Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Agnesi svarað

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna skrifar snarpa grein í MBL í dag, þar sem hann svarar Agnesi Bragadóttur, einum virtasta blaðamanni (konu!) blaðsins. Ummæli hennar i sunnudagspistli hennar í gær, 23. maí hafa vakið athygli, sérstaklega er hún fullyrðir að ESB muni taka yfir auðlindir landsins, ef Ísland gengur í ESB. Í grein sinni segir Andrés m.a.:

,,Það er hins vegar miklu alvarlegra þegar þú í grein þinni í sunnudagsblaði Moggans 23. maí sl. kemur enn og aftur með margleiðréttar rangfærslur að Evrópusambandið ætli sér að taka yfir auðlindir Íslands. Hvar hefur þú haldið þig undanfarin ár þegar allir helstu sérfræðingar bæði erlendir og innlendir hafa margoft bent á ruglið í þessum málflutningi?! Ég veit að það þýðir lítið að benda þér á menn eins og Eirík Bergmann, Aðalstein Leifsson, Auðunn Arnórsson, Úlfar Hauksson, Baldur Þórhallsson eða Kristján Vigfússon því í þínum huga eru þetta ekki helstu sérfræðingar þjóðarinnar í málefnum Evrópusambandsins heldur einstaklingar sem eru „illa“ haldnir af Evrópusýkinni eða aftaníossar Samfylkingarinnar og því ekki hlutlausir álitsgjafar. En gæti ekki verið að þessir aðilar hefðu hreinlega kynnt sér þessi Evrópumál af gaumgæfni og þess vegna styddu þeir Samfylkinguna!

Ég vil því benda þér á álit auðlindanefndar Sjálfstæðisflokksins (og ekki telst sá flokkur hluti af aðdáendaklúbbi ESB og því hlýtur þetta að vera marktækur álitsgjafi) varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í álitinu segir meðal annars:

„Niðurstaða undirritaðra er að aðild að sambandinu muni ekki valda verulegum breytingum á málefnum er tengjast raforku, vatni, jarðvarma, olíu og gasi. Aðild að ESB hefði engin áhrif á yfirráð Íslands yfir Drekasvæðinu. Aðildin mun heldur ekki valda verulegum breytingum á regluverkinu er gildir um hálendið eða á málefni norðurheimskautsins.“

Lesa má greinina í heild sinni á www.evropa.is

Einnig er vert að benda á að á www.mbl.is/esb er að finna fjölda greina um ESB, m.a. um orku og auðlindamál. T.d. viðtal við Guðna Jóhannesson, Orkumálastjóra, þar sem hann tjáir sig um þetta. Lesið hér


Reykjavíkurbréf MBL um ESB

MBLReykjavíkurbréf Morgunblaðisins í dag ber yfirskriftina ,,Evrópusambandið og væntingarnar" og fjallar þarf af leiðandi um ESB. Bréfið er gott dæmi um þá upplýstu og vönduðu umræðu sem þarf að fara fram um ESB-málið. Í því er m.a. komið inn á fjórar veigamiklar ástæður fyrir umsókn Íslands að ESB; gjaldmiðillinn, lækkun vaxta, lægra matvælaverð og endurreisn lánstrausts þjóðarinnar. Þá er einnig komið inn á samninga Norðmanna við ESB og þá staðreynd að þar var að finna ýmsar sérlausnir Norðmönnum í hag (ESB gengur jú út á málamiðlanir og samninga á milli aðila). Í Reykjavikurbréfinu segir orðrétt um samninga Norðmanna:

,,Hægt er að horfa til að minnsta kosti þriggja fordæma þegar metið er hvort Ísland eigi möguleika á sérlausnum í samningum við ESB.

Það fyrsta er samningar Noregs um aðild að ESB árið 1994. ESB átti þá veiðirétt í norskri efnahagslögsögu á grundvelli sögulegrar veiðireynslu, öfugt við það sem gerist í tilfelli Íslands. Í aðildarsamningi Noregs var kveðið á um að aflahlutdeild ESB í norskri lögsögu og Noregs í lögsögu annarra ESB-ríkja byggðist á sögulegri reynslu á árunum 1989-1993. Samningsaðilar máttu hvorki auka sókn í vannýtta stofna hvorir í annarra lögsögu né auka veiðar á tegundum utan kvóta.

Þannig tókst Norðmönnum að tryggja svo til óbreytta stöðu gagnvart ESB. Þeir fóru ennfremur fram á að fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Norðmenn fengu tímabundna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni fram til 1998 og áttu þá að fara sjálfir algerlega með stjórn á þessu svæði. Eftir þann tíma átti það að falla undir sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna en þó þannig að fiskveiðistjórnunarreglur Norðmanna féllu inn í hana. Þetta er því dæmi um sérlausn þar sem ESB veitir ekki einu ríki undanþágu frá löggjöf sinni, heldur lýsir vilja til að breyta löggjöfinni til að koma til móts við hagsmuni aðildarríkisins.

Með aðild hefði Noregur fengið sömu áhrif á mótun sjávarútvegsstefnunnar og önnur aðildarríki og gott betur því að landinu var heitið því að það fengi embætti sjávarútvegsmálastjóra í framkvæmdastjórn ESB."

Einnig er fjallað um samninga Möltu og ESB árið 2004, sem fengu mjög hagstæð sérákvæði í sínum sjávarútvegsmálum.

Lesa má meira um það á www.evropa.is, á þessari krækju

 


Hvað segir sagan?

Baldur ÞórhallssonBaldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði skrifar grein í Fréttablaðið í dag og fjallar um atkvæðagreiðslur um EFTA, EES og Schengen. Greinin er hér: 

Alþingi hefur í þrígang samþykkt, að undangengnum hörðum deilum, þátttöku Íslands í samrunaþróun Evrópu. Í ljósi komandi atkvæðagreiðslu á Alþingi um aðildarumsókn að ESB er fróðlegt að fara yfir hvernig atkvæði féllu um aðild að EFTA, EES og Schengen.

Þrír flokkar klofnuðu í afstöðu sinni til EES. Sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atvæði gegn EES undir forystu formannsins Steingríms Hermannssonar en sex þingmenn sátu hjá en varaformaðurinn Halldór Ásgrímsson leiddi hópinn. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu verulegar efasemdir um EES. Á síðustu stundu tókst Davíð Oddssyni að fá hluta þeirra til að greiða atvæði gegn frávísunartillögu og tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Átökin innan flokksins ristu djúpt. Flokksforystan ákvað í kjölfarið að leggja alla umræðu um hugsanlega aðild að ESB til hliðar þar sem óttast var að hún gæti klofið flokkinn. EES-samningurinn leiddi einnig til átaka og klofnings innan Kvennalistans en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat hjá við afgreiðslu hans.EFTA-aðildin leiddi til klofnings innan Alþýðubandalagsins en þrír þingmenn flokksins greiddu atkvæði með aðild á meðan aðrir voru á móti.

Framsóknarflokkurinn var mjög tvístígandi í málinu. Þingflokkur hans ákvað ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir atkvæðagreiðslu um umsókn að EFTA að greiða atkvæði gegn henni. Vitað var að nokkrir þingmenn voru hlynntir umsókninni en allir þingmenn flokksins lögðust þó gegn henni sem og aðildinni sjálfri.

Aðildin að Schengen leiddi til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins. Þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en ljóst var af málflutningi þeirra að þeir voru andsnúnir aðild. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu hver sína nálgunina: Samfylkingin var fylgjandi, Vinstri græn á móti og Frjálslyndi flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni.

Það er ekkert nýtt að tekist sé á um Evrópumál innan flokka og að þingmönnum sé gefið frelsi til að fylgja sannfæringu sinni. Fróðlegt verður að sjá hvort sami háttur verði hafður á í atkvæðagreiðslu um umsókn að ESB. En ólíka afstöðu má finna innan allra þingflokka til málsins nema Samfylkingarinnar þar sem einhugur ríkir.

Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.


Innganga í ESB myndi þýða lækkun skulda (DV-brennidepill)

Þórólfur MatthíassonÍ Brennidepli DV fyrir skömmu er meðal annars vitnað í viðtal við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor í H.Í. Þar ræðir hann m.a. ríkisfjármálin og stöðu þeirra. Hann kemur einnig inn ESB-málið og þýðingu inngöngu fyrir skuldastöðu Íslands, sem jú allir vita að er ekki sérlega spennandi. Í viðtalinu segir Þórólfur m.a.:

„Að mestu leyti er þetta í takt við annað sem fram hefur komið. Það er þyngra fyrir fæti en menn áttu von á í ríkisfjármálum,......Það er þegar farið að tala um meiri aðgerðir til að draga úr hallanum en áður var. Það er hægt að hafa heilmikil áhrif á þróun skuldanna með pólitískum viðbrögðum. Ef okkur ber gæfa til að fara inn í Evrópusambandið lagast skuldastaðan mikið innan 4 til 6 ára. Ljóst yrði miklu fyrr að hluti skuldanna hyrfi vegna þess að við höldum uppi gjaldeyrisvarasjóði nú.“

Brennidepill DV er hér


Jón Sigurðsson kveður sér hljóðs

Jón SigurðssonJón Sigurðsson lektor við HR og fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri, skrifar skynsamlega og rökfasta grein inn á pressan.is í morgun. Þar fjallar hann um samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Jón segir meðal annars:

,,Nú er tímabært að ræða málflutning Íslendinga og aðferð í aðildarsamningum við Evrópusambandið. Við eigum að nýta öll þau fordæmi sem fyrir hendi eru í regluverki sambandsins, en ekki eyða tíma og fyrirhöfn í að kynna þeim nýmæli af okkar hálfu umfram brýna þörf............Samkvæmt nálægðarreglu ber að haga stjórnun þannig að hún sé í höndum þeirra einna sem hvert málefni varðar beint. Samkvæmt reglu um stöðug hlutföll geta aðrar aðildarþjóðir ekki gengið að auðlindum sem þær hafa ekki nýtt á undangengnum árum. Samkvæmt reglum um ráðgefandi svæðisráð verða Íslandsmið sérstakt stjórnsvæði. Þetta mætir flestum meginsjónarmiðum Íslendinga á sviði sjávarútvegs og á öðrum sviðum."

Hægt er að lesa greinina á þessari slóð:

Fleiri greinar eftir Jón má finna hér:

http://www.evropa.is/2008/08/26/byggdaskattar-a-italiu/

http://www.evropa.is/2008/10/01/tjodrikjum-til-eflingar/


Sjötíu manns ?

DollarFram hefur komið í fréttum að Heimssýn, samtök Nei-sinna á Íslandi, stofnaði "afleggjara" á Suðurlandi. Þessu voru gerð skil í fréttum kl. 22 í RÚV miðvikudaginn 20.maí, í kostulegri frétt. Athyglisvert er að í kynningu er sagt að um 70 manns hafi mætt á fundinn (skoðið fréttina).

Annað sem mætti gera að umtalsefni eru ummæli formannsins, Ragnars Arnalds, sem enn heldur í þá hugmynd að taka upp NORSKA KRÓNU!! Þeirri hugmynd hefur verið hafnað af Norðmönnum sjálfum! Fyrir mörgum vikum síðan! Nú ef það gengur ekki, segir Ragnar, mætti semja við Bandaríkjamenn um upptöku dollars. Halló! Er ekki Ragnar Arnalds með frægari kommúnistum landsins? Vill hann virkilega taka upp dollar?? Er manninum alvara eða er hann bara rökþrota?

Fréttin http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4467468/2009/05/20/3/


Graham Avery um Ísland og ESB í Spegli

Graham AveryVert er að vekja athygli á þessu viðtali úr Speglinum þ. 19.5. s.l. Hér ræðir Gunnar Gunnarsson við breska sagnfræðinginn Graham Avery, sem er  heiðursframkvæmdastjóri hjá ESB og hefur geysimikla þekkingu á málum þar innandyra.

Avery varar m.a. við að bera Ísland og Noreg samn hvað varðar ESB, þar sem mjög miklar breytingar hafi átt sér stað í löndunum (sem og alþjóðamálum, innskot bloggari), síðan Norðmenn felldu aðildarsamning í annað sinn árið 1994, fyrir 15 árum síðan.

Viðtal RÚV: http://dagskra.ruv.is/ras2/4462998/2009/05/19/1/

Meira um Graham Avery, sem með réttu getur kallast SÉRFRÆÐINGUR um ESB:

www.eucnetwork.org.nz/activities/euresidence/docs/avery_bio.pdf

http://www.eu-consent.net/content.asp?contentid=1468

 


Joe Borg: Óskar eftir ráðgjöf Íslands í sjávarútvegsmálum

Joe BorgJoe Borg, yfirmaður sjávarútvegsmála í ESB, ritar grein í Fréttablaðið í dag um framtíðarsýn hans í þeim málaflokki. Eins og kuknnugt er, stendur yfir endurskoðun á stefnu ESB í fiskveiðimálum. Í greininni segir Borg m.a.:

,,Fram til 31. desember mun framkvæmdastjórn ESB taka á móti tillögum og sjónarmiðum um hvernig best sé að móta atvinnugreinina til framtíðar. Ég lofa breiðri og opinni umræðu og vona svo sannarlega að góðar ábendingar og tillögur komi úr sem flestum áttum. Ég lýsi sérstaklega eftir aðstoð frá Íslandi, einkum og sér í lagi vegna reynslu og þekkingar Íslendinga í þessum málaflokki."

Öll greinin:http://visir.is/article/20090521/SKODANIR03/623694021/-1


Heimssýn í útrás?

Svo virðist sem Heimssýn, samtök Nei-sinna á Íslandi (gagnvart ESB), sé komið í útrásarham.

Allavegana virðist félagið vera búið að "innlima" Suðurland! Bráðabirgðahöfðingi Heimssýnar á Suðurlandi er fyrrum sellóleikari Todmobil, Eyþór Arnalds.

Eyþór Arnalds er í bráðabirgðastjórn félags Heimssýnar á Selfossi.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/20/heimssyn_opnar_utibu/


Norðmenn og Nei-sinnar

KlassekampenÍ gær héldu tveir fulltrúar Nei-samtakanna í Noregi fund í Háskóla Ísland og um kvöldið var rætt við þá í löngu máli í Kastljósinu. Fulltrúar norskra-nei sinna eru frá samtökunum "Nei till EU", en þau fá mest af sínum stuðningi frá norsku bændasamtökunum. Varla er því hægt að segja að um sé að ræða hlutlausa aðila. Annar þessara manna er Dag Seierstad (pabbi rithöfundarins Åsne Seierstad), en hann er gamall vinstri pólitíkus og eðlisfræðingur.

Egill Helgason skrifar um heimsókn Nei-sinnanna á bloggi sínu og segir þar:

,,Hér á landi hafa gamlir kommar haft sig mjög í frammi í baráttunni gegn ESB. Raunar er mjög merkilegt að sjá hvernig þeir ná saman við nýja félaga utarlega af hægrivængnum.

Og nú er farið að flytja inn gamla komma frá Noregi.

Dag Seierstad hefur verið áhrifamaður í pólitíkinni yst í vinstrinu í Noregi álíka lengi og Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds á Íslandi. Raunar hefur hann ekki náð svo langt að verða ráðherra eins og þeir, en hann er sprottin upp úr svipuðum jarðvegi – dvaldi til dæmis mikið í sæluríkjunum í Austur-Evrópu á árunum á sjötta og sjöunda áratugnum.

Sjálfur skrifar hann reyndar aðallega greinar í Klassekampen, blað norskra marx-lenínista, meðan Hjörleifur og Ragnar skrifa í Moggann."

Jón Baldvin Hannibalsson fjallar einnig um Norðmennina á heimasíðu sinni og segir m.a.:

,,Menn geta velt því fyrir sér, hvort meirihluti Norðmanna væri jafn staffírugur gegn aðild að Evrópusambandinu, ef það væri jafnilla fyrir Norðmönnum komið og hinum fjarlægu frændum þeirra á sögueynni.  Ætli Norðmenn myndu ekki hugsa sig um tvisvar, ef þeir væru sokknir í skuldir; ef þeir þyrftu að fara með betlistaf í hendi til grannríkja og fjölþjóðasamtaka til þess að biðja um endurfjármögnun skulda eða bara um lánstraust frá degi til dags vegna innflutnings á nauðþurftum; ef meginið af norskum fyrirtækjum væri úrskurðað “tæknilega gjaldþrota”;  ef skuldir fyrirtækja og heimila hefðu tvöfaldast í einu vettvangi vegna gengisfalls norsku krónunnar.

Varla mundi það bæta úr skák, ef Norðmenn yrðu að búa við gjaldeyrisskömmtun og gjaldeyrishöft; ef norsk fyrirtæki og heimili yrðu að borga nær 20% vexti af skuldum sínum á sama tíma og grannþjóðir borguðu um 5%; ef forráðamenn norska velferðarríkisins yrðu að skera velferðarþjónustuna – þ.m.t. heilbrigðisþjónustu og menntakerfi inn að beini, á sama tíma og Norðmenn yrðu að taka á sig verulega skattahækkun, þrátt fyrir kaupmáttarhrun. M.ö.o. ef Noregur væri ekki olíufurstadæmi heldur “a failed economic state” – eða eins konar fátækranýlenda, eins og Ísland kallast nú í fréttunum hjá þeim á BBC World. Ætli það myndi ekki kveða við annan tón?"
 Sjá á www.jbh.is 

GAGNRÝNISLAUST VIÐTAL 

Í Kastljósinu í gærkvöldi var svo viðtal við Seierstad og Jostein Lindland, framkvæmdastjóra Nei-samtakanna, sem var ótrúleg laust við alla gagnrýni og ögrandi spurningar. Seierstad sagði m.a. að Íslendingar ættu að bíða eftir því hvort það fyndist olía við landið!

Þá væri enn mikilvægara fyrir okkur að ganga EKKI í ESB, sagði hann. Hér er því enn og aftur á ferðinni sú goðsögn að ESB ræni aðildarríkin auðlindunum. Af hverju eiga Bretar enn olíu? Af hverju er ESB ekki búið að höggva niður öll tré í Svíþjóð?

Nei-sinnar geta ekki nefnt eitt einasta dæmi um slíkt og hafa ekki gert. Þetta eru því bölsýnisspár.

Og nú á tímum nútíma samskipta, er ESB virkilega spurning um fjarlægðir?

Viðtal Kastljóssins: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431387/2009/05/19/2/

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband