Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Varaformaður Nei-samtakanna: Tenging krónunnar við Evru kostur

EvraVaraformaður Heimssýnar, Nei-samtaka Íslands, Heiðrún Marteinsdóttir, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að tenging krónunnar við Evrum væri kostur fyrir Íslendinga.

Þetta kom fram í umræðum um gjaldmiðilsmál í þættinum. Annars einkenndist málflutningur hennar af hugmyndaþurrð, en stutt var í "útlendingafóbíuna" sem einkennir þennan flokk manna.

Segjast verður þó að hugmynd hennar um tengingu krónunnar við Evruna er athyglisverð, en þetta er t.d. það form sem Danir hafa á sínum gjaldmiðilsmálum. Enda þekkjast gengisfellingar vart í Danmörku.

Ekki er vitað til þess að hugmynd sem þessi hafi áður komið frá Nei-samtökunum.


Viðbrögð byrja að seitla fram

falcon.jpgNú eru farin að koma fram viðbrögð við þeim fleyg sem rekinn var í gegnum Sjálfstæðisflokkinn á landsfundinum í gær, þegar Nei-sinnar læddu því inn á síðustu stundu inn í lokaályktun flokksins að draga bæri umsóknina að ESB til baka.

Fólk er þegar farið að segja sig úr flokknum, lesið t.d. þessa harðorðu bloggfærslu.

Jórunn Frímannsdóttir, áhrifamanneskja úr borgarstjórnmálunum í Reykjavík og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, skrifar á sínu bloggi:

"Í stórum flokki (eins og Sjálfstæðiflokkurinn var og á að vera), þurfa mismunandi sjónarmið að rúmast. Ég vil ekki og ætla ekki að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki rúmað sjónarmið Sjálfstæðra Evrópusinna. Það var sorglegt að ekki skyldi nást samstaða um málamiðlun í ESB málum á landsfundinum. Hvað hræðast menn svo mjög við það að skoða það hvaða samningum við getum náð? Þjóðin mun kjósa um samningana á endanum og fella þá ef þeir verða okkur ekki þóknanlegir. Við verðum að halda áfram í samvinnu annarra þjóða, í vestrænni samvinnu. Evrópusambandið er ekki „Grýla“ eins og margir vilja vera láta, heldur samband og samvinna fjölmargra þjóða."

Og síðar segir hún: "Ég var ósátt við niðurstöðu landsfundar og velti því fyrir mér hvort flokkurinn minn rúmi ekki lengur ólík sjónarmið og ætli sér að hrekja burt alla þá fjölmörgu Sjálfstæðismenn sem eru því fylgjandi að við skoðum það hvaða samningum við getum náð í samstarfi evrópuþjóða áður en við leitum annað. Ætlum við að senda þau skilaboð til Evrópusambandsríkjanna að við viljum ekki vita hvaða samningum við getum náð?"


Mesti and-Evrópuflokkur í Evrópu?

Victory!Árni Páll Árnason, félagsmálaraðherra, sagði í viðtali á Stöð 2 að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ,,stimplað sig út" sem einangraður öfga-hægriflokkur. Þetta eftir að flokkurinn samþykkti á landsfundi fyrr í dag umsókn að ESB skyldi dregin til baka.

Þetta þýðir að Evrópusinnum innan Sjálfstæðisflokksins, var gefinn ,,einn á lúðurinn," á lokamínútum landsfundarins.

Þetta þýðir líka að þeir eiga enga samleið með þessum flokki lengur. Þetta getur m.a. þýtt að: 1) Að þeir stofni nýjan flokk, 2) Að þeir snúi baki við flokknum og kjósi einhvern annan flokk í næstu kosningum eða 3) Skili auðu eða sitji heima.

Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur hinn breiði flokkur allra skoðana, eins og hann hefur gefið sig út fyrir að vera. Með því að senda Evrópusinnum flokksins þessa blautu tusku með þessari yfirlýsingu mjókkar skoðanalitrófið í flokknum umtalsvert. Sama má segja um umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum.

Flokkurinn verður því fyrst og fremst athvarf uppblásinnar þjóðernis og einangrunarhyggju, útlendingafóbíu og ,,þeir-gegn-okkur" hugarfars.

Með því að sleppa þessu í gegn hefur formaðurinn, Bjarni Benediktsson (sem einungis var kosinn með 62% atkvæða!) málað flokkinn út í horn í utanríkis og alþjóðamálum á Íslandi.

Verður hægt að taka mark á Sjálfstæðisflokknum í umræðu um Evrópumál eftir þetta?Það verður að teljast harla ólíklegt

Hann er t.d.orðinn meira ANTI-ESB en flokkur kommúnista í Svíþjóð, sem á sínum tíma hættu við þá kröfu um að landið segði sig úr sambandinu.

Þetta er algerlega á skjön við alla þróun í heimsmálum, sem miðar að meiri samvinnu á öllum sviðum milli ríkja.

En með þessu hefur opnast möguleiki fyrir nýjan hófsaman hægriflokk á Íslandi, þar sem öflug Evrópusamvinnu með aðild að ESB, yrði ein af meginstoðunum. Fyrir flokk sem legði ríka áherslu á verslun og viðskipti, nothæfan gjaldmiðil og ábyrga efnahagsstefnu. Flokk sem myndi skipa Íslandi sess í alþjóðakerfinu, en ekki flokk þar sem innanborðs eru aðilar sem t.d. segja að Ísland "skipti engu máli," sé og verði áhrifalaust o.s.frv.Það lýsir e.t.v. mest þeirra eigin hugarheimi og framtíðarsýn.

Slíkur flokkur gæti tekið sænska hægriflokkinn sér til fyrirmyndar, en eftir kosningarnar árið 2006, ákvað flokkurinn, með Carl Bildt utanríkisráðherra í fararbroddi, að ,,keyra inn í Evrópusamvinnuna."

Það væri líka hægt að taka breska íhaldsflokkinn til skoðunar, en þrátt fyrir neikvæðni til ESB, veit flokkurinn að Bretar hafa áhrif innan ESB og að þeir eiga heima þar.

Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem kennir sig við frelsi og framfarir og talið sig vera HORNSTEIN í íslenskum utanríkismálum. Sá hornsteinnhefur nú farið fyrir lítið. Og það fyndna er (ef hægt er að taka þannig til orða) að það er EKKERT sagt í staðinn, þ.e.a.s. hvar Ísland eigi að staðsetja í sig í alþjóðapólítísku samhengi. EKKERT!

Á MBL.is má lesa viðbrögð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, en hún er yfirlýstur Evrópusinni í flokknum:

"Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður og stjórnarmaður í samtökunum Sjálfstæðir Evrópumenn, er ósátt með niðurstöðu fundarins. „Það gefur auga leið að ég er langt frá því að vera sátt,“ segir Ragnheiður.

„Ég hefði talið að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti á öllu öðru að halda núna en að sundra fólki. Ég er ekki að ætlast til þess að fólk fari frekar á mína skoðun heldur en ég á þeirra, en ég held að minn flokkur þurfi á ýmsu öðru að halda núna heldur en sundrungu,“ segir Ragnheiður.

Hún segir að niðurstaða fundarins sé langt frá því sem evrópusinnar innan flokksins hafi vonast eftir. Niðurstaðan sé ekki einu sinni málamiðlun. „Málamiðlun er málámiðlun, þetta er ekki málamiðlun. Þetta sem samþykkt er í dag, er víðs fjarri skoðunum okkar evrópusinna.“

Hver kannast ekki við: ,,Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér?" Er þetta upphafið að sundrun Sjálfstæðisflokksins, eða er kannski hægt að slá því föstu að hann sé í raun sundraður?

Hvernig spilast úr þessar döpru niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins kemur í ljós á næstu dögum.


Bjarni Ben: Vill leggja aðildarumsókn til hliðar - "bremsuyfirlýsing" og "haltu mér slepptu mér" nálgun.

bjarniben_991582.jpgFormaður Sjálfstæðisflokksins, sagði nú nýlega á landsfundi flokksins að skynsamlegast væri að leggja umsókn um aðild að ESB til hliðar. Sama orðalag er notað í stjórnmálaályktun flokksins sem kynnt var nú síðdegis og gengið verður til atkvæða um á morgun.

Á visir.is segir: "Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við núverandi aðstæður væri réttast að leggja aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þetta kom fram ræðu hans á setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins klukkan fjögur í dag.

Hann sagði að réttast væri að leggja aðildina til hliðar, ekki bara vegna framkominna hótana um að ekkert verði af samkomulagi nema Ísland gangi að afarkostum Breta, heldur til þess að hægt sé að nýta alla krafta til að sigrast á þeim efnahagserfiðleikum sem við er að glíma.

„Þegar því verkefni er farsællega lokið verða allar forsendur fyrir hendi til að meta afstöðu okkar til aðildar á ný þar sem þjóðin hefur verið höfð með í ráðum."

En svo sagði Bjarni:

"En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála."

Þetta er "bremsuyfirlýsing" og sýnir flokkurinn hefur fjarlægst það að vera burðarás í íslenskum utanrikismálm.

En um leið er þetta einnig svona "haltu mér slepptu mér" og tilraun til að brúa bil milli tveggja mjög andstæðra póla í flokknum.

Spurningin er hvort þetta sé ekki of mikil málamiðlun, í þessu felst ekki mjög skýr stefna.

Hvernig túlka Evrópusinnar innan flokksins þetta?


Stjórnarmaður í Heimssýn: Heimtufrekja Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum aukizt!

"Ef eitthvað hefur breytzt er það að heimtufrekja fámenns hóps Evrópusambandssinna innan flokksins hefur aukizt."

Þetta eru viðbrögð stjórnmanns Heimssýnar, Nei-samtaka Íslands, hér é Evrópublogginu, við færslunni; Sjálfstæðisflokkurinn: Tifandi bomba. Hún birtist hér í morgun.

Það er kraumandi óánægja meðal Evrópusinna innan Sjálfstæðisflokksins með þá stemningu sem ræður nú innan flokksins. Ritari veit um Sjálfstæðismenn sem munu segja sig úr flokknum, verði tillaga um að draga aðildarumsókn að ESB tilbaka, samþykkt á landsfundi. Það er einnig vitað að það er til fullt af Evrópusinnum, sem eiga samleið með Evrópusinnuðum, hófsömum flokki, en ekki þeim uppbelgda þjóðernisflokki, sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að breytast í.

Og þetta kallar (zetu-maðurinn) Hjörtur Guðmundsson heimtufrekju. Hann reyndi einmitt á sínum tíma að stofna þjóðernisflokk hér á landi. Eflaust er það hans draumur að Sjálfstæðisflokkurinn verði slíkur. Og Nei-hreyfingarinnar allrar! 


Sjálfstæðisflokkurinn: Tifandi bomba?

Fálki DMogginn gefur það í skyn í dag að tillaga um að draga umsókn Íslands að ESB tilbaka, komi fram á landsfundi flokksins sem byrjar í dag.

Ástandinu í flokknum má líkja við tifandi tímasprengju. Ljóst er að Evrópusinnaðir hægrimenn eru að nálgast ákveðin þolmörk gagnvart þeirri stemningu sem nú virðist ráða þar innanborðs, þ.e.a.s einhver óskilgreind blanda að þjóðarrembingi, stjórnlausri íhaldssemi og uppblásinni þjóðernishyggju.

Spurningin er: Mun flokkurinn mála sig út í horn hvað varðar Evrópumálin? Eð mun hann á þessum landsfundi birtast sem víðsýnn, umburðarlyndur, nútíma hægri-flokkur?

Menn bíða spenntir!


Sævar Tjörvason um þjóðernishyggju í DV

Dr. Sævar TjörvasonDr. Sævar Tjörvason, skrifaði merkilega grein í DV í gær. Þar fjallar hann um þjóðernishyggju og meinta sérstöðu Íslendinga. Hann heldur því fram að almenningur sé látinn færa fórnir fyrir einangrunar- og þjóðernishyggju sem ætlað er að verja ímyndaða sérstöðu þjóðarinnar.

Sævar segir að hamrað sé á sérstöðu þjóðarinnar, talað um örlög og skyldur líkt og um eið og krossför sé að ræða. „Ekki megi víkjast undan þeirri heilögu kvöð að verja sérstöðuna - minnstu sjálfstæðu menningarþjóðina - fyrir óvininum ósýnilega og óskilgreinda sem leynist aðallega í útlöndum.“

Sævar telur að sjálfstæðis- og þjóðernishyggja hafi bókstaflega hamlað framförum í þágu almennings. „Með auknu sjálfstæði hefur til að mynda framleiðniaukningin verið mun minni hjá Íslendingum en hjá nágrannaþjóðum. Þessi þróun hefur einnig birst í mannfjöldaþróun 20. aldar. Að jafnaði hafa fjölskyldur minnkað með aukinni framleiðni og velsæld. Hér hefur þessarar þróunar ekki gætt með sama sniði. Auðvelt er einnig að benda á hversu tómlát íslensk stjórnmál hafa verið um þróun mannréttindamála og réttarbóta í þágu almennings .

Öll grein Sævars


Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn?

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar góða greiningu á því í leiðara í dag, hvaða afleiðingar það hefði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, komi fram landsfundartillaga um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Að hans mati er það þetta:

"Með því að loka á aðildarviðræður við ESB myndi Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar gera þrennt. Hann myndi spilla fyrir möguleikum sínum á að ná aftur til þeirra, sem í síðustu þingkosningum kusu aðra flokka vegna Evrópumálanna. Hann myndi takmarka möguleika sína á árangursríkri stjórnarþátttöku við samstarf með Vinstri grænum. Og hann myndi hrekja á brott enn fleiri stuðningsmenn, ekki sízt úr atvinnulífinu, sem telja afar brýnt að niðurstaða fáist í aðildarviðræðum við ESB, sem þjóðin geti síðan greitt atkvæði um."

Allur leiðarinn


Árni Páll: Hversvegna ESB nú?

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, ritar grein í Fréttablaðið í dag; HVERSVEGNA AÐILD AÐ ESB NÚ? Hann segir m.a.:

"Við vitum af reynslunni til hvers krónan leiðir. Við þurfum ekki aftur að upplifa að skuldir okkar tvöfaldist vegna gengishruns. Við þurfum ekki að láta börnin okkar upplifa að missa tök á fjármálum sínum vegna óðaverðbólgu - rétt eins og kynslóðirnar á undan. Við þurfum ekki aftur að upplifa nærri 20% stýrivexti árum saman, sem þvinguðu fólk til áhættusamrar lántöku í erlendum gjaldmiðli. Við þurfum ekki aftur að upplifa að sjá vaxtabrodda atvinnulífsins flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi til að lifa af."

Öll grein Árna


Baldur (og Konni?): Drögum ESB-umsókn til baka!

Bjarni BenediktssonNú rær þjóðernis(hyggju)armurinn í Sjálfstæðisflokknum lífróður, svona rétt fyrir landsfund: Nei-sinnar innan flokksins láta að því liggja að lögð verði fram ályktun á landsfundi flokksins nú um helgina, þar sem þess verður krafist að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka.

Sjálfstæðisfélag Kópavogs, Baldur, vill að slíkt verði gert og hefur sent frá sér tilkynningu

Í henni kemur fram að þetta sé ekki rétti tíminn til að sækja, hinir vondu Bretar muni beita Icesave fyrir sig (gegn okkur=vondu útlendingarnir). Etc, etc!!

Svo koma þeir með órökstuddar dylgjur um að kostnaður við umsóknarferlið verði mun meiri en áætlað er.

Þetta er auðvitað út í loftið! Við minnum þar að auki á að sjálfar aðildarviðræðurnar taka um tvö ár, þannig að langur tími mun líða þangað til þeim lýkur.

Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig að hafa verið í farabroddi í utanríkismálum Íslands í gegnum tíðina.

Verði ályktun sem þessi  samþykkt á komandi landsfundi slær flokkurinn á allt aðra strengi í nálgun sinni gagnvart utanríkismálum og samskiptum við alþjóðakerfið.

Þá er það spurningin: Vill hinn ungi formaður, Bjarni Benediktsson, vera við stýrið þegar (og ef) flokkurinn setur sig í aftursætið hvað varðar utanríkismál og samskiptin við Evrópu?

Ps: Á Eyjunni er fullyrt að flokkurinn klofni verði tillaga um að draga umsókn til baka samþykkt á landsfundinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband