Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Formaður Evrópusamtakanna: Ummæli Hannan hlægileg!

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir ýmis ummæli Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, hlægileg, en Daniel var hér staddur í boði Nei-sinna. 

„Ég myndi nú ekki taka boðskap Daniel Hannan sem einhvern algildan sannleika í þessu máli. Hann er þekktur Evrópuandstæðingur og er í útjaðri Íhaldsflokksins. Hann hefur m.a verið settur niður af flokknum í Bretlandi fyrir ýmis ummæli sín, m.a um breska heilbrigðiskerfið og annað," segir Andrés.

Hér er frétt ST2 um málið og textafrétt á visir.is


Hannan vill að Ísland "stressi" í umsókarferlinu: Óábyrgt!

AgúrkumaðurinnÁ Eyjunni er frétt sem hefst svona: " Íslendingar eiga að klára ESB-umsóknarferlið sem fyrst og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamninginn. Þetta er mat breska Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, en hann var fyrirlesari á fundi Heimdallar í dag.

Hannan, sem er í breska Íhaldsflokknum og þingmaður fyrir Suðaustur-England á Evrópuþinginu, hefur um árabil barist gegn Evrópusamrunanum."

Það er í raun nokkuð merkilegt að Nei-sinnar séu að flytja inn einhvern gaur sem vill að landið klári umsóknarferlið, en á sama tíma eru Nei-sinnar að berjast fyrir því að umsóknin verði dregin til baka.

Það er ekki heil brú í þessu!

En sérvitringurinn Hannan vill að við klárum þetta ferli eins fljótt og hægt er, til þess að leyfa þjóðinni að kjósa. Það mætti halda að hann sé Íslendingur!

En það mikilvæga er að ná góðum samningi við ESB, eftir samningaviðræður við sambandið. Hér þarf að vanda til verks, en ekki kasta til höndunum, eins og Daniel Hannan leggur til. Annað er óábyrgt og þarmeð afstaða Hannan.

Hann er Evrópuþingamaður sem berst gegn ESB. Hann var rekinn úr  EPP-ED hópnum Evrópuþinginu í byrjun 2008, vegna ósæmilegrar hegðunar og er því einskonar útlagi í Evrópuþinginu, en tilheyrir nú öðrum hópi., sem hann flúði til.

ATHS: Heimdallur birtir myndir af fundindum á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins, þar með talið þessa, en á henn er að Finna Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Þar eru útgerðarfyrirtæki sem byrjuð eru að gera upp reikninga sína í Evrum!

 


Jón Bjarnason: Þeirra vandamál!

jon bjarnasonSvona byrjar frétt í DV í dag:

" Það er bara þeirra vandamál,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um það að þingmenn Evrópusambandsins hefðu sent kvörtun til stækkunarstjóra sambandsins, Olli Rehn, vegna makrílveiða Íslendinga."

(Stækkunarstjóriinn heitir reyndar núna Stefan Füle, innskot, ES-blogg)

Getum við Íslendingar bara gert það sem okkur sýnist? Skiptir það engur máli hvað öðrum finnst?

Er þeð ekki rétt að fram tl þessa hafi makríl verið mokað upp af okkur og hann síðan bræddur í dýrafóður? Þessi úrvals matfiskur?

Í huga Jóns Bjarnasonar er allt vont sem kemur frá ESB, þar með talið einhverjar umkvartanir um makríl!

Gefum skít í (vondu) útlendingana! Þeirra skoðanir skipta engu máli!


Fer MBL með rangt mál?

MBLMorgunblaðið skrifar í dag frétt um að Írar hafi áhyggjur af því að Írar hafi áhyggjur af makrílveiðum Íslendinga og að þeir fari ekki eftir alþjóðlegum samningum um makrílveiðar. Hér skal ekki tekin afstaða til þess.

Hinsvegar er þessi klausa blaðsins athyglisverð, þar sem vitnað er í bréf sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, til Stefans Fül, stækkunarstjóra ESB

"„Ég vil ekki láta hjá líða að upplýsa þig um mjög alvarlegt mál, sem hætta er á, að hafi neikvæð áhrif á væntanlegar aðlögunarviðræður milli ESB og Íslands. Um þessar mundir er mikill ágreiningur milli ESB og Íslands um stjórn á einum verðmætasta fiskstofni í norðaustur Atlantshafi, það er makríl,“ segir í bréfinu, sem Irish Times hefur undir höndum.

Það er greinilegt að MBL hefur ákveðið að nota orðið "aðlögunarviðræður" um komandi samningaviðæður Íslands og ESB. Svona lítur frumtextinn í frétt Irish Times:

"“I would like to inform you about a very serious issue, which risks impacting negatively on the forthcoming accession negotiations between the EU and Iceland,” says Ms Damanaki’s letter, seen by The Irish Times"

(Feitt letur: ES-blogg)

Þýðing MBL á orðunum accession negotiations er einfaldlega röng: Þetta þýðir aðildarviðræður eins og sjá má hér  (í Thesaurus, lið 5).

En MBL er greinilega alveg staðfast í því að koma því inn hjá lesendum að þetta séu aðlögunarviðræður en ekki samningaviðræður, eins og hjá öllum öðrum löndum sem gengið hafa í ESB.

Í framhaldi af þessu má spyrja hvort MBL sé treystandi fyrir að þýða fréttir rétt?

Svo er líka hægt að hlæja að þessu!


Eurostat: Verðbólga hæst á Íslandi - Iðnaður vex í Evrópu

Verðbólga undanfarinna áraEurostat birti fyrir skömmu verðbólgutölur og þar kemur fram að Ísland á Evrópumetið sem stendur.

Það er s.s. ekkert nýtt,ef það eru einhverjir draugar til á Íslandi, þá er það verðbólgudraugurinn og hann heur það fínt!

Verðbólgan er um 7.5% á Íslandi, en meðaltal ESB-landanna er 1.4%, hæst í Ungverjalandi, 5.2%.

Euristat birti einnig í vikunni tölur sem sýna að iðnaðarframleiðsla vex í Evrópu, um 0.9% á Evru-svæðinu og 1% innan alls ESB. Þetta sýnir að framleiðlsugreinarnar í ESB eru að taka við sér.

Hér má lesa þessar tilkynningar: Eurostat

 


Baldur Þórhallsson: NIÐURRIFSSTARFSEMI EÐA NÚTÍMA LÝÐRÆÐI ?

Baldur ÞórhallssonMeira um greinar: Baldur Þórhallson, stjórnmálafræðingur, ritar einnig grein í Fréttablaðið og fjallar um þá ósk sumra að draga umsóknina að ESB til baka.Grein Baldurs er svona og er fyrirsögn hennar:

NIÐURRIFSSTARFSEMI EÐA NÚTÍMA LÝÐRÆÐI ?

"Margir þingmenn leggja nú allt kapp á að draga umskn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þannig leggjast þeir gegn því að kjósendur fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning. Þeir leggjast einnig gegn því að látið verði á það reyna í viðræðum við ESB hvort að við Íslendingar fáum ásættanlegan samning í sjávarútvegs-, landbúnaðar- og uppbyggingarmálum og hvort að sambandið sé reiðubúið að aðstoða Seðlabankann við að styrkja stöðu krónunnar áður en tekin verður upp evra.

Þetta er ekki lýðræðislegur málflutningur og ekki til þess fallinn að efla trúverðugleika þingheims þar sem kjósendur hafa ákaft kallað eftir beinu lýðræði. Þessi forræðishyggja ber heldur ekki vott um að þingmenn treysti kjósendum.

Almenningur kallar eftir breyttum og lýðræðislegri vinnubröðum á þingi, hjá stjórnmálaflokkum og þingmönnum. Það að ganga gegn rétti kjósenda til að greiða atkvæði um aðildarsamning við ESB ber ekki vott um ný og bætt vinnubrögð heldur gamaldags niðurrifsstarfsemi, pólitískt karp og refskák.
Á þessum erfiðum tímum ættu stjórnmálamenn að vinna saman og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í viðræðum við ESB. Kjósendur eiga skýlausan rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Treystum þjóðinni."


Hannan og gúrkurnar

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um goðsagnir um ESB og Evrópuþingmanninn, Daniel Hannan. Við birtum hér grein Andésar í heild sinni

AGÚRKUMAÐURINN MÆTIR

Hún er þrautseig goðsögnin um reglugerðarbáknið í Brussel. Dæmi um þetta bull er að íslensk ungmenni verði send í evrópskan her, Íslendingar muni missa allar auðlindir sínar og að íslenskur landbúnaður verði lagður í rúst ef við göngum í Evrópusambandið. Einn af helstu boðberum slíkra sögusagna er breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan. Honum hefur verið mikið hampað af Nei-hreyfingunni á Íslandi og hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands til að boða fagnaðarerindið.

Fyrir nokkrum misserum taldi Hannan sig hafa himin höndum tekið þegar hann rakst á reglugerð ESB frá árinu 1988 sem fjallaði um agúrkur. Hannan henti þessu á loft og birtu Nei-sinnar á Íslandi mikla frásögn af þessu hræðilega miðstýringarapparati í Brussel. Það er ekki nýtt að reglugerðir Evrópusambandsins - sem vel að merkja miða flestar að því að afnema viðskiptahindranir og koma á sameiginlegum markaði Evrópu - verði skotmark einangrunarsinna. Frægustu dæmin eru reglur um viðskipti með agúrkur og banana. Sú fyrri var sett árið 1988 og sú seinni árið 1994. Þessar reglugerðir voru settar að beiðni neytenda og framleiðenda, en ekki embættismanna í Brussel. Tilgangurinn var að auðvelda viðskipti á milli landa og komu í stað 15 mismunandi reglna í aðildarlöndum ESB. Í þessum reglum er kveðið á um ákveðna gæðaflokkun afurðanna þannig að kaupendur, bæði innanlands og utan, geti gengið að því vísu að verið sé að kaupa fyrsta flokks vöru. Ekkert í reglugerðunum bannar framleiðendum hins vegar að framleiða eins bogna banana eða agúrkur og þeir vilja. Sú vara kemst hins vegar ekki í hæsta gæðaflokk. Reglur innri markaðar Evrópusambandsins eru eins og þeir staðlar sem þegar eru fyrir hendi hjá Staðlasamtökum Evrópu (CEN) og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).

Þessar staðreyndir henta hins vegar ekki mönnum eins og Hannan. Hann passar sig á því að minnast ekki á að ESB hefur til dæmis sett reglur sem auka rétt flugfarþega á endurgreiðslu frá flugfélögum, sett reglur sem hafa knúið fram aukna samkeppni á fjarskiptamarkaði í Evrópu og þannig lækkað verð til almennings, opnað á rétt launafólks til að vinna hvar sem er innan Evrópska efnahagssvæðisins og sett reglur sem gera ríkisstjórnum landa Evrópu mögulegt að vinna náið saman gegn gróðurhúsaáhrifum. Þessar staðreyndir henta ekki lífsýn manna eins og Hannan og því grípa þeir til ráða að mistúlka og skrumskæla lög og reglur sem auka á réttindi almennings í Evrópu.

 


Stjórnarmaður Evrópusamtakanna í SVT

ElgosSvo virðist vera sem Svíar séu forvitnir um hvernig hlutirnir hafa þróast á Íslandi í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Stjórmálafræðingurinn og fyrrvernadi fréttaritari RÚV í Svíþjóð, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson var gestur í morgunsjónvarpi SVT í gærmorgun. Hann er einnig í stjórn Evrópusamtakanna.

M.a. voru sýndar ljósmyndir eftir Gunnar af ösku yfir Reykjavík. Hér má sjá innslagið með Gunnari. Einnig voru efnahagsmálin rædd.


Bjarni Harðar veður reyk!

Bjarni HarðarsonSvo virðist sem Morgunblaðið sé að mála sig út í horn í Evrópuumræðunni, rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Um daginn birtist t.d. grein í blaðinu þar sem fullyrt var að aðildarviðræður Íslands og ESB myndu kosta 10 milljarða króna, án nokkurs rökstuðnings.

Sama dag birti Össur Skarphéðinsson kostnaðaráætlun upp á tíu sinnum minni upphæð, þ.e.a.s einn milljarð króna!

Í blaðinu í dag er grein á svipuðum nótum, eftir fyrrverandi þingmanninn Bjarna Harðarson, sem er einarður Nei-sinni.  Í grein sinni segir Bjarni: 

" Það er ljóst að aðlögunarferlið mun kosta okkur milljarða og hafa veruleg og ólýðræðisleg áhrif á íslenska stjórnsýslu."

Hér veður Bjarni reyk, hvað er hann að tala um marga milljarða? Tvo, 15, 30?

Í öðru lagi er ekki um aðlögunarferli að ræða, heldur samningaviðræður, það á eftir að SEMJA um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og fleira!

Ísland setur fram ákveðnar kröfur og skilyrði, sem mun verða SAMIÐ um. Að halda öðru fram er einfaldlega að slá ryki í augu fólks.

Og hvaða "ólýðræðislega áhrif" eru þetta sem Bjarni er að tala um? Án þess að færa nokkur rök fyrir málin sínu?

Þetta er að verða aðalsmerki Nei-sinna, þ.e. að slá fram og hrópa út órökstudda frasa og tölur!

Bóksalinn ætti að reyna að halda sig við rök!

Og bara til þess að hafa það á hreinu: Yfir 70% segjast vera fylgjandi aðild, náist góðir SAMNINGAR um sjávarútvegsmál. Þetta er hlutaniðurstaða nýrrar könnunar, sem talið er að Morgunblaðið hafi sleppt að birta fyrir skömmu.


Sema Erla: ESB - Mannúðar er hernaðarsamband?

Sema Erla SerdarSema Erla Serdar, formaður Ungra Evrópusinna, ritar góða grein í Morgunblaðið í dag og segir þar m.a.:

Andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands að sambandinu hafa nú í nokkurn tíma sagt óhugnanlegar sögur af því sem þeir vilja meina að sé hernaðarbandalag sem muni neyða Íslendinga til þess að senda afkvæmi sín í hinn óhugnanlega Evrópusambandsher ef Ísland verður aðildarríki Evrópusambandsins. Nú fyrir stuttu fengu draugarnir á bak við sögurnar Samtök ungra bænda með sér í lið og fengu þá til þess að birta auglýsingu í fjölmiðlum landsins sem varaði landsmenn við því að aðild að Evrópusambandinu fylgi herskylda fyrir okkur Íslendinga gagnvart hinum „væntanlega Evrópusambandsher“. Þar sem þessar sögur andstæðinga Evrópusambandsins eru álíka sannar og sú að al-Kaída sérhæfi sig í blómaskreytingum ákvað ég að deila með lesendum nokkrum staðreyndum um utanríkis-, öryggis- og varnarmál Evrópusambandsins.

Það var í Maastricht-sáttmálanum, sáttmálanum sem formlega myndaði Evrópusambandið í núverandi mynd, sem fyrst var kveðið á um sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins. Þrátt fyrir það eru utanríkismál enn að langmestu leyti á forræði aðildarríkjanna sem eru langt frá því að tala einni röddu í utanríkismálum en það kom greinilega í ljós í Íraksdeilunni þar sem aðildarríki Evrópusambandsins skiptust í hópa stuðningsmanna innrásinnar í Írak og andstæðinga hennar.

Öll greinin

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband