Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Er fólki alvara?

FleksnesÍ framhaldi af frétt okkar um fund sem Stofnun stjórnsýslufræði og stjórnmála við Háskóla Íslands og Evrópusamtökin standa að í næstu viku um stöðu Íslands og Noregs í framhaldi af ESB umsókn Íslendinga þá er vert að vekja athygli á skemmtilegri grein Magnúsar Geirs Eyjólfssonar á http://www.pressan.is

Heiti greinarinnar er ,,Er fólki alvara?" og fjallar um kostulega undirskriftasöfnun um ríkjabandalag Íslands og Noregs. Magnús Geir segir meðal annars:

 ,,Ef það er verið að tala um hefðbundið ríkjasamstarf, er þessi söfnun byggð á lygilegri fáfræði. Ísland og Noregur eru nefnilega í samstarfi á flest öllum sviðum alþjóðastjórnmála sem hugsast getur. Í gegnum EFTA, EES, Norðurlandaráð, Schengen o.s.frv. Hvað vilja þá þeir sem hafa skrifað undir þetta? Norska krónu? Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan norskir ráðherrar bókstaflega hlógu að þeirri hugmynd, hvað þá að þeir vilji ríkjasamband með Íslandi.

Þetta er ESB-umræðan hér á landi í hnotskurn. Er ekki kominn tími á almenna skynsemi og upplýsta umræðu í Evrópumálum, jafnvel vott af yfirvegun? Eða er fólk bara sátt við að hlaupa eins og hauslausar hænur út um allt með tilheyrandi gaggi?"

Greinin í heild sinni er hér

Einnig má lesa beitta bloggfærslu Guðmundar Gunnarssonar um þetta sama mál, undir fyrirsögninni, Ísland fylki í Noregi

Bjarni HarðarsonMeðal þeirra sem hafa skrifað sig á lista þeirra sem vilja ganga í bandlag við Noreg er Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður. Skráningin hefur greinilega tekist, enda ekki gerð í gegnum tölvupóst.

 

 

Ps. Myndin efst er af Fleksnes, helsta grínara Norðmanna.


Noregur, Ísland og ESB

Ágæta áhugafólk um Evrópumál,

Evrópusamtökin, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, kynna:
Miðvikudaginn 26. ágúst kl 12 - 13.15 í Lögbergi stofu 101

OPINN FYRIRLESTUR:
NORWAY, ICELAND AND THE EU: HOW DOES ICELAND'S APPLICATION FOR EU MEMBERSHIP AFFECT NORWAY AND THE EEA AGREEMENT?
 

Paal FrisvoldPaal Frisvold, formaður norsku Evrópuhreyfingarinnar, mun halda opinn fyrirlestur í Lögbergi þann 26. ágúst kl 12.00-13.15 til að ræða áhrif aðildarumsóknar Ísland að Evrópusambandinu í Noregi.  Með honum í för verður Vidar Björnstad, formaður norsku verkalýðshreyfingarinnar, sem einnig situr í stjórn hreyfingarinnar. 

Paal Frisvold er þekktur í Noregi sem einn helsti sérfræðingur landsins í málefnum EES samningsins og samskiptum Noregs við ESB. Hann stofnaði ráðgjafafyrirtækið The Brussels Office árið 2001 og hefur meðal annars mörg verkefni á sviði umhverfismála .  Hann var nýverið kjörinn formaður norsku Evrópuhreyfingarinnar.


Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi stofu 101 á ensku og er öllum opinn. 

Fundarstjóri verður Siv Friðleifsdóttir, alþingiskona.


Evrópusamtökin á Facebook

facebookOpnaður hefur verið hópur eða svokölluð "grúppa" á Facebook sem ber heitið Evrópusamtökin. Þar með má segja að samtökin séu komin á Fésbókina. Hópurinn er opinn og getur hver sem er orðið félagi. Hvetjum við alla Evrópusinna til þess að skrá sig í hópinn. Einfalt er að fara í leitina (search) á Facebook og leita að "Evrópusamtökin."facebook


Evrusvæðið: Mun meira flutt út en inn

VörurVöruskiptajöfnuður á Evrusvæðinu jókst verulega í júní skv. tölum frá Eurostat. Um er að ræða helmings aukningu frá því í maí. Þetta þýðir að mun meira var flutt út af vörum frá svæðinu en inn. Þetta eykur mönnum bjartsýni um að hið versta í kreppunni geti verið að baki. Þó er bent á að taka verði þessari þróun með ákveðnum fyrirvörum, að þetta sé ekki ótvírætt merki um að kreppunni sé að ljúka. Evrusvæðið var 4.6 milljarða evra í plús í júní, sem er það hæsta í tvö ár.

EuObserver greindi frá í frétt


Haarde um Hrunið á BBC

Geir HaardeFyrrum forsætisráðherra, Geir H. Haarde, var s.k. gestaritstjóri í þættinum Europe Today á BBC í dag. Hann talaði meðal annars um hrunið hérlendis og fleira. Hægt er að hlusta á þáttinn hér

Auðlindir í hendur erlendra eigenda?

SvartsengiEin helstu rök Nei-sinna gagnvart ESB, er að með aðild muni auðlindir, þar með talið þær sem leynast í jörðu verða afhentar eða settar í hendur útlendinga (les:Brussel). Athyglisverða færslu um möguleg kaup kanadíska Magma Energy á auðlindum í Svartsengi, af Reykjavíkurborg, er að finna á vef Jónasar Kristjánssonsonar, ofurbloggara og fyrrum ritstjóri í dag: Færsla hans er nákvæmlega svona:

18.08.2009
Hægri menn selja landið
Róttæka hægra liðið, sem stórnar Reykjavíkurborg, er að selja Svartsengi til útlanda fyrir slikk. Tilgangurinn með sölunni er að lina fjárhagsþrengingar borgarinnar. Borgin keypti áður hlutinn á genginu 7.0, en selur nú á lægra gengi, 6,3. Borgin tapar því á braskinu með Svartsengi. Þetta er eins konar nauðungarsala. Eftir söluna verða tveir stórir eigendur að orkunni, Magma frá Kanada og Geysir. Í fyrsta sinn í sögunni kemst innlend orka í eigu erlendra aðila. Og það er róttæka frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum, sem einmitt stendur fyrir vafasamri sölu á einu af fjöreggjum þjóðarinnar.

Ps.Feitletrun er bloggara.

Umugsunarvert.


Hræðumst hræðsluna sjálfa...

Martin Luther KingÍ morgunútvarpi Rásar tvö, tóku þau Freyr Eyjólfsson og Lára Ómarsdóttir viðtal við Sindra Sigurgeirsson, formann Landssamtaka sauðfjárbænda. Samtökin eru með fundaherferð um landið í gangi núna.

Þar kom meðal annars fram að neysla á lambakjöti hefur dregist saman og sagði Sigurður eina mögulega skýringu vera mikla hækkun á áburði, sem hefur þrefaldast í verði á jafnmörgum árum. Þetta sýndi sig í verðinu.

Síðan spurði Lára: "En hvað eru menn almennt að ræða á þessum fundum, Evrópusambandið?" Sigurður svaraði: Já, já, menn eru að ræða það, en menn eru hræddir við Evrópusambandið." Málið afgreitt!

Er hér komin hluti skýringarinnar á afstöðu bænda til ESB: Hræðsla, hræðsla við hið óþekkta?

"Allt sem við þurfum að hræðast, er hræðslan sjálf," sagði Martin Luther King, eitt sinn. Á þetta við um íslenska bændur?


Ísland og Evrópusambandið: Af vef Utanríkisráðuneytisins

Skjaldarmerki

Bendum á þetta efni af vef ráðuneytisins: 

"Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið með reglulegu millibili unnið ýmislegt efni sem tengist Evrópusambandinu. Hefur það efni ávallt verið aðgengilegt á heimasíðum utanríkisráðuneytisins og forsætisráðuneytisins.

Þessa stundina er starfandi á vegum forsætisráðherra sérstök nefnd um Evrópumál sem skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi auk fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Bandalags Starfsmanna Ríkis og Bæja, Samtaka Atvinnulífsins og Viðskiptaráðs.

Auk þessa hefur utanríkisráðherra sett á fót þrjár nefndir sem ætlað er að skoða sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og byggðamál út frá starfi og þróun Evrópusambandsins.

Þessum sérstaka hluta heimasíðu utanríkisráðuneytsins er ætlað að safna saman á einn stað efni sem unnið hefur verið innan stjórnsýslunnar um þetta efni auk þess að safna saman gagnlegum tenglum sem veitt geta frekari upplýsingar. Jafnframt er ætlunin að birta hér efni sem þær nefndir sem starfa á vegum ráðuneytisins hafa unnið eftir því sem vinnu nefndanna vindur fram. Þess skal sérstaklega getið að það eldra efni sem hér birtist verður að nálgast á þeim forsendum að ýmislegt sem þar er miðað við hefur nú breyst, bæði hér innanlands og með breyttri löggjöf Evrópusambandsins. Vinna nefndanna sem utanríkisráðherra hefur skipað lýtur einmitt að því að leitast við að uppfæra þá afmörkuðu þætti sem starf þeirra lýtur að.

Það er von utanríkisráðuneytisins að með þessu sé komið til móts við þá þörf sem uppi er í þjóðfélaginu fyrir greiðan aðgang að upplýsingum sem tengjast Evrópusambandinu."

Nefndir um starf, stefnu og þróun ESB:

Tenglar
 Útgefið efni á vef forsætisráðuneytisins


Starfshópur um Evrópumál

RÚVRÚV birti þessa frétt nú síðdegis:

"Utanríkismálanefnd Alþingis hefur skipað starfshóp um Evrópumál í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar þegar gengið var frá tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hópurinn er skipaður einum fulltrúa frá hverjum þingflokki og jafnmörgum til vara. Starfshópinn skipa Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, Birgitta Jónsdóttir, Borgarahreyfingunni, Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki og Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu."


Jón Sigurðsson í FRBL

Jón SigurðssonJón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóri skrifar áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í dag sem hann nefnir Heimskra manna ráð. Í leiðaranum segir hann m.a.:

"Smáþjóðir eins og Íslendingar hafa líka við sína drauga að fást. En öll reynsla Íslendinga, Færeyinga, Sama, Grænlendinga, Maltverja, Lúxembúrgara, Baska, Katalóna, Sikileyinga, Kórsíkumanna, Azoreyinga, Slóvena, Albana, Eista, Letta, Skota, Bretóna og margra fleiri smáþjóða hnígur eindregið í þá átt að fjöldi og atgervi fari ekki saman með þeim hætti að fámenn samfélög standi höllum fæti af þeim sökum. Allar þessar þjóðir hafa fengið að kynnast yfirdrottnunarhug stórþjóðanna. Allar hafa þær fengið að kynnast drambinu í sumum erlendum sérfræðiráðgjöfum.

Smáþjóðir sækja eftir þátttöku í Evrópusambandinu, ekki til að samlagast eða hverfa inn í stærri heild, heldur til að eflast og finna metnaði sínum verðugt viðfang. Reynsla þeirra í Evrópusambandinu hefur staðfest þetta."

Allur leiðarinn er hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband