Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Mikill meirihluti vill nýjan gjaldmiðil

Ein krónaStöð tvö birti þessa frétt um gjaldmiðilsmál í fréttum í gærkvöldi. Látum myndirnar tala.

Diana Wallis í heimsókn

Diana WallisMinnum á þetta:Miðvikudagur, 2. mars, frá 12:30-13:30, í stofu 102 á Háskólatorgi.

Opinn fundur með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, á vegum Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki og Lagastofnunar
Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.

Diana Wallis er fulltrúi Breta á Evrópuþinginu og hefur mikinn áhuga á málefnum norðurslóða. Hún er mjög skemmtillegur ræðumaður og getum við því mælt með þessum fyrirlestri.


Erik Boel: Aðild Danmerkur að ESB jók fullveldið

Erik_Boel2Erik Boel, formaður dönsku Evrópusamtakanna hélt áhugaverðan fyrirlestur í dag á vegum Já-Ísland. Þar fór hann yfir stöðuna (og söguna) í Evrópumálum Danmerkur. En hann talaði líka um aðildarumsókn Íslands og sagði hana njóta mikils stuðnings í Danmörku.

Hann telur að með aðild muni Ísland styrkja til muna hina "norrænu vídd" innan ESB, en þar eru Finnland, Svíþjóð og Danmörk.

Erik sagði að Danir hafi aukið fullveldi sitt með aðild og að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi hafi þau áhrif. Hann telur Danmörku tvímælalaust hafa hagnast af aðild og að landið standi mun betur að vígi gagnvart stóru áskorunum framtíðar sem aðildarríki að ESB. 


Girnileg grein um mat í FRBL

Okkur hér á blogginu langar að benda á stórskemmtilega grein eftir Kristján E. Guðmundsson, félagsfræðing og framhaldsskólakennara í Fréttablaðinu í morgun. Hann byrjar greinina svona:

"Þriðjudaginn 15. þ.m. var mynduð í Þjóðmenningarhúsinu „Já-hreyfing“ þeirra samtaka sem aðhyllast inngöngu Íslands í ESB. Daginn eftir birti hún heilsíðuauglýsingu í blöðum þar sem taldir voru upp nokkrir kostir þess fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB. Ein setning auglýsingarinnar var „Við fáum ódýrari og fjölbreyttari mat“.

Auglýsingin varð hins vegar til þess að aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Elías Jón Guðjónsson, sá ástæðu til spyrja já-hreyfinguna hvaða matvælategundir það væru sem myndu auðga íslenska matarmenningu við ESB-aðild. Og hann vildi að fleiri beindu spurningunni til þessarar hreyfingar. Hann segist vera mikill sælkeri og vildi því vita hvað myndi auka sællífi hans við ESB-aðild. Þessari ágætu spurningu fylgdi að vísu aulaleg uppnefning sem svo gjarnan vill loða við málflutning ESB-andstæðinga og varla samrýmist stöðu mannsins."

Hvetjum eindregið til frekari lesturs! 


Um 27 milljarðar í samgönguverkefni í Evrópu frá framkvæmdastjórn ESB (TEN-T)

BrúSíðastliðinn mánudag kynnti framkvæmdastjórn ESB lista yfir verkefni á sviði samgöngumála sem hún hyggst styrkja á næstunni. Alls verða settar um 170 milljónir Evra í þetta, eða sem samsvarar um 27 milljörðum íslenskra króna.

Verkefnunum er ætlað að bæta ýmis flutninganet í Evrópua, leysa úr svokölluðum "flöskuhálsum" og svo framvegis.

Allt miðar þetta að því að gera flutninga með vörur og þjónustu markvissari og skilvirkari.

Öll verkefnin falla undir stærra verkefni eða áætlun sem ber heitið TEN-T (Trans-European Transport Network).

Hér er listi yfir verkefnin 


Mikið að gerast í Evrópumálunum!

Nóg um að vera í Evrópuumræðunni þessa dagana!

Á vef Já Ísland http://www.jaisland.is er búið að setja upp dagatal með þeim fjölmörgu áhugaverðu fundum og ráðstefnum sem eru á döfinni um Evrópumál. 

Í dag stendur Félag viðskipta- og hagfræðinga til dæmis fyrir metnaðarfullri ráðstefnu undir yfirskriftinni ,,ESB. Áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið" Fundurinn er á Hilton hótelinu og hefst kl.13.00. Sjá nánar hér 

Já Ísland fær síðan góðan gest til sín í dag kl.17.00. Erik Boel, formann dönsku Evrópusamtakanna. Boel mun fjalla um Damörku og tengsl þess við Evrópusambandið.

Boel gjörþekkir Evrópumálin og hefur margoft komið til Íslands. Það er því mikill fengur að koma Boels hingað til lands. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn kl.18.00.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Já hreyfingarinnar að Skipholti 50 a 2. hæð. Allir velkomnir.


Ungverjar og Pólverjar stefna á Evruna

EvraEins og fram kom í könnun Eurobarometer, sem kynnt var í gær eru 66% þeirra sem svöruðu fylgjandi því að taka upp Evru sem gjaldmiðil.

Í Fréttablaðinu í dag er áhugavert viðtal við Lajos Bozi, sendiherra Ungverjalands gagnvart Íslandi, en Ungverjar gegna nú formennsku í ESB. Hann telur að aðild þessarar 10 milljóna þjóðar (enn eitt smáríkið í ESB!) hafi tvímælalaust verið landinu til góða. Hann segir Ungverjaland stefna á Evruna sem gjaldmiðil: "Svo er Schengen-samstarfið, að geta ferðast óhindrað, og evran, sameiginlegi gjaldmiðillinn, en þetta tvennt er mikilvægast fyrir Evrópuborgarann. Við erum ekki hluti af evrusvæðinu en við ætlum að verða það þegar við getum."

Annað Austur-Evrópu-ríki og eitt stærsta ríki ESB Pólland stefni einnig að upptöku Evru og hefur sett það mál í hæsta forgang, eins og fram kemur í viðtali í þýska dagblaðinu Handelsblatt

Viðtalið við Lajos Bozi  (PDF útg. FRBL í dag)


Carl Hamilton bjartsýnn á ESB-viðræður

Carl HamiltonÁ RÚV segir: "Carl Hamilton, sem fer fyrir nefnd 16 sænskra þingmanna í heimsókn til Íslands, telur að Evrópusambandið vilji leggja mikið á sig til að ná samningum í aðildarviðræðum Íslands.

Sænsku þingmennirnir eru úr Evrópunefnd og Fjárlaganefnd sænska Ríkisdagsins. Hamilton segir að þeir hafi kynnt sér endurreisn efnahagslífsins, Svíar hafi lánað Íslendingum og vilji fylgjast með. Lánið hafi verið óumdeilt í Svíþjóð. Hann segist bjartsýnn um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins.


„Við viljum að Ísland gangi í ESB. Það er engin óvild í því. Við viljum gera allt en skiljum að Ísland verður að vilja vera með, þjóðin þarf að greiða atkvæði um það. Því verðum við að gera aðild aðlaðandi fyrir Ísland þannig að þjóðin samþykki hana í þjóðaratkvæðagrieðslu. Evrópusambandið, rétt eins og við kynntumst á 10. áratugnum, á eftir að gera mjög mikið til að bjóða Íslendinga velkomna. Íslandi á að þykja það velkomið,“ segir Hamilton."

Öll frétt RÚV

Video 


Stuðningur við Evruna eykst - fleiri telja aðild af hinu góða - sterk sveifla yfir á Já-hliðina í könnun Eurobarometer

PrósentÁ vef Já-Ísland má lesa:

"Íslendingar eru mun jákvæðari í garð aðildar að Evrópusambandinu í nóvember 2010 en þeir voru í maí sama ár.

Í nýrri könnun var spurt hvort aðild að ESB yrði Íslandi til hagsbóta. Um 38% segja að aðild yrði til hagsbóta en 48% að hún yrði ekki til hagsbóta. Sambærilegar tölur frá maí 2010 voru 29% og 58%.

Nú telja 28% aðspurðra að aðild Íslands að ESB væri almennt góð en 34% að aðild væri almennt slæm. Þetta er talsverð breyting frá fyrri könnun en þá voru sambærilegar tölur 19% og 45%.

Á milli kannana eru álíka margir sem telja aðild hvorki góða né slæma eða 32% í fyrri könnuninni en 30% í þeirri síðari.

Þetta kemur fram í könnun ESB Eurobarometer 74 sem var lögð fram í dag. Könnunin sýnir umtalsverða viðhorfsbreytinga Íslendinga í Evrópumálum frá vori 2010 til hausts 2010.

Í báðum tilvikum er um 10 prósentustiga sveifla til jákvæðra frá neikvæðum."

Þá hefur stuðningur við upptöku Evru einni aukist meðal landsmanna:" Nú eru 66% fylgjandi en 28% andvígur. Í maí voru 51% fylgjandi en 41% andvíg," segir á vefnum Já-Ísland.

Á MBL segir um þetta: "Tveir af hverjum þremur Íslendingum eru fylgjandi evrunni sem gjaldmiðli og hefur þeim fjölgað um 15% frá því í síðustu könnun." 

Fjallað er um þetta á helstum frétta miðlum í dag og fróðlegt að bera saman:

Pressan Vísir MBL Eyjan

Nálgast má könnunina hér 

 


Vel mætt hjá Halli Magnússyni

Vel var mætt á fund sem Hallur Magnússon boðaði til með frjálslyndum miðjumönnum í Kópavogi í gærkvöldi. Eins og komið hefur fram hér á blogginu, telur Hallur ástæðu til að mynda vettvang fyrir frjálslynda og miðjumenn í sambandi við ESB-málið.

Sjálfur sagði Hallur sig úr Framsóknarflokknum á sínum tíma vegna óánægju með Evrópuumræðuna innan flokksins.

Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jónína Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra, Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Fundarmenn töldu og voru sammála um að vettvang sem þennan skorti, en á næstu vikum fer fram undirbúningsvinna að frekari aðgerðum, sem miða að því að stofna með formelgum hætti samtök þar sem frjálsyndar skoðanir á Evrópumálum eiga samastað. 

Ljóst er að Evrópuumræðan er á fleygiferð í samfélaginu, þó önnur mál, sem við virðumst ekki losna við, séu sífellt efst á yfirborðinu. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband