) árið 1389. Og vitna óspart til hans, þá helst miklir serbneskir þjóðernissinnar.

 

Í lok viðtalsins afhjúpar Styrmir síðan sína framtíðarsýn fyrir Ísland 21.aldarinnar. Blaðamaðurinn, Karl Blöndal, spyr Styrmi hvernig þjóðin eigi að bregðast við þessum aðstæðum. Styrmir svarar:

 

,,Ég held að hún eigi að horfast í augu við veruleikann og gera sér grein fyrir að hún skiptir engu máli í samfélagi þjóðanna. Við erum ekki nema 300 þúsund manns hér uppi á Íslandi og við eigum bara að reyna að byggja hér upp farsælt og gott samfélag, en reyna ekki að vera eitthvað annað en við erum. Hætta þessum leikaraskap, að halda að við höfum einhverju hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi, hætta þessum hégómaskap í sambandi við samskipti við aðrar þjóðir, að vera með þjóðhöfðingja, sem ferðast um allan heim af því að hann telur sig hafa einhverju hlutverki að gegna þar. Við eigum bara að sníða okkur stakk eftir vexti, lifa hér því góða lífi, sem hægt er að lifa í þessu fallega landi, nýta auðlindir okkar og byggja á þeim, en hætta að gera okkur einhverjar hugmyndir um að við séum eitthvað annað en við erum. Við erum fámenn þjóð, sem lifir á fiski hér í Norður-Atlantshafi. Það er gott hlutskipti og við eigum að vera sátt við það.“

Skilaboði Styrmirs eru því þessi: Við lifum í landi, sem skiptir engu máli! Fyrir komandi kynslóðir hlýtur þetta að vera mest niðurdrepandi framtíðarsýn sem hægt er að hugsa sér! Þó vissulega sé hægt að taka undir orð Styrmis um nýtingu auðlindanna. En eigum við ekki bara að leggjast á hjarnið og bíða þess að tíminn stöðvist? Hagfræðingar eru flestir sammála að Íslendingar gætu framfleytt sér á fiski ef við værum ekki fleiri en um 80 þúsund miðað við þau lífsskilyrði sem við teljum ásættanleg. Ekki eru miklir möguleikar að auka sókn í núverandi stofna þannig að ekki er víst hvað Styrmir vill að hinir 230 þúsund Íslendingarnir eigi að gera! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband