Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

EFTA í endurtekningu?

Eiríkur BergmannTöluverðar bollaleggingar hafa verið varðandi aðferð ríkisstjórnarinnar í umsóknarferlinu gagnvart ESB. Hafa sumir haft efasemdir um þessa aðferð og hafa talið þessa málsmeðferð einsdæmi. Það er þó ekki rétt eins og Eiríkur Bergmann, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hefur bent á í bloggi sínu. Sömu aðferð hafi verið beitt í EFTA umsóknarferlinu árið 1968. Eiríkur segir meðal annars:

,,Nákvæmlega sama aðferð var notuð þegar Ísland sótti um aðild að EFTA árið 1968. Þá lagði ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks fram þingsályktunartillögu þess efnis, til að komast að raun um hvaða kjör byðust. Í athugasemdum við tillöguna kom fram að ríkisstjórnin teldi tímabært „að fá úr því skorið með hvaða kjörum Ísland gæti gengið í EFTA“. (Kannast menn við orðalagið?). En sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu efasemdir um málið.

Fleiri líkindi eru við fortíðina. Fréttablaðið segir frá því að fimm þingmenn VG ætli að greiða atkvæði gegn tillögunni. Í EES-málinu árið 1993 greiddu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks atkvæði gegn samningnum á þingi en fimm þingmenn Framsóknarflokks, sem voru í stjórnarandstöðu, sátu hins vegar hjá og veittu málinu þannig brautargengi."

Meira á http://eirikur.eyjan.is/

 


ESB-aðild: Kjör neytenda myndu batna, segir Talsmaður neytenda

Gísli TryggvasonÍ Morgunblaði dagsins er viðtal við Gísla Tryggvason, sem gegnt hefur starfi Talsmanns neytenda í fjögur ár. Neytendamál og neytendaréttur hafa fengið vaxandi athygli á undanförnum árum. Neytendamál snerta einnig ESB-málið, enda neytendalöggjöf mjög sterk innan ESB. Í viðtalinu fer Gísli yfir víðan völl en hann er einnig afdráttarlaus í skoðun sinni á aðild að ESB og telur án vafa að Ísland muni hagnast á aðild.

Orðrétt segir hann: ,,Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins leitaði um daginn eftir sjónarmiðum mínum um hvaða áhrif ESB-aðild kynni hugsanlega að hafa...tel ég að möguleikar að hafa áhrif í Brussel í þágu neytenda myndu stórbatna og það sem meira er um vert, kjör neytenda myndu batna verulega. Það er óumdeilanlegt af þeim sem til þekkja," sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið.


Öryggismál í FRBL

Elvar Örn Arason birtir grein í dag í Fréttablaðinu þar sem hann fjallar um öryggismál. Í þeim þarf Ísland að móta sér nýjar áherslur, en í grein Elvars segir m.a.:

,,Í dag eru öryggis- og varnarhagsmunir Norðurlandanna samtvinnaðir Evrópu. Þau hafa í gegnum tíðina varið takmörkuðum fjármunum til vígbúnaðar og lagt áherslu á mannréttindi, lýðræði, lög og reglu í alþjóðakerfinu og samvinnu innan alþjóðastofnana. Þessi grunnstef í utanríkisstefnu þeirra samrýmast vel afstöðu ESB og eru í samræmi við hefðbundnar áherslur þeirra."

Hér má lesa alla greinina.

 


Texti ESB-tillögu birtur

Nú hefur Utanríkisráðuneytið birt texta þeirrar tillögu sem lögð verður fram á vorþingi um væntanlega aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, ESB:

Tillögudrög

14.5.2009

Hér fylgir texti þeirra tillögudraga sem kynnt voru á fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna í gær og á fundum utanríkisráðherra með formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og fulltrúa þinghóps Borgara-hreyfingarinnar í dag.

Tillögudrög

Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.

Greinargerð

Tillaga um aðildarumsókn til ESB er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir.

Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niður-stöðu hvað hana varðar. Samhliða verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveði að leggja fyrir þjóðina. Tillaga um umsókn og frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögð fram samhliða á vorþingi.

Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjald-miðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.

Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðs-hópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.   Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mann-réttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Stjórnvöld áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.

Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis 
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.

 http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4969

------------------------------------------

Greinilegt er að tillögusmiðir ætla sér að ná sem breiðastri samstöðu meðal hagsmunaaðila um tillöguna og er það vel. Enda er um að ræða eitt stærsta mál í sögu lýðveldisins, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Um þetta mál þarf að fara fram opin og málefnaleg umræða, það er nokkuð sem almenningur kallar eftir, enda sífellt fleiri sem vilja kynna sér málið. Vonandi verða vinnubrögðin þannig, bæði hjá Alþingi og þeim sem leggja orð í belg á komandi vikum.


Þorsteinn Pálsson klikkar ekki!

Þorsteinn PálssonÞorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar skynsamlegan leiðara í blaðið í dag. Þar segir hann meðal annars:

,,Upplýst hefur verið að tillaga um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður flutt sem stjórnartillaga. Eftir réttum stjórnskipunarreglum felur það í sér að ríkisstjórnin öll ber stjórnskipulega ábyrgð á tillögunni, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann.

Í byrjun var sagt frá málinu á þann veg að skilja mátti að tillagan yrði flutt sem þingmannamál utanríkisráðherra án skuldbindingar allrar ríkisstjórnarinnar. Sá háttur um málsmeðferð sem nú hefur verið greint frá bendir til að víðtækari stuðningur sé við málið í liði ríkisstjórnarinnar en ráða mátti af fyrstu frásögnum................Eftir því sem samstaða um aðildarumsókn verður breiðari á Alþingi og nýtur meiri stuðnings í samfélaginu því sterkari stöðu mun Ísland hafa í samningum um sérstaka hagsmuni sína. Þetta er mikilvægt að hafa hugfast þegar fyrstu skrefin eru stigin.

Í annan stað er brýnt að stefna ríkisstjórnarinnar samræmist sem best þeim markmiðum sem að er stefnt með aðildinni hvort heldur litið er til viðfangsefna á sviði efnahagsstjórnar eða í utanríkismálum. Aðildin þýðir einfaldlega viðurkenningu á að ákveðin grundvallarviðhorf frjálsræðis eru þjóðinni til auðnubóta. "

Hægt er að lesa leiðarann á þessi slóð.

http://www.visir.is/article/20090513/SKODANIR/409289847/-1

 


ESB málið og Alþingi - Fréttablaðið

Jón KaldalJón Kaldal, einn ritstjóra Fréttablaðsins skrifar ágætan leiðara í dag um þá ákvörðun að leggja ESB-málið Alþingi og fleira því tengt. Hann segir m.a.:

,,Sú leið ríkisstjórnarflokkanna að leggja aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dóm Alþingis er eindregið fagnaðarefni. Að minnsta kosti þrjá góðar ástæður eru að baki því mati.Í fyrsta lagi er aðildarumsókn að Evrópusambandinu miklu stærra og merkilegra mál en að það verði gert að hefðbundnu reipitogi milli meirihluta og minnihluta. Umsóknin á að vera viðfangsefni allra stjórnmálaflokka. Það liggur klárt fyrir að afstaðan til aðildarviðræðna fer ekki nema að hluta til eftir flokkslitum. Hún er þverpólitísk. Það er því brýn ástæða til að knýja fram álit gjörvalls þingheims."

Leiðarinn í heild sinni:

http://visir.is/article/20090512/SKODANIR/137496122

frettabladid 

 


Inni eða Úti í Odda - ný bók um Evrópumál

Í dag var haldið málþing á vegum Alþjóðamálastofnunar í tilefni af útkomu bókarinnar INNI EÐA ÚTI? Aðildarviðræður við Evrópusambandið, eftir Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðing og blaðamann. Málþingið var haldið í Odda í H.Í og fundarstjóri var Þorsteinn Pálsson, einn ritstjóra Fréttablaðsins.

Auðunn gerði í byrjun grein fyrir tilurð bókarinnar, en síðan flutti Magnús Árni Magnússon, framkvæmdastjóri Félagsvísindastofnunar, erindi og setti fram sínar skoðanir á efni bókarinnar. Lauk hann lofsorði á verk Auðuns og sagði það tímabært.

Að erindum loknum tóku við spurningar úr sal og umræður. Fjöldi fólks var mættur til að hlusta og taka þátt, enda á ferðinni eitt mikilvægasta mál sem íslenskt samfélag hefur tekist á við í áratugi.

MBL birtir einnig frétt um málið og viðtal við Auðunn.

Auðunn Arnórsson, Þorsteinn Pálsson og Magnús Árni

 

 

 

Inni-Úti?


Hugleiðing

IS-EUÞann 10. maí árið 1933 hófu Nasistar í Þýsklandi að brenna bækur. Þeir brenndu m.a. bækur fyrir framan Humbolt-háskólann í miðborg Berlínar. Valdatíð nasista lauk einnig í maí, árið 1945. Af hverju brenndu þeir bækur? Jú, hugmyndafræði þeirra um þúsund ára ríkið var sú eina rétta, allar aðrar hugmyndir voru rangar og bar að útrýma. 

Nasistar voru andstæðingar frjálsrar hugsunar og hins frjálsa samfélags, þeir afnámu lýðræðið og komu á einræði. Í sögulegu samhengi er valdatíð nasista afar stutt og er það vel. Þegar þetta grimma veldi hafði liðið undir lok sáu menn að það varð að koma í veg fyrir að nokkuð sem þetta myndi endurtaka sig.

M.a. það er kveikjan að tilurð þess sem í dag heitir Evrópusambandið, ESB. Friður, lýðræði, framfarir, mannréttindi, jafnrétti og eining í Evrópu eru meðal annars þau ,,leiðarljós” sem einkenna hugsunina á bakvið ESB. Það er t.d. ekki tilviljun að strangar kröfur eru gerðar um mannréttindamál í þeim ríkjum sem komast inn í ESB. 

Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lýst yfr vilja til þess að sækja um aðild að ESB og hefja samningaviðræður. Yfir 60% ,,bókaþjóðarinnar” hefur lýst yfir þeim vilja sínum. Samkvæmt reglum fulltrúalýðræðisins ber kjörnum fulltrúum að taka mið af því. Hinir kjörnu fulltrúar eru jú fulltrúar þjóðarinnar. 

Íslendingar hafa aldrei upplifað bókabrennur, við erum heppin. Hér býr vel menntuð þjóð sem hefur m.a.sótt vit í bækur víðsvegar í Evrópu, og mun halda því áfram. Ísland er Evrópuþjóð, henni tilheyrum við!


Sveitarfélög opna í Brussel?

samband_isl_sveitarfelagaÍ vikunni kom fram í sjónvarpsfréttum að sveitarfélögin í Norðvesturkjördæmi (NV), á Vestfjörðum og Vesturlandi íhuga að opna skrifstofu í Brussel. Að sögn talsmanns er tilgangurinn með þessu að hafa vakandi auga með tækifærum sem bjóðast á sviði Evrópusamstarfs, byggðaþróunar og uppbyggingar innan þessara landshluta.

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga (www.samband.is) kemur fram að hérðaðanefnd ESB býður íslensk sveitarfélög velkomin. Fagnar nefndin einnig þeim fréttum frá Íslandi að hérlend stjórnvöld virðist vera tilbúin til aðildarviðræðna við ESB. Fréttina í heild sinni má lesa hér

Samband íslenskra sveitarfélaga er einnig með fréttasíðu þar sem sérstaklega er greint frá fréttum frá Brussel. Smelltu á þessa krækju til að fara inn á síðuna.


Evrópudagurinn 9. maí

Ágæta áhugafólk um Evrópumál!

Evrópudagurinn 9. maí er á morgun. Hann er haldinn hátíðlegur til að minnast upphafs stofnunar Evrópusambandsins.

MargotSænski varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Margot Wallström, skrifar skemmtilega grein í breska blaðið Independent í dag í tilefni af þessum degi.

Hún segir meðal annars:

,,So, this is my Happy Europe Day card. No need to wave a flag. But when you think about the positive and useful everyday work that European countries now do together, maybe it's a nice idea to remember the day in 1950 when one man, looking out over a continent that had been the world's greatest battlefield only five years previously, suggested that he might have a way of making sure it never happened again.

Greinin í heild sinni er hér
 
Mikilvægt er að hafa í huga að friður og hagsæld er ekki sjálfsagður hlutur. Það ættu menn að hafa í huga þegar þeir horfa til baka og einnig fram á veg í þróun Evrópu, þar með talið Evrópulandsins Íslands!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband