Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
26.1.2012 | 20:14
ESB-málið: Stóru málaflokkarnir að bresta á
Í MBL í dag var fjallað um ESB-málið, en á þessu ári hefjast viðræður við ESB um "stóru málin" sjávarútveg og landbúnaðarmál (þó hlutur hans sé ekki mikið af heildarþjóðarfrmleiðslu landsins) og í frétt blaðsins sagði:
"Þetta voru gagnlegir fundir. Ég hitti fyrst Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Síðan átti ég klukkutíma fund með Mariu Damanaki [sjávarútvegsstjóra ESB] og voru þá fyrst og fremst sjávarútvegsmálin rædd. Síðan átti ég aftur fund með Füle og Dacian Ciolos [landbúnaðarstjóra ESB]. Þá var farið sameiginlega yfir stöðuna í viðræðunum og þá sérstaklega landbúnaðarmálin,« segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra um fundi með forystumönnum ESB í Brussel í gær.
»Það var ágætt að hitta þetta fólk. Ég var búinn að hitta Füle áður [...] og það var mikilvægt að hitta Damanaki og komast í milliliðalaust samband við hana,« segir hann um fyrsta fund sinn með Damanaki."
Steingrímur segir áhuga vera hjá ESB um að koma viðræðunum vel í gang og í frétt MBL segir ennfremur:
"Ég held að það sé áhugi á að koma þeim betur í gang, að komast í hinar eiginlegu viðræður. Ég lagði auðvitað áherslu á það af okkar hálfu að við vildum sem fyrst fara að geta látið reyna á þetta í alvöruviðræðum og vonandi tekst það. Það átta sig allir á því að þarna erum við með stóru hlutina undir, eða suma af þeim stærstu. Síðan er ekki hægt að neita því að það var svolítið rætt um makríl líka."
Í lokin segir svo í fréttinni:
"Ætli megi ekki að segja að þegar rætt er um þessi mál viðurkenna allir að Ísland hafi mikla sérstöðu og að það mun aldrei nást nein niðurstaða öðruvísi en að sú sérstaða sé viðurkennd. En í hve ríkum mæli og hvernig það yrði gert er auðvitað stóra efið. Þannig að það er ekki hægt að segja að þetta sé óvinsamlegt í þeim skilningi [...] Það liggur fyrir og er viðurkennt, t.d. í rýniskýrslunum, að ESB viðurkennir og áttar sig á sérstöðu Íslands. Hvað það þýðir þegar kemur til stykkisins í hinum eiginlegu samningum verður að koma í ljós,« segir hann."
Steingrímur er, eins og fram hefur komið, nýr sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, og hefur því forræði yfir þessum mikilvægu málaflokkum, sem efnhags og viðskiptaráðherra (opinber titill!)
En það verður spennandi að sjá niðurstöðuna úr köflunum um sjávarútvegs og landbúnaðarmál, það er alveg á hreinu!
(Leturbreyting: ES-bloggið)
Evrópumál | Breytt 28.1.2012 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2012 | 22:06
Kostuleg ummæli innanríkisráðherra á Alþingi
"Hæstv. forseti. Fyrst vil ég taka fram að við höfum staðið gegn þessum styrkjum sem við teljum óeðlilega og þar vísa ég til innanríkisráðuneytisins sérstaklega en ég tala fyrir hönd þess til þess umhverfis sem ég þekki helst.
Það er alveg rétt að það þarf að gæta jafnræðis í þessum kynningarmálum og reyndar er það fólgið í því að jafnræði ríki milli aðila innan lands en ekki að það komi utanaðkomandi aðili og heimti jafnræði á borð við okkur gagnvart þeim sem taka þátt í þessari umræðu hér.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að stofnanakerfið ánetjist þessari umræðu, því að nú er talað um eldvatnið. Hvernig stendur á því að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins, það er mjög algeng regla, er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök eða stjórnsýslan, hlynnt (Forseti hringir.) en almenningur á móti? Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð (Forseti hringir.) út til Brussel þar sem menn halda við (Forseti hringir.) á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast (Forseti hringir.) Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, (Forseti hringir.) fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast, það er þess vegna sem stofnanaveldið (Forseti hringir.) ánetjast Evrópusambandinu."
Okkur er spurn: Hvað gengur Ögmundi til? Getur hann fært rök fyrir máli sínu til stuðnings? Og erum við þá ekki háð NATO eða Sameinuðu þjóðunum líka? Og Norðurlandaráði? Vill innanríkisráðherra kannski að við drögum okkur alla leið inn í skelina og lokum á umheiminn?
Eða er hann búinn að skipa sér í þann flokk manna sem vill draga umsóknina til baka og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir? Að almenningur á Íslandi fái að taka upplýsta ákvörðun um innihald hans.
Hér á landi eru nefnilega sterkir kraftar sem vilja halda öllu óbreyttu, halda sveiflukrónunni, halda hávaxtastefnunni á lífi, sem og verðtryggingu! Aðilar sem vilja ekki samkeppni og möguleika á lægra vöruverði. Þetta eru aðilar sem hafa það gott í skjóli óbreytts ástands!
Ummæli Ögmundar hafa vakið hörð viðbrögð þeirra aðila sem hann sjálfur einu sinni var í forsvari fyrir, BSRB. Samtökin segja málflutninginn einfaldlega ómaklegan og skyldi engan undra!
Í tilkynningu segir:
"Núverandi ríkisstjórn sóttist eftir aðild að ESB en ekki opinberir starfsmenn sem eru væntanlega aðeins að vinna vinnuna sína eins vel og þeir geta. Sú vinna felst m.a. í því að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og undir það falla vissulega fundir erlendis vegna umsóknar um aðild að ESB. Málflutningur Ögmundar er því algerlega óásættanlegur, sérstaklega komandi frá manni í hans stöðu," segir Helga Jónsdóttir jafnframt."
Að saka fólk um dagpeningafíkn, þegar það er aðeins að vinna vinnuna sína og fara eftir lýðræðislegum ákvörðunum, verður að teljast með ólíkindum. Getur ráðherra bara komist upp með þetta?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.1.2012 | 20:57
Myndir frá opnun Evrópustofu
Hér má sjá myndir frá opnun Evrópustofu um síðustu helgi og greinlegt að þar "stigu menn á stokk," bæði þeir sem eru með og á móti! Nýr fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir var á svæðinu!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
24.1.2012 | 17:10
Marinó G. Njálsson: Verðtryggð króna eins og erlendur gjaldmiðill - verður sennilega óstöðug næstu misseri
Verðtryggingin var rædd á fjölmennum fundi í Háskólabíói í gærkvöldi, en fyrr um daginn var hún rædd á Rás 2, í síðdegisútvarpinu.
Þar sagði Marinnó G. Njálsson frá Hagsmunasamtökum heimilana þetta: "Verðtryggð króna er eins og erlendur gjaldmiðill, en við erum ekki með tekjur í erlendum gjaldmiðli," og átti þar að sjálfsögði við almennt launafólk í landinu.
Þá sagði Marinó að "ekkert benti til þess að krónan verði í jafnvægi næstu misserin" og það myndi velta á viðskiptajöfnuðinum, þ.e. að ef hann færi að verða mjög neikvæður, væri næsta einsýnt að ójafnvægi myndi einkenna krónuna.
24.1.2012 | 16:54
FRBL: Noregur og EES
Ólafur Þ. Stephensen skrifaði ágætan leiðara í FRBL þann 22.1. um Noreg og EES-skýrsluna, sem er nýútkomin þar. Leiðarinn hefst svona:
"Í síðustu viku kom út viðamikil skýrsla á vegum norskra stjórnvalda, þar sem samningum Noregs við Evrópusambandið er lýst. Sú skýrsla er um leið að verulegu leyti lýsing á sambandi Íslands við ESB, því að marga samninga við ESB eiga Ísland og Noregur sameiginlega.
Þar er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið klárlega viðamestur. Norska nefndin sem skoðaði málið kemst að þeirri niðurstöðu að EES og aðrir samningar Noregs við ESB hafi falið í sér umfangsmikla Evrópuvæðingu" Noregs, á miklu fleiri sviðum en flesta gruni og meðal annars hafi það komið nefndinni, sem þó var skipuð færustu sérfræðingum, á óvart hversu aðlagað norskt samfélag og löggjöf sé orðið því sem gerist í ESB. Það helgist þó ekki sízt af þörfinni á því að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum og viðfangsefnum sem ekki virða landamæri og það útheimti skuldbindandi alþjóðlegt samstarf. Grundvöllur samstarfsins sé að Noregur deili bæði gildum og hagsmunum með ESB-ríkjunum 27. Óhætt er að fullyrða að það sama eigi við um Ísland."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2012 | 16:48
Stjórna þeir stóru öllu?
Á vef Alþjóðamálastofnunar stendur:
"Simon J. Bulmer, prófessor við Sheffield háskóla og einn fremsti Evrópusérfræðingurinn, heldur erindi föstudaginn 27. janúar í Lögberg 101, frá kl. 12 til 13. Bulmer fjallar um stöðu Þýskalands sem stórveldis innan Evrópusambandsins og þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þess í Evrópusamstarfinu. Eftir hann liggja fjölmargar bækur og greinar í fræðunum eins og t.d. The Europeanisation of Whitehall: UK central government and the European Union og Rethinking Germany and Europe: Democracy and Diplomacy in a Semi-Sovereign State. Bulmer er með doktorsgráðu frá London School of Economics. Fundurinn fer fram á ensku.
Allir velkomnir."
22.1.2012 | 19:43
Króatar samþykktu ESB-aðild með miklum meirihluta - 66% sögðu já 33 nei
Talið er að Króatar hafi samþykkt aðild að ESB með yfirgnæfandi meirihluta, 66% gegn 33, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í dag. Þetta segir meðal annars USA Today á vef sínum. Tvöfalt fleiri eru því fylgan
Landið verður því nær örugglega 28.aðildarríki ESB og annað ríkja fyrrum Júgósalvíu sem gengur í sambandið, en Slóvenía fékk aðild árið 2004. Hér er krækja um málið, þar sem kemur m.a. fram að þátttaka var 43.5%.
Evrópumál | Breytt 23.1.2012 kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
22.1.2012 | 19:38
Krónan veldur gríðarlegum kostnaðarauka fyrir heimili og fyrirtæki
Krónan og staða hennar var rædd í Silfri Egils í dag og það voru þeir Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason, sem ræddu við Egil Helgason. Þar sýndu Gylfi og Ólafur meðal annars fram á gríðarlegan kostnað sem krónan ber með sér fyrir heimili og fyrirtæki.
Horfið hér.
22.1.2012 | 17:26
Meira um opnun Evrópustofu
20.1.2012 | 17:10
Umræður um gjaldmiðilsmál á vegum Samfylkingar
Á vef Samfylkingarinnar stendur:
"Alþingsmennirnir Helgi Hjörvar og Tryggvi Þór Herbertsson ræddu krónuna og framtíðina á fyrsta hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á nýju ári sem haldinn var á Sólon þriðjudaginn 17. janúar. Stöðugleiki Evrunnar og sveigjanleiki krónunnar var þeim ofarlega í huga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir