Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Fleygiferð á Guðmundi Gunnarssyni!

Guðmundur GunnarssonEyjubloggarinn Guðmundur Gunnarsson, fer mikinn þessa dagana um ESB-málið og er alveg til fyrirmyndar. Í nýjasta pistli sínum fer hann víða, en staldrar við landbúnaðarmálin og segir:

"Einangrunarstefna og þjóðremba er einkenni málflutnings þeirra sem berjast gegn því að kannað verði til hlítar hvað íslendingum standi til boða gangi þeir í ESB. Þar birtist okkur forsjárhyggja og lokað samfélag sem beitir öllum brögðum til þess að verja hagsmuni valdastéttarinnar á kostnað launamanna. Drýldin sjálfumgleðin og þjóðremban einkennir málflutninginn. Aldrei horft fram á veginn, sífellt horft til fortíðar og sagan endurrituð svo hún nýtist málflutning þeirra.

Styrkjakerfi íslensks landbúnaðar snýst um mjólkurframleiðslu og lambakjöt. Bændasamtökin sjá um þá gagnagrunna sem ráða hvert styrkir fara. Stærsti hluti verðmyndunar í lambakjöti fer fram í milliliðunum, bændur eru láglaunastétt. Verð á lambakjöti skiptist um það bil til helminga, við borgum helming í búðinni og hinn helminginn í gegnum skatta.

Þrátt fyrir að forsvarsmenn bændasamtakanna beiti fyrir sig þeirri fullyrðingu að þeir berjist fyrir því að vernda dreifbýlið og búsetu í landinu, fer mjólkurbúum fækkandi, nú er verið að leggja af mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum. Bændabýlum fækkar sífellt, en þau sem eftir standa verða stærri og reyndar skuldugri.

Íslenskur landbúnaður stefnir í nákvæmlega sömu átt og sjávarútvegurinn, skuldsett upp fyrir rjáfrið. Íslendingar eiga enga dreifbýlisstefnu, en hún er til hjá ESB. Fjárfestar kaupa sífellt fleiri jarðir og bændabýlin eru að verða það stór að hinir raunverulegu eigendur eru bankarnir, engin hefur efni á því að byrja í búskap. Hér vantar samskonar lög og eru innan ESB að það land sem búið er brjóta undir landbúnað skal nýtt áfram til landbúnaðar."

Svo segir þetta:

"Ég heimsótti sláturhús í síðustu viku. Þar unnu tæplega 100 manns, nánast allt erlent fólk. Þar voru þeir lambaskrokkar sem átti að senda út einungis grófsagaðir svo það sé hagkvæmara að flytja kjötið út. Öll vinna við kjötið fer síðan fram innan ESB og í mörgum tilfellum hjá fyrirtækjum sem eru í eigu íslendinga.

Sama á við um fiskinn, íslendingar eiga verksmiðjur sem fullvinna íslenska fiskinn. Í þessum verksmiðjum vinna þúsundir launamanna innan ESB. Íslendingarnir senda síðan einungis heim með þann hluta erlends gjaldeyris sem starfsemin gefur af sér sem dugar til þess að greiða kostnað hér heima, allt annað verður eftir úti. Þetta er afleiðing þess að við erum með krónuna sem kallar á vernd í skjóli gjaldeyrishafta.

Þetta myndi gjörbreytast ef við gengjum inn í ESB, þá gætum við flutt öll þessi störf heim og allur arður myndi skila sér inn í íslenskt samfélag, hér um að ræða nokkur þúsund störf, sem öll gætu verið góð undirstaða í öflugri byggða þróun. Hvers vegna velja íslendingar frekar að vera á bótum en vinna í landbúnaði og fiskvinnslu? Hvers vegna eru kjör bænda svona slök? Hvert fara allir þeir milljarðar sem renna í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins?

Það eru sífellt færri sem vinna í þessum greinum og launin eru mjög slök. Ef við skoðun starfsgeira rafiðnaðarmanna, þá hefur þróunin verið þannig að undanfarin 30 ár hefur engin fjölgun rafiðnaðarmanna verið í orkugeiranum, um 300 rafiðnaðarmenn starfað í þeim geira síðan 1980. Sama á við um í landbúnað og fiskvinnslu þar hafa einnig verið að störfum þennan tíma um 300 rafiðnaðarmenn og sama á við um byggingar- og verktakageirann þar hafa verið um 500 – 800 rafvirkjar og það er í þessum geira sem allt atvinnuleysi rafvirkja er.

Á sama tíma hefur rafiðnaðarmönnum fjölgað úr 2.000 í tæplega 6.000 öll fjölgunin hefur verið í tækni og þjónustustörfum. Í dag hefur rafiðnaðarmönnum í Íslandi fækkað um 1.000 frá Hruni. Íslensk tæknifyrirtæki er flest farinn að gera allt upp í Evrum og mörg hafa flutt stöðvar sínar erlendis. Þau hafa sagt að ef Ísland gengi í ESB gætu þeir flutt heim um 3.000 störf á stuttum tíma.

Tæknifyrirtækin sem hafa verið að bjóða upp á mest spennandi störfin ásamt því að þar hefur öll fjölgum starfa verið, eru að flytja sig til ESB. Þau eru alfarið háð góðum viðskiptatengslum við ESB svæðið, góðum lánamarkaði og ekki síður hlutabréfamarkaði.Við rafiðnaðarmönnum blasir stöðnun í starfsframa hér heima. Í nýlegum könnunum kom fram að 85% ungs fólks sér ekki framtíð sína hér á landi. Ungt og velmenntað fólk menn vilja hafa möguleika til þess að viðhalda menntun og aðgang að tækifærum í vali á góðum störfum."


Hver er handhafi sannleikans?

Jón Bjarnason fær mikla athygli þessa dagana - kastljós fjölmiðla næstum flæðir yfir hann eða rignir eins og sandi, eftir því hvernig litið er á málið! 

Eyjan greindi frá þessu í gær og í dag segir Jón þetta.

Svo er hægt að horfa á alla upptökuna af fundi utanríkismálanefndar ESB, þar kemur margt forvitnilegt í ljós.

En spurningin sem óneitanlega vaknar er þessi: Hver er handhafi sannleikans í málinu?


Kýpur styður aðildarumsókn Íslands að ESB

Eyþjóðin Kýpur lýsir yfir fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslands að ESB. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í dag. Á vef RÚV segir: "Utanríkisráðherra Kýpur, Erato Marcoullis, lýsti yfir stuðningi Kýpur við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, á fundi sem hún átti með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra. Þau hittust í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem allsherjarþing samtakanna fer nú fram.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Kýpur muni fara með formennsku í Evrópusambandinu á seinni hluta næsta árs, þegar búast megi við því að viðræður Íslands og Evrópusambandsins standi sem hæst um mikilvægustu kaflana í samningi um aðild."

Á Kýpur búa um 800.000 manns og tæp 80% íbúanna eru af grískum uppruna.


Fréttatíminn fjallar um gjaldmiðilsmál í leiðara

FréttatíminnÍ leiðara Fréttatímans í gær fjallaði Jón Kaldal um gjaldmiðilsmál og þar segir meðal annars:

" Það er makalaust en engu að síður staðreynd að tæplega þremur árum eftir að sett voru á gjaldeyrishöft er enn óljóst hvernig á að aflétta þeim. Eru þau þó ekki lítill farartálmi á leið til þess að koma fjárfestingum á Íslandi af stað á nýjan leik. Á bak við höftin veit enginn hvers virði gjaldmiðillinn er raunverulega og því er skiljanlega ákveðinn ótti meðal innlendra fjárfesta og erlendra við að binda sitt fé á Íslandi. Áður en höftunum verður aflétt þarf hins vegar að liggja fyrir hver peningamálastefnan á að vera."

Síðar segir: " Viðskiptablaðið hefur undanfarnar þrjár vikur birt athyglisverðan greinaflokk um peningamálastefnuna. Í nýjasta tölublaðinu er leitað álits nokkurra fróðra einstaklinga á framtíðarfyrirkomulagi hennar. Þar á meðal er Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem fangar stöðuna í hnotskurn: „Næstu tólf mánuði þarf peningastefnan að styðja við endurreisn íslenska hagkerfisins og afnám gjaldeyrishafta. Grundvallaratriðið er heragi í hagstjórn, setja þarf ríkisfjármálareglu sem gengur jafnvel lengra en Maastrichtskilyrðin og draga úr fastgreiðslu-fyrirkomulagi verðtryggingar.“ Orri er þarna á sömu slóðum og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem bendir á í sama blaði að ef Íslendingar ætli að taka upp evru þurfi þeir að sýna meiri aga í ríkisfjármálum en hingað til og bætir svo við:, ,Ef við ætlum að vera utan evrusvæðisins og tryggja jafnframt efnahagslegan stöðugleika, þá þurfum við að sýna enn meiri aga en ef við værum með evru.“

Og undir lokin skrifar Jón Kaldal: " Sveigjanleiki íslensku krónunnar hefur lengi verið nefndur sem helsti kostur hennar. Þó var það sá sveigjanleiki sem keyrði efnahagslífið fram af bjargbrúninni, hleypti af stað tveggja stafa verðbólgu og skildi heimili og fyrirtæki eftir með stórfellda og óafturkræfa hækkun á höfuðstóli verðtryggðra lána. Og það er aðeins nýjasti kaflinn í sögu sveigjanleika krónunnar. Áður fyrr markaðist saga hennar af handstýrðum gengisfellingum að geðþótta sitjandi ríkisstjórna.

Afleiðingin af þessum marglofaða sveigjanleika er að heimilin og fyrirtækin hafa afar takmarkaða þekkingu á því hvaða rekstrarumhverfi bíður þeirra. Öllum heitstrengingum stjórnmálamanna  - væntanlega þverpólitískum -  um að nú þurfi að sýna meiri aga en áður, skal vissulega taka fagnandi en, í ljósi reynslunnar, með fyrirvörum. "

www.frettatiminn.is


Formaður Samtaka Iðnaðarins: Landsmenn vilja kjósa - stefna SI óbreytt!

Helgi MagnússonHelgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Greinin ber yfirskriftina: Landsmenn vilja kjósa. Í greininni segir Helgi til að byrja með: "Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að „þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta.

Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild."

Síðar segir í grein Helga: "Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin?

Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt.

Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum."

Í greininni leggur Helgi áherlsu á að stefna Samtaka Iðnaðarins í Evrópumálum sé óbreytrt: "Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: „Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila."

Ennfremur: „Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma."

Öll greinin
 


ESB-getraun á Já-Ísland - Flugmiðar fyrir tvo í verðlaun!

Já-ÍslandÁ Fésbókinni/Fasbókinni hjá Já-Íslandi er að finna skemmtilega getraun, þar sem tveir flugmiðar eru í boði sem verðlaun.

Til að taka þátt, farið hingað! Góða skemmtun.


Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni: ESB og kjarabaráttan

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, tekur fyrir ESB og kjaramálin í nýjum pistli þar. Hann segir meðal annars: "Stærsta kjaramál íslenskra launamanna er að finna varanlega lausn á gjaldmiðilsmálum Íslendinga. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ef við ætlum að búa áfram við krónuna verður að taka upp mun strangari efnahagsstjórn en ef við tækjum upp Evru. Krónan kallar á mjög digra og dýra gjaldeyrisvarasjóði, sem veldur því að vaxtastigið þarf að vera um 3,5% hærra en það er t.d. í Danmörku.

T.d. má benda á auglýsingar bankanna þessa dagana burtu með verðtrygginguna, í stað þess bjóðum við upp á langtímalán með 6,45% vöxtum. Hér er verið að færa það sem við borguðum með verðtryggingu yfir í annað form, þú greiðir kostnaðinn strax í stað þess að færa hann yfir á seinni hluta lánstímans.

Í löndum sem búa við stöðugan gjaldmiðil eins og t.d. á hinum norðurlöndunum eru langtímavextir frá 2 – 3%. Ef fjölskylda kaupir sér eitt hús á Íslandi og önnur fjölskylda hús í t.d. í Danmörku, er staðan sú eftir 30 ár að íslenska fjölskyldan hefur greitt sem svarar andvirðis rúmlega tveggja húsa, séu greiðslur bornar saman við stöðu dönsku fjölskyldunnar. Þá er eftir að taka inn í dæmið mismun á verðbólgu, sem ætla má að muni um tvö til þrefalt meiri á Íslandi, sem verður gert upp á 5 ára fresti eins bankarnir bjóða í dag .

Menn strika ekki út háa verðbólgu, sveiflur í efnahagslífi, okurvexti, verðtryggingu, hátt vöruverð, slakan kaupmátt og segjast ætla að taka upp laun eins og þau gerast best í nágrannalöndum okkar, henda verðtryggingu og lækka vexti. Það hefst ekki nema með stórbættri efnahagsstjórn landsins. Ef við ætlum að halda áfram í krónuna kallar á það á mun harkalegri efnahagsstjórn en ef við gengjum í ESB.

Allur pistill Guðmundar


Guðni og gosdrykkurinn!

Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Íslands og formaður Framsóknarflokksins ritaði grein um Evrópumál (!) í Fréttablaðið um helgina. Þar líkir hann ESB við fyrirtæki sem færir okkur ákveðinn gosdrykk! Þetta er umfjöllunarefni dálksins Frá degi til dags í Fréttablaðinu í dag og þar segir:

"Staðreyndir skipta engu
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, ritar grein um ESB í Fréttablaðið á laugardag. Guðni fellur þar í sama pytt og margir aðrir þegar kemur að Evrópumálum; staðreyndir hætta að skipta máli. Þannig segir hann: "Stærstur hluti mannafla stjórnarráðsins er undirlagður í vinnu við aðlögunina og kostnaðurinn hleypur á milljörðum króna." Guðni færir engin rök fyrir þessari fullyrðingu, hann trúir því einfaldlega að svo sé, eða veit betur, en beygir sannleikann að málstað sínum."

Og síðar segir: "Rétt skal vera rétt
Nú ber svo við að kostnaður við aðildarviðræðurnar er ekki leyndarmál. Í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar um aðildarumsóknina er kveðið á um hver kostnaðurinn verður. Á árunum 2010 til 2012 nemur hann 800 milljónum króna. Viðræðurnar eru innan þessara heimilda. Og að láta sér detta í hug að stærstur hluti starfsmanna stjórnarráðsins sé upptekinn í viðræðunum er í besta falli barnalegt. Það góða fólk hefur nóg annað að gera í vinnunni."


Fundur um gjaldmiðilsmál á vegum sjálfstæðisfélaganna

EvraSjálfstæðisfélögin munu um næstu helgi efna til fundar í Turninum í Kópavogi gjaldmiðilsmál. Fundurinn verður klukkan tíu næstkomandi laugardagsmorgun.

Þar verður fjallað um þrjá kosti: Einhliða upptöku, krónuna áfram og Evru með aðild að Evrópusambandinu.

Fylgist með! 


Myndin talar sínu máli

EyjanÁ Eyjunni er svo önnur frétt sem er athygliverð. Eiginlega segir myndin við fréttina allt sem segja þarf.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband