Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
23.6.2009 | 09:38
Ögmundur segir já gagnvart ESB-umsókn
,,Ég skal játa að sjálfur þarf ég að taka mér tak til að samþykkja umsóknarbeiðni að Evrópusambandinu. Það ætla ég hins vegar að gera lýðræðisins vegna. Ég vil að þjóðin taki sjálf ákvörðun milliliðalaust og til þess að geta tekið ákvörðun telur drjúgur hluti hennar sig þurfa að fá í hendur samningsdrög. Við þeim óskum tel ég að eigi að verða."
Evrópusamtökin fagna þessari yfirlýsingu Ögmundar en eins og flestir vita þá hefur hann verið andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og hefur ekki skipt um skoðun í því sambandi. Hann treystir hins vegar íslenskri þjóð til að taka upplýsta ákvörðun í þessu máli og vonandi munu flestir þingmann taka jafn skynsamlega á þessu máli eins og Ögmundur.
16.6.2009 | 20:16
Grímur um sjávarútveg
Grímur Atlason, fyrrum bæjarstjóri í Bolungavík, núverandi sveitastjóri Dalabyggðar og liðsmaður í VG skrifar áhugaverða færslu um sjávarútvegsmál (og Heimssýn) á bloggi sínu. Þar segir m.a.:
,,Einföldun Heimssýnar í tengslum við sjávarútvegsstefnu ESB og áhrif hennar á Skotland er fyrirséð. Hrun fiskistofna og ofveiði sl. 100 ára er samkvæmt Heimssýn sjávarútvegsstefnu ESB að kenna. Hér er auðvitað bara verið að slíta hlutina úr samhengi. Hinar dreifðu byggðir Skotlands gengu í gegnum það sama og við erum enn að ganga í gegnum. Ég held að misheppnuð byggðastefna Íslands sl. áratugi geti vart talist fyrirmyndarstefna. Stöðug fólksfækkun og hrun sjávarbyggða og landbúnaðarhéraða er staðreynd. Það þurfti ekkert ESB þar - bara okkur sjálf."
Öll færslan: http://eyjan.is/grimuratlason/2009/06/16/heimssyn-vs-highlands-and-islands/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2009 | 18:11
Heimssýn er Heim-sýn!
Ekki hefur farið framhjá bloggara að samtök íslenskra Nei-sinna, Heimssýn, hafa auglýst mjög mikið undanfarna daga, t.d. með stórum auglýsingum í MBL og á netinu.
Ein slík fyndin er á Eyjunni. Þar geta menn skráð sig í samtökin, sem kalla sig þar Heimsýn, ekki Heimssýn. Kannski er það með "hjálp" prentvillupúkans að samtökin afhjúpa þar sitt rétta eðli, þ.e. að horfa sem minnst til alþjóðasamfélagsins! Þar hafa menn nefnilega ekki komið með neinar tillögur um samskipti Íslands við önnur lönd. Menn þar innanborðs, m.a. formaðurinn, Ragnar Arnalds, töluðu mikið um upptöku norsku krónunnar, en sú skringilega hugmynd var gjörsamlega skotin á bólakaf, af Norðmönnum sjálfum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2009 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 17:13
Nei-kóngur stingur af!
Írski milljarðamæringurinn og ESB-gagnrýnandinn, Declan Ganley, ætlaði að taka Evrópukosningarnar með trompi. Hann bauð fram í 14 löndum fyrir kosningarnar með framboð sitt LIBERTAS. Stofnaði landsframboð í öllum löndunum og alls voru 532 frambjóðendur sem buðu fram undir nafninu Libertas.
En þetta varð ,,fíaskó, klikkaði gjörsamlega. Aðeins einn frambjóðandi komst inn í nafni Libertas. Kjörorð flokks Ganleys eru; LÝÐRÆÐI, ÁBYRGÐ OG GEGNSÆI.Samkvæmt grein í danska Politiken hefur hefur hann nú stungið af frá öllu saman, þar á meðal reikningum upp á stórar summur. Frambjóðendur sem unnu fyrir flokkinn sitja í súpunni og spænskur frambjóðandi lýsir þessu sem ,,mjög sorglegu, í viðtali við blaðið.
Ganley er talinn vera maðurinn á bakvið írska NEI-ið gagnvart Lissabonn-sáttmálanum á sínum tíma.Frambjóðendur sem hafa lagt út mikinn kostnað ná ekki í Ganley í síma. ,,Ég skil ekki hvað hefur gerst, peningarnir komu aldrei og ég næ ekki í hann, segir Eline van der Broek, aðalframbjóðandi Libertas í Hollandi, en flokkurinn fékk aðeins 14.000 atkvæði þar.Getur þetta kallast ÁBYRGÐA-fullt hátterni?13.6.2009 | 16:51
Þjóðin vill ESB-viðræður!
Greinilegt er af þeirri könnun sem MBL birtir í dag að þjóðin vill aðildarviðræður við ESB. Hér er ekki verið að spyrja um mikilvægi, sem getur bæði verið loðið og teygjanlegt hugtak, heldur spurt hvort menn vilji eða ekki. Athygli vekur að bara einn af hverjum fjórum vill EKKI aðildarviðræður.
Það er ótvíræður hagur íslensku þjóðarinnar að athugað verði hverskonar kjörum við náum hjá ESB. Fyrr verður ekki hægt að útkljá þetta mál. Það er ekki nóg að segja ,,við vitum næstum því allt sem við þurfum að vita." Lokaniðurstaða fæst aðeins með því að fá í hendurnar samning, kynna hann og kjósa.
Niðurtöðurnar könnunar MBL, eru ótvíræðar, tæp 60% landsmanna vill athuga hvað er í boði hjá ESB.
10.6.2009 | 20:44
Benedikt Jóhannesson kosinn Evrópumaður ársins
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, var í dag kosinn Evrópumaður ársins 2009, af Evrópusamtökunum. Þetta er í sjötta sinn sem þessi verðlaun eru veitt. Í ræðu sem Anna Kristinsdóttir, varaformaður Evrópusamtakanna, flutti í þegar hún tilkynnti um útnefninguna, sagði hún meðal annars:
,,Evrópusamtökin veita þeim einstaklingi eða lögaðila sem hefur með skrifum sínum eða aðgerðum vakið athygli á Evrópumálum á liðnum misserum. Valið fer þannig fram að félagsmenn senda inn sína tilnefningu og síðan staðfestir stjórnin valið.
Í dag veitum við einstaklingi sem með skrifum sínum hefur vakið verðskuldaða athygli á Evrópumálum. Hann hefur sýnt þor með því að ganga gegn ríkjandi öflum í sínum flokki og ekki þá verið að huga að eigin frama í þeim efnum. Evrópumaður ársins 2009 er Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri og ritstjóri.
Benedikt lauk doktorsprófi í stærðfræði Florida State University í Bandaríkjunum. Hann er framkvæmdastjóri og aðaleigandi útgáfufyrirtækisins Heims h.f. sem m.a. gefur út ritin Vísbendingu og Frjálsa verslun. Benedikt hefur setið í stjórn margra fyrirtækja og verið stjórnarformaður í þeim mörgum m.a. Eimskip og Nýherja. Hann hefur skrifað margar greinar og vakið athygli fyrir ferska sýn á mörg álitamál í þjóðfélaginu.
Stjórn Evrópusamtakanna var því einróma í vali sínu á Evrópumanni ársins enda voru langflestir félagsmenn Evrópusamtakanna sem tilnefndu Benedikt."
Að lokinni þakkarræðu Benedikts fóru fram pallborðsumræður um Evrópumál.
Greinar eftir Benedikt má meðal annars lesa á vefsvæði Evrópusamtakanna, www.evropa.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2009 | 15:28
Svíar vilja umsókn Íslands í forgang
Af MBL 9.6.09, viðtal við Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía:
Það þarf ekki að taka fram að við myndum fagna aðildarumsókn Íslendinga. Við álítum að Íslendingar gætu lagt sitt mörkum til þróunar sambandsins, svo ekki sé minnst á þann stöðugleika sem aðild myndi færa Íslendingum.
Það sem við munum gera þegar umsóknin hefur verið lögð til okkar er að leggja hana fram fyrir framkvæmdastjórnina eins fljótt og kostur er svo hún geti hafið þá vinnu sem nauðsynleg er fyrir hana til að geta tekið ákvörðun um samningaviðræður, sagði Bildt og vék svo að hlutverki formennskuríkisins.
Við munum augljóslega þurfa að sannfæra öll aðildarríkin 27. Sú vinna mun fela í sér önnur mál. Við munum einnig hafa á borði okkar aðildarumsóknir annarra ríkja, á borð við Albaníu.
Við myndum hins vegar af ýmsum ástæðum setja afgreiðslu á aðildarumsókn Íslendinga í forgang vegna aðildar landsins að EES-samningnum.
Carl Bildt veit hvað hann er að tala um. Hann (og ríkisstjórn Fredriks Reinfelts) hefur fært Svíum áhrif innan ESB, síðan hann tók við embætti utanríkisráðherra 2006.
Fréttin í heild sinni:
10.6.2009 | 11:20
Áskorun frá SVÞ um Evrópusambandið
Samtök verslunar og þjónustu samþykktu á fundi í morgun ályktun sem ber nafnið ,,Það þarf að tala í lausnum." Þar segir m.a.: ,,SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu skora á stjórnvöld að samþykkja á yfirstandandi þingi trúverðuga umsókn um aðild að Evrópusambandinu þar sem hugur fylgir máli. Með þannig umsókn fæst stefna á stöðugleika til framtíðar og gjaldmiðil sem íslensk fyrirtæki geta notað í samskiptum sínum við alþjóða samfélagið."
Sjá á http://www.svth.is/content/view/799/132/
10.6.2009 | 09:50
AMX, Bildt og Norðursvæðin
Hvað er í húfi? Talið er að á Norðursvæðunum séu að finna, olíu, gas, málma ofl. Hverjir telja sig eiga hagsmuna að gæta? Jú, Bandaríkin, Kanada, Grænland, Danmörk, Ísland, Noregur, og Rússland. Jafnvel Finnland og Svíþjóð. En að sjálfsögðu er þetta svæði sem skiptir alla jarðkringluna máli!
Evrópa fær stóran hluta af orku sinni úr austurátt, þ.e.a.s. frá Rússlandi. Þetta gefur Rússum mikil völd. Þeir lýstu yfir ótvíræðum áhuga sínum á Norðursvæðunum með því að setja rússneska fánann á botninn fyrir nokkrum misserum síðan. Hagsmunir Evrópu er án nokkurs vafa að fá þá orku sem Evrópa þarf. AMX velur hinsvegar að gera ummæli Bildt tortryggileg og að nú sé ESB og Brussel komin í hagsmunagæslu. Orðrétt segir AMX um veffærslu Bildt: ,, Smáfuglunum finnst síðasta setningin forvitnilegust. Hún staðfestir þá skoðun, að meginrök þeirra, sem vilja mæla með aðild Íslands að ESB, byggjast á þörf Evrópusambandsins fyrir að koma ár sinni betur fyrir borð, þegar kemur að hagsmunagæslu frá Brussel og auðlindanýtingu á norðurslóðum. Hér nánast fullyrðir smáfugl AMX að tilgangur aðildarsinna og aðildar sé að tryggja aðgang ESB að þessum auðlindum. Slíkt er auðvitað fásinna.
Aðild Íslands gæti hinsvegar gert það að verkum að Ísland gæti innan ESB unnið að skynsamlegri nálgun varðandi Norðursvæðin. Deilur og skoðanaskipti eigi mjög líklega eftir að koma fram um Norðursvæðin. En þau eru hinsvegar alþjóðlegt hafsvæði og um þau gilda alþjóðlegar reglur. Því verða menn að semja og komast að samkomulagi. Og þá erum við komin að kjarna ESB; að semja um hlutina, ekki hrifsa, taka eða krefjast.
Sjálfur lýsir Bildt yfir ánægju með ferð sína hingað til lands og segir að stór hluti samstarfs Norðurlanda á komandi árum muni snúast um ,,ný viðfangsefni nýrra tíma," eins og hann orðar það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 15:28
Evrópumaður ársins á morgun
Á morgun, miðvikudag, kl. 16.00 verður EVRÓPUMAÐUR ÁRSINS 2009 kynntur. Athöfnin fer fram í Þjóðminjasafninu. Samkvæmt hefð velja Evrópusamtökin ár hvert einstakling sem staðið hefur upp úr í Evrópuumræðunni. Eftir afhendinguna verða pallborðsumræður, sem Jón Steindór Halldórsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins stýrir. Allir velkomnir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2009 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir