Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 16:45
Anna Margrét vill stuðla að ylrækt á Suðurnesjum með aðkomu ESB
Í Speglinum í gær var mjög áhugavert viðtal við Önnu Margréti Guðjónsdóttur, varaþingmann Samfylkingar um hugmyndir um ylrækt og ylver á Suðurnesjum. Með aðstoð og aðkomum ESB.
Hér er krækjan, en viðtalið er í c.a. miðjum þættinum.
29.9.2010 | 22:48
Heitar sjávarútvegsumræður á Eyjunni um Joe Borg / ESB
Heitustu umræður vikunnar á Eyjunni hefur verið fréttin um heimsókn Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra hingað til lands um síðustu helgi. En þá sýndi hann fram á að Íslendingar hafa góða möguleika til að ná hagstæðum samningi við ESB um sjávarútvegsmál.
Það sem Malta náði fram geta Íslendingar notað sem fordæmi, þó svo að mikið skilji löndin að í aflamagni.
Um 160 athugasemdir hafa komið við fréttina
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 22:31
Frökkum stefnt af ESB
28.9.2010 | 20:59
Rödd að norðan um gjaldmiðilsmál
Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, skrifar grein um ESB-málið í Fréttablaðið í dag og er mest að velta fyrir sér gjaldmiðilsmálum. Hann skrifar:
,,Það hefur sína kosti og galla að vera áfram með íslenska krónu en sú leið gæti reynst þrautin þyngri. Traustið á þessum örgjaldmiðli hefur minnkað mikið, ekki síst hjá Íslendingum sjálfum. Afleiðingar vantraustsins koma þó ekki í ljós á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði. Að vera með íslenska krónu og gjaldeyrishöft til frambúðar er hins vegar afar slæmur kostur af mörgum ástæðum. Þá yrðu Íslendingar t.d. að hætta að vera hluti af Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar er ekki ljóst hvort íslensk króna án gjaldeyrishafta, þ.e. á frjálsum markaði, sé farsæl leið heldur. Ef íslensk heimili hafa það lítið traust á krónunni að þau skipta sparnaði sínum við fyrsta tækifæri í öruggari gjaldmiðla þá er ekki hægt að vera með krónuna nema með því að hafa vexti svo háa að það vegi upp áhættuálagið á krónunni. Íslenskt atvinnulíf þarf þá að borga margfalt meiri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í nágrannalöndunum. Slíkt mun koma niður á lífskjörum Íslendinga."
Og síðar segir Jón: ,,Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu felur það í sér að Íslendingar myndu, að eðlilegum skilyrðum uppfylltum, geta notað næststærsta gjaldmiðil heims sem sína heimamynt auk þess sem stór hluti utanríkisviðskipta færi fram í heimamyntinni. Þær evrur sem þyrfti að setja inn í hagkerfið í skiptum fyrir íslenskar krónur fengjum við á silfurfati, ekki þyrfti að kaupa þær. Á bak við myntina stæði síðan Seðlabanki Evrópu í stað Seðlabanka Íslands."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 18:15
Þjóðarframleiðsla myndi aukast um 7% (100 milljarða) við aðild að ESB
Eyjan birtir frétt í dag og vísar til fréttar FRBL þar sem kemur fram að þjóðarframleiðsla hér á landi myndi aukast um 7% við aðild að ESB. Það eru um það bil 100 milljarðar íslenskra króna.
Þetta kemur fram í doktorsritgerð Magnúsar Bjarnasonar, stjórnmálafræðings, sem hann varði í Hollandi. Í frétt Eyjunnar segir:
,,Segir Magnús að sjávarútvegsmálin snúist ekki fyrst og fremst um hverrar þjóðar þeir eru sem veiða fiskinn heldur fyrst og fremst að ekki sé gengið á auðlindina. Á meðan fiskinum er landað á Íslandi skapar það íslenska atvinnu en vandamálið er að hjá ESB hafa þeir veitt meira en stofnarnir þola og þeir eru að eyðileggja auðlindina.
Þetta þarf því að negla niður í aðildarsamningi, ekki þegar þar að kemur, því lausnin er alltaf sú að það er veitt meira en stofnarnir þola. Þetta er ekki bara efnahagsmál heldur umhverfismál líka.
Kveða þurfi á um að tillögum vísindamanna um hámarksafla verði fylgt.
Landbúnaður
Magnús fjallar mikið um landbúnaðarmál í bók sinni og er niðurstaðan að aðild yrði jákvæð fyrir neytendur í landinu. Hins vegar sé einnig ljóst að hluti bænda á óhagkvæmum býlum þurfi að gera rekstur sinn arðbærari.
Landbúnaðurinn er lítill hluti af þjóðarframleiðslunni en engu að síður er þetta matur, og hann má ekki bregðast. Það er oft talað um matvælaöryggi en á móti kemur að innlend framleiðsla er gjörsamlega háð innflutningi. Öll olía og allir traktorar og annað er innflutt. Það er alveg útilokað að segja að við ætlum að skerma okkur frá umheiminum og vera sjálfum okkur nóg.
Aðild krefst hagræðingar í landbúnaði að mati Magnúsar og vissulega þurfi bændur að taka nokkuð til hjá sér. Raunin hafi verið að býlum hefur fækkað en þau stækkað hjá löndum innan sambandsins.
Evran
Upptaka evru hér yrði mjög til góðs að mati Magnúsar en aðeins ef efnahagsmálin séu í lagi af okkar hálfu. Við þurfum að uppfylla skilyrði um að verðbólgan sé í lagi, að vaxtastig og ríkisfjármál séu í lagi. En þetta er allt í ólagi sem stendur.
28.9.2010 | 18:07
Íslendingar vilja EKKI draga umsókn að ESB til baka!
Í nýrri könnun sem Fréttablaðið birti í morgun, kemur fram að yfirgnæfandi fylgi við að halda áfram aðildarumsókninni að ESB. Í frétt blaðsins segir:
,,Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins ljúka viðræðunum og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn í kjölfarið. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka."
Það er því ljóst að þjóðin vill fá að kynna sér málið og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem er eðlilegur gangur lýðræðisins.
28.9.2010 | 00:52
Báknið - mannekla hjá ESB?
Ritari var að fara í gegnum gömul dagblöð, því oft er jú ekki tími til að lesa allt sama dag og blaðið kemur út.
Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins frá 5. september er grein eftir Baldur Arnarson sem ber heitið MACHIAVELLI Í BRUSSEL. Greinin er viðtal við hollenskan prófessor í stjórnmálafræði, sem þjálfar s.k. hagsmunaverði í Brussel.
Það er þeir aðilar sem gæta ákveðinna hagsmuna, t.d. eins og forvarsmenn LÍU, Samtaka iðnaðarins og Bænda, hér á landi. Prófessorinn heitir Rinus Van Schendelen. (mynd)
En eitt er afara athyglisvert í greininni. Andstæðingar ESB hamast eins og rjúpan við staurinn að segja okkur frá því hvað ESB sé mikið BÁKN. En lítum nú á brot úr texta Baldurs, en það er svona:
,,Brussel er borg margra tungumála og hvetur Van Schendelen hagsmunaverði til að velja þau orð af kostgæfni sem mest ber á í málafylgjunni með tilliti til þess hvernig þau verði þýdd á helstu tungumál.
Einnig geti vísvitandi ögranir í formi rangrar hugtakanotkunar komið andstæðingnum úr jafnvægi og byrgt honum sýn á ögurstundu.Andstætt því sem margir halda er skrifræðisbáknið í Brussel lítið að umfangi í samanburði við mörg evrópsk ríki og segir Van Schendelen manneklu í framkvæmdastjórninni fela í sér einstakt tækifæri fyrir hagsmunahópa, enda þurfi stjórnin að reiða sig á utanaðkomandi ráðgjöf." (Leturbr. ES-blogg)
Maður trúir varla sínum eigin augum! Að þetta standi í Morgunblaðinu er með hreinum ólíkindum!
Samkvæmt tölum frá danska þinginu voru rúmlega um 37.000 manns á launaskrá hjá ESB árið 2008.
Þetta þýðir um 0.0007384 embættismenn pr. ESB-íbúa (500 milljónir).
Hjá Bændasamtökum Íslands starfa (skv. www.bondi.is) 59 manns, eða 0.0001966 starfsmenn pr. íbúa. Uppreiknað í milljón íbúa væri þetta um 180 manna starfslið.
Uppreiknað í 500 milljónir samsvarar þetta um 90.000 manns.
Hjá LíÚ starfa 9 manns og Samtökum Iðnaðarins 18, samkvæmt heimasíðum.
Hvar er þá mesta (skrifræðis)báknið?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.9.2010 | 21:53
Jóhannes Gunnarsson: Háir tollar hluti af verndarstefnu
Mörgum er kunnugt um að tollamál varðandi landbúnaðarafurðir hafa verið nokkuð til umræðu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna skrifar áhugaverða grein um þetta í Fréttablaðið í dag og þar segir hann m.a.:
,,Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi.
Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri."
27.9.2010 | 21:29
Nýr og Evrópusinnaður formaður SUF
"Orðið á götunni" á Eyjunni skýrir frá því að Evrópusinni kosinn formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna (SUF) á þingi þess í Borgarnesi um helgina. Sá heitir Sigurjón Norberg Kjærnestd.
Hér er frétt SUF um málið og fögnum við þessu að sjálfsögðu.
Á Eyjunni segir svo þetta um málið:
,,Orðið á götunni er að Evrópuandstæðingar í röðum ungra framsóknarmanna og ekki síst Skagfirðingar hafi lagt mikið á sig í að reyna að taka yfir SUF. Þannig voru 40 nýskráningar í FUF í Skagafirði fyrir SUF-þingið, en það virðist ekki hafa skilað sé inn á þingið. Evrópusandstæðingarnir urðu því illilega undir og munurinn mun meiri en menn töldu að gæti orðið, því nýi formaðurinn var kjörinn með 50 atkvæðum gegn 32.
Evrópuandstæðingar í Framsókn benda þó á að þingið um helgina hafi ekki fjallað um Evrópumál og því hafi enginn unnið eða tapað í þeim málaflokki. Þeir beri því fullt traust til hins nýja formanns SUF."
Framsóknarflokkurinn setti fram metnaðarfullt "prógramm" varðandi Evrópu á sínum tíma. Lítið hefur hinsvegar heyrst í formanni flokksins um Evrópumál. Kannski SUF taki sig til og kíki aftur á "prógrammið."
Samkvæmt könnun hefur Framsókn tapað um helmingi fylgis miðað við síðustu kosningaúrslit, er nú aðeins með rúmlega 7% fylgi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2010 | 21:11
Fyrirlestur Joe Borg í HR á netinu - "Silfrið" líka
Heimsókn Joe Borg, aðalsamningamanns Möltu, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli hér á landi. Nú er hægt að sjá fyrirlesturinn sem hann hélt í HR á laugardaginn á netinu. Við mælum með honum!
Horfa hér: http://vimeo.com/15315190
Viðtal við Joe Borg í Silfri Egils í gær (aftast í "fælnum" ekki búið að sundurgreina þáttinn!)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir