Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Þurfum við aðild að ESB til að vernda landsbyggðina?

Stöð 2Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar tvö, skreppur stundum út að land og gerir þá bæði skemmtilegar og áhugaverðar fréttir af landsbyggðinni.

Meðal annars hefur hann sagt frá fækkun bænda á Vestfjörðum, til dæmis í Breiðavík. Þar kom fram að ábúendur eru að snúa sér meira að ferðamennsku. Í henni eru möguleikarnir, að sögn bóndans.

Önnur frétt um sama mál birtist í gærkvöldi.

Í skýrslu frá ESB í sambandi við landbúnaðarmál kemur fram að Ísland hafi enga byggðastefnu, en eitt helsta viðfangsefni landbúnaðarstefnu ESB er einmitt að halda mikivægum svæðum í byggð.

Fækkunin fyrir vestan er alvarlegt mál.

Aðild að ESB getur hjálpað okkur til að vernda landsbyggðina.


Hversu áhrifamikil eru smáríki í ákvarðanatöku innan ESB?

Í dag er verður fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar H.Í og í tilkynningu stendur:

"Hversu áhrifamikil eru smáríki í ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins?

Dr. Diana Panke, stjórnmálafræðiprófessor við University College Dublin á Írlandi, heldur erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki.

Dr.Panke fjallar um hversu mikil áhrif smáríki hafa í ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins. Í könnun sem var gerð árið 2009 kom fram að mikill munur er á þátttöku ríkja innan vinnuhópa ESB og í nefnd fastafulltrúa (COREPER). Könnunin sýnir líka að smáríki geta sigrast á þeim vanda sem tengist stærð ríkisins með því að bæta sérfræðiþekkingu sína. Stærð ríkisins þarf þar af leiðandi ekki að hafa takmarkandi áhrif. En hversu áhrifamikil eru smáríki í raun í daglegri ákvarðanatöku innan ESB, hafa þau getu til að hafa áhrif umfram stærð sína, og ef svo er, við hvaða aðstæður?

Staður og stund: Föstudaginn 30. september 2011, Oddi 201, frá kl. 12-13."


Hvað með framdyrnar fyrir alvöru gjaldmiðil handa allri þjóðinni?

EvraViðskiptablaðið hefur að undanförnu verið að fjalla ítarlega um gjaldmiðilsmál og í síðstu viku var þar frétt sem vakti athygli ritstjórnar ES-bloggsins: STÆRSTU FYRIRTÆKIN Í ERLENDRI MYNT. Kjarni fréttarinnar er sá að 38 af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera nú upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni, langflest gera upp í EVRUM.

Alls hafa um 137 fyrirtæki fengið leyfi Ríkisskattstjóra til að gera upp í Evrum og árið 2007 varð "sprenging" í þessu eins og Viðskiptablaðið kemst að orði. Ári síðar, 2008 fengu 72 fyrirtæki leyfi til þess að gera upp í Evrum.

Af þeim 38 stórfyrirtækjum sem gera upp í Evrum, eru 11 sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru með um 42% kvótans.

Eftir aðeins nokkrar vikur bætist svo risi í hóp þeirra fyrirtækja sem gera upp í Evrum: ICELANDAIR!

Í fréttinni segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að Evran sé komin inn "bakdyramegin" sem annar gjaldmiðill þjóðarinnar.

Almenningur verður hinsvegar að notast við haftakrónuna!

Hvað með framdyrnar fyrir alvöru gjaldmiðil handa allri þjóðinni?


Verbólgudraugurinn vaknaður að nýju?

PrósentÍ morgunkorni Íslandsbanka í vikunni var greint frá því að verðbólga væri að aukast hér á landi, en verðbólga hefur verið "krónískt" vandamál hér á landi áratugum saman. Í morgunkorninu segir:

"Útsölulok og árstíðarbundnar gjaldskrárhækkanir setja svip sinn á verðlagsþróun á haustdögum eins og svo oft áður, en verðbólguþróun og -horfur eru þó öllu hagfelldari en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nýjustu spá sinni. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,63% í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu. Niðurstaðan var í samræmi við spá okkar, en spár lágu á bilinu 0,4% - 0,6% hækkun. 12 mánaða verðbólga er nú 5,7% en var 5,0% í ágúst. Hefur verðbólga ekki verið svo mikil síðan í júní í fyrra. Var verðbólgan 5,3% á þriðja ársfjórðungi ársins en Seðlabankinn hafði spáð 5,6% verðbólgu á tímabilinu."

Þetta gerist á sama tíma og krónan hefur verið að styrkjast gagnvart öðrum gjaldmiðlum og því nokkuð sérkennilegt.

Í sama morgunkorni er sagt frá miklum hækkunum á landbúnaðarvörum: "Athygli vekur hversu ólík verðþróun á innlendri og innfluttri matvöru hefur verið undanfarið ár. Þannig hafa innlendar búvörur og grænmeti hækkað í verði um 10,2% undanfarna 12 mánuði, en verð á innfluttum mat- og drykkjarvörum hefur nánast staðið í stað á sama tíma. Sér í lagi hefur verð á ýmsum tegundum kjöts hækkað mikið, og má þar nefna að frá áramótum hefur verð á lambakjöti hækkað um tæp 19% og verð á svína- og nautakjöti um 20%. Lambakjöt hækkaði raunar um tæp 12% í verði í september frá mánuðinum á undan. Tengist sú hækkun væntanlega 25% hækkun á verðskrá sauðfjárbænda sem tilkynnt var um fyrir nokkru."

Enginn vill nýtt verbólgubál!


Nauðsynlegt að skipta um mynt - Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni

Í nýjum pistli skrifar Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni um gjaldmiðilsmál og segir þar:

"Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi. Þar sem 60 prósent af útflutningi Íslendinga fari til Evrópulanda væri þá ráðlegast að taka upp evru. Árni Oddur sagðist einnig þeirrar skoðunar að íslensk matvara væri að verða samkeppnishæf á alþjóðavísu. Því gætu falist tækifæri í því að ganga í ESB til að fá aðgang að þeim markaði.

Frá 1. apríl 2006 til 1. apríl 2010 hækkaði gengisvísitala krónunnar um 91 prósent sem þýðir að virði hverrar krónu fór nærri því að helmingast. Seðlabankinn kynnti nýlega skýrslu þar sem kemur fram að Íslenska krónan hefur rýrnað um 99,99 prósent frá seinna stríði vegna verðbólgu. Bankinn segir sögu peningastefnu og gjaldmiðlamála á Íslandi vera þyrnum stráða. Verðbólga hefur valdið því að kaupmáttur hefur rýrnað afar mikið síðustu áratugi.

Sem dæmi má benda á það þarf 7100 krónur til að kaupa þá vöru og þjónustu sem ein króna hefði keypt undir lok heimsstyrjaldarinnar árið 1944 ef ekki hefði komið til þess að tvö núll voru slegin af krónunni árið 1981. Það er rýrnun upp á 99,99% á rúmlega 65 ára tímabili."

Síðar segir: "Með því að halda krónunni lágri er verið að skapa gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Þeir aðilar sem halda því fram að það sé fínt að láta gengið falla til að vinna sig út úr vandanum eru einungis að horfa á rekstrareikning þjóðarinnar, ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra), en ekki er horft á afleiðingar þess á efnahagsreikning þjóðarinnar, og skuldir hækka um tæpa gríðarlega.

Gengisfallið hjálpar einungis skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og framkvæmd er stórkostleg eignatilfærsla. Sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali.

Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja einir borða kökuna og eiga hana." 


Steingrímur J. vill klára ESB málið!

Steingrímur J. SigfússonSteingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði á fundi um Evrópumál sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag að halda beri ESB-málinu áfram og fá botn í það (les: aðildarsamning og kjósa um hann!). Annars myndi "Evrópa" verða hangandi yfir okkur um ókomna tíð og málefni henni tengd.

Það kom fram í máli hans að samskipti Íslands og Evrópu hafa verið mjög mikil í gegnum tíðina og að í Evrópu séu mikilvægustu markaðir Íslands (kannski það sjónarmið sem annar fundarmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætti kannski að hafa?)

Steingrímur sagði það engum til hagsbóta að allt færi í bál og brand í Evrópua og gerði að umtalsefni þá "þórðargleði" sem hann sagði gæta hjá ýmsum andstæðingum ESB, sem virtust jafnvel óska þess að allt færi á versta veg í Evrópu. 

Steingrímur sagði það vera alrangt og fullkominn tilbúning að málið hefði kostað milljarða og að það væri algerlega á kostnaðaráætlun, væri unnið faglega af litlum hópi embættismanna. 

Steingrímur ætti að vita þetta vel, enda sá maður sem heldur um "buddu" íslenska ríkisins! 

Segja má að mál Steingríms hafe einkennst af miklu raunsæi og að hann hafi verið fullkomlega á jörðinni í sínum málflutningi. 


ESB og sund!

Háskóli ÍslandsSífellt bætast við spurningar inn á Evrópuvefinn og augljóst að fólk er forvitið um ESB, á meðan aðilar vilja draga málið til baka, frysta það og taka af þjóðinni þann rétt að fá að kjósa um aðildarsamning.

Ein spurning á Evrópuvefnum hljómar svo: "Er rétt að vegna ESB-reglna megi ég aðeins fara með tvö börn á aldrinum 5 til 7 ára í sund?"

Í svari á vefnum segir: "Stutta svarið er nei: Þetta er ekki rétt. – Evrópusambandið hefur hvorki sett lög né reglur um hversu mörg börn mega vera í fylgd eins fullorðins einstaklings í sundferð. Setning slíkra reglna er alfarið á ábyrgð aðildarríkjanna. Í nýrri íslenskri reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir hins vegar að börnum yngri en 10 ára sé óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ennfremur segir að viðkomandi sé ekki leyfilegt að hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. Í eldri reglugerð var miðað við 8 ára börn. Nýja reglugerðin tók gildi í upphafi árs 2011."

Allt svarið:http://evropuvefur.is/svar.php?id=60613 


Bæjarins besta: Er ekki til mikils að vinna?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, skrifaði fyrir stuttu grein í Bæjarins besta á Ísafirði. Hann bendir á þá staðreynd að þrátt fyrir erfið vandamál í Evrópu, sé Evrópa sameiginlega að glíma við vandann. Í grein Gunnars segir:

"Engin lönd hafa reist tollamúra eða tekið upp verndarstefnu. Viðskipti rúlla á venjulegan hátt, fólk fer á milli landa á eðlilegan hátt. Það er engin spenna á milli ríkja Evrópu sem getur leitt til stríðsátaka. Einhvertímann hefði annað verið uppi á teningnum!

Því er hinsvegar ekki að neita að víða eru vandamál í Evrópu. En það er ekkert nýtt. Það eru einnig vandamál vestanhafs og það er heldur ekkert nýtt. Það eru líka vandamál á Íslandi, sem einnig er heldur ekkert nýtt. Við höfum t.d. áratugum saman verið að glíma við einn lífsseigasta draug Íslandssögunnar, verðbólgudrauginn. Honum hefur einnig fylgt annar draugur og það er vaxtadraugurinn.

Á lýðveldistímanum hefur verðbólga að meðaltali verið um 20% samkvæmt riti sem Seðlabanki Íslands gaf út á sínum tíma. Stýrivextir og aðrir vextir hafa einnig verið svimandi háir, sem afleiðing gjörða verbólgudraugsins. Sem er reyndar ekki bara draugur, heldur ófreskja sem hækkar verð á öllum sköpuðum hlutum og étur eiginlega peningana okkar!

Þetta hefur leitt til gríðarlegs kostnaðar fyrir fyrirtæki og heimili landsins. Almenningur á Íslandi hefur svo sannarlega fengið að ,,borga brúsann“ fyrir þetta. En er ekki kominni tími til að tengja Ísland við það vaxta og verðbólgustig sem tíðkast á meginlandi Evrópu?

Eða er það eitthvað „norm“ að Íslendingar eigi að hafa miklu meiri verbólgu og borga miklu hærri vexti en íbúar annarra Evrópulanda?

Niðurstaða aðildarviðræðna Íslands og ESB birtist almenningi í formi aðildarsamnings. Um hann á að kjósa. Sumir hérlendis vilja stoppa þetta mál og vilja ekki leyfa almenningi að kjósa um þetta mál. Með því vilja þeir þá til dæmis koma í veg fyrir raunhæfa tilraun til þess að mjaka Íslandi niður á það vaxta og verðbólgustig sem þekkist í Evrópu."


Hleðsluútrás til Finnlands - mysa = tækifæri?

HleðslaStöð tvö greindi frá því í kvöld að MS hyggst á næstunni flytja ÚT mjólkurdrykkinn Hleðlsu til Finnlands. Áætlað er að selja þrefalda sölu hérlendis í Finnlandi.

Ritari veit ekki til þess að seldar séu finnskar mjólkurvörur hér á landi, en hefur þó smakkað margar góðar slíkar, t.d. Valio jógúrt og finnska mjólk. Hvort tveggja fyrirtak.

Væri ekki áhugavert að fyrir Íslendinga að fá að kynnast sýnishornum af finnskum landbúnaði á móti?

Verður Evrópa og markaðir þar bjargvættur íslensks landbúnaðar?

(Mynd af vefsíðu MS)


Hækkun í Evrópu - Evrópa/ESB er stærsta hagkerfi heims!

Viðskiptablaðið greinir frá: "Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað töluvert í verði í dag. Vonir um að vandi evruríkja verði leystur með sértækum aðgerðum hafa glatt fjárfesta í dag. Er það öfugt við þróun síðustu viku, þegar hlutabréfaverð hrundi um allan heim.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 1,5% í dag. Hækkunin er enn meiri í Þýskalandi og Frakklandi, þar sem DAX vísitalan og CAC 40 hafa báðar hækkað um rúmlega 3%. Þá benda framvirk viðskipti til að hlutabréf á Wall Street hækki við opnun í dag."

Í fréttinni kemur einnig fram að til standi að stækka þá sjóði sem ESB hefur yfir að ráða til að aðstoða aðildarríki, úr 440 milljörðum Evra í um 2000 milljarða Evra.

Geta Evrópuríkjanna er mikil, enda eru efnahagskerfi ESB mesta hagkerfi heims, samkvæmt IMF/AGS.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband