Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
30.4.2009 | 10:58
Hádegisfundur um ESB
Vekjum athygli á þessum áhugaverða fundi hjá Alþjóðamálastofnu H.Í.
Yfirskrift: Þarf að sækja strax um aðild að Evrópusambandinu?
Frekari upplýsingar hér
29.4.2009 | 21:02
Áhugavert um sænskan landbúnað í DV
Hinn reyndi blaðamaður DV, Jóhann Hauksson, hefur töluvert skrifað um sænskan landbúnað og reynslu sænskra bænda af ESB. Fyrir skömmu birtist mjög áhugvert viðtal við helsta sérfræðing sænsku bændasamtakanna, Peter Lundberg. Hann talar m.a. um það sem sænskir bændur stóður frammi fyrir, við aðild:
,,Við stóðum frammi fyrir erfiðleikum vegna ákvarðana stjórnvalda um umfangsmiklar breytingar á stýringu landbúnaðarframleiðslunnar. Við sáum líka mikil tækifæri á sameiginlegum Evrópumarkaði fyrir sænskar landbúnaðarafurðir. Almennt séð töldu sænsku bændasamtökin að Evrópusambandið væri eftirsóknarvert sem vettvangur fyrir sameiginlegan markað. Þessi afstaða tók ekki aðeins til beinna hagsmuna bænda og búvöruframleiðslunnar, heldur einnig til leitarinnar að meiri stöðugleika fyrir landbúnaðinn í heild sinni. Þarna voru vitanlega tækifæri fyrir sænskar búvörur á stórum markaði. Það er löng hefð fyrir frjálsri verslun í Svíþjóð en bændur eins og aðrir vita einnig að allar breytingar fela í sér áhættu."
Um Ísland og Noreg og bændur þessara landa segir Peter síðar í viðtalinu:
Ég mundi mjög gjarnan vilja sjá Íslendinga og Norðmenn ganga í Evrópusambandið. Þannig gætum við þróað og samhæft samvinnu landanna enn frekar innan sambandsins. Það bendir allt til þess að norskur og íslenskur landbúnaður geti átt góða framtíð innan Evrópusambandsins. Það er nefnilega þannig að framtíð landbúnaðar í einstökum aðildarlöndum ræðst að mestu innan hvers þjóðríkis en ekki af Evrópusambandinu."
Þetta áhugaverða viðtal er að finna hér í heild sinni:
http://www.dv.is:80/brennidepill/2009/4/29/saenskir-baendur-og-esb/
29.4.2009 | 20:45
Yfir 13000 á SAMMÁLA!
Nú eru þeir sem hafa skráð sig á www.sammala.is komnir yfir 13.000 talsins! Óhætt er að segja að viðbrögðin við þessu framtaki hafi verið frábær. Hvetjum enn til þess að fólk skrái sig til stuðnings því brýna hagsmunamáli að sækja um aðild að ESB.
29.4.2009 | 17:39
Úr auðlindaskýrslu Sjálfstæðisflokksins!
,,Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki hafa verulegar breytingar á málefni er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki hafa verulegar breytingar á regluverkið er gildir um hálendið eða á málefni Norðurheimskautsins."
Sjá; http://www.evropunefnd.is/audlindir/drog/3/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2009 | 17:21
Lífseigar bábiljur, Aðalsteinn Leifsson í MBL.
Vekjum athygli ykkar á mjög góðri grein Aðalsteins Leifssonar(mynd), lektors við HR, í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um eitt helsta álitamál þjóðarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, þ.e. framtíð íslensk sjávarútvegs innan ESB. Í sjálfu sér kemur ekkert nýtt fram í grein Aðalsteins, en það virðist vera að gamla bábyljan, um að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum, dúkki upp aftur og aftur.
Þess má geta að Aðalsteinn er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum Íslands og Evrópusambandsins og hefur margra ára reynslu sem starfsmaður utanríkisþjónustunnar, EFTA og starfsmaður margra nefnda Alþingis sem hafa farið yfir málefni Íslands og ESB.
Það er því mikilvægt að halda þessum staðreyndum til haga. Aðalsteinn segir meðal annars:
,,Stærsta bábiljan í Evrópuumræðunni er sú að kvóti færist frá íslenskum stjórnvöldum til annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Staðreyndin er sú að allur kvóti í staðbundnum stofnum umhverfis Ísland verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda eftir aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins er kvóti í höndum þeirra ríkja sem hafa veiðireynslu í viðkomandi fiskistofni. Ekkert aðildarríkja ESB hefur veiðireynslu umhverfis Ísland í meira en 30 ár. Aldrei hefur verið litið lengur en 9 ár aftur í tímann þegar veiðireynsla er metin. Þess vegna fer því víðsfjarri að við ESB aðild Ísland muni erlendir togarar gera sig heimakomna í íslenskri lögsögu. Við þurfum hvorki undanþágu eða sérlausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mikilsverð staðreynd sem áhrifamenn í framkvæmdastjórn ESB hafa ítrekað staðfest, m.a. á opnum fundum á Íslandi......
Reglunum um eignarhald á kvóta á grunni veiðireynslu hefur hins vegar aldrei verið breytt og er einn af hornsteinum núverandi sjávarútvegsstefnu ESB. Breytingar eru ákafalega ósennilegar því þær hefðu í för með sér að verðmæti væru færð frá einu aðildarríki til að láta þau í hendur annars. Ef Íslendingar vilja fá algera staðfestingu á því að kvóti í staðbundnum stofnum verði í höndum Íslands, þá má setja ákvæði þess efnis í aðildarsamninginn. Aðildarsamningar hafa sama lagalega gildi og sáttmálar sambandsins og yrði því ekki breytt nema með samþykki Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Með þessu væri gulltryggt að allur kvóti í staðbundnum stofnum innan íslensku lögsögunnar verði í höndum Íslands til frambúðar."
Hvetjum alla til að lesa þessa grein.
28.4.2009 | 23:35
Blogg Hallgríms
27.4.2009 | 23:33
Leiðarar 27.4.09
Fréttablaðið tekur saman niðurstöður kosninganna í þessum leiðara og segir m.a. að aðildarumsókn að ESB hljóti að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar
Morgunblaðið skrifar einnig um kosningarnar í leiðara mánudagsins 27.4 og segir þar m.a:
,,Styrkjamálin, sem komu upp skömmu fyrir kosningar, hafa ekki hjálpað flokknum og ekki heldur Evrópustefnan, sem olli því að einhverjir rótgrónir kjósendur hans kusu fremur Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn." Og í lokin segir þetta: ,,Verði samið um aðild að ESB verður að rjúfa þing og ganga til kosninga til að koma fram nauðsynlegum stjórnarskrárbreytingum vegna aðildar. Og það er líka ögn þverstæðukennt, en af þeirri ástæðu er það orðið hagsmunamál Sjálfstæðisflokksins að samið verði um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst."
Leiðarinn í heild sinni er hér
27.4.2009 | 23:20
Nægjanleg rök fyrir aðild?
Vert er að benda á þessa frétt á ESB-síðu MBL: Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun
Er ekki til einhvers að vinna?
27.4.2009 | 22:49
ESB og bloggið
Málefni tengdu hugsanlegum aðildarviðræðum tröllríða nú bloggheimum. Sitt sýnist hverju og er það eðlilegt.
Evrópusamtökunun langar að benda á ágætan pistil hjá Hallgrími Óskarssyni Eyjubloggara á http://blog.eyjan.is/ho/ Þar veltir hann upp kostum og göllum aðildar og nær fram nokkuð málefnalegum umræðum í kjölfarið. Við hvetjum ykkur til að skoða þessa færslu.
26.4.2009 | 21:30
Yfir 12600 SAMMÁLA!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir