Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2009

Er fólki alvara?

FleksnesÍ framhaldi af frétt okkar um fund sem Stofnun stjórnsýslufrćđi og stjórnmála viđ Háskóla Íslands og Evrópusamtökin standa ađ í nćstu viku um stöđu Íslands og Noregs í framhaldi af ESB umsókn Íslendinga ţá er vert ađ vekja athygli á skemmtilegri grein Magnúsar Geirs Eyjólfssonar á http://www.pressan.is

Heiti greinarinnar er ,,Er fólki alvara?" og fjallar um kostulega undirskriftasöfnun um ríkjabandalag Íslands og Noregs. Magnús Geir segir međal annars:

 ,,Ef ţađ er veriđ ađ tala um hefđbundiđ ríkjasamstarf, er ţessi söfnun byggđ á lygilegri fáfrćđi. Ísland og Noregur eru nefnilega í samstarfi á flest öllum sviđum alţjóđastjórnmála sem hugsast getur. Í gegnum EFTA, EES, Norđurlandaráđ, Schengen o.s.frv. Hvađ vilja ţá ţeir sem hafa skrifađ undir ţetta? Norska krónu? Ţađ eru ekki nema nokkrir mánuđir síđan norskir ráđherrar bókstaflega hlógu ađ ţeirri hugmynd, hvađ ţá ađ ţeir vilji ríkjasamband međ Íslandi.

Ţetta er ESB-umrćđan hér á landi í hnotskurn. Er ekki kominn tími á almenna skynsemi og upplýsta umrćđu í Evrópumálum, jafnvel vott af yfirvegun? Eđa er fólk bara sátt viđ ađ hlaupa eins og hauslausar hćnur út um allt međ tilheyrandi gaggi?"

Greinin í heild sinni er hér

Einnig má lesa beitta bloggfćrslu Guđmundar Gunnarssonar um ţetta sama mál, undir fyrirsögninni, Ísland fylki í Noregi

Bjarni HarđarsonMeđal ţeirra sem hafa skrifađ sig á lista ţeirra sem vilja ganga í bandlag viđ Noreg er Bjarni Harđarson, fyrrum ţingmađur. Skráningin hefur greinilega tekist, enda ekki gerđ í gegnum tölvupóst.

 

 

Ps. Myndin efst er af Fleksnes, helsta grínara Norđmanna.


Noregur, Ísland og ESB

Ágćta áhugafólk um Evrópumál,

Evrópusamtökin, í samstarfi viđ Stofnun stjórnsýslufrćđa og stjórnmála, kynna:
Miđvikudaginn 26. ágúst kl 12 - 13.15 í Lögbergi stofu 101

OPINN FYRIRLESTUR:
NORWAY, ICELAND AND THE EU: HOW DOES ICELAND'S APPLICATION FOR EU MEMBERSHIP AFFECT NORWAY AND THE EEA AGREEMENT?
 

Paal FrisvoldPaal Frisvold, formađur norsku Evrópuhreyfingarinnar, mun halda opinn fyrirlestur í Lögbergi ţann 26. ágúst kl 12.00-13.15 til ađ rćđa áhrif ađildarumsóknar Ísland ađ Evrópusambandinu í Noregi.  Međ honum í för verđur Vidar Björnstad, formađur norsku verkalýđshreyfingarinnar, sem einnig situr í stjórn hreyfingarinnar. 

Paal Frisvold er ţekktur í Noregi sem einn helsti sérfrćđingur landsins í málefnum EES samningsins og samskiptum Noregs viđ ESB. Hann stofnađi ráđgjafafyrirtćkiđ The Brussels Office áriđ 2001 og hefur međal annars mörg verkefni á sviđi umhverfismála .  Hann var nýveriđ kjörinn formađur norsku Evrópuhreyfingarinnar.


Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi stofu 101 á ensku og er öllum opinn. 

Fundarstjóri verđur Siv Friđleifsdóttir, alţingiskona.


Evrópusamtökin á Facebook

facebookOpnađur hefur veriđ hópur eđa svokölluđ "grúppa" á Facebook sem ber heitiđ Evrópusamtökin. Ţar međ má segja ađ samtökin séu komin á Fésbókina. Hópurinn er opinn og getur hver sem er orđiđ félagi. Hvetjum viđ alla Evrópusinna til ţess ađ skrá sig í hópinn. Einfalt er ađ fara í leitina (search) á Facebook og leita ađ "Evrópusamtökin."facebook


Evrusvćđiđ: Mun meira flutt út en inn

VörurVöruskiptajöfnuđur á Evrusvćđinu jókst verulega í júní skv. tölum frá Eurostat. Um er ađ rćđa helmings aukningu frá ţví í maí. Ţetta ţýđir ađ mun meira var flutt út af vörum frá svćđinu en inn. Ţetta eykur mönnum bjartsýni um ađ hiđ versta í kreppunni geti veriđ ađ baki. Ţó er bent á ađ taka verđi ţessari ţróun međ ákveđnum fyrirvörum, ađ ţetta sé ekki ótvírćtt merki um ađ kreppunni sé ađ ljúka. Evrusvćđiđ var 4.6 milljarđa evra í plús í júní, sem er ţađ hćsta í tvö ár.

EuObserver greindi frá í frétt


Haarde um Hruniđ á BBC

Geir HaardeFyrrum forsćtisráđherra, Geir H. Haarde, var s.k. gestaritstjóri í ţćttinum Europe Today á BBC í dag. Hann talađi međal annars um hruniđ hérlendis og fleira. Hćgt er ađ hlusta á ţáttinn hér

Auđlindir í hendur erlendra eigenda?

SvartsengiEin helstu rök Nei-sinna gagnvart ESB, er ađ međ ađild muni auđlindir, ţar međ taliđ ţćr sem leynast í jörđu verđa afhentar eđa settar í hendur útlendinga (les:Brussel). Athyglisverđa fćrslu um möguleg kaup kanadíska Magma Energy á auđlindum í Svartsengi, af Reykjavíkurborg, er ađ finna á vef Jónasar Kristjánssonsonar, ofurbloggara og fyrrum ritstjóri í dag: Fćrsla hans er nákvćmlega svona:

18.08.2009
Hćgri menn selja landiđ
Róttćka hćgra liđiđ, sem stórnar Reykjavíkurborg, er ađ selja Svartsengi til útlanda fyrir slikk. Tilgangurinn međ sölunni er ađ lina fjárhagsţrengingar borgarinnar. Borgin keypti áđur hlutinn á genginu 7.0, en selur nú á lćgra gengi, 6,3. Borgin tapar ţví á braskinu međ Svartsengi. Ţetta er eins konar nauđungarsala. Eftir söluna verđa tveir stórir eigendur ađ orkunni, Magma frá Kanada og Geysir. Í fyrsta sinn í sögunni kemst innlend orka í eigu erlendra ađila. Og ţađ er róttćka frjálshyggjuliđiđ í Sjálfstćđisflokknum, sem einmitt stendur fyrir vafasamri sölu á einu af fjöreggjum ţjóđarinnar.

Ps.Feitletrun er bloggara.

Umugsunarvert.


Hrćđumst hrćđsluna sjálfa...

Martin Luther KingÍ morgunútvarpi Rásar tvö, tóku ţau Freyr Eyjólfsson og Lára Ómarsdóttir viđtal viđ Sindra Sigurgeirsson, formann Landssamtaka sauđfjárbćnda. Samtökin eru međ fundaherferđ um landiđ í gangi núna.

Ţar kom međal annars fram ađ neysla á lambakjöti hefur dregist saman og sagđi Sigurđur eina mögulega skýringu vera mikla hćkkun á áburđi, sem hefur ţrefaldast í verđi á jafnmörgum árum. Ţetta sýndi sig í verđinu.

Síđan spurđi Lára: "En hvađ eru menn almennt ađ rćđa á ţessum fundum, Evrópusambandiđ?" Sigurđur svarađi: Já, já, menn eru ađ rćđa ţađ, en menn eru hrćddir viđ Evrópusambandiđ." Máliđ afgreitt!

Er hér komin hluti skýringarinnar á afstöđu bćnda til ESB: Hrćđsla, hrćđsla viđ hiđ óţekkta?

"Allt sem viđ ţurfum ađ hrćđast, er hrćđslan sjálf," sagđi Martin Luther King, eitt sinn. Á ţetta viđ um íslenska bćndur?


Ísland og Evrópusambandiđ: Af vef Utanríkisráđuneytisins

Skjaldarmerki

Bendum á ţetta efni af vef ráđuneytisins: 

"Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeiđ međ reglulegu millibili unniđ ýmislegt efni sem tengist Evrópusambandinu. Hefur ţađ efni ávallt veriđ ađgengilegt á heimasíđum utanríkisráđuneytisins og forsćtisráđuneytisins.

Ţessa stundina er starfandi á vegum forsćtisráđherra sérstök nefnd um Evrópumál sem skipuđ er fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sćti eiga á Alţingi auk fulltrúa Alţýđusambands Íslands, Bandalags Starfsmanna Ríkis og Bćja, Samtaka Atvinnulífsins og Viđskiptaráđs.

Auk ţessa hefur utanríkisráđherra sett á fót ţrjár nefndir sem ćtlađ er ađ skođa sjávarútvegsmál, landbúnađarmál og byggđamál út frá starfi og ţróun Evrópusambandsins.

Ţessum sérstaka hluta heimasíđu utanríkisráđuneytsins er ćtlađ ađ safna saman á einn stađ efni sem unniđ hefur veriđ innan stjórnsýslunnar um ţetta efni auk ţess ađ safna saman gagnlegum tenglum sem veitt geta frekari upplýsingar. Jafnframt er ćtlunin ađ birta hér efni sem ţćr nefndir sem starfa á vegum ráđuneytisins hafa unniđ eftir ţví sem vinnu nefndanna vindur fram. Ţess skal sérstaklega getiđ ađ ţađ eldra efni sem hér birtist verđur ađ nálgast á ţeim forsendum ađ ýmislegt sem ţar er miđađ viđ hefur nú breyst, bćđi hér innanlands og međ breyttri löggjöf Evrópusambandsins. Vinna nefndanna sem utanríkisráđherra hefur skipađ lýtur einmitt ađ ţví ađ leitast viđ ađ uppfćra ţá afmörkuđu ţćtti sem starf ţeirra lýtur ađ.

Ţađ er von utanríkisráđuneytisins ađ međ ţessu sé komiđ til móts viđ ţá ţörf sem uppi er í ţjóđfélaginu fyrir greiđan ađgang ađ upplýsingum sem tengjast Evrópusambandinu."

Nefndir um starf, stefnu og ţróun ESB:

Tenglar
 Útgefiđ efni á vef forsćtisráđuneytisins


Starfshópur um Evrópumál

RÚVRÚV birti ţessa frétt nú síđdegis:

"Utanríkismálanefnd Alţingis hefur skipađ starfshóp um Evrópumál í samrćmi viđ niđurstöđu nefndarinnar ţegar gengiđ var frá tillögu ríkisstjórnarinnar um ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ. Hópurinn er skipađur einum fulltrúa frá hverjum ţingflokki og jafnmörgum til vara. Starfshópinn skipa Árni Ţór Sigurđsson, Vinstri grćnum, Birgitta Jónsdóttir, Borgarahreyfingunni, Bjarni Benediktsson, Sjálfstćđisflokki, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, Framsóknarflokki og Ţórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu."


Jón Sigurđsson í FRBL

Jón SigurđssonJón Sigurđsson, fyrrum Seđlabankastjóri skrifar áhugaverđan leiđara í Fréttablađiđ í dag sem hann nefnir Heimskra manna ráđ. Í leiđaranum segir hann m.a.:

"Smáţjóđir eins og Íslendingar hafa líka viđ sína drauga ađ fást. En öll reynsla Íslendinga, Fćreyinga, Sama, Grćnlendinga, Maltverja, Lúxembúrgara, Baska, Katalóna, Sikileyinga, Kórsíkumanna, Azoreyinga, Slóvena, Albana, Eista, Letta, Skota, Bretóna og margra fleiri smáţjóđa hnígur eindregiđ í ţá átt ađ fjöldi og atgervi fari ekki saman međ ţeim hćtti ađ fámenn samfélög standi höllum fćti af ţeim sökum. Allar ţessar ţjóđir hafa fengiđ ađ kynnast yfirdrottnunarhug stórţjóđanna. Allar hafa ţćr fengiđ ađ kynnast drambinu í sumum erlendum sérfrćđiráđgjöfum.

Smáţjóđir sćkja eftir ţátttöku í Evrópusambandinu, ekki til ađ samlagast eđa hverfa inn í stćrri heild, heldur til ađ eflast og finna metnađi sínum verđugt viđfang. Reynsla ţeirra í Evrópusambandinu hefur stađfest ţetta."

Allur leiđarinn er hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband