Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Borðuðu Evrópusinnar hvalkjötið?

Búrhvalur

Um daginn fullyrti einn af lesendum bloggsins að Evrópusinnar borðuðu ekki hvalkjöt. Sem er náttúrulega ekki rétt, margir Evrópusinnar borða hvalkjöt.

Hvalveiðar eru umdeildar og hafa verið lengi. Einn þeirra sem tjáir sig um hvalkjöt og  hvalveiðar er Jónas Kristjánsson, enda alltaf að skrifa um mat. Í nýlegri færslu segir Jónas (ekki í hvalnum!):

,,"Aðeins 23% af hvalveiðiafla Íslands árin 2009 og 2010 skilaði sér til útflutnings. Og aðeins 5% komst á leiðarenda. Þar af hafa 0% selzt í Japan. Um aðra markaði er ekki að ræða. Þetta er feiknarleg rýrnun, sem bendir til, að brögð séu í tafli. Hvar eru þau 77%, sem aldrei fóru úr landi? Það hlýtur að vera feiknarlegt kjötfjall. Og hvað eru þau 95%, sem aldrei komu fram í viðskiptalandinu? Fór mismunurinn í sjóinn? Eða er hann í gámum í fríhöfn? Það hlýtur að vera geigvænlegur gámahaugur. Og hvers vegna er ekkert selt af því eina prósenti, sem skilar sér á leiðarenda? Og hver borgar vitleysuna?" 

Hvalveiðar eru ekki "heilsársatvinnugrein" og verða aldrei, einfaldlega vegna þessa að ýmsar hvalategundir synda suður á bóginn og vegna veðraskilyrða, ekki gott að veiða hval yfir vetrartímann.

Er þetta þá ekki bara svona sumarhobbí núna? Stuðningsmenn hvalveiða segja að séu hvalir ekki veiddir, éti þeir upp allann fiskinn. En hvalir hafa verið til mjög lengi, sem og "fiskurinn" í sjónum. Af hverju er fiskurinn þá ekki búinn?

Getur verið að náttúran sjái um sig sjálf? 


Myndskurður MBL - tær mynd af þjóðernishyggju?

Nú er fátt rætt meira heldur en nýr IceSave-samningur og allir miðlar fullir af IceSave (aftur!).

Líka "pirraða blaðið" (les: Morgunblaðið). Það sem vekur athygli ritara er hisvegar myndskurðurinn í sambandi við þessa frétt.

Burtséð frá efni fréttarinnar, vakna strax hugleiðingar um þjóðernishyggjuna sem einkennir Morgunblaðið um þessar mundir.

Þjóðernissinnaðra dagblað en Morgunblaðið er sjálfsagt vandfundið um þessar mundir í Evrópu.

Eða er þetta bara landslagsmynd? Hreifst ljósmyndarinn af landslagi málverksins?

Það er frekar óvenjulegt að menn séu klofnir svona í tvennt á myndum! 

"Fögur er hlíðin" (fjallshlíðin!). 

Hafa lesendur fleiri hugmyndir um myndina? 


Framundan: Blóm í haga?

Í frétt á sænska SVT er sagt að íslenska kreppan sé að fá ”góðan endi,” að kostnaður vegna falls bankanna sé að hverfa í reyk og hagvöxtur sé framundan. Þá er rætt um lækkun stýrivaxta og að atvinnuleysið sé aðeins 6% (var 7,2% í september, innskot ES-blogg).

Rætt er við Ársæl Valfells, hagfræðing hjá HR í fréttinni og hann segir að Íslendingar hafi þurft að fara frá því að vera ”Kúvæt-búar” til þess að vera ”Kaupmannahafarbúar” (og hann þá á væntanlega við að hafa þurft að fara frá allsnægtum í einhverskonar ”normal”-ástand) .

Hann segir landið vera að ná sér á strik. Í fréttinni er sagt að mikilvægur þáttur í þessu sé að gjaldmiðillinn hafi fengið ”kjaftshögg” og að virði hans hafi hrunið.

Segir í fréttinni að þetta ”verkfæri” sé ekki til hjá löndum eins og Grikklandi, Írlandi eða Portúgal. Sama eigi við um þau Eystrasaltslönd, sem hafi tengt sig við Evruna.

Um Írland segir  Ársæll Valfells: ,,Nú eru það ríkisstjórnin og skattgreiðendur sem borga fyrir óábyrg útlán bankanna. Og ESB virðist vera þarna að baki. Þetta er röng leið og það var þessari leið sem Íslendingar höfnuðu í þjóðaratkvæði um Icesave.”

Það er alltaf áhugavert að velta fyrir sér hvort kom á undan hænan eða eggið! Varð það ESB sem lá að baki þessu? Nei, ríkisstjórn Írlands, ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn komust að SAMKOMULAGI um að koma Írum til hjálpar.

Hér birtist enn og aftur ”skúrkaímyndin” af ESB, sem virðist ofarlega í huga margra Íslendinga gagnvart ESB.

Í framhaldi af þessu má nefna á Ársæll Valfells hefur verið eindreginn stuðningsmaður þess að Íslendingar myndu taka einhliða upp Evru, þ.e. án samstarfs við ESB og án baktryggingar Evrópska Seðlabankans (ECB) . Sjá hér og hér

Þó krónan sé gölluð, þá er sennilega betra að reyna að nota hana með tengingu við Evru og þar með stuðning ECB. Með það að markmiði að skipta henni síðan út fyrir Evru og vera þá komin með alþjóðlegan, 100% nothæfan gjaldmiðil.

Og svona í lokin: Er hér allt að falla í lukkunnar velstand?


Lesandi hefur orðið - um bændur og forystu þeirra

Birtum hér áhugaverða athugasemd sem kemur frá Hrafni Arnarsyni, við aðra færslu hér á blogginu:

 

,,Sá sem þetta ritar les Bændablaðið reglulega.Þar kemur greinilega fram að margt er að gerast í íslenskum landbúnaði. Oft sakna ég þess að opinská og hreinskilin umræða fari fram um stöðu landbúnaðarins. Sagnfræðingar hafa skrifað um að ein helsta bylting síðustu aldar sé hröð og mikil fækkun í stétt bænda. Í þróuðum löndum eru bændur innan við 5% af vinnuafli. Lengst af í sögu íslensku þjóðarinnar hafa bændur verið nálægt 95% vinnandi manna. Gífurleg framleiðniaukning hefur átt sér stað í landbúnaði. Vélvæðing, tækni og þekking eru lykilorð. Fjölskyldubúið er hefðbundið form reksturs hér á landi. Einingar eru litlar og fjárfestingar miklar. Beingreiðslur skipta miklu fyrir afkomu bænda. verulegur hluti af tekjum bænda er vegna vinnu í öðrum greinum en landbúnaði. Allar greinar landbúnaðar eru reknar með tapi eða reksturinn í járnum. Hér vegur fjárhagskostnaður þungt. Landbúnaðurinn nýtur mikillar verndar en landið er mjög háð innflutningi á landbúnaðarvörum. Um helmingur af næringarþörf er fullnægt með innflutningi. Íslenskur landbúnaður hefur lagað sig að alþjóðlegu umhverfi og skiptu þar Gattsamningarnir og Alþjóðaviðsskiptastofnunin mestu. Því miður skortir forystu Bændasamtakanna víðsýni og hugrekki. Hún tekur ekki eðlilegan þátt í samningaferlinu við ESB. Staða landbúnaðarins er erfið og verður ekki betri ef menn ríghalda í ríkjandi ástand."


Höft næsta áratuginn?

Ein krónaTveir hagfræðingar, Yngvi Örn Kristinsson, fyrrum aðalhagfræðingur Landsbankans og Ásgeir Jónsson, hjá Arion-banka, sögðu á morgunfundi í morgun að líklegt væri að krónunni yrði ekki sleppt lausri fyrr en 2015-2016!

Vísir er með frétt um málið og þar segir: ,,Ætli Íslendingar að halda í krónuna er ólíklegt að gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga þeirra verður að endurbyggja íslenska myntsvæðið með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningar Arion Banka.

Ásgeir var með erindi á morgunverðarfundi Arion Banka í morgun um gjaldeyrishöft og framtíð krónunnar.

Hann sagði inngöngu landsins inn í myntbandalag Evrópu nauðsynlegan hluta af aðildarviðræðum stjórnvalda við Evrópusambandið. Í kjölfarið taki við eitthvað form fastgengisstefnu við evruna. Ólíklegt sé hins vegar að krónan verði sett á flot.

„Það er vafamál hvort að krónan muni fljóta aftur á næstu 5-10 árum, haldi hún áfram að vera til, og einhver tegund af höftum mun verða nauðsynlegt böl á íslenskum gjaldeyrismarkaði," sagði hann." (Leturbreyting- ES blogg).

Þetta er bjart, verulega bjart!

Ef þetta verður raunin, þá verða Íslendingar sennilega að segja sig frá samningum um EES, Evrópska Efnahaghagssvæðið, sem Geir Haarde, sagði að hefð "gagnast okkur svo vel."

Hvað gerist þá?

Ps. Áðurnefndur Ásgeir Jónsson á pabba í Sjávarúvtvegs og landbúnaðarráðuneytinu, Jón Bjarnason!

Það er ábyggilega svolítið stuð yfir "ýsunni og kartöflunum" hjá þeim fegðum!

Einnig frétt um þetta hér og hér 

 


Ingimundur Bergmann í FRBL: Hvetur Bændasamtökin til að skipta um skoðun í ESB-málinu og vinna að hagsmunum bænda (og annarra)

Ingimundur BergmannIngimundur Bergmann, vélfræðingur og bóndi skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um bændaforsystuna og ESB-málið. Hann segir: 

"Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar.

Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar.

Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar."

Síðar segir Ingimundur: "Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi.

Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af.

Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands."


Öll greinin 


30 ár!

John LennonÍ dag eru nákvæmlega 30 ár frá því Mark nokkur Chapman, skaut John Lennon til bana í New York.

Þetta er því sorgardagur.

John Lennon var friðarsinni og boðskapur hans kristallast kannski best í orðunum "Give peace a chance."

Kannski við hér á skeri ættum aðeins að hugsa meira í anda John Lennon og leyfa friði að njóta sín á meðal okkar.

Dægurþrasið hefur sennilega aldrei verið jafn mikið og á undanförnum tveimur árum.

Því eru orð Lennons kærkomin áminning og verð íhugunar.

Imagine!


Yfirlit yfir "nýju" aðildarlönd ESB og glímuna við kreppuna

euractivÍ eftirfarandi grein á EurActive er að finna greinargott yfirlit yfir hvernig hin "nýju" aðildarlönd ESB, þ.e. gömlu Austantjaldslöndin eru að ná að vinna sig út úr efnahagshremmingum síðustu missera. Fyrir flest þeirra er útlitið bjart, en áhugaverðasta dæmið er Pólland, sem slapp við samdrátt. Greinin er á ensku.


RÚV um HRUNIÐ og STJÓRNSÝSLUNA í "Í heyranda hljóði"

RUVVekjum athygli á athyglisverðum þætti, Í heyranda hljóði, sem var á RÚV í gærkvöldi og fjallaði um HRUNIÐ og STJÓRNSÝSLUNA, lærdóma og annað slíkt.

Hlusta hér 


Jón Bjarnason veitir dönskum kjúklingum landvistarleyfi!

KjúlliFram kom í Fréttablaðinu í gær að bjóða á út innflutning á 200 tonnum af dönsku kjúklingakjöti. Þetta vegna síendurtekinna salmonelluvandræða og lágrar birgðastöðu (aðeins 50 tonn til um síðustu mánaðamót) á íslenskum kjúklingi.

Því ber að fagna að dönskum kjúklingum sé veitt "landvistarleyfi"! Það er að sjálfsögðu hæstvirtur "Landbúnaðar og sjávaútvegs" - Jón Bjarnason, sem veitir leyfið. Þar með tryggir hann (matvæla)öryggi varðandi kjúklingakjöt í landinu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband