Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
27.9.2010 | 16:19
Ólafur Stephensen um "Siðlausar aðréttur" (ESB er stórhættulegt, bændum gæti líkað það!)
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar skotheldan leiðara í blaðið s.l. laugardag um bændaforystuna og ESB. Ólafur skrifar:
,,Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna aðildarviðræðna Íslands við sambandið. Bændasamtökin hafa verið hvött til að leita eftir slíkum fjármunum til ýmissa verkefna. Þeir gætu bæði haft áhrif á afstöðu bænda og undirbúið okkur fyrir aðild. Taka skal fram að Bændasamtökin hafa ekki í hyggju að leita eftir né þiggja slíkar aðréttur," skrifar Haraldur. "Algjörlega er siðlaust af íslenskum stjórnvöldum að þiggja slíka fjármuni frá ESB áður en þjóðin gerir upp hug sinn til aðildar."
Þetta er skarplega athugað hjá Haraldi. Auðvitað er auðvelt að kaupa bændur til að styðja ESB-aðild og torvelda þeim að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir gera rétt í að hafna slíkum "aðréttum".
Haraldur skilgreinir vandann hins vegar ekki nógu vítt. Á undanförnum sautján árum, eða frá því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum, hafa milljarðar á milljarða ofan runnið til Íslands úr sjóðum Evrópusambandsins, mest í tengslum við alls konar samstarfsáætlanir sem Ísland er aðili að. Þar hefur landbúnaðurinn fengið drjúgan skerf.
Sem dæmi má nefna glænýtt verkefni þar sem Þróunarfélag Austurlands og fleiri samtök í landshlutanum fá 30 milljóna króna styrk frá ESB til að byggja upp atvinnu á sviði vöruhönnunar og handverks í fjórðungnum. Markmiðið er meðal annars að vinna betur úr íslenzku ullinni, skógarafurðum og hreindýraleðri. Þetta gæti verið varasamt, enda bændur þátttakendur í öllu saman.
Í gegnum rannsóknaáætlanir ESB hafa rannsókna- og þjónustustofnanir landbúnaðarins fengið tugi eða hundruð milljóna til verkefna, sem nýtast landbúnaðinum. Einhverjir þátttakendur í þessum verkefnum gætu hafa orðið hlynntir ESB-aðild.
Sama má segja um verkefnið Sheep skills", sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stýrir og styrkt er af ESB. Það gengur meðal annars út á þjálfun smala með þátttöku danskra, þýzkra og tyrkneskra samstarfsaðila. Það er alveg afleitt ef Evrópusinnaðir smalar hafa verið á ferð í göngum og réttum að undanförnu." (Feitletrun: ES-blogg)
Einnig á www.evropa.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.9.2010 | 21:18
Anna Margrét í Bændablaðinu: Hvetur bændur til víðsýni
Nýtt eintak af Bændablaðinu kom út síðastliðinn fimmtudag, fullt af efni til að sannfæra íslenska bændur um að breyta nú engu, ekki ganga í ESB og svo framvegis. HALDA ÓBREYTTU ÁSTANDI.
Undantekningin frá því er grein sem Anna Margrét Guðjónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar. Í greininni bendir hún m.a. á þá staðreynd að íslenskt landbúnaðarkerfi mun á komandi árum ganga í gegnum miklar breytingar, og það ÁN ESB! Hún segir að það sé alþjóðleg þróun að t.d. framleiðslustyrkir minnki.
Hægt er að les greinina hér, en fletta þarf fram til bls. 8 í PDF-skjalinu
Einnig má lesa greinina á vef Evrópusamtakanna, en samtökunum finnst það mjög jákvætt þegar komur tjá sig um Evrópumál, því ESB-málið snertir þær að sjálfsögðu til jafns við karlmenn.
Hvetjum við fleiri konur til að láta í sér heyra!
Evrópumál | Breytt 27.9.2010 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
26.9.2010 | 14:32
Joe Borg í Silfri Egils: Mikilvægt að almenningur fái upplýsingar um kosti og galla aðildar að ESB
Joe, Borg, aðalasamningamaður Möltu í aðildarviðræðum landsins við ESB, var gestur í Silfri Egils í dag. Þar sýndi hann fram á með óyggjandi hætti þá skynsemisnálgun sem greinilegt er Malta viðhafði í samningum sínum við ESB.
Það er deginum ljósara að Íslendingar geta tekið sér Möltu til fyrirmyndar varðandi samningaviræðurnar og framkvæmd þeirra.
Hann telur það sérstaklega mikilvægt að streymi upplýsinga og framkvæmd upplýsingagjafar í sambandi við samningsferlið sé í góðum farvegi.
Í þessu samhengi reikar hugurinn til RÚV og þess hlutverks sem það hefur sem almannaútvarp (enska: Public Service, en í lögum um RÚV segir m.a.: ,,
- Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
- Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.9.2010 | 10:30
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna: Erum á réttri leið með því að ræða aðild (að ESB, innskot ES-blogg)
,,Á þinginu fyrir tveimur árum kölluðum við ákveðið eftir því að Ísland óskaði eftir aðild að Evrópusambandinu. Það hefur nú gerst og viðræður standa yfir. Við verðum að ræða það hér á þinginu hvar hagsmunir heimilanna liggja þegar kemur að hugsanlegri aðild.
Alls kyns sjónarmið og hagsmunir munu ráða því hvort þjóðin kýs á endanum að ganga í Evrópusambandið. En ef við skoðum aðildina út frá hagsmunum almennra neytenda þykir mér ljóst að aðild mun bæta hag þeirra mjög. Með aðild munum við ná fram nokkrum mikilvægum hagsmunum íslenskra neytenda, þar á meðal að:
· Vextir munu lækka og verðtrygging neytendalána leggst af.
· Matarverð mun lækka.
· Viðskiptakostnaður lækkar.
· Netviðskipti við Evrópu verða eins og þegar verslað er á netinu innanlands.
· Samkeppni eykst því, neytendum til góða.
Náist samningar um aðild Íslands að Evrópusambandinu mun þjóðin greiða atkvæði um samninginn. Ofangreind rök hljóta að vega þar mjög þungt þótt margt fleira komi auðvitað til, til að mynda hagsmunir í sjávarútvegi og landbúnaði. En að mínu mati erum við tvímælalaust á réttri leið með því að ræða hugsanlega aðild af fullri alvöru." (Leturbreyting: ES-blogg)
26.9.2010 | 10:18
Gísli Baldvinsson um landbúnaðarmál
26.9.2010 | 10:11
Evrópuvaktin reynir að gera Joe Borg grunsamlegan - rökþrot!
Rökþrot Nei-sinna gagnvart sterkum rökum og málflutningi Joe Borg um sjávarútvegsmál er átakanlegt. Joe Borg sýndi nefnilega fram á að smáríkinu Möltu hefur vegnað vel innan ESB og náði mjög hagstæðum aðildarsamningi.
Þetta sést best á umfjöllun Evrópuvaktarinnar, þar sem fjallað er um eftirlaun Joe Borg. Í stað þess að reyna að tækla málflutninginn, tækla þeir manninn. Rétt eins og í boltanum, ,,ef þú nærð ekki boltanum,taktu þá manninn niður."
Evrópuvaktarmenn (les: Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson) reyna s.s. að gera Joe Borg grunsamlegan og benda á ákveðnar fréttir máli sínu til stuðnings.
Íslenskir fjölmiðlar hafa hinsvegar fjallað um bæði Björn og Styrmir. Við getum þá kannski bara bent á það og vakið athygli á því.
Annars er hér frétt og viðtal við Joe Borg frá Stöð 2 frá því í gærkvöldi
Einnig er hér að finna umfjöllun á STERKARA ÍSLAND um heimsóknina.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 15:00
Húsfyllir á Joe Borg: ,,Rétt tímasetning, Ísland getur haft áhrif"
Hússfyllir var á fyrirlestri Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra ESB í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. Joe fór með skipulegum hætti yfir umsókn og aðildaferli Möltu, sem gekk í sambandið árið 2004.
Maltverjar, sem eru um 400.000, eru ánægðir með veru sína í ESB og samkvæmt Joe Borg náðu þeir mjög góðri niðurstöðu í samningum sínum við ESB.
Borg lagði á það mikla áherslu að nauðsynlegt væri fyrir umsóknarríki að upplýsingar um aðildarferlið og hvað aðild fæli i sér, væru aðgengilegar. Rétt eins og á Möltu, þyrftu Íslendingar á fá vita með sem bestum hætti, hvað aðild fæli í sér.
Að mati Joe Borg er tímasetning umsóknar mjög hentug, sérstaklega hvað varðar sjávarútvegsmál. Verið væri að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB og þess vegna gætu Íslendingar haft áhrif í þeim málaflokki. Í raun væri það hans mat að ,,ESB myndi koma til Íslands," en ekki öfugt í sambandi við sjávarútvegsmál. ,,Breytingarnar verða mun minni en fólk kannski heldur," sagði Joe Borg.
Hann sagði að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir Möltu að komast að borðinu, þar sem mikilvægar ákvarðanir séu teknar. M..ö.o, Malta hefði fengið pólitísk áhrif, sem landið hefði ekki haft.
Hann sagði smáríki innan ESB vera jafn skilvirk í því að hafa áhrif á málaflokka sér til hagsbóta og stærri ríkin. Stærri ríkin hefðu mörg mál á sinni könnu, litlu ríkin hefðu færri mál og geti því unnið þau á mjög skilvirkan hátt.
Borg ræddi einnig aðstæður hér á Íslandi af yfirgripsmikilli þekkingu og greinilegt að hann þekkir vel til aðstæðna hér á landi.
Eftir fyrirlesturinn var svo opnað fyrir spurningar og almennar umræður.
Á Vísir.is er einnig frétt um málið og þar segir:
,,Malta fékk ýmsar sérlausnir við inngöngu landsins í Evrópusambandið, sagði Joe Borg, fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu og fyrrverandi sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, í ræðu sem hann hélt í Háskólanum í Reykjavik í dag.
Malta gekk í Evrópusambandið árið 2004. Borg sagði á fundinum í dag að þrátt fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur væru aðeins lítill hluti efnahagslífsins á Möltu hefðu Maltverjar beitt sér af alefli fyrir þessar greinar og fengið margar sérlausnir."
Vefmiðillinn Eyjan er einnig með frétt um málið, þar segir m.a.: ,,Borg ráðleggur samninganefnd Íslands að reyna að finna fáar en góðar sérlausnir fyrir Ísland. Betra væri að horfa á gæði en ekki magn í því sambandi. Benda megi á sérstöðu Íslands á ýmsum sviðum, m.a. hve sjávarútvegur er mikilvægur í hagkerfi landsins.
Þá benti Borg á að Íslendingar gætu haft jákvæð áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB. Þannig væri líklegt að ESB færðist nær Íslendingum í því hvernig reka megi sjálfbæran sjávarútveg án þess að setja fiskistofna í hættu. Minnti hann á að Malta hefði með aðild haft veruleg áhrif á stefnu sambandsins og því gætu Íslendingar haft svipuð áhrif, jafnvel meiri."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
25.9.2010 | 10:09
Joe Borg í FRBL: "Hægt að finna lausn í sjávarútvegsmálum"
"Evrópumál Ísland þarf ekki að óttast viðræður við Evrópusambandið (ESB), segir Joe Borg, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, formaður samninganefndar landsins í ESB-viðræðum á sínum tíma og síðar sjávarútvegsstjóri sambandsins. Borg er staddur hér á landi á vegum samtakanna Sterkara Íslands, sem vinna að ESB-aðild Íslands. Hann heldur erindi í Háskólanum í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni: Hvað má læra af reynslu Möltu? Titillinn vísar til þess að margt sé líkt með reynslu Maltverja og stöðu Íslendinga í dag.
Maltverjar gengu í Evrópusambandið árið 2004 og eru nú fámennasta ríki sambandsins með 400 þúsund íbúa. Eftir harða kosningabaráttu þar sem aðild var samþykkt með 53 prósentum atkvæða hafa Maltverjar almennt verið ánægðir með aðildina í skoðanakönnunum.
Í samtali við Fréttablaðið segir Borg að þrennt hafi skipt sköpum við að afla aðild fylgis á Möltu.
"Í fyrsta lagi var mikilvægt að allir hagsmunaaðilar komu að viðræðuferlinu og höfðu sitt að segja. Í öðru lagi fórum við af stað með yfirgripsmikið upplýsingaátak þar sem við útlistuðum nákvæmlega hvað aðild að sambandinu hefði í för með sér fyrir einstaklinginn, bæði kosti og galla, svo hann gæti tekið upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum en ekki upphrópunum eða röngum upplýsingum.
Loks vorum við með afar sterka samninganefnd sem náði fram hagstæðum samningi þar sem við fengum meðal annars í gegn 76 tímabundin sérákvæði."
Maltverjar fengu einnig í gegn varanleg ákvæði, meðal annars varðandi fiskveiðar. "Til að koma í veg fyrir ofveiði, fengum við að takmarka fjölda veiðileyfa innan 25 mílna. Þannig fengu þeir sem þegar stunduðu veiðar innan svæðisins leyfi og aðrir sem síðar koma eru háðir hámarksfjölda."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
25.9.2010 | 09:29
Þorvaldur Gylfason um gjaldmiðilsmál
Dr. Þorvaldur Gylfason er með virkari pennum þessa lands og birtir hverja greinina á fætur annarri, um hin ýmsu málefni. Ein slík birtist í FRBL í vikunni, undir yfirskriftinni KRÓNAN SEM KÚGUNARTÆKI. Þorvaldur skrifar:
,,Ein helztu rökin fyrir upptöku evrunnar eru þau, að krónan er liðið lík og á sér varla viðreisnar von, úr því sem komið er. Krónan styðst nú við ströng gjaldeyrishöft og myndi hrynja, væri höftunum aflétt. Krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Verðbólgan, sem var bæði orsök og fylgifiskur gengisfallsins, gróf undan efnahagslífinu. Ekki hefur þó tekizt að kveða verðbólguna alveg niður, þar eð hagstjórnin hefur verið veik og Seðlabankinn hefur ekki heldur reynzt verki sínu vaxinn. Þannig er einnig ástatt um ýmis önnur lönd, til dæmis í Austur-Evrópu og Afríku. Þess vegna leggja Eystrasaltslöndin og önnur ný aðildarlönd ESB allt kapp á að taka upp evruna sem fyrst.
Helztu rökin gegn upptöku evrunnar eru í fyrsta lagi þau, að Íslendingar þurfi á eigin mynt og sveigjanlegu gengi að halda til að draga úr innlendum hagsveiflum, þar eð þær séu frábrugðnar hagsveiflum í Evrópu. Sérstaða Íslands er þá talin stafa einkum af sjávarútvegi, þótt hann standi nú á bak við aðeins sjö prósent af landsframleiðslu. Staðan hefur breytzt. Útvegurinn skiptir efnahagslífið nú minna máli en áður, þar eð öðrum atvinnuvegum hefur vaxið fiskur um hrygg. Hagsveiflan á Íslandi hefur frá 1994, þegar Ísland gekk inn á Evrópska efnahagssvæðið, færzt miklu nær hagsveiflunni í Evrópu, svo sem fram kemur í nýrri doktorsritgerð Magnúsar Bjarnasonar um Ísland og Evrópusambandið. Þessi niðurstaða Magnúsar rímar við reynsluna annars staðar að. Aukin viðskipti milli landa draga úr sérstöðu hvers um sig og þá einnig úr sérstöðu hagsveiflna í einstökum löndum."
24.9.2010 | 23:58
Joe Borg á morgun kl. 11.00
Minnum á fyrirlestur Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra ESB um Möltu og ESB á morgun í HR kl. 11.00. Í salnum Bellatrix.
Allir velkomnir!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir