Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
20.4.2011 | 16:21
Gleðilega páska!
19.4.2011 | 08:52
Sannir Finnar sóttu sigur í Finnlandi - viðræður í gangi en brotalamir innan eigin raða
Flokkur svokallaðra "sannra Finna" vann stórsigur í finnsku þingkosningunum um helgina og fékk 19% atkvæða. Leiðtogi flokksins er Timo Soina (mynd, fæddur 1962), en hann er með mastersgráðu í félagsvísindum frá háskólanum í Helsinki og liðþjálfatign frá finnska hernum.
Svo virðist vera sem Sannir Finnar hafi tekið hvað mest fylgi frá finnska Miðflokknum, sem tapaði mestu í kosningunum. Hér má sjá yfirlit yfir kosningarnar um helgina í Finnlandi.
Timo og félagar í flokknum eru svokallaðir þjóðernissinnar og vilja t.d. herða verulega löggjöf í Finnlandi varðandi innflytjendur og setja sig þar með í flokk með danska Þjóðarflokknum og sænsku Svíþjóðardemókrötunum. Á Wikipedia má sjá helstu stefnumál sannra Finna og þau eru meðal annars þessi (á ensku, íslensk þýðing fylgir):
Policies of the party include: Stefna flokksins inniheldur meðal annars:
Progressive taxation and the welfare state (framsækin skattastefna og velferðarríki)
Opposition to the European Union and to admission to NATO (Andstaða gegn ESB og aðilar að NATO)
Abolition of mandatory Swedish on all levels of education (afnám sænskuskyldu í menntakerfinu)
State support for rural regions (ríkisstuðningur við dreifbýli)
Reductions in foreign aid (minni framlög til þróunarmála)
Strict limits on asylum-seekers (herta innflytjendalöggjöf)
Increased state investment in infrastructure and industry (aukin þáttr ríkisvaldsins í "innviðum" og iðnaði)
Pro-industry environmental policy (umhverfisstefna sem tekur mið af iðnaði)
Tougher punishment for crime (harðari refsingar við glæpum)
Limiting the state financial support to cultural activity that doesn't promote Finnish identity (takmörkun á stðningi við menningarstarfsemi sem ekki leggur áherslu á "hið sanna finnska")
Nú þegar eru hinsvegar farnar sð sjást sprungur í liðsheildinni hjá sönnum Finnum. Í frétt frá finnska útvarpinu kemur fram að skiptar skoðanir eru meðal þingmanna flokksins um kjarnorkumál.
Ólíklegt verður einnig að teljast að Timo Soina vilji vera sá aðili sem tekur Finnland út úr ESB, en það er óumdeilt að Finnland hefur notið góðs af ESB-aðild. Landið gekk í ESB árið 1995, í kjölfar hruns Sovétríkjanna, mikilvægasta viðskiptalands Finnlands.
Taka skal fram apð Finnland er ekki með í NATO, en tekur þátt í því sem kallað er Partnership for Peace (PFP) og er þar t.d. með Svíþjóð og Austurríki.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.4.2011 | 22:37
Siv-Mogginn-Sigmundur?
"Skopmynd" Morgunblaðsins um helgina af Siv Friðleifsdóttur hefur svo sannarlega vakið athygli og umtal. Þar er Siv sýnd sem vændiskona og boðskapurinn er að sjálfsögðu að hún sé til í að "selja sig" pólitískt séð, en Sif hefur sagst vilja styðja ríkisstjórnina, eftir brotthvarf NEI-foringjans, Ásmundar Einars, vegna ESB-málsins.
Önnur ástæða fyrir meðferðinni á Siv er kannski ekki síst vegna þess að hún er a) kona og b) með Evrópusinnaðar skoðanir. Þar með hefur Moggi fullt af ástæðum til þess að gera sem minnst úr henni.
Myndin sýnir náttúrlega fyrst og síðast í hvaða lægðir Morgunblaðið er komið í og á hvaða "plan" það leggur sig. Hvenær myndi Morgunblaðið birta álíka mynd af karlmanni?
Fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um síðustu helgi baðaði formaður flokksins, Sigmundur Davíð sig í sviðsljósi Morgunblaðsins og langt er síðan framsóknarmaður hefur fengið jafn mikla athygli á síðum blaðsins.
Kúvending Framsóknar í Evrópumálum var Morgunblaðinu einnig kærkomin og eftir þingið birtist fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur, þar sem hún greinilega naut þess að skrifa um hvað Evrópusinnar hefði verið niðurlægðir á flokksþinginu. Þar komst Agnes í feitt!
En hvað ætli formanninum, Sigmundi Davíð finnist um meðferðina á flokkssystur sinni, einum reyndasta þingmanni og fyrrum ráðherra flokksins á síðum Morgunblaðsins?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2011 | 22:23
Davíð Þór í FRBL um "faðmlag öfganna"
Davíð Þór Jónsson birti grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftini "Faðmlag öfganna." Hann skrifar í byrjun um atkvæðagreiðsluna um vantraustið í vikunni og segir:
"Þar var m.a. hlaupist undan merkjum vegna afstöðu ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins. Hún er, skilst mér, sú að þjóðin skuli ákveða hvort landið tilheyri ESB eða ekki. Við þetta geta sumir ekki sætt sig og finnst það allt of mikil þjónkun við ESB að þjóðinni, sem treysti þeim fyrir þingsæti, skuli treyst til að taka slíka ákvörðun. Nú í vikunni tókst flokksþingi Framsóknarflokksins naumlega að sigrast á þessum lýðræðisótta með því að samþykkja ekki að viðræðum skyldi strax hætt. Það var, að mínu mati, vel af sér vikið. Það hvernig þingstyrkur Framsóknarflokksins hefur þróast undanfarna áratugi gefur fólki þar á bæ nefnilega litla ástæðu til að hafa neitt sérstakt dálæti á lýðræðinu. En þennan styrk hafa sumir greinilega ekki til að bera.
Þessi ríkisstjórn mun ekki taka ákvörðun um Evrópusambandsaðild. Hún hefur ekki vald til þess. Það vald er þjóðarinnar einnar. Og þá ákvörðun mun þjóðin taka fyrr eða síðar, hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr. Feli stjórnvöld henni það ekki mun hún knýja fram rétt sinn til þess. Hver ákvörðunin síðan verður er aukaatriði í þessu samhengi. Nú ríður á að byggja upp og það verður ekki gert með neinum traustvekjandi hætti í skugga algjörrar óvissu um aðild af eða á í náinni framtíð."
Síðar segir Davíð og lýkur grein sinni með þessum orðum: "Það segir sína sögu um lýðræðisótta Evrópusambandsandstæðinga að þeir skuli ekki treysta þjóðinni til að hafna aðildinni, í ljósi þess hve augljóst skaðræði þeir telja hana. Það segir líka sitt um trú þeirra sem hlynntir eru aðild að þeir skuli knýja á um að ákvörðunin verði tekin sem fyrst, þótt skoðanakannanir gefi þeim núna litla ástæðu til bjartsýni.
Verst að ekki skuli vera til gott orð í íslensku um þá pólitísku hugsjón að stjórnvöldum sé betur treystandi fyrir hagsmunum fólks en lýðnum. Jú, annars ... orðið er til. Það er fasismi.
(Mynd: FRBL)
17.4.2011 | 08:15
Ingólfur Margeirsson látinn - mikill Evrópusinni kveður
Í gær bárust þau sorglegu tíðindi að Ingólfur Margeirsson, blaðamaður, rithöfundur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, væri látinn, aðeins 62 ára að aldri. Hann á að baki áratuga feril í blaðamennsku og við ritstörf.
Í frétt á RÚV segir: "Ingólfur var höfundur fjölda bóka og var meðal annars tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1983 fyrir bókina Lífsjátningu, ævisögu Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, en Ingólfur var brautryðjandi nútímalegrar ævisagnaritunar á Íslandi. Hann var einn helsti bítlafræðingur landsins og þegar hann lést hafði hann nýlokið við þáttaröð á RÚV um síðustu ár Johns Lennon. Ingólfur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn, auk tveggja uppeldisdætra."
Ingólfur var einlægur Evrópusinni og sat í stjórn Evrópusamtakanna hin síðari ár. Stjórn Evrópusamtakanna þakkar Ingólfi vel unnin störf og vottar fjölskyldu hans innilegustu samúð.
16.4.2011 | 22:18
Gæslan sinnir verkefnum fyrir ESB
Í frétt á MBL.is segir: "Búið er að mála fána Evrópusambandsins á varðskip Landhelgisgæslunnar en verið er að gera skipið klárt til að sinna verkefnum fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins, í Miðjarðarhafinu.
Ísland er aðili að Frontex í gegnum Schengen, en stofnun hefur óskað eftir að Gæslan sendi bæði skip og flugvél til starfa í Miðjarðarhafi. Óskin en til komin vegna þessa ástands sem skapast hefur við Miðjarðarhafið eftir að íbúar í norðanverðri Afríku kröfðust frelsis og umbóta."
Fram kemur í fréttinni að mikil ánægja sé með störf Gæslunnar, sem hún sinnti fyrir ESB í fyrra.
Með fréttinni er afar athyglisverð mynd.
Þátttaka í þessu verkefni er afar mikilvæg fyrir Gæsluna, sem annars þyrfti að leggja skipum og segja upp mannskap. ESB heldur því mönnum bæði í vinnu og í þjálfun, þetta er mjög jákvætt.
(Mynd: Landhelgisgæslan)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2011 | 17:50
Siv og Framsókn: Frjálslynd öfl án samastaðar í flokknum
Á Pressunni er vitnaði í viðtal við Siv Friðleifsdóttur, alþingismann, sem birtist í Reykjavíkurblaðinu, en þar talar Siv um hræringarnar í flokknum að loknu flokksþingi, þar sem "baksýnisspegillinn" virtist vera í nokkuð stóru hlutverki. Á Pressunni stendur: "Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í flokknum sé hópur frjálslyndra aðila sem finnur sig ekki í flokknum eins og stendur. Hópurinn telur að andi í Framsóknarflokknum hafi breyst og fjarlægst þau mál sem hann stóð upphaflega fyrir. Siv ítrekar að hún vilji að Framsóknarflokkurinn styrki ríkisstjórnina..."
Síðar segir Siv: "Auðvitað verða menn stundum ósáttir við það sem gert er. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hugsi. Ég hef fundið að það er hópur í flokknum sem telur að flokkurinn hafi breyst meira en hann telur að samræmist sínum skoðunum og hugsjónum, til dæmis varðandi Icesave og aðildarumsókn að ESB. Þetta er jafnvel fólk sem er frekar andsnúið ESB en vill sjá hvernig aðildarviðræðum reiðir af og gera það þá upp við sig. Þetta er fólk sem vill taka upplýsta ákvörðun þegar það er tímabært með staðreyndirnar fyrir framan sig. Þessi viðhorf fara saman við mínar skoðanir. "
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2011 | 20:46
Illugi Jökulsson í DV: "Ég vil fá að greiða atkvæði sjálfur!"
Illugi Jökulsson rithöfundur og blaðamaður, er fastur gestur í DV og í helgarblaðinu er hann með fína grein undir yfirskriftinni "Ég vil fá að greiða atkvæði sjálfur" og fjallar þar um ESB-málið. Illugi byrjar grein sína svona:
"Ég sný ekki aftur með það - alveg sama hvað Ásmundi Einari Daðasyni eða Heimssýn eða kvótagreifunum finnst: Ein mikilvægasta spurningin sem við Íslendingar munum standa frammi fyrir á næstunni er hvort við ættum að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Þetta er mjög mikilvæg spurning vegna þess að það er ljóst að aðild að ESB myndi hafa margvísleg góð áhrif á íslenskt samfélag. Það er enginn áróður, það er bara staðreynd."
Illugi heldur áfram, telur upp bæði kosti og galla ESB, enda er ESB ekki fullkomið fyrirbæri (slík fyrirbæri eru jú fá, ef nokkur!) og segir svo:
"Íslendingar virðast sumir halda að innganga í ESB sé að selja sálu sína. Það er aldeilis ekki, þetta er bara kalt hagsmunamat sem hátt í 30 þjóðir í Evrópu hafa staðið frammi fyrir nú þegar og allar utan ein hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé rétta leiðin til að efla sinn hag. Í nánu sambandi við önnur fullvalda Evrópuríki. Af hverju skyldi það nú vera? Það er vitanlega vegna þess að það hefur góða kosti í för með sér að vera með í þessu sambandi. En gallarnir eru líka til, og kannski myndu þeir í okkar tilfelli vega þyngra en kostirnir. Ég veit það, en mér þætti verra að fá ekki að meta það sjálfur -heldur skuli menn eins og Ásmundur Einar, Sigmundur Davíð og Davíð Oddsson eiga að fá að meta það fyrir mig. Ég vil fá að taka afstöðu til ESB sjálfur, í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur liggur fyrir, og ég hef skömm á þeim stjórnmálamönnum sem reyna nú af kappi að svipta mig þeim lýðræðislega rétti mínum - að taka sjálfur ákvörðun í einhverju mesta og mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga í náinni framtíð."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.4.2011 | 18:25
Reynir Traustason um ESB, þjóðaratkvæði
Reynir Traustason, ritstjóri DV skrifar beinskeyttan leiðara í helgarblaðið um þjóðaratkvæðagreiðslur, ESB-málið og fleira. Reynir segir: "Sama fólkið og espaði forsetann með kjassi og blíðmælgi til að vísa málum tengdum Icesave til þjóðarinnar leggst nú af fullum þunga gegn því að sama þjóð fái að greiða atkvæði um þúsund sinnum stærra mál, aðild að Evrópusambandinu."
Síðar skrifar Reynir að nokkur brennandi mál bíði afgreiðslu þjóðarinnar og að meðal þeirra mála sé kvótamálið og ESB-málið: "Í báðum þessum tilvikum verða mál að fara til æðsta dómstólsins, fólksins í landinu. Það verður að kveða niður þá lýðskrumara sem vilja af geðþótta handmata Íslendinga eins og páfagauka á þeim málum sem hún má ráða. Þjóðinni er fullkomlega treystandi til þess að taka stórar ákvarðanir. " (Leturbreyting, ES-bloggið)
Merkilegur tvískinnungur, sem Reynir bendir réttilega á!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2011 | 22:53
Bryndís Ísfold um VG og ESB
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ritar pistil á blogg sitt um VG og "snúningana" þar og segir:
"Ég sé að hér á Eyjunni er frétt um að vinur minn Stefán Pálsson er að leita af Evrópusinnum innan síns flokks. Það er kannski ekki skrítið að hann þekki fáa slíka því það hefur ítrekað verið sagt í mín eyru að það sé með öllu ómögulegt að vera opinber Evrópusinni innan VG þar sem hörðustu andstæðingar aðildar séu svo heitir í sinni afstöðu að fáir hætti sér í að opinbera afstöðu sína á flokksfundum VG. Dálítið ,,don´t ask, don´t tell stemming.
En það er þó merkilegt þegar sumir núverandi eða fyrrverandi þingmenn Vinstri grænna telja sig vera að þjóna sínum flokki og fylgismönnum best með því að draga umsóknina til baka því fáir evrópusinnar tilheyra innsta kjarna VG. Því staðreyndin er sú að bæði Evrópusinnar og þeir sem vilja fá að kjósa um ESB innan VG eru fjölmargir."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir