Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
24.8.2011 | 19:09
Formaður ungra framsóknarmanna íhugar úrsögn
Á RÚV.i segir: "Formaður Sambands ungra framsóknarmanna íhugar alvarlega að segja sig úr Framsóknarflokknum vegna óánægju með stefnu flokksins. Hann á von á að fjöldi ungra framsóknarmanna muni segja sig úr flokknum, en varaformaður sambandsins og gjaldkeri hafa nú þegar sagt skilið við hann."
Og síðar segir: "Sigurjón Norberg Kjærnested, formaður SUF, segir mikla óánægju meðal ungra frjálslyndra framsóknarmanna. Flokkurinn hafi breytt um stefnu en loforð um ný vinnubrögð í pólitík hafi verið brotin.
Sigurjón íhugar alvarlega að segja sig úr flokknum vegna þessa og telur að fjöldi ungra frjálslyndra framsóknarmanna segi skilið við flokkinn á næstunni. Brotthvarf Guðmundar Steingrímssonar úr flokknum hafi verið kornið sem fyllti mælinn."
24.8.2011 | 19:06
Björgin G. Sigurðsson um alþjóðahyggju og útlendingafóbíu
Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og fyrrum ráðherra, skrifar pistil um Evrópumál á Pressuna.is og nefnir hann Af alþjóðahyggju og útlendingafóbíu. Björgvin skrifar:
"Umræðan um kosti og galla aðildar hefur ekki alltaf verið á háa planinu síðustu misserin. Hræðsluáróður og gylliboð á víxl sem springa út í rammri þjóðernishyggju með öllum sínum sótsvörtu hliðum. Einangrunarhyggju og útlendingafóbíu hverskonar.
Staðreyndin er sú að kosti og galla aðildar tókum við að miklu leyti út með aðildinni að EES á sínum tíma. Þá fór fullveldisframsalið eða deilingin á fullveldinu fram, eftir því hvernig á það er litið. Fjórfrelsið með sínum miklu kostum og göllum var innleitt með samningnum og æpandi lýðræðishallinn var staðreynd.
Full aðild réttir þessa ágalla af. Ísland tekur þátt í gangverki lýðræðisins innan ESB og hefur kost á aðild að myntbandalagi sem reisir vörn gegn gengissveiflunum og frumskógarlögmálum fjármálamarkaðanna.
Helstu ágallar aðildar felast án efa í því að við niðurfellingu verndartolla á landbúnaðarvörur verða tilteknar greinar landbúnaðar fyrir ágjöf á meðan aðrar færast í aukana og nýjar spretta upp.
Þessu þarf að mæta með harðsnúinni samningalotu sem færir okkur aukna beina styrki til framleiðanda í stað verndartollanna. Líkt og gert var með breiddargráðu ákvæðinu vegna landbúnaðar í Finnlandi og Svíþjóð. Ekki með heimsendaspádómum og linnulausum hræðsluáróðri um endalok íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, líkt og nú er haldið gangandi.
Tækifærin eru til staðar. Þau felast í auknu alþjóðasamstarfi en ekki einangrunarhyggju þeirri sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur boða nú. Stórum hópi opinhuga kjósenda í kringum miðju stjórnmálanna til mikilla vonbrigða.
Enda hafa báðir flokkarnir og formenn þeirra á öðrum tíma viðurkennt og talað fyrir upptöku annarrar myntar en krónu. Gjaldmiðils sem færði okkur afnám verðtryggingar, stöðugleika í gengismálum og varanlega lága vexti í stað sveiflnanna sem við höfum mátt þola og búa við áratugum saman."
24.8.2011 | 19:00
Svo lengi sem hver lifir?
Á MBL.is stendur: "Talsmaður sænska Jafnaðarmannaflokksins í efnahagsmálum segir í viðtali í dag, að hann útiloki að Svíar taki þátt í evrusamstarfinu á meðan hann lifir. Tommy Waidelich lætur þessi ummæli falla í viðtali við vefinn europaportalen.se."
Hver lifir? Flokkurinn eða talsmaðurinn?
En svona án gríns: Það eru væntanlega stofnanir flokksins, t.d. flokksþing, sem ákveður stefnu flokksins í gjaldmiðilsmálu, ekki einn einstakur maður. Það er ekki lýðræði!
24.8.2011 | 17:03
Evran þýddi 18% aukningu í erlendri fjárfestingu í Eistlandi
Páll Stefánsson, ritstjóri hjá Iceland Review, skrifar skemmtilega og áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag um heimsókn sína á sjálfstæðishátíð í Eistlandi um helgina. Og það sem Páll segir um Eistland og Evruna (sem þeir tóku upp um áramótin), en hann segir:
"....maður fann vel fyrir gríðarlegum velvilja til okkar Íslendinga frá Eistum, Þjóð sem hefur verið frjáls í aðeins tuttugu ár, en það er met, því nú hefur sjálfstæðið enst ári lengur en fyrra frelsið, sem varði einungis í nítján ár, frá 1920 til 1939.
Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi.
Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.
Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu.
Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu."
Það er þetta með 18% sem er svo sláandi skemmtilegt! Við Íslandi búum hinsvegar við gjaldmiðil í höftum! Það er sláandi leiðinlegt!
Mynd: Visir.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2011 | 21:15
Guðmundur skýrir afsögn sína úr Framsókn
Afsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn hefur vakið mikla athygli á landinu undanfarna sólarhringa. Á bloggsíðu sinni hefur Guðmundur birti pistil þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni og segir þar meðal annars:
"Ég aðhyllist frjálslynda hugmyndafræði í stjórnmálum. Andstaðan við frjálslyndi er m.a. forræðishyggja, sérhagsmunagæsla og þjóðernishyggja. Þetta þrennt veður uppi í þjóðfélaginu að mínu mati. Ég tel því miður Framsóknarflokkinn vera orðinn um of vettvangur slíkra afla. Þar með skilja leiðir.
Efnislegur ágreiningur minn við málflutning Framsóknarflokksins hefur verið þó nokkur. Ég vil til dæmis nálgast aðildarviðræður við Evrópusambandið með opnum huga og faglegum. Því lofaði ég í síðustu kosningum. Ég tel að í góðum samningi geti falist lykillinn að langþráðum stöðugleika íslensks samfélags sem og auknum möguleikum íslenskra þegna til að nýta hæfileika sína. Ég tel að um þetta stóra hagsmunamál, um samninginn þegar hann liggur fyrir, eigi almenningur að fá að kjósa. Það er grundvallaratriði.
Ég tel líka að það verkefni að koma á skynsamlegum lánamarkaði á Íslandi og þar með að leysa til framtíðar skuldavanda heimila og fyrirtækja verði ekki leyst með ónýtum gjaldmiðli. Mér sýnast sterk rök hníga að því að krónan sé þjóðfélaginu allt of dýr og sé í raun rót óvissu, lífskjaraskerðinga og óréttlátra tilfærslu fjármuna milli þjóðfélagshópa. Í rökræðunni um peningamálastefnuna felst því að mínu viti djúp rökræða um framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag."
Síðar segir Guðmundur:
"Grænn, alþjóðlega sinnaður, víðsýnn, frjálslyndur flokkur þarf að verða til á Íslandi.
Slík hreyfing þarf að vinna að öðruvísi stjórnmálum heldur en þeim sem við höfum mátt þola um langt árabil og af vaxandi þunga undanfarið í landsmálunum. Stjórnmál eiga að vera skemmtileg, gefandi og uppbyggileg. Við verðum að leggja flokkstrúna og stundarhagsmuni flokka og flokksleiðtoga til hliðar, hætta að hugsa um pólitík sem keppni, og stunda samræðu við hvert annað af meiri sanngirni og virðingu, án töfralausna, sakbendinga og alhæfinga."
Undir lok pistilsins segir Guðmundur svo þetta: "Að síðustu vil ég segja þetta: Úrsögn mín varðar ekki bara einstök mál, vinnubrögð í flokksstarfi og annað slíkt, þótt mikilvægt sé. Ég tel að djúpstæð hugmyndafræðileg átök eigi sér stað undir niðri í íslensku samfélagi og víðar. Í þeirri rökræðu vil ég staðsetja mig rétt og vil skora á aðra að gera slíkt hið sama. Þessi víglína þarf að koma upp á yfirborðið til hreinskiptinnar og heiðarlegrar rökræðu.
Annars vegar blasir við ofuráhersla á þjóðernishyggju og afturhvarf til einangrunar, með tilheyrandi skertu frelsi einstaklinga og undirtökum þröngra hagsmunaafla. Hins vegar blasir við leið alþjóðasamvinnu sem felur í sér viðurkenningu á því að stærstu úrlausnarefni samtímans eru þjóðum sameiginleg."
Pistill Guðmundar í heild sinni
23.8.2011 | 21:04
Össur vill opna kaflana um sjávarútveg og landbúnað - setja aukinn hraða í aðildarviðræður við ESB
Stöð tvö sagði frá því í kvöldfréttum að stefna íslenskra stjórnvalda að greiða atkvæði um ESB-aðildarsamning nokkrum mánuðum fyrir alþingiskosningar, sem fara eiga fram í apríl 2013. Á vef Vísis stendur: "Aðildarviðræðum við ESB verður hraðað og er stefnt að því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði nokkrum mánuðum fyrir þingkosningar sem eru fyrirhugaðar í apríl 2013.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði með forystumönnum ESB á ríkjaráðstefnunni í júní þegar aðildarviðræður hófust formlega. Össur hefur lýst því yfir að hraða beri viðræðunum."
Að sögn Össurar gefur ESB verið gefið það til kynna að Ísland vilji setja aukinn hraða í viðræðurnar og opna kaflana um landbúnað og sjávarútveg.
Samdóma álit manna er að það séu erfiðustu kaflarnir.
Í samtali við Stöð tvo sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra: "Ég hef lagt áherslu á það til dæmis að menn vinni eins hratt og hægt er hér heima, ekki bara að fiskveiðimálunum eins og unnið er að, heldur einnig landbúnaðarmálunum."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2011 | 17:43
Fulltrúi unga fólksins segir sig úr Framsókn
DV.is segir frá:
"Hlini Melsteð Jóngeirsson hefur sagt af sér sem varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna og er genginn úr flokknum. Það er vegna almennrar óánægju með vinnubrögðin seinustu ár. Ég er búinn að vera í forsvari fyrir þennan flokk og í forystu ungliðanna seinustu ár. Ég er búinn að vera í þessum flokki í sextán ár og ég er óánægður með þann málflutning sem forystan fer fram með í dag, segir Hlini sem segir óánægjuna ekki vera bundna við formann flokksins Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Það er búið að vera svo margt sem ég er svo ósáttur við í málflutningnum. Það er talað niður stjórnlagaráðið og þessir þjóðernistilburðir. Ég er ósáttur við það, segir Hlini sem getur hugsað sér samstarf við Guðmund Steingrímsson sem hefur sagt sig úr flokknum og hyggst stofna nýjan."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2011 | 16:30
Guðmundur Steingrímsson: Bless Framsókn!
Ég er alveg full viss og er búinn að taka mér góðan tíma í að hugsa þetta þannig að það er nú meira ákveðinn léttir að stíga þetta skref. Nýtt upphaf, segir Guðmundur um ákvörðunin að segja sig úr flokknum. Guðmundur sagði við blaðamenn fyrir fundinn að hann hafi fundið fyrir miklum viðbrögðum fólks úr öllum flokkum. Viðbrögðin bendi ekki til annars en að mikill áhugi sé á nýjum flokki."
Á vef Vísis stendur: "Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna.
Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum."
Í viðtali við sjónvarpsviðtali við Morgunblaðið sagði Sigmundur að fleiri hefðu gengið í flokkinn undanfarna daga, en gengið úr honum. Hann segist ,,alls ekki eig von á að" Siv Friðleifsdóttir gangi úr Framsóknarflokknum. En Sigmundur á hinsvegar von á því að fleiri gangi úr flokknum á næstunni.
Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir formann stjórnmálaflokks að menn séu yfirhöfuð að ganga úr flokkinum.
Það góða hinsvegar fyrir Sigmund er það að nú verður litrófið í Framsóknarflokknum einsleitara, skoðanirnar verða færri og fábreyttari, og flokkurinn hlýtur að verða daufari fyrir vikið.
Lína formannsins verður línan sem "dansað" verður eftir. Þægilegt fyrir Sigmund. Engin "óróleg" deild!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2011 | 22:36
Leiðari DV: Framtíðin með Bjarna Ben og Sigmundi Davíð
Leiðari DV í dag fjallaði um Evrópumálin og það var Jón Trausti Reynisson sem skrifaði hann. Orð og aðgerðir Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs að undanförnu voru fyrsta umfjöllunarefni leiðarans, en svo skrifaði Jón Trausti:
"Eftir að gjaldeyrishöftum verður aflétt mun krónan líklega hrynja. Þeir færa ekki fram neinn valkost annan en krónuna. Bjarni viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið að það yrði mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, en að öðru leyti hefur hann lítið rætt um vandamálið. Ef marka má stöðuna í dag mun krónan falla um þriðjung án gjaldeyrishafta. Það mun hafa góð áhrif á sjávarútveginn. Fleiri krónur fást fyrir fiskinn, en raunlaun almennings lækka. Útflutningsgeirinn styrkist gagnvart öðru. Fólk mun fremur kaupa íslenskar landbúnaðarvörur, vegna þess að hinar hækka verulega í verði. Verðbólgan mun taka mikinn kipp og fasteignalán landsmanna munu hækka enn meira. Nú þegar er spáð tæplega 7% verðbólgu snemma næsta árs, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Ef gengið lækkar um þriðjung má gera ráð fyrir því að verðbólgan aukist um 13 prósentustig. Þá hækkar 20 milljóna króna húsnæðislán um tvær og hálfa milljón, ofan á allt hitt, bara út af krónunni.
Um leið og verðbólgan hækkar lánin lækka launin og enn fleiri en nokkurn tímann eiga erfitt með að borga af húsnæðislánunum sínum. Íslendingar munu flytja minna inn og flytja meira út. Þeir munu ferðast minna og eyða meira af sínum lækkuðu tekjum innanlands. Fleiri ferðamenn geta hins vegar komið til landsins, því það verður ódýrara fyrir þá að kaupa þjónustu Íslendinga.
Þetta er framtíð okkar með Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þeir hafa ekki fært fram neina lausn á gjaldmiðilsvandanum og verðtryggingunni."
22.8.2011 | 22:28
Meira um afsögn Guðmundar Steingrímssonar
Þetta kemur mér ekki óvart, segir Andrés Pétursson fyrrverandi framsóknarmaður aðspurður um þær fréttir að Guðmundur Steingrímsson ætli að tilkynna stofnun nýs stjórnmálaflokks á morgun, þriðjudag. Andrés segir að Guðmundur hafi ekki verið í sambandi við sig vegna þessa máls en hann vissi til þess að Guðmundur væri orðinn mjög óánægður með hvernig flokkurinn hefur verið að þróast.
Andrés segist ætla styðja Guðmund ef svo fari að hann stofni nýjan flokk. Mér finnst Guðmundur afskaplega frambærilegur stjórmálamaður og hans lífsviðhorf og skoðanir falla mjög vel saman við mína lífssýn.
DV fjallaði um það fyrir helgi að lykilmenn innan Framsóknarflokksins hefðu sagt sig úr flokknum í kjölfar yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, þess efnis að leggja ætti aðildarviðræður við Evrópusambandið til hliðar. Einn þeirra var Andrés Pétursson."Öll frétt DV
Guðmundur var gestur í Kastljósinu í kvöld og samkvæmt vef DV segir Guðmundur afstöðu forystu flokksins ...."gagnvart aðild að Evrópusambandinu ekki vera einu ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu. Hann sagðist vera áhugasamur um gagngerar lýðræðisumbætur í anda þeirrar tillagna sem stjórnlagaráðið vann sem hann hrósaði fyrir flott starf í Kastljósinu í kvöld."
Í frétt DV segir einnig: "Ég treysti hins vegar ekki alveg Framsóknarflokknum til að vera á sama máli og ég í þessu ógnarstóra máli, sagði Guðmundur. En ESB spili einnig inn í önnur mál þar sem þar hangi margt á spýtunni. Til að mynda framtíðargjaldmiðill Íslands. Guðmundur sagði framsókn hafa haft frumkvæðið að því á sínum tíma að taka umræðuna um annan gjaldmiðil en sveigt hafi verið frá þeirri stefnu. Hann sé síðan fylgjandi ákveðinni markaðs- og nútímavæðingu í landbúnaði sem erfitt sé að tala um í Framsóknarflokknum, eins og hann orðaði það og þá sé hann umhverfissinni og þrátt fyrir að viðurkenna að flokkurinn hafi tekið skref í rétta átt í þeim efnum sé hann ekki sammála stefnu flokksins í þeim efnum."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir