Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
4.3.2010 | 22:34
ESB lánar Íslendingum 52 milljarða
Viðskiptablaðið fylgist vel með Evrópumálum og þar birtist þessi frétt í vikunni:
,,Evrópusambandið (ESB) samþykkti ísl. viku að lána íslandi 300 milljónir evra, 52,3 milljarða króna, á fjögurra prósenta föstum vöxtum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Láninu er ætlað að auðvelda stjórnvöldum að takast á við þann efnahagsvanda sem þau glíma við um þessar mundir.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að ákveðið hafi verið að veita lánið í sambandi við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í síðustu viku um að mæla með því að viðræður verði hafnar við Ísland um aðild að sambandinu. ESB hefur boðið nokkrum ríkjum sem sótt hafa um aðild að sambandinu og öðrum nágrannaríkjum sérstaka lánafyrirgreiðslu sem alla jafna er veitt í tengslum við framkvæmd sérstakra efnahagsáætlana (e. macro-financial assistance). Lánin hafa einkum verið veitt til ríkja í Austur-Evrópu, landa við Miðjarðarhaf og ríkja á Balkanskaga. Nú hefur Island bæst í þann hóp," segir í frétt VB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta kemur fram í stefnumótunarvinnu sem kynnt var fyrir skömmu, sem ber einfaldlega heitið Evrópa 2020. Í forspjalli að umfjölluninni segir José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB að fjármálakrísan hafi verið einskonar ,,vekjaraklukka. Hann leggur á það áherslu að Evrópa verði að koma sterkari til leiks að nýju og bendir á að bæði menntun og tækniþekking í Evrópu sé á háu stigi. Meginatriðin í 2020-stefnu ESB eru þessi: Snjall hagvöxtur sem grundvallast á þekkingu og nýsköpun; Sjálfbær hagvöxtur sem hvetur til skilvirkari, umhverfisvænni og samkeppnishæfari hagkerfa; Hagvöxtur fyrir alla með áherslu á hátt atvinnustig og félagslega og svæðisbundna samstöðu. Framkvæmdastjórnin leggur til að sjö framtaksverkefni verði sett á oddinn til að ná þessum markmiðum:
1) Nýsköpun Evrópusambandsins: Að yfirfara stefnuna varðandi rannsóknir og þróunarmál með tilliti til þeirra áskorana sem framundan eru á ýmsum sviðum.
2) Ungt fólk á faraldsfæti: Efla menntun og þekkingu ungs fólks með það að markmiði að auka atvinnumöguleika ungs fólks
3) Stafræn áætlun fyrir Evrópu: M.a. með það markmið að tæknivæða enn meira í verslun og viðskiptum.
4) Skilvirk nýting auðlinda í Evrópu: Minnka notkun á mengandi orkugjöfum og bæta nýtingu á orku. Minnka gróðurhúsaáhrif og stuðla að auknu orku-öryggi.
5) Iðnaðarstefna í alþjóðlegum umhverfi: Miðar m.a. að aukinni nútímavæðingu í iðnaði, styðja við frumkvöðlastarfsemi og samkeppnishæfni. Á bæði við framleiðsluiðnað og þjónustustarfsemi.
6) Áætlun um nýja hæfni og ný störf: Miðar að betrumbótum á vinnumarkaði og aukinni hæfni meðal vinnandi fólks. Auka aðlögunarhæfni á vinnumarkaði og stuðla að aukinni framleiðni.
7) Evrópskur vettvangur gegn fátækt: Miðar að því að berjast gegn öllum félagslegum afleiðingum fátæktar, með það að markmiði að viðhalda mannlegri reisn hvers einstaklings.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2010 | 08:16
Grikkland í kastljósinu-hefur áhrif hér
Óhætt er að segja að Grikkland hafi verið í kastljósinu undanfarnar vikur. Landið glímir við mjög erfitt efnahagsástand, sem að hluta til var skapað af þeirri hægri-stjórn sem féll í síðustu kosningum. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag.
Ljóst er að næstu mánuðir verða Grikkjum erfiðir og mikið sem þarf að gera til þess að laga ástandið, sem forsætisráðherra landsins hefur líkt við stríðsástand.
Það sem gerist í Grikklandi hefur áhrif á t.d. gengi Evrunnar, eins og fram kemur í þessari frétt RÚV. Þar með hefur það sem gerist í Grikklandi áhrif hér uppi á Íslandi. Svona virkar alþjóðakerfið, allir eru háðir öllum og það er ekkert hægt að komast fram hjá því.
3.3.2010 | 18:14
Bændur inni...ekki úti
Morgunblaðið skýrði frá því í dag að ....,,Bændasamtökin munu ekki draga fulltrúa sína út úr stjórnskipaðri nefnd sem fjallar áhrif aðildar Íslands að ESB á landbúnaðinn. Á búnaðarþingi, sem lýkur í dag, verður samþykkt ályktun þar sem ítrekuð er fyrri afstaða Bændasamtakanna gegn aðild landsins að ESB."
Evrópusamtökin fagna þessari skynsamlegu afstöðu Bændasamtakanna og vona að þetta sé byrjunin á ferli sem leiðir til þess að samtökin komi meira að ESB-ferlinu í heild sinni og taki eðlilegan þátt í þeim viðræðum sem fara væntanlega af stað í lok mars.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 18:06
Hlöðver Ingi: Er allt leyfilegt?
Hlöðver Ingi Gunnarsson, meistaranemi við háskólann á Bifröst skrifar áhugaverða grein, ER ALLT LEYFILEGT, um Evrópuumræðuna á www.sterkaraisland.is. Þar segir hann m.a.:
,,Það er orðin döpur staðreynd ef að umræðan er komin á það lágt stig að nú sé aðild að Evrópusambandinu ekki einu sinni til umræðu heldur hvort draga eigi umsóknina til baka. Það er í raun fáránleg staða sem formaður Heimssýnar er í, bæði að vera formaður þeirra samtaka sem og að vera í þingflokki Vinstri grænna. Það hefði kannski verið ráðlegra hjá Heimssýn að velja sér formann sem ekki er um leið þingmaður í ríkistjórn sem styður aðildaviðræður að Evrópusambandinu. Hvernig geta þessi tvö hlutverk hans farið saman? Verður það þá ekki óneitanlega að hlutverki hans að grafa undan störfum ríkistjórnarinnar? Það hlýtur að vera skylda stjórnmálamanna sem styðja ríkistjórnina að stuðla að sem bestum samningum fyrir Ísland. Við erum stödd á þeim tímapunkti núna að leggja allt í sölurnar til þess að ná fram sem bestum samningi fyrir Ísland. Bæði er búið að leggja fjármuni og tíma í aðildarumsókn Íslands, en einnig er það grundvallaratriði í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar. Því hafa stjórnmálamenn skyldu til þess að gera sitt besta og grafa ekki undan störfum samninganefndarinnar."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 23:01
Rússnesk kosning formanns Bændasamtakanna
Fram kom í sumum fréttamiðlum í dag að Haraldur Benediktsson var endurkosinn sem formaður Bændasamtaka með 100% greiddra atkvæða. Það hét einu sinni,,rússnesk kosning!" Hann er því ótvíræður leiðtogi íslenskra bænda! Myndin er hinsvegar af rússneskum bónda (við leitina "bóndi" á google komu bara myndir af Bondi-strönd í Ástralíu!)
Ps. Ágæt færsla um landbúnaðarmál á Eyjunni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2010 | 19:41
Staksteinar verja Bændasamtökin
Eitthvað hefur umfjöllun Evrópusamtakanna farið fyrir brjóstið á Staksteina-höfundi MBL, sem sakar Evrópusamtökin um að ráðast á bændur vegna afstöðu þeirra til ESB-málsins, sem er sem stystu máli sú að bændur neita að ræða málið opinberlega og ætla að firra sig ábyrgð af málinu og segja hana alfarið vera Alþingis og ríkisstjórnar.
Þá telur Staksteinahöfundur að Evrópudamtökin séu á móti því að bændur geri könnun. Það eru Evrópusamtökin ekki, en þau vekja hinsvegar athygli á því að þær kannanir sem Bændasamtökin gera, eru í raun greiddar af íslenskum skattgreiðendum, því Bændasmtökin eru alfarið rekin fyrir opinbert fé, en sem kunnugt er renna rúmlega 10 milljarðar (tíu þúsund milljónir) beint úr vasa skattborgaranna til landbúnaðar á Íslandi. Til samanburðar má nefna að rekstur Sjúkrahúss Akureyrar er með um 4.5 milljarða á fjárlögum 2010.
En eitthvað hefur Staksteina-höfundur lesið þessa könnun skakkt, því hann segir: ,,Fólkið í landinu er á móti aðildarbröltinu." Um hvaða ,,fólk í landinu" er ritari Staksteina að tala um? Samkvæmt könnuninni eru 33% landsmanna fylgjandi aðild. Að skekkja sannleikann er nokkuð sem örugglega á eftir að gerast oft í komandi ESB-umræðunni, en gerir Staksteinahöfundur það viljandi?
Og auðvitað er enginn á mót landbúnaði, en það er líka hægt að spyrja fólk hvort það sé á móti t.d. iðnaði. Auðvitað er enginn á móti iðnaði! Spurningum í könnunum er hægt að stýra!
Evrópusamtökin vilja meina að Staksteinahöfundur hafi bara ekki lesið umfjöllun samtakanna nógu vel, enda sennilega ekki mikill áhugamaður/kona um ESB!
En staðreyndirnar eru á borðinu: Bændasamtökin segja NEI, NEI, NEI, vilja ekki einu sinni ræða málið, en nota á sama tíma fé almennra skattborgara til sín reksturs, þar á meðal útgáfu Bændablaðsins, sem talar fullum hálsi gegn aðild Íslands að ESB og hefur m.a. dreift fylgiriti Nei-samtakanna, Heimssýnar, en það gerðist síðastliðið haust.
Er það ekkert skrýtið?
Ps. Bloggari elskar íslenskar landbúnaðarafurðir, nýsjálenskt lambakjöt er í ruslflokki miðað við það íslenska! Smjör og rjómi úr íslenskum kúm gera allan mat betri!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2010 | 17:57
Baggalútsmenn blanda sér í ESB-umræðuna!
Baggalútsmenn eru með ötulustu grínistum landsins og þeir láta fátt fram hjá sér fara. Þar á meðal ESB málið. Þeir fjalla um Búnaðarþingið, sem nú stendu yfir og færa að sjálfsögðu í stílinn, en samt sem áður er nálgun Baggalútsmanna ekkert svo ýkja langt í frá svarstsýnustu dómsdagsspám, sem komið hafa frá sjálfum Bændasamtökunum. Svona lítur frétt Baggalútsmanna út og dæmi nú hver fyrir sig:
,,Í harðorðri ályktun Búnaðarþings vara Bændasamtök Íslands þjóðina eindregið við inngöngu í Evrópusambandið.
Telja samtökin víst að embættismenn ESB muni beita öllum brögðum til að sölsa undir sig íslenskan landbúnað með góðu eða illu brenna akra, míga í brunna og skelfa búsmala með evrópskri danstónlist. Þá þykir einsýnt að reynt verði að spilla sauðfé og bændum með svíðingslegum kynbótum.
Við sama tækifæri ítrekuðu bændur eindregna andstöðu sína við gufuvélina, talsímann og internetið og samþykktu nær einróma að hætta að brennimerkja nýja félagsmenn með slagorðinu Bóndi er bústólpi en taka frekar upp húðflúrið Mjólk er góð."
Þeir sem viljs svo sjá mynd af Brusselbeljunni, er bent á upprunalega hlekk fréttarinnar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 08:17
Evran: Bjargaði Möltu, segir forsætisráðherrann
Bloggari rakst á þessa frétt á www.malefnin.com og er hún athyglisverð:
,,Forsætisráðherra Möltu segir í viðtali við þýskt dagblað, að landið væri að öllum líkindum gjaldþrota og stæði mun verr en Ísland ef evrunnar nyti ekki við. Samt hafi Malta ekki enn orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni að neinu ráði.
Ef evrunnar nyti ekki við væri Malta sennilega mun verr stödd en Ísland: við værum gjaldþrota," segir Lawrence Gonzi í viðtali við blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung. Evran forðaði okkur frá því í tíma, hún bjargaði okkur í raun."
Malta var áður með eigin gjaldmiðil, líruna. Gonzi sagði, að gengi hennar hefði verið nokkuð stöðugt en hagkerfi Möltu hefði hins vegar verið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á öðrum gjaldmiðlum. Malta tók upp evru í byrjun síðasta árs og hefur til þessa sloppið að mestu við afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
Til allrar hamingju höfum við sloppið til þessa. Bankarnir okkar hafa alltaf haft nægt lausafé og tengjast ekki alþjóðlegum bönkum, sem nú eiga í miklum erfiðleikum," sagði Gonzi við þýska blaðið.
Malta er eyja á Miðjarðarhafi. Þar búa um 450 þúsund manns. Malta gekk í Evrópusambandið árið 2004."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2010 | 00:24
Enn einn góður frá Guðmundi...
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir