Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Evrópa (ESB) og USA í sögulegum viðskiptaviðræðum

VerslunSkuldakreppan í Evrópu (og ekki bara þar!) er fyrirferðarmesta málið í fjölmiðlum þessa daga og vikur og það er því sérdeilis gleðjandi þegar jákvæðar fréttir berast.

Eina slíka rakst ritstjórnin á og hún fjallar um sögulega þróun mála í viðskiptatengslum á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Það er Kenneth Bengtsson, formaður í samtökum sænskra atvinnurekenda sem skrifar um málið. Það snýst um að í síðustu viku var sett á fót sérstakur vinnuhópur með það að markmiði að kanna möguleika á "transatlantísku" samkomulagi Evrópu og USA þesse efnis að aflétta hindrunum og öðru slíku (sem heftir verslun og viðskipti) á fimm sviðum: Tollum, tæknilegum hindrunum, fjárfestingum, þjónustu og opinberum tilboðum. 

Það kemur fram í máli Kenneth að um gríðarlega hagsmuni sé að ræða og samkvæmt skýrslu sem samtök sænskra atvinnurekenda hefur látið gera felast mjög mikil tækifæri í þessu, bæði fyrir Evrópu og USA. Hann segir að samtökin komi til með að keyra málið áfram af miklum áhuga, því þetta sé bæði gott fyrir Evrópu, USA, sem og restina af alheimshagkerfinu!

Kenneth hvetur sænsku stjórnina til þess að styðja málið heilshugar og hjálpa til við að koma málinu í "samningsfasa" eins fljótt og hægt er.

Og hverjir skyldu nú vera prímus-mótorarnir í þessu: Jú, yfirmenn viðskiptamála (viðskiptakommisar) ESB og mótsvarandi aðilar frá Bandaríkjanna, meðal annars Viðskiptaráð landsins (Chamber of Commerce). Um mitt næsta ár á að koma út skýrsla um málið.

Það er ekki allt kolsvart.


Köflum opnað og lokað: ESB-aðildarviðræðurnar rúlla áfram, 25% lokið!

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins segir: "Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins fór fram í Brussel í dag og tók Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þátt í henni fyrir hönd Íslands. Þar var fjallað um fimm samningskafla og lauk viðræðum um fjóra þeirra. Frá því að efnislegar viðræður hófust í júní hafa 11 af þeim 33 samningsköflum sem viðræðurnar snúast um verið opnaðir og er viðræðum lokið um 8 þeirra eða um fjórðung.

Í upphafi ávarps síns á ríkjaráðstefnunni dag fagnaði utanríkisráðherra ákvörðunum Evrópusambandsins frá því í síðustu viku til að styrkja evrusamstarfið og yfirvinna skuldavanda einstakra ríkja. Hann sagði aðgerðir til að tryggja framtíð evrunnar vera mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga sem stæðu frammi fyrir valkostinum um óstöðuga krónu í gjaldeyrishöftum eða stöðuga evru til sem stæði á tryggari grunni en áður. Utanríkisráðherra fagnaði þeim góða árangri sem náðst hefur í aðildarviðræðunum og hvatti til þess að viðræður verði hafnar um þyngri samningskafla, s.s. um sjávarútveg, landbúnað, byggðamál og myntsamstarf.

Mikilvægir málaflokkar

Ráðherra sagði að nú væri í fyrsta sinn fjallað um kafla sem ekki er hluti af EES. Það er kafli 23 um réttarvörslu og grundvallarréttindi en þeim kafla var lokað samdægurs endu eru lög á Íslandi sambærileg regluverki ESB. Það helgast meðal annars af aðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum alþjóðlegum sáttmálum. Utanríkisráðherra sagði baráttuna fyrir mannréttindum vera forgangsmál og þar ætti Ísland sannarlega samleið með ESB."

Öll fréttin og ýmsar upplýsingar sem tengjast þessu.


Össur Skarphéðinsson: Óábyrgt að hætta aðildarviðræðum!

Össur SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson sér enga ástæðu til þess að breyta um stefnu í Evrópumálunum og aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þetta kemur fram í frétt á RÚV:

"Það væri óábyrgt af Íslandi að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið núna og myndi skaða orðspor landsins langt út fyrir Evrópu, segir utanríkisráðherra. Hann fundaði í dag með stækkunarstjóra Evrópusambandins um aðildarviðræðurnar, en um fimmtungi þeirra efniskafla sem samið er um, er nú lokið.

Viðræðurnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa nú staðið frá því í fyrrasumar en hingað til hefur einungis verið rætt um málefni sem segja má að samið hafi verið um þegar EES-samningurinn var gerður. Stefan Fühle, sem stýrir stækkunarviðræðunum í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á fréttamannafundi í Brussel í morgun að viðræðurnar gengju vel. Viðræður um ellefu kafla hefðu hafist og átta væri þegar lokið.

Reynsla ársins og það traust sem myndast hefði væru góður grundvöllur viðræðna um flóknari kafla á næsta ári, en þá væri stefnt að því að hefja viðræður um alla þætti sem enn væri ólokið og helst að ljúka samningum um sem flesta þeirra. Það yrði gert eins nákvæmlega og þörf krefði en eins hratt og hugsanlegt væri."

Össur heldur á málinu af skynsemi og fyrirhyggju!


Bretland: Miklar deilur um niðurstöðu mála í Brussel í síðustu viku

Á RÚV stendur: "David Cameron forsætisráðherra Breta sætir harðri gagnrýni innan eigin ríkisstjórnar fyrir að neita að samþykkja nýjan Evrópusáttmála á leiðtogafundinum í Brussel. Cameron ver ákvörðun sína í breska þinginu í dag.

Danny Alexander einn af forystumönnum Frjálslyndra demókrata og vara-fjármálaráðherra segir að sjónarsamtarfið sé ekki í hættu þó risinn sé mikill ágreininur milli stjórnarflokkana um ákvörðun Camerons um að Bretar stæður einir utan samkomulag á leiðtogafundi Evrópuríkjanna á föstudag.


Nick Clegg leiðtogi Frjálslyndra demkókrata og varaforsætisráðherra sagði að sú ákvörðun Camerons sé slæm fyrir Bretland að koma í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á Lissabonsáttmálanaum . Þetta sé ekki gott fyrir breskt fjármálalíf og viðskipt . Með því að standa utan við það samkomulag sem náðist þó á fundinum sé hætta á að Bretland einangrist."

Þá hafa Skotar (sem vilja gerast aðilar að Norðurlöndunum!) einnig líka látið í sér heyra:

"Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sakar Cameron, forsætisráðherra Bretlands um að hafa skaðað skoska hagsmuni . Cameron, hafi breytt tengslum Bretlands við Evrópusambandið. Salmond krefst að ráðherranefnd bresku stjórnarinnar og heimastjórnanna verði kölluð saman þegar í stað til að ræða málið." 


Í bítið: Andrés og Ásmundur ræddu Evrópumálin

Andrés PéturssonFormaður Evrópusamtakanna, Andrés Pétursson og formaður samtaka Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason, ræddu Evrópumálin í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið hér.

Króatar kjósa um ESB-aðild í febrúar

DubrovnikEuObserver segir frá því að Króatar muni kjósa um aðild að ESB í febrúar, en nú liggur aðildarsamningur fyrir. Ef aðildin verður samþykkt verður Króatía 28.aðildarríki ESB.

Í könnun fyrir ári síðan sögðust yfir 60% aðspurðra samþykkja aðild. Grannríki Króatíu, Serbía, hefur einnig sótt um aðild að ESB.


Rúmlega 65% Íslendinga vilja halda aðildarviðæðum áfram - ný könnun FRBL

Samkvæmt nýrri könnun sem Fréttablaðið birtir í dag vilja rúmlega 65% landsmanna halda áfram aðildarviðræðum við ESB. Þeim sem vilja halda viðræðum (og ljúka þeim) hefur fjölgað frá síðustu könnun um sama efni.

Nokkrar tölur:

Rúmlega 56% sjálfstræðismanna vilja ljúka viðræðum. Áhugavert er að lesa þessa tölu í ljósi niðurstaðna landsfundar flokksins, sem haldin var fyrir skömmu, sem samþykkti að gera skuli hlé á viðræðunum! Sú spurning hlýtur því að vakna hvort landsfundurinn endurspegli vilja flokksmanna í þessu efni?

Um 95% kjósenda Samfylkingarinnar og 76.2 % kjósenda VG vilja halda málinu áfram og ljúka því.

Mest er andstaðan hjá kjósendum Framsóknarflokksins, þar sem um 36% vilja halda áfram, sem verður þó kannski að teljast nokkuð gott miðað við þá and-evrópsku anda sem leikið hafa um flokkinn að undanförnu.

Til dæmis er haft eftir formanni flokksins, Sigmundi Davíð í annarri grein um Evrópumál í FRBL í dag, að krísan í Evrópu eigi eftir að magnast enn meira.

Í framhaldi af þessu er hægt að velta upp þeirri spurningu hvað gerist hér á landi (og í alþjóðakerfinu) fari hlutir á versta veg í Evrópu? Svarið við því er einfalt: Allir tapa á ólgu í Evrópu og því gríðarlega mikilvægt að Evrópa haldi sínu striki og komi sem sterkust út úr þessum vandkvæðum.


Af lífeyrisskatti og byggðamálum

Fram hefur komið í fréttum að ríkistjórnin hyggst leggja á skatt á hreinar eignir lífeyrissjóðanna, til að greiða niður hjá öðrum, eða eins og segir á RÚV: "Nýr skattur á lífeyrissjóði verður til þess að lífeyrisinneign þeirra sem hafa ekki efni á eigin húsnæði rennur til að greiða niður vexti þeirra sem lent hafa í vandræðum við húsnæðiskaup."

Þetta er aðeins ein birtingarmynd af því skuggalega vaxtaumhverfi sem til staðar er hér á landi, en eins og komið hefur fram í fréttum eru vextir husnæðiseigenda hér á landi um tvöfalt hærri en í Evrópu. Þetta myndi t.d. lagast með upptöku alvöru gjaldmiðils, en eins og allir vita keyrir krónan upp vaxtastigið hér á landi.

Einnig hefur komið fram í fréttum að nánast engar framkvæmdir verða á sviði jarðgangagerðar næstu þrjú árin! Allt sett á salt.

Byggðaáætlanir ESB gera ráð fyrir að hægt sé að styrkja framkvæmdir sem þessar í formi mótframlags hjá viðkomandi aðildarríki (t.d. Brenner-járnbrautagöngin í Austrurríki, 55 km. löng). 

Enda eru t.d. menn á Vestfjörðum byrjaðir að hugsa sem svo: "Það er kannski bara best að ræða beint við Brussel i sambandi við byggðamál." Því það er viðurkennd staðreynd að hér á landi er nánast engin byggðastefna rekin, aðeins "vísir" að slíkri stefnu. T.d. er viðurkennt að ENGIN stefna sér til fyrir tiltekin svæði! Sjá frétt um þetta hér.

Byggðastefna ESB felur í sér margskonar möguleika til uppbyggingar hér landi. 


Ekkert íslenskt smjör til Noregs - bara fyrir Íslendinga ("okkar smjör")

smjör"Smjörkrísan" í Noregi heldur áfram að versna; Norðmaður var nýlega tekinn í tollinum fyrir að smygla 90 kílóum af smjöri frá Svíþjóð og einnig er verið að selja smjör á netinu (netsmjör!) á uppsprengdu verði! Verða jólin í Noregi smjörkrísunni að bráð?

Íslendingar eru ekki aflögufærir með smjör (þó Steingrímur J. segi i raun að hér drjúpi nú smjör af hverju strái) og talsmaður Mjólkursamsölunnar sagði í fréttum að íslenska smjörið "væri okkar smjör" , þrátt fyrir að það væri nóg til af smjöri hérlendis og góðar birgðir í geymslum MS. Fulltrúum Noregs, sem hingað komu í smjörleit, var snúið tómhentum til föðurlandsins!

Það eru íslenskir "smjörhagsmunir" sem ráða í þeirri ákvörðun að neita frændum okkar í Noregi (þaðan sem við Íslendingar komum upprunalega!) um smjör!

Er hér um að ræða einhverja "smjörkennda þjóðernishyggju" í aðdraganda hátíðar sem á að einkennast af gjafmildi og náungakærleika?

Hér er önnur áhugaverð frétt frá Stöð tvö um málið, en við vonum að sjálfsögðu að Norðmenn fái sitt smjör fyrir jólin, svo sætur ilmur fylli norsk kot!

Spurning hvort þessi ákvörðun MS blandist svo inn í makrílmálið? Það er nefnilega margt skrýtið í kýrhausnum! Wink

Ps. RÚV með frétt í sambandi við smjörið. Lögmálið um framboð og eftirspurn lætur ekki að sér hæða!


Evran, Hrunið og vekjaraklukkur - Þorvaldur Gylfason í DV

Þorvaldur-GylfasonDr. Þorvaldur Gylfason, skrifar áhugaverða grein í DV um Evrópumálin og fjallar þar að meðal annars um Grikkland, en þó ekki bara. Þorvaldur skrifar:

"Sumir telja, að Grikkjum hafi aldrei verið alvara með aðild sinni að ESB. Þeir kunni ekki annað en að sleikja sólina og slæpast og hafi hvort eð er ekki gert annað í mörg hundruð ár. Þeir tóku aðild að ESB fegins hendi 1981 og öllu því fé, sem fylgdi henni, en þeir gerðu lítið annað til að lyfta landinu. Þeir notuðu öryggisnet ESB eins og hengirúm. Þetta er ekki mín skoðun, heldur skoðun grísks hagfræðings, sem fjallaði ásamt öðrum um Grikkland á fundi, þar sem ég var í Seðlabankanum í Atlanta um daginn. Grikkir breytast ekki, sagði hann, hvort sem þeir standa innan eða utan ESB, nei, Grikkir standa föstum fótum í fortíðinni.

Geta þjóðir breytzt?
Þarna birtist harkaleg afstaða. Eru Grikkir þá öðruvísi en annað fólk? Varla var maðurinn að tala um alla landa sína á einu bretti. Nei, hann var væntanlega að tala um þá Grikki, sem hafa haft undirtökin í stjórnmálalífi landsins. Ég þekki marga Grikki, sem vilja, að Grikkland breytist, taki sér tak, hætti að vera hálfgildingsland, verði heldur fullgilt Evrópuland, semji sig að nýjum, hagfelldari siðum og betri lífskjörum með því að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Um þetta snerist Evrópumálið í Grikklandi í 30 ár. Þessir Grikkir telja (ég er að tala um ungt fólk á öllum aldri), að Grikkir geti breytzt, því að öll getum við breytzt, eða næstum öll.

Hví skyldu þeir Grikkir, sem vilja færa Grikkland nær nútímanum, ekki geta náð að lyfta landinu með því að ná nógu mörgum kjósendum á sitt band? Þeir hafa gild rök fram að færa. Hví skyldi þeim ekki geta tekizt þetta? – úr því að hinir, sem misstu efnahagslífið fram af bjargbrúninni, reyndust ekki duga. Væri ekki vert að reyna? Grikkland er lýðræðisríki."

Síðan snýr Þorvaldur sér að Evrunni, hinum sameiginlega gjaldmiðli 17 ríkja Evrópu:

"Nánara samstarf í ríkisfjármálum ESB-landanna var alla tíð forsenda sameiginlegs gjaldmiðils, þótt nú fyrst fáist Frakkar og Þjóðverjar loksins til að horfast í augu við þá staðreynd. Mikilvægi ríkisfjármálanna fyrir myntsamstarfið hefur legið fyrir frá upphafi. Sumir hér heima virðast telja, að nánara samstarf um ríkisfjármál innan ESB muni draga úr líkum þess, að Íslendingar fáist til að fallast á aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi skoðun virðist hvíla á þeirri hugsun, að Íslendingum sé ókleift að semja sig að auknum aga, sem fælist í að reka ríkisbúskapinn með sjálfbærum hætti. Sé þessi skoðun rétt, eiga Íslendingar ekkert erindi inn í ESB og yrðu þá bara til vandræða þar. Væri ég þessarar skoðunar, væri ég andvígur umsókn Íslands um inngöngu í ESB."

Þorvaldur segir svo í lokin að HRUNIÐ hafi verið vekjaraklukka fyrir Ísland:

Hrunið var vekjaraklukkan
Hefur stjórn ríkisfjármála hafi tekizt svo vel hér heima, að Íslendingum geti stafað háski af evrópskum aga í efnahagsmálum? – gegn því að eiga auk annars greiðan aðgang að fjárhagslegri neyðarhjálp, ef í harðbakkann slær. Nei, þvert á móti. Slök stjórn ríkisfjármála og peningamála ásamt öðrum slappleika olli því, að íslenzka krónan hefur tapað 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni frá 1939, og gerði Ísland að alræmdu verðbólgubæli.

Aðild að ESB og upptaka evrunnar snúast öðrum þræði um að hverfa af þeirri braut og marka nýja, enda eru lífskjör á Íslandi nú mun lakari en annars staðar á Norðurlöndum vegna veikrar hagstjórnar langt aftur í tímann og veikra innviða. Mörg ár og miklar umbætur þarf til að rétta kúrsinn af. Hrunið er ekki orsök vandans. Hrunið var vekjaraklukkan, sem opnaði vonandi augu nógu marga til þess, að hægt verði að ryðja nýjar brautir til farsældar fyrir land og lýð."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband