Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
31.10.2011 | 22:36
Mogginn og hitamælirinn
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðisins um síðsustu helgi var "flogið hátt" eins og venjulega, enda stílistinn fyrrum Matthildar-maður.
Eins og svo oft áður eru það Evrópumálin sem eru "pennanum" hugleikin. Í bréfinu kvartar höfundurinn yfir umræðunni um gjaldmiðilsmál landsins og segir:
"Umræða um krónu og evru er öll á haus í landinu. Annaðhvort eru helstu »umræðustjórar« óþægilega illa að sér, eins og margt bendir til, eða svo þjakaðir af eigin mótuðu afstöðu eða þjónkun við Samfylkinguna, að þeir hvorki sjá né heyra það sem blasir við. Það er ekki stærð myntar sem öllu munar við skoðun á núverandi álitaefnum heldur sveigjanleiki hennar og að henni sé ætlað að lesa og laga sig að efnahagsástandi sinnar eigin þjóðar en ekki að einhverju allt öðru. Þá og aðeins þá getur mynt verið þýðingarmesti lykillinn að lækningu efnahagslífs eins ríkis. Það þýðir nefnilega ekkert að læknir stingi hitamæli í rass næsta manns á Möltu til að ákvarða meðferð sjúklings uppi á Íslandi." (Feitletrun, ES-bloggið)
Þetta er myndrænt, á því er enginn vafi! En hér talar væntalega sá aðili sem veit manna best hvað landi og þjóð eru fyrir bestu! Og sveigjanleiki er lausnin: Sveigjanleiki til að fella gengið, ja, kannski láta það kolhrynja eins og gerðist hér haustið 2008. Það er jú enginn smá sveigjanleiki!
Krónan keyrir upp (og kannski aðallega niður) hagsveiflur, nokkuð sem gerir það nánast ófært fyrir almenning og fyrirtæki að skipuleggja sig fram í tímann. Sú staðreynd að krónan hefur rýrnað um næstum 100 prósent gagnvart t.d. dönsku krónunni frá 1920 segir líka kannski allt sem segja þarf.
Í frétt Morgunblaðsins frá því í desember í fyrra segir: "Verðgildi krónunnar gagnvart hinni dönsku er ...aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafngildir rýrnun um 99,95% á þessu 90 ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabanka Íslands."
Og í lok fréttarinar segir: "Saga peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi er því þyrnum stráð allt frá upphafi, óháð því hvernig gengis- og peningastefnan hefur verið útfærð, segir í nýrri skýrslu sem Seðlabankinn hefur unnið og skilað til efnahags- og viðskiptaráðherra."
"Þyrnum stráð!" Hvorki meira né minna! Er ekki verið að segja okkur að þetta með krónuna sé fullreynt? Hve lengi í viðbót á íslenskur almenningur að ganga á þessum þyrnum?
31.10.2011 | 16:16
Friðrik Indriðason um krónuna í FRBL
Friðrik Indriðason, blaðamaður, skrifaði skemmtilega grein um gjaldmiðilsmál í Fréttablaðið fyrir skömmu og þar segir hann meðal annars:
"Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir.
Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna.
Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008."
31.10.2011 | 16:10
Gísli Hjálmtýsson: Þurfum 30.000 ný störf (sem ekki verða til í sjávarútvegi eða landbúnaði)
Á vefnum Jaisland.is stendur:
"Fimmtudaginn 27. október fjallaði Gísli Hjálmtýsson, fjárfestir og fyrrverandi deildarstjóri tölvunarfræðideildar hjá Háskólanum í Reykjavík, um tækifærin sem felast í aðild Íslands að Evrópusambandinu, á opnum fundi hjá Já Ísland. Á fundinum komu margir áhugaverðir punktar fram.
Gísli fjallaði um framtíðarsýn Íslands og nefndi meðal annars að velferðarsamfélagið okkar byggir á sterkum efnahag og á næstu tíu árum þurfum við að búa til 30.000 ný störf, en 50% af þeim verða fyrir háskólamenntað fólk, en sá hópur stækkar hér á landi ört. Verði þetta ekki að veruleika mun mikill fólksflutningur eiga sér stað, en hann verður að stöðva. Í dag bíður unga fólksins lítil og fábreytt atvinnutækifæri, lágt kaup, háir skattar, gjaldeyrishöft og léleg lánskjör.
Þá kom einnig fram að Ísland hefur síðustu áratugi dregist verulega aftur úr bæði Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þegar kemur að landsframleiðslu á mann, en það er nauðsynlegt fyrir Ísland að halda í við hina, jafna samkeppnisstöðuna og breyta atvinnulífinu. Við þurfum að komast frá hrávöruhagkerfi yfir í fjölbreyttan útflutningsiðnað byggðan á þekkingu og sérhæfingu, en í dag eru mjög fá íslensk fyrirtæki í útflutningi. Þá nefndi Gísli það að það er íslenska krónan sem er stærsta viðskiptahindrunin, en hann talaði um ruðningsáhrif krónunnar sem fela í sér þau áhrif sem krónan hefur, en hún stöðvar erlenda fjárfestingu og gerir útaf við litlu útflutningsfyrirtækin."
31.10.2011 | 15:58
Dr. Gylfi Magnússon á hádegisfundi á morgun: Evrópa og efnhagsmálin
Í tilkynningu segir: "Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi ráðherra, mun ræða sviptingar í efnahagslífi Evrópu á næsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á morgun, þriðjudaginn 1. nóvember.
Fundurinn er sem fyrr haldinn á efri hæð Kaffi Sólon í Bankastræti en vakin er sérstök athygli á því að hann hefst kl. 12.15 í þetta skiptið og stendur til kl. 13.00. Að loknu framsöguerindi verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt, láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."
31.10.2011 | 15:56
Morgunblaðið og Bændablaðið í eina sæng?
Ritari fékk sér kaffi og "meððí" á kaffihúsi einu um síðustu helgi og rakst þar á and-ESB-dagblaðið Morgunblaðið. Eitthvað þótti ritara helgarblaðið vera í þykkara lagi, enda kom skýringin þegar blaðinu var flett.
Inni í Morgunblaðinu var nefnilega kálfur, Bændablaðið! Annað blað sem nánast skrifar ekki eitt jákvætt orð um það sem ESB gerir eða aðhefst!
Bændasamtök Íslands gefa Bændablaðið út og eins alkunna er fá samtökin digra styrki frá íslenska ríkinu á hverju ári. Á síðustu fjárlögum fengu samtökin rúmlega hálfan milljarð króna í beinan styrk frá skattgreiðendum Íslands. Sjá hér.
Landbúnaðarkerfið í heild sinni fær svo um 10 - 11 milljarða á ári frá íslenskum skattgreiðendum.
Fjölmiðill þeirra sem fá hvað mestan styrk frá skattgreiðendum og fjölmiðill þeirra sem hingað til hafa verið hvað mestir stuðningsmenn þess að lækka skatta, ganga því hér saman í eina sæng!
Og það sem sameinar þessa miðla er: Andstaðan gegn ESB!
Gríðarlegt tap hefur verið á Morgunblaðinu síðan fyrrum flokksformaðurinn, forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann, Davíð Oddsson, tók við blaðinu, en hann ritstýrir því ásamt Haraldi Johannessen.
En hvað með Bændablaðið? Er tap á því? Hvar eru upplýsingar um afkomu Bændablaðsins? Séu orð á borð við tekjur, afkoma, tap og rekstur lögð við orðið Bændablaðið í Google, kemur ekkert upp!
Er rekstur Bændablaðsins vel geymt ríkisleyndarmál? Eru ársreikningar þess "leyndó" ??
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2011 | 22:36
Össur um ESB-málið í DV
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, skrifaði grein í DV í vikunni um ESB-málið og segir þar meðal annars: "Athyglisvert er að hópi þeirra sem berjast fyrir því að íslendingar, fólkið í landinu, fái ekki sjálft að taka afstöðu heldur vilja hætta við samningagerðina, eru margir af glæstustu fulltrúum gamla íslands. Þeir voru vanir því fyrir tíma hrunsins að ráða því sem þeir vildu. Þeim virðist slétt ama um að það var lýðræðisleg kvörðun Alþingis að veita almenningi ann sjálfsagða rétt að eiga lokaorðið um aðild, þegar samningur liggur fyrir. Þó tímarnir krefjist aukins valds til fólksins, og aukið lýðræði sé ein af niðurstöðum í umræðunum í kjölfar bankahrunsins, þá virðist það eitur í þeirra beinum að þjóðin eigi lokaorðið. Heimssýn hefur breyst í það að vera samtök gegn lýðræði.Góðu fréttirnar eru hins vegar, að þjóðin tekur ekki leiðsögn þeirra lengur. ítrekaðar kannanir sýna, að mikill meirihluti íslendinga vill fá að greiða atkvæði um samning, þegar hann liggur fyrir.
Þeir sem koma of seint, þeim refsar lífið," voru hin fleygu orð Michaels Gorbachev við Eric Honecker á 40 ára afmæli AusturÞýskalands. Honecker skildi ekki hvað við var átt. Skömmu síðar hrundi Berlínarmúrinn. Gamla ísland vill ríghalda í gömlu múrana og óttast opnun. En íslenska þjóðin vill ráða sér sjálf. Um það snúast Evrópumálin."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.10.2011 | 22:29
Bryndís Ísfold og mánaðarmótin á Eyjunni
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar góðan pistil á Eyjuna sem hún kallar "Sjálfstæði, takk - öll mánaðarmót" og fjallar þar um efnahagsmál. Hún segir:
"Rúmlega helmingur heimila getur ekki borgað alla reikningana sína um hver mánaðarmót samkvæmt fréttum dagsins.
Launin okkar eru í krónum og það er frábært skv. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði frá því í gær, því þannig var mjög auðvelt að lækka þau.(rosa gott skv. þeim)
Við erum ein þjóða í Evrópu með verðtryggingu á lánunum okkar.(sem hagfræðingarnir í gær vissu ekki allir um)
Matur á Íslandi er sérstaklega dýr.
Unga fólkið vill búa, starfa og læra í ESB. Það langar ekki að verða bændur eða sjómenn enda störfum að fækka þar ekki fjölga. Gott og vel, hér var hrun ríkissjóður er að batna. En við eigum langt í land. Og þrátt fyrir erfiðleika í Evrópu upp á síðkastið þá er enn himin og haf á milli okkar og ESB ríkjanna.
Nú mala menn um að við megum alls ekki ganga í ESB því þá missum við ,,sjálfstæðið!?
Ég veit ekki með ykkur en ég upplifi mig ekkert sérstaklega sjálfstæða þegar ég á ekki fyrir reikningunum mínum í lok hvers mánaðar.
Efast um að hér verði hægt að búa og nýta menntun sína ef engin lausn finnst á því að laða hingað erlendar fjárfestingar sem liggja nánast niðri vegna gjaldeyrishaftanna og þeirra staðreyndar að enginn vill eiga viðskipti með myntina okkar.
Ég upplifi mig heldur ekkert sérlega sjálfstæða þegar ég kaupi í matinni og svitna við kassann þegar ég sé hvað matarinnkaupin kosta.
Né heldur þegar ég heyri hvað bekkjafélagar mínir úr náminu í Hollandi eru með í laun."
Evrópumál | Breytt 30.10.2011 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2011 | 22:00
Jón Sigurðsson um Martin Wolf á pressan.is
Hr. Martin Wolf er aðalhagfræðingur breska stórblaðsins Financial Times. Greinar hans um efnahags- og viðskiptamál eru lesnar um víða veröld og hann nýtur mikils álits fyrir vönduð skrif. Nú hefur Martin Wolf talað um málefni Íslendinga, og á hann er hlustað af athygli.
Martin Wolf segir okkur að halda sem fastast í íslensku krónuna til frambúðar. Hann segist halda upp á litla gjaldmiðla. - Svona getur sá talað sem ekki þarf á krónunni að halda og lítur á hana eins og sjaldgæft frímerki. Veruleikinn er alltannar fyrir okkur sem þurfum að nota hana."
Síðan skrifar Jón: "
"Martin Wolf segir okkur að gengishrun þjóni hlutverkum fyrir þjóðina og telur gengisfellingu tæka aðferð í efnahagsmálum. - Svona getur sá talað sem ekki hefur kynnst verðbólgu og gengisfellingum Íslendinga af eigin raun. Hann getur sjálfsagt ekki ímyndað sér þann vítahring.
Martin Wolf segir að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið enda munum við ekki hafa nokkur áhrif þar. - Engan þekki ég sem heldur að við förum að hafa áhrif þar. En núna fjallar ESB um íslensk málefni án þess að Íslendingar séu einu sinni nálægir til að skýra málstað sinn. Innan Evrópusambandsins getum við myndað bandalög með öðrum smáþjóðum."
Evrópumál | Breytt 30.10.2011 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2011 | 19:40
Eyjan: Verður ESB-kosning, kosning um fjárhag fjölskyldna?
"Aðild að ESB varðar leið út úr ógöngum verðtryggingarinnar. Þjóðaratkvæði um ESB verður öðrum þræði kosning um lánaskilmála og fjárhag fjölskyldnanna í landinu, segir Jón Sigurðsson, lektor og fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri.
Hann skrifar pistli á Pressuna í dag um stöðu Evrópumála og áhrif skuldakreppunnar í álfunni á afstöðu íslensks almennings til aðildarumsóknarinnar.
Jón segir meðal annars:
Er evran ekki fráhrindandi? Svar við þessu er neikvætt þar eð utanríkisviðskipti okkar tengjast mest norðurhluta ESB. Bein tenging við gjaldmiðil útflutningsins er lykill að efnahagslegum stöðugleika hér.
Næst verður spurt: Er ESB ekki að breytast í sameinað stórríki? Fátt bendir til þess enda sterk andstaða innan ESB gegn slíku. Um þessar mundir er rætt um sameiginlega umsjá og framfylgju Maastricht-sáttmálans um peningamál sem ríkin undirrituðu fyrir löngu. Heildarumsvif Brüssel-báknsins verða innan við 5% vergrar landsframleiðslu ESB.
Staða Grikkja væri miklu verri en nú er án evru og ESB: hroðalegt gengishrun drökmu og gjaldeyrishöft, ríkisgjaldþrot löngu orðið og fjöldagjaldþrot fyrirtækja og fjölskyldna, enn meira atvinnuleysi og vöruskortur."
27.10.2011 | 19:33
Mikil réttindi í krafti Evrópusamstarfs
Eins og komið hefur fram í fréttum voru tveir kaflar teknir fyrir í aðildarviðræðum íslands og ESB um miðjan mánuðinn. þetta voru kaflarnir um Frjálst flæði vinnuafls og Hugverkarétt.
Köflunum var lokað sama dag, enda um ekkert að semja, því lög um þessi mál hafa þegar verið tekin í notkun í gegnum EES-samninginn.
Fyrri kaflinn er í raun ekki lítil mál, en samkvæmt honum geta Íslendingar sótt um vinnu og starfað í öllum löndum Evrópusambandsins og EES. Rétt eins og að sækja um vinnu hér á landi.
Gott dæmi um Evrópusamstarf sem veitir Íslendingum mikil réttindi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir